Tíminn - 09.04.1976, Qupperneq 16
16
TÍMINN
Föstudagur 9. aprll 1976.
Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI
Eftir Rona Randall 28
-
inn brygðist við gagnvart lækni, sem kom ekki á vakt,
hver svo sem ástæðan var.
Það var dæmigert af David að eiga ekki einu sinni
magnyltöflur heima hjá sér. — Og þú ert læknir! hafði
hún hrópað. — Ekki snef ill af lyf jum á heimilinu! Hvers
vegna hefurðu ekki farið betur með þig? Veikur og
hjálparvana hafði David verið svo sakleysislegur, að
hana hafði tekið i hjartað hans vegna.
— Ekki skamma mig, hafði hann svarað. — Skilurðu
ekki, hvað ég er búinn að gera, Polly? Ég er búinn að
svíkja sjúkrahúsið! Ég verð rekinn og ég á það skilið!
Hún hafði gripið um hendur hans. — Það er ekki of
seint, David. Ég er með bíl f yrir utan. Þú þarft ekkert að
útskýra, það sjá allir, að þú ert veikur!
— Allir? hafði hann endurtekið, um leið og hún klæddi
hann í f rakkann og dró hann með sér út á götuna.
— Ó, mér líður svo illa, sagði hann þegar þau voru
setzt inn í bilinn og hún hélt utan um hann til að styðja
hann. Svo kipptist hann við. — Hvað áttirðu við með
allir? Ekki þó Lowell? Hann veit ekki, að ég kom ekki á
vaktina?
Þá varð hún að segja honum það. Hann rétti úr sér og
strauk með skjálfandi hönd yfir enni sér.
— Jæja, þá er ég búinn að vera, hvað varðar St.
Georges sjúkrahúsið, Pollý. Það er ófyrirgefanlegt af
mér að láta ekki vita, að ég kæmi ekki, áður en Bailey
fór. Það túlkar Lowell sem kæruleysi og kæruleysi er
hlutur, sem hann getur aldrei fyrirgefið.
— En þú gazt ekki gert að því, David! Útskýrðu það
fyrir honum!
— Allar útskýringar í heiminum afsaka ekki, að ég lét
ekki vita.
— En hann veit ekki, að þú komst ekki á vaktina! Ekki
horfa svona á mig, David. Ég varð að segja...eitthvað!
Ég varð að finna upp á einhverju til að reyna að hjálpa
þér.
Henni til undrunar varð hann bálreiður. — Heldurðu í
alvörunni, að ég geti látið þig Ijúga fyrir mig? Hvers
konar maður heldurðu eiginlega að ég sé, Pollý Friar...
maður sem felur sig undir pilsum kvenna?
I sömu andrá ók bíllinn upp að sjúkrahúsinu. David
hallaði sér yf ir Polly til að opna hurðina, en hún var opn-
uð f yrir hann og þar stóð yf irlæknirinn. David steig út úr
bílnum og staðnæmdist f rammi fyrir Mark. Hann mætti
spyrjandi augnaráði hans, en það var erfitt að einoeita
augunum, þegar allt hringsnerist.
Mark leit af David á Pollý. — Nú....sagði hann hægt.
— Þér sóttuð þá Harwey lækni sjálf, hjúkrunar-
kona.....?
Pollý steig út úr bílnum og Myra sá óttasvipinn og
vildi, að hún gæti huggað hana. Það var fyrst nú, sem
henni skildist, hvað Polly elskaði David Harwey innilega
og að heimur hennar hryndi í rúst, ef hann yrði látinn
fara frá sjúkrahúsinu.
— Ég var ekki í sjúkravitjun, læknir, sagði David
rólega. — Það var auðvitað eðlilegt að Friar héldi það,
þegar ég kom ekki á vaktina.
— Þegar þú ekki hvað? sagði Mark ískaldri röddu.
— Ég kom ekki á vaktina, endurtók David og skjögr-
aði, svo hann var nær dottinn.
Andartak var Mark harður á svip, en svo mýktust and-
litsdrættirnir hans. Hann leit vingjarnlega á unga lækn-
inn.
— Farðu inn til yfirhjúkrunarkonunnar á stundinni.
Þú getur varla staðið á f ótunum! Hvers vegna léztu ekki
vita, að þú værir veikur? Hjúkrunarkona, láttu búa um
rúm handa Harwey lækni — ekki mótmæla drengur
minn. Heldurðu að ég vilji fá inflúensuveirur um allt
sjúkrahúsið? Svo brosti hann svolítið— Hver hefur sagt,
að þú hafir ekki komið á vaktina? Hvað ertu að gera
hérna núna, ef ég má spyrja?
David til undrunar fann hann hönd yf irlæknisins á öxl
sér og hún klappaði honum vingjarnlega.
— Ef þú setur skyldur þínar sem læknir ofar heils-
unni, ertu flestum læknum skylduræknari, Harwey. En
komdu þér nú inn! Stattu ekki hérna úti í næturloftinu!
Bílhurðin skall aftur. David og Pollý voru ein eftir.
Hún horf ði á hann, án þess að koma upp orði, en hann var
ennþá reiður við hana.
— Næst. þegar ég þarf að koma reglu á mál mín, skal
ég tilkynna það fyrirfram, hjúkrunarkona! sagði hann
lágt. Reiður við hana, en þó einkum sjálfan sig, skjögr-
aði hann upp tröppurnar og inn um sjúkrahúsdyrnar.
13. kafli.
Leiðin heim til Myru var of stutt til að hægt væri að
ræða mikið saman. Myra sat alveg úti í horni og þegar
þau óku f ram hjá götul jósi, sá Mark, að lítið bros lék um
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
FÖSTUDAGUR
9. april
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Eyvindur Eiriksson les
enn söguna „Safnarana”
eftir Mary Norton (15).
9.05. Unglingapróf i ensku
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög á
milli atr. Spjallað við bænd-
urkl. 10.05. Úr handraðan-
umkl. 10.25: Sverrir Kjart-
ansson sér um þáttinn.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Rena Kyriakou leikur á
pianó Sex prelúdiur og fúg-
ur op. 35 eftir Felix
Mendelssohn/ Jana-
cek-k vartettinn leikur
Strengjakvartett i a-moll
eftir Franz Schubert.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar. .
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Þess
bera menn sár” eftir Guð-
rúnu Lárusdóttur.Olga Sig-
urðardóttir les (9).
15.00 Miðdegistónleikar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.10 Útvarpssaga barnanna:
Spjall um Indiána. Bryndis
Viglundsdóttir heldur á-
fram frásögn sinni (16).
17.30 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál.Guðni Kol-
beinsson flytur þáttinn.
19.40 Þingsjá. Kári Jónasson
sér um þáttinn.
20.00 Tónleikar Sinfóniu-
hljómsveitar Islands i Há-
skólabiói 18. f.m. Hljóm-
sveitarstjóri: Páll P. Páls-
son. Einleikari á pianó:
Halldór Haraldsscn. a.
Fomir dansar fyrir hljóm-
sveit eftir Jón Asgeirsson.
b. Pianókonsertnr. 2 i G-dúr
op. 44 eftir Pjotr Ilijits
Tsjaikovský. c.
„Petrúshka”, belletttónlist
eftir Igor Stravinský. —- Jón
Múli Árnason kynnir tón-
leikana.
21.30 Útvarpssagan: „Siðasta
freistingin” eftir Nikos
Kazantzakis. Sigurður A.
Magnússon les þýðingu
Kristins Björnssonar (15).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (45).
22.25 Dvöl. Þáttur um bók-
menntir. Umsjón: Gylfi
Gröndal.
22.55 Afangar. Tónlistarþátt-
ur i umsjá Asmundar Jóns-
sonar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
1
Miii
Pi
Föstudagur 9. apríl
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kastljós.
21.40 Skákeinvigi i sjónvarps-
sal.Fjórða skák Guðmund-
ar Sigurjónssonar og
Friðriks Ólafssonar. Skýr-
ingar Guðmundur Arn-
laugsson.
22.10 Upprisa. Finnskt sjón-
varpsleikrit, byggt á gam-
ansögu eftir rithöfundinn
Maiju Lassila (1868—-1918).
Óreglum aðurinn Jönni
Lumperi vinnur háa fjár-
upphæð á happdrættismiða,
sem honum var gefinn.
Hann verður ágjarn og tek-
ur að safna fé. Þýðandi
Kristin Mantyla. (Nordvisi-
on—Finnska sjónvarpið)