Tíminn - 09.04.1976, Page 11

Tíminn - 09.04.1976, Page 11
Föstudagur 9. april 1976. TÍMINN 11 tjtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr.lCOO.OO á mánuði. Blaðaprenth.f. Við eigum líka land Nú þegar páskavikan er fram undan og vor i nánd, gæti það átt rétt á sér að nefna, að það eru ekki ein- ungis aðrar þjóðir, sem eiga lönd, heldur eigum við einnig land sjálf. Þetta land, sem við eigum, þekkja ekki nema sumir til neinnar hlitar, og hefur þó guð og eldur gert það svo úr garði, að i flestum lands- hlutum er býsna margt, sem þess er vert að kynnast þvi. Jöklaferð um páskana kann ef til vill ekki að gefa Spánarferð eða ferð til Kanarieyja neitt eftir. Að minnsta kosti mun fólk þar fjær mengun, hverr- ar tegundar sem er, heldur en á sólarströndunum margauglýstu. Hér eru ferðaskrifstofur á hverju strái að kalla, en starf þeirra virðist beinast að þvi næsta einhliða að eggja fólk til ferða til Miðjarðarhafslanda á staði, þar sem allt er krökt af fólki og harla margir Islendingar hafa margsinnis komið á. Ekkert er til sparað að gera þetta sem girnilegast með dýrum, viðhafnarmiklum og ismeygilegum auglýsingum, Aftur á móti fer litið fyrir auglýsingum frá þessum fyrirtækjum, er beini huga fólks að heimalandinu og þeim slóðum, þar sem sérkennilegastar eru og liklegastar til þess að veita fólki yndi i leyfum sinum. Vitaskuld má ekki skilja þessi orð svo, að verið sé að amast við öllum utanferðum. En of mikið má af öllugera, og við erum i miklu gjaldeyrishraki. Þess vegna væri að minnsta kosti þjóðhollara, ef ekki hollara á fleiri vegu, að beina huga fólks eitthvað meira en gert hefur verið að heimaslóðunum. í sambandi við þetta er vert að vekja athygli á þvi, sem gert hefur verið til þess að fjölmenn sam- tök i landinu, verkalýðsfélög og opinberir starfs- menn, gætu komið upp góðum húsum á fögrum stöðum, þar sem fólk getur dvalizt með hóflegum kostnaði, þegar þvi hentar. Á slika staði má einnig sækja hvild og endurnæringu, tilbreytni og hress- ingu, ekki siður en til Spánar, þar sem á ýmsu velt- ur, hvað úr býtum er borið. íslendingar eru óhófsþjóð. Sólarlandaferðirnar svokölluðu hafa um langt skeið gengið mjög úr hófi fram. Sitt eigið land hafa menn vanrækt, þrátt fyrir viðleitni Ferðafélagsins og fleiri samtaka og nokk- urra einstaklinga til þess að glæða ferðalög innan- lands. Nóg á fólk þó yfirleitt af ökutækjum til þess að komast leiðar sinnar, ef það kýs það fremur en slást i einhvern hópinn, þótt það sé auðveldast, ef komast skal á fáséða staði á torsóttum slóðum. Ef fólk hugsar sig um: Skyldi Hornstrandaferð gefa ferð til Kanarieyja nokkuð eftir? Eða hálendis- ferð dvöl á Costa del Sol? Eða kynni ekki að vera forvitnilegt að koma til Grimseyjar einu sinni á æv- inni? Það er um nóg að velja hér innan lands — ferðir, sem ekki mæða á gjaldeyri, sem fenginn hefur verið að láni. Skot á Akureyri Hvarflar það ekki að fólki, að reisa beri skorður við sýningu kvikmynda i sjónvarpi og kvikmynda- húsum, þar sem ekki gengur á öðru en skothrið, manndrápum og ofbeldisverkum, festum til þess eins á filmu að sýna eitthvað hroðalegt? Hver vill lengur bera ábyrgð á hugsanlegri uppskeru af þeirri sáningu? Dropinn holar steininn, og manns- hugurinn getur verið veill og gljúpur. Morð eru sennilega tiðari i Bandarikjunum en nokkru öðru landi. Er það tilviljun, að einnig þar eiga kvikmyndir af þessu tagi lengsta sögu? Umbótaöfl ó Spóni verða enn að bíða ef komast á hjá blóðsúthellingum Franco var i raun ekki einræðislierra Spánar, heldur tákn eða persónugervingur þeirra afla, sem ráðið hafa þar lögum og iof- um. Pauði hans hefur þvi litil áhrif, meðan samstarfsmenn hans halda embættum sinum. Myndin er af eiginkonu F'rancos og dóttur við líkkistu hans. ÞEGAR Franco hers- höfðingi og einsræðisherra Spánar lézt, vöknuðu vonir margra Spánverja um að stjórnin tæki stefnu i átt til framfara og aukins frelsis. Eftir nær fjörutiu ára harð- stjórn var þjóðin orðin lang- þreytt, og raunar farið að gæta nokkurs óróa meðal hennar. Fyrstu mánuðina eftir valdatöku Juans Carlosar konungs hélt von þessi lifi, þrátt fyrir seinlæti rikisstjórn- ar hans og litil ummerki raun- verulegra breytinga á stjórnarfari. Hvað eftir annað endurtók Carlos loforð sln um breytingar og úrbætur, en ákvarðanir drógust á langinn og hann virtist eiga i erfiðleik- um méð að finna leiðina til aukins lýðræðis. INNAN ríkisstjórnar þeirr- ar, sem hann setti á laggirnar, eru aðeins þrir ráðherrar, sem raunverulega eru hlynntir breytingum á spænsku stjórnarfari, þeir Manuel Fraga innanrikisráðherra, José Maria de Areila utan- rikisráðherra, og Antonio Garrigues dómsmálaráð- herra. Þeir eiga við ramman reip að draga þar sem eru samráðherrar þeirra allir, svo og þingið, sem aðeins er kjörið að einum fimmta hluta. Jafn- vel með stuðningi konungs mega þessir þrir sin litils gegn ákveðnum hægrimönnum stjórnar og þings, þrátt fyrir setu sina i valdamiklum ráðu- neytum. Fyrir nokkru höfðu þeir þó fram breytingar, sem virtust geta orðið nokkuð til batnaðar. Tilkynnt var að stjórnmála- legt frjálsræði yrði aukið, starfsemi stjórnmálaflokka yrði heimiluð, svo og að aflétt yrði nokkuð höftum þeim, sem hvilt hafa á boðun opinberra funda og fjöldagangna. Sá böggull fylgdi þó sakammrifi, að flokkar kommúnista og annarra róttækra vinstri- sinna yrðu áfram bannaðir. NÚ HEFUR hægrisinnum innan stjórnarinnar þó tekizt að koma i veg fyrir fram- kvæmd þessara umbóta, sem, þótt litlar megi virðast, voru þó þær einu sem á bólaði. Til þess notuðu þeir myndun Al- þýðufylkingarinnar, sem eru nýstofnuð samtök stjórnar- andstöðuflokka á Spáni, meðal annars kommúnista. Alþýðu- fylking þessi er samskonar og sú, sem árið 1936 vann sigur i kosningum á Spáni, en vegna þess sigurs hófu hægri menn, undir forystu Francos, borgarastyrjöldina, sem stóð til ársins 1939 og lauk með sigri og valdatöku Francos. Nokkrir af helztu leiðtogum Alþýðufylkingarinnar nú voru handteknir, skömmu áður en þeir náðu að kynna samtök sin á blaðamannafundi, og nú sitja fjórir þeir róttækustu þeirra i varðhaldi og biða réttarhalda yfir sér fyrir að hafa reynt að grafa undan stjórninni. beir af leiðtogun- um, sem sleppt var aftur, hafa lýst þvi yfir, að eftir þetta komi vart til greina að viðræð- ur við rikisstjórn Carlosar geti átt sér stað, og þar með frið- samleg lausn vandans. ÞVI ER það, að þessi veik- burða tilraun frjálslyndra afla innan rikisstjórnar Spánar til þess að greiða götu frelsis og lýðræðis i landinu, hefur mis- heppnazt. Hún hefur meira að segja snúizt upp i kærkomið vopn i höndum þeirra afla, sem engar breytingar vilja, enga röskun á stjórnarfari landsins. Ofgaöfl til hægri, bæði á þingi og i rikisstjórn, virðast nú, sem fyrir dauða Francos, hafa töglin og hagldirnar, og nota sér það til hins ýtrasta. Frá upphafi hafa þessi öfl, Franco-sinnarnir, gert konungi ljósa þá afstöðu sina, að breytingar og umbæt- ur yrðu aðeins heimilaðar að svo miklu leyti sem þær ekki högguðu núverandi stjórnar- fari i landinu. Jafnvel þær litlu breytingar, sem hingað til hef- ur verið reynt að koma á, hafa valdið sviptingum innan rikis- stjórnarinnar, og jafnvel svo miklum, að forsætisráðherra landsins, Arias Navarro, hef- ur einu sinni hótað afsögn. Franco-sinnar beita nú fyrir sig óróa þeim, sem rikt hefur i landinu frá valdatöku Juans Carlosar. Verkfallabylgjur hafa gengið yfir, til óeirða hef- ur komið hvað eftir annað, og i átökum milli lögreglu og al- mennings i kröfugöngum hafa nokkrir fallið. Vilja Franco- sinnar nú notfæra sér ástand þetta til þess að herða stjórnarfar i landinu enn meira en orðið er, jafnframt þvi að draga til baka öll loforð Carlosar um umbætur. Þeir hafa sýnt sig þess megnuga að yfirganga frjálsræðisöflin i landinu um sinn, og telja nú að með stuðningi hers landsins og lögreglu, geti þeir komið á yfirborðsfriði á ný. SIÐUSTU atburðir á Spáni, meðal annars flótti tuttugu og niu skæruliða úr fangelsi, verða heldur ekki til þess að auðvelda rikisstjórninni að umbreyta stjórnarfari, sem meðal annars felur i sér breytingar á þingi landsins i lýðræðisátt. Mikill hluti þing- manna tilheyrir samtökum fyrrverandi hermanna i borgarastyrjöldinni, en þau samtök eru mjög hægri sinnuð og vilja halda fast við rikjandi skipulag. Illmögulegt er nú að spá um frekari þróun mála á Spáni, þótt vonir um breytt stjórnar- far þar hafi að miklu leyti brugðizt. Hitt má þó greina af undanförnum atburðum, að þeir sem héldu þvi fram að dauði Francos, einn og út af fyrir sig, myndi litil áhrif hafa i landinu, höfðu rétt fyrir sér. Franeo var I raun aðeins orð- inn húgtak. Harðstjórinn á . Spáni var ekki hann sjálfur, heldur mennirnir umhverfis hann, hægrisinnarnir sem skipað höfðu sér i sveit um hann og héldu öllum raun- verulegum völdum i eigin höndum. Franco var sam- nefnari þeirra, einskonar per- sónugervingur valdsins, en fráhvarf hans eins hefur haft litil áhrif. ENN þann dag i dag eru flest helztu embætti á Spáni i höndum Franco-sinna, i hönd- um þeirra, sem engar breytingar munu þola meðan þeir fá um ráðiö. Þessir menn þurfa einnig að fara frá, áður en raunverulegar framfarir geta orðið á stjórnarfari landsins. Ef til vill þurfa þess- ir menn einnig að deyja, þvi hver um sig er i embætti sinu litill Franco — eða stór Franco — sem framfylgir stefnu ein- ræðisherrans af alhug. Ef til vill hafa þeir réttast fyrir sér, sem sagt hafa að ekki hafi verið nóg að Franco dæi og ekki sé heldur hægt að taka út einhvern ákveðinn hóp embættismanna, þar sem framfarir og frelsi muni ekki halda innreið sina á Spáni fyrr en öli kynslóð Francos, öll sú kynslóð sem barðist á Spáni árið 1936-1939, sé horfin til feðra sinna. Reynist það rétt, verða frjálslynd öfl á Spáni að biða enn um sinn, vilji þau komast hjá blóðsúthellingum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.