Tíminn - 09.04.1976, Síða 13
12
TÍMINN
Föstudagur 9. april 1976.
Föstudagur 9. april 1976.
TÍMINN
13
■aaaa'jBH!
"*** ' ' *«• «.
««4; Jl )■■•!
Magnús Kristýisson,
(ormaður Styrktajfélags
v-angefinna við heimiUð að
Bjarkarási.
>c
-.gy-
tnÆTiix 'stná
Það á að virkja vangefna sem
mest og hætta að einblína
á stofnanir og hæli
Málefni vangefinna
eru nokkuð á döfinni
þessa dagana og komið
hefur i ljós, að enn vant-
ar mikið á, að nógu vel
sé búið að vangefnu
fólki. Talið er að um 1500
manns teljist vangefnir
á íslandi, en aðeins er
rými fyrir 400 manns á
þeim stofnunum er taka
á móti þeim. Árlega
bætast siðan við 35-40
manns i hóp þessa ó-
gæfufólks og þvi er auð-
séð að stórt átak þarf að
gera á næstu árum til að
bæta hag þeirra, enda
kveða öll lög á um að
þetta fólk eigi að fá að
búa við sömu aðstæður
og aðrir. Grunnskóla-
lögin nýju segja t.d.
að þetta fólk eigi að fá
fullkomna kennslu, sem
hæfi þvi, en enn er ekk-
ert menntasetur fyrir
þetta fólk. Það hefur
hins vegar komið i ljós á
undanförnum áratug-
um, að þetta fólk getur
numið nokkuð mikið, ef
byrjað er nógu snemma
að kenna þvi. En hvað er
að vera vangefinn?
Þessari spurningu
beindum við að Magnúsi
Kristinssyni, formanni
Styrktarfélags vangef-
inna.
— Vangefið fólk er yfirleitt
andlega fatlað og oft fylgir þvi
likamleg hömlun. Það er talið að
nú þurfi 500 rúm fyrir vangefna
en um þessar mundir er aðeins
rými fyrir 400 manns og vantar
þvi pláss fyrir 100 manns. Þær
stofnanir sem taka við vangefnu
fólki eru allar yfirfullar og veita
ekki þá þjónustu, sem þarf og á að
veita og þvi miður er fjölgun á
rúmi fyrir fólkið ekki i sjónmáli.
byggingamáta, og viljum að
byggt verði dagvistunarstofnanir
og litil heimili. Það hefur sýnt sig
að undanförnu, að miklir mögu-
leikar eru á að hjálpa þessu fólki.
Þá vil ég benda á, að á siðasta
þingi aðstandenda vang. á Norð-
url. kom fram, að mikil og
góð reynsla hefur fengizt af þvi að
láta þetta fólk vinna t.d. á
vangefna. Við höfum rætt þetta
mál við bæði félagsmála og fjár-
málaráðherra og erum viö ein-
huga um að fara þess á leit að
sjóðurinn starfi áfram, helzt i
breyttri mynd, þannig að við fá-
um prósentugjald af sölu i fram-
tiðinni, en ekki ákveðna krónu,
sem verðbólgan étur siðan upp.
Það er talið að á hverju ári fæð-
Spjallað við Magnús Kristinsson,
formann Styrktarfélags vangefinna
Hvernig er reynt að búa að van-
gefnum?
— Hér áður fyrr var lögð á-
herzla á stórar stofnanir, kannski
á nokkrum hæðum. Við i Styrkt-
arfélaginu erum á móti slikum
vernduðum vinnustofum. Á
þinginu kom einnig fram, að á
hinum Norðurlöndunum er hætt
að byggja stórar stofnanir, heldur
eru byggð sérstök heimili eða'
ibúðir, þar sem fólkið býr saman.
Geta vangefin karl og kona búið
saman. Er t.d. ekki óæskilegt að
þau eignist börn?
— í sumum tilfellum býr þetta
fólk saman og það er ekkert sem
mælir á móti þvi, að það lifi eins
og við, sem teljumst heilbrigð.
Hins vegar er talið skynsamlegt
að það eigi ekki börn og hægt er
að gera viðeigandi ráðstafanir til
að fyrirbyggja það.
Standa Norðurlandabúar ekki
framarlega i aðhlynningu van-
gefinna?
— Þeir munu vera i fremstu
röð á þessu sviði. Það höfðu t.d.
verið stofnanir fyrir vangefna þar
i 100 ár, áður en nokkur slik
stofnun var komin á fót hér á
landi. Hér hófst þessi starfsemi
1931, með þvi að Sesselija heitin
Sigmundsdóttir stofnsetti Sól-
heima heimilið i Grimsnesi fyrir
eigin framtak. Það var svo ekki
fyrr en 1936, sem löggjafavaldið
kom inn i myndina, en þá voru fá-
vitalögin sett. Fyrsta hælið, sem
rikið rak var sett á stofn að
Kleppjárnsreykjum i Borgarfirði
árið 1944 og siðan tók rikishælið i
Kópavogi til starfa 1952. Arið 1954
beittu góðtemplarar sér fyrir
stofnun Skálatúns heimilisins i
Mosfellssveit og siðar gerðist
Styrktarfélag vangefinna aðili að
rekstri þess. Styrktarfélagið setti
siðan á fót dagvistunarheimilið
Lyngás árið ’61. Tjaldanes i Mos-
fellssveit tók til starfa 1965 og 1970
hófst rekstur Sójborgar á Akur-
eyri.1971 byggði Styrktarfélagið
Bjarkarás, en það er dagvistunar
heimili fyrir 50 börn. Þá er heim-
ili fyrir vangefna á Selfossi og i
Kjarvalshúsinu á Seltjarnarnesi.
Hvað er framundan i starfsemi
félagsins og hvernig gengur aö
afla fjármagns til framkvæmda?
— Um þessar mundir eru ýms-
ar blikur á lofti. Hinn svokallaði
styrktarsjóður vangefinna, sem
fær fé með sérstöku gjaldi af sölu
öls og gosdrykkja á nú i vök að
verjast, þar sem lögin um hann
falla úr gildi i sumar. A undan-
förnum árum hafa komið um 30
milljónir króna i sjóðinn, en viö
fáum 1,95 kr. pr. litra. Þessu fé
hefur eingöngu verið varið til að
byggja stofnanir og heimili fyrir
ist 6-8 börn sem þurfi á hælisvist
að halda og ef það kostar 6-8
milljónir króna að byggja yfir
hvert barn, er komið i
mikið óefni. En ráðamenn hafa
tekið vel i okkar beiðni og sömu
sögu er að segja af þeim þing-
mönnum, sem við höfum rætt viö.
En hvað er gert fyrir vangefið
fólk á hinum ýmsu stofnunum og
heimilum hérlendis?
— Fyrst og fremst fær þetta
fólk húsnæði og mat og viða góða
aðhlynningu, þó svo að húsnæði sé
smátt i sniðum. Það sem nú vant-
ar tilfinnanlega er kennslu- og
þjálfunaraðstaða fyrir fólkiö. Ar-
ið 1971 var sett sérstök reglugerð
um kennslu á fávitaheimilum og i
. grunnskólalögunum er kveðið á
að vangefin börn eigi rétt á sam-
bærilegri kennslu og aðrir, en hér
skortir allt á. Hér þarf lagfæring-
ar strax. Hvað myndu t.d. venju-
legir foreldrar segja, ef kenna
þyrfti börnum þeirra inni i stofu.
Þá heldur Styrktarfélagiö á
lofti öðru miklu baráttumáli fyrir
hönd skjólstæðinga sinna. En þar
eru tannviðgerðir. Það hefur ekki
verið hægt að gera við tennur
þessa fólks með góðu móti til
Afmælisveizla að Skálatúni.
Ljósmæðrafélag
Reykjavíkur
styrkir börn
með sérþarfir
Hinn árlegi merkjasöludagur
ljósmæðrafélagsins er næstkom-
andi sunnudag 11. april.
Eins og að undanförnu verður
ágóða varið til liknarmála.
Af siðustu merkjasölu 1975 var
Helgu Finnsdóttur afhent gjöf á
kvennafridaginn 24. október, til
barna með sérþarfir. Það er
ánægjulegt að sjá hvað mikið er
hægt að gera fyrir þessi börn.
Mæður leyfið börnunum að
selja merkin og klæðið þau hlý-
lega. Merkin eru afhent i þessum
skólum: frá kl. 10 árdegis. Alfta-
mýrarskóla — Árbæjarskóla —
Breiðholtskóla — Fellaskóla —
Langholtsskóla — Vogaskóla —
Melaskóla.
þessa. Við höfum rætt þetta mál
við heilbrigðisráðuneytið og von-
umst reyndar til þess að vangefn-
ir fái áður en langt um liður sama
rétt og aðrir til að láta gera við
tennur.
Þó svo að 1000 milljónum króna
sé veitt i fræðslukerfi landsins á
þessu ári, þá höfum við ekki feng-
ið eina einustu krónu til skóla-
byggingar. Búið er að ræða skóla-
málið við Birgi Thorlacius ráðu-
neytisstjóra og þá með skóla-
byggingu við Lyngás i huga. Okk-
ur hefur verið heimilað að láta
teikna skólann, en við vitum ekki
enn hvenær við fáum fjárveit-
ingu.
Hvcr eru helztu verkefni
Styrktarfélagsins sjálfs fyrir utan
að rcka á eftir byggingum?
— Það rekur tvö dagvistunar-
heimili. Lyngás og Bjarkarás, en
þar eru unglingar og fullorðið
fólk. t Bjarkarási vinnur fólkið
eftir beztu getu, stúlkurnar eru i
saumaskap og piltarnir við ýmiss
konar smiðar. Framleiðsla fólks-
ins er orðinn söluvarningur á
opinberum markaði. Og af þeirri
reynslu sem við höfum fengið er
þetta þaö sem koma skal.
Þá er félagið búið að kaupa hús
núna og á það að vera heimili fyr-
irstúlkur, sem hafa þroskazt það
mikið, að þær eru sjálfbjarga að
vissu leyti, en með þeim verður
þó kona. Tvær stúlkur, sem hafa
dvalið lengi i Skálatúni eru fluttar
i þetta hús, en þær hafa þroskazt
það mikið, að þær geta t.d séð um
að halda öllu hreinu, elda mat og
þvo þvott.
Að lokum vil ég segja það, að
viö eigum að hætta að einblina á
stofnanir og hæli. Það hefur sýnt
sig, að það er hægt að virkja þetta
fólk mjög mikið og það er þvi
sjálfu og þjóöfélaginu til góðs.
Vistmenn f Bjarkarási
vinna að framlciðslu
sængurfatnaðar.
Aðalfundur Foreldrasamtaka barna með
sérþarfir:
Hafa ber foreldra
með í ráðum, er
fjallað er um börnin
Aðalfundur Foreldrasamtaka
barna með sérþarfir, haldinn i
Brautarholti 4, 28. marz 1976,
samþykkir að skora á stjórnvöld
og aðra, sem fjalla um málefni
barna með sérþarfir, að hafa for-
eldra þessa barna ætið með i ráð-
um um aðbúnað þeirra og með-
höndlun.
Jafnframt samþykkir fundur-
inn að krefjast verði þess af rikis-
stjórninni, að byggingafram-
kvæmdum við öskjuhliðarskóla
verði tafarlaust haldið áfram,
ella sé um vitaverða vanrækslu
að ræöa.
Varðandi fyrra atriðið vilja
Foreldrasamtökin benda á það,
aö sérþekking á þessum málum
getur ekki falið i sér reynslu og
tilfinningar foreldranna. Má
glöggt sjá það, ef litið er yfir far-
inn veg. Óraunhæft er einnig að á-
kvarða meðferð barnanna án
samráðs við foreldra, eins og gert
er þegar um heilbrigð börn er að
ræða, vegna þess, að allir eiga
heilbrigð börn, en fáir hafa
reynslu af að eiga vanheilt barn.
Kröfuna um það, að bygginga-
framkvæmdir séu ekki stöðvaðar
við öskjuhliðarskóla ætti ekki að
þurfa að rökstyðja. Nægir að
minna á þann fjölda barna, sem
þurfa kennslu og þjálfunar með,
en komast hvergi fyrir. Einhverj-
um foreldrum heilbrigðra barna
myndi þykja nóg um, ef börn
þeirra fengju ekki að fara i skóla
af þvi að ekki væru til peningar til
að byggja skólahúsnæði.