Tíminn - 09.04.1976, Page 10

Tíminn - 09.04.1976, Page 10
10 TÍMINN Föstudagur 9. april 1976. Einar Ágústsson um hafréttarráðstefnuna: Átökin á íslandsmiðum skapa vissa hættu á af- skiptum sérstaks dómstóls — er fjalli um ágreining íslendinga og og Breta. AÞ-Reykjavík. — Eins og fram kemur i forsiöufrétt/ lagöi Einar Ágústsson utanrikisráðherra fram árlega skýrslu sína um utanríkismál á Alþingi i gær. Skýrslan er mjög ítar- leg og er rætt um einstaka þætti í utanrikismálum is- lendinga. M.a. er rætt um hafréttarráðstefnuna í Nlew York og störf hennar. Lýsir utanrikisráðherra yfir sérstökum áhyggjum sinum vegna hugmynda um sérstakan dómstól eða sérstakar nefndir, er fjalli um ágreining milii rikja. Orbrétt segir ráðherrann i skýrslu sinni: ..Sérstök athygli beinist þá að kaflanum um lausn deilumála. sem óneitanlega er. nú i aukinni hættu eftir þau átök, sem átt hafa sér stað á tslands- miöum.” Hér á eftir fer kafli sá i skýrslu utanrikisráðherra, er fjallar um hafréttarráðstefnuna. ,,A fundi ráöstefnunnar sem hófst i New York 15. marz og mun standa til 7. mai eru til umræðu þeir þrir kaflar frumvarpsins að hafréttarsáttmála, sem fyrir lágu frá formönnum aðalnefndanna þriggja svo og fjórði kaflinn, sem forseti ráðstefnunnar hefir lagt fram og fjallar um lausn deilu- mála. Ekki er gert ráð fyrir, að störfum ráðstefnunnar verði lokið á þessum fundum. heldur verði annar fundur að koma til og er hann ráðgerður i Genf frá 15. júli fram i septemberbyrjun. Standa vonir til að á þessum siðari fundi verði hægt að komast að heildar- niðurstööu. þannig að undirritun hafréttarsáttmála geti farið fram i Caraoas skömmu siðar. Ekkert verður þó fullyrt um. hvort sú áætlun muni standast. Störfin á New York-fundinum fara fram á óformlegum fundum i aðalnefndunum þremur, en auk þess'i starfshópum, sem öll þátt- tökuriki geta átt fulltrúa i. Mun þá hver hópur ræða tiltekinn málaflokk. Auk þess hefur Even- sennefndin haldið reglulega fundi og stöðugir fundir eru i hinum ýmsu svæðahópum (Suður-Ame- rika, Asia o.s.frv.) og i strand- rikjahópnum. Málum verður þannig smám saman þokað áfram til afgreiðslu i aðalnefnd- um og loks á allsherjarfundi. bar sem öll málin eru nátengd og eiga að leysast i heild, verður ekki um það að ræða, að sérstakir þættir séu afgreiddir öðruvisi en sem liður i heildarlausn. Verður þá aðallega um það að ræða að finna máiamiðlanir i einstökum atrið- um. Er þá liklegt að gefa þurfi eftir á ýmsum sviðum, til að fá önnur atriði tryggð og mun sú hugsun ganga i gegnum alla málaflokka og einnig milli þeirra, en alls liggja nú fyrir ráðstefn- unni um 400 greinar. Enda þótt störf i undirbúnings- nefnd hafréttarráðstefnunnar og störf á ráðstefnunni sjálfri hafi farið fram siðan 1970 (og varð- andi alþjóðahafsbotnssvæðið frá 1967), hefur aldrei verið gripið til atkvæðagreiðslna, heldur hafa störfin miðazt við það að reyna að ná endanlegri heildarlausn með samkomulagi. Hafa þá allir gert sér grein fyrir þvi, að enda þótt e.t.v. væri hægt að ná 2/3 atkvæöa lyrir ýmsum þáttum málanna jafnvel einhvers konar heildar- lausn, þá mundi sú lausn ekki binda þau riki, sem ekki vildu gerast aðilar að endanlegum haf- réttarsáttmála. Það er einmitt þess vegna sem allan timann hef- ur verið unnið að þessum málum með heildarlausn fyrir augum, sem gæti hlotið stuðning sem allra flestra. Verður þvi að hafa i huga öll atriði málsins til þess að hægt sé i ljósi þess að finna þann farveg. sem allir eða flest allir geta átt samleið i. t stórum dráttum er aðstaðan á ráðstefnunni nú þessi: Alþjóða hafsbotnssvæðið Hér eru enn mikil átök um völd fyrirhugaðrar hafsbotnsstofnun- ar. bróunarrikin hafa alltaf vilj- að, aðstofnunin sjái sjálf um hag- nytingu auðlinda á svæðinu og hafi þar algera yfirstjórn, en iðn- þróuðu rikin hafa frá upphafi tal- ið að stofnunin ætti aðeins aö út- hluta leyfum til rikja eða fyrir- tækja. Auk þess er mikill ágrein- ingur um fyrirkomulag stofn- unarinnar sjálfrar þ.e. samsetn- ing einstakra deilda hennar, þings, ráðs o.s.frv. og völd þeirra. Ymsar málamiðlunartillögur hafa verið ræddar og hefur málið þokazt talsvert áfram. Er þá jafnframt miðað við þaö bak við tjöldin, að einhver afsláttur af hálfu þróunarrikjanna komi til greina til að tryggja réttindi i sambandi við efnahagslögsög- una. Inn i allt þetta blandast svo spurningin um stærð svæðisins, þar sem þau riki, sem viðáttu- mikil landgrunn hafa, vilja hafa yfirráö yfir þeim einnig utan 200- milna svæðisins, en t.d. Afriku- rikin vilja að svæðið utan 200- milna verði eign alþjóðahafs- botnsstofnunarinnar. Rætt er um þá málamiðlun, að einhvers kon- ar arðskipting komi til greina á landgrunnssvæðinu utan 200- milna, þannig að alþjóðahafs- botnsstofnunin fái þaðan tekjur. Væntanlega verður niðurstaðan sú áður en lýkur, en allt hangir þetta sem sagt saman. Yfirráðasvæði ríkja Hér koma til reglur um grunn- linur, landhelgi, landgrunn og efnahagslögsögu. Miðað er við svipaðar grunnlinur og á 1958 ráðstefnunni. þ.á. m. beinar grunnlinur, og allt að 12-milna landhelgi. Þá er miðað við allt að 200-milna efnahagslögsögu er taki til lifrænna og ólifrænna auð- iinda i landgrunni og hafi. Hins vegar eru mikil átök um nánara efni efnahagslögsögu hugtaksins og eru þar þrjár höfuöstefnur. t fyrsta lagi, að strandriki hafi mjög viðtæk réttindi, sem nánast mundi þýða sama og landheigi. t öðru lagi, að strandriki hafi að- eins rétt til hagnýtingar auðlinda, en að öll önnur réttindi tilheyri al- þjóðasamfélaginu. 1 þriðja lagi eru svo mismunandi blæbrigði af millileiðum, þar sem átök eru um, að hvað miklu leyti strand- riki geti haft yrirráð yfir visinda- legum rannsóknum og ráðstöfun- um gegn mengun. A ráðstefnunni er unnið eftir þriðju leiðinni og reynt að finna milliveg er tryggi bæði hagsmuni strandríkisins og hagsmuni hins alþjóðlega sam- félags af siglingafrelsi, o.s.frv. Allt er þetta i deiglunni og mála- miðlanir eru skoðaðar i samhengi við aðra málaflokka. Hér koma einnig til kröfur um réttindi ann- arra rikja innan efnahagslögsögu strandrikisins. Er þar aðallega um að ræða kröfur frá landlukt- um rikjum og landfræöilega af- skiptum rikjum, sem ekki hafa aðstöðu til að koma upp sliku svæði hjá sér. Mikil átök eru um þessar kröfur. Reglur á hafinu utan efnahagslögsögu Hér kemur til endurskoðun á reglum frá 1958 ráðstefnunni bæði um siglingafrelsi, verndun fiski- stofna, ráðstafanir gegn mengun o.s.frv. Umferð um sund Mikið hefur þokazt i áttina til samkomulags i þessu efni óg er þar um að ræða jafnvægi milli siglingafrelsis annars vegar og hins vegar að tryggðir séu hags- munir strandrikja. Vonir standa til, að samkomulag geti náðst um þetta atriði. Lausn deilumála t áðurnefndum kafla um lausn deilumála er gert ráð fyrir mjög viðamiklu kerfi varðandi lausn deilumála og er þá gert ráð fyrir sérstökum dómstóli og sérstökum nefndum, er fjalli um ágreining. Eins og nú standa sakir, er gert ráð fyrir þvi i 18. grein þessa upp- kasts, að ágreiningur varðandi þau atriði, sem úrskurðarvald strandrikisins nær til samkvæmt samningnum, verði ekki borinn undir þessar stofnanir nema sér- staklega standi á. Uppkastið var rætt á almennum fundi ráðstefn- unnar 5. og 6. april en ekkert verður fullyrt á þessu stigi um það, hver niðurstaðan verður. Uppkastið verður rætt lið fyrir lið i sérstakri nefnd þar sem allir eiga sæti. Eins og áður segir eru öll þessi mál enn i deiglunni. Aðalverkefni islenzku sendinefndarinnar hefur frá upphafi verið að vinna að heildarlausn er tryggi yfirráð strandrikis yfir auðlindum allt að 200-milum frá ströndum, þannig að strandriki ákveði sjálft leyfi- legan hámarksafla fiskstofna og möguleika sina til að hagnýta hann, svo og að úrskurður þriðja aðila um ágreining i þvi efni komi ekki til greina. Hvað varðar öll önnur at- riði er stefnan sú að hafa sam- vinnu við aðrar sendinefndir um alls konar málamiðlanir, er þoki málum áfram áleiðis að þessu höfuðmarki. Er þvi nauðsynlegt af tslands hálfu að fylgjast sem bezt með öllu sem er að gerast, bæði á fundumogbakviðtjöldin og taka þátt i hinum ýmsu starfs- hópum og undirnefndum. Er það feiknamikið starf, en árangurinn hefur verið góður hingað til. Þetta verður áfram verkefni islenzku sendinefndarinnar og verður enn að leggja höfuðáherzlu á að fyrir- byggja það, að þau atriði, sem okkur varða mestu, fari úr bönd- um. Sérstök athygli beinist þá að kaflanum um lausn deilumála, sem óneitanlega er nú i aukirini hættu eftir þau átök, sem átt hafa sér stað á tslandsmiðum. Verður sendinefndin að sjálfsögðu að vaka vel á verðinum og láta engin tækifæri ónotuð. Frumdrög þau, sem nú eru til umræðu, voru lögð fram eftir að störfum siðasta fundar var lokið. Hafa þau þvi enn ekki verið rædd á ráðstefnunni. Hins vegar hafa kaflarnir um landgrunn, ráö- stafanir gegn mengun og visinda- legar rannsóknir verið ræddir á fundum Evensen-nefndarinnar og munu þær umræður flýta fyrir störfum ráðstefnunnar.” Arekstrarnir á íslandsniið- uni skapa aukna hættu á þvi, aft ágreiningi Islendinga og Hreta verfti visaft til sérstaks dnnistóis.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.