Tíminn - 09.04.1976, Síða 19
Föstudagur 9. april 1976.
TÍMINN
19
SmUingurinn Prjbardc
Neilaði að
Snillingar Partizan Bjelovareru væntanlegir til landsins
i kvöld, en þeir korna hingaö i boði Vals og leika hér 3
leiki. Þaðer valinn rnaður í hverju rúmi hjá þessu fræga
liði — landsliðsrnenn i hverri stöðu, sem hafa sarntals 660
landsleiki að baki fyrir Júgóslavíu. Einn fræknasti leik-
rnaður Partizan er hinn lipri og snöggi Miroslava Pri-
banic, sern hefur leikið 128
Pribanic, sem hefur verið einn
bezti handknattleiksmaður
heims, lék lykilhlutverk hjá Júgó-
slövum, þegar þeir urðu ólympiu-
meistarar i Munchen 1972. Einnig
lék hann aðalhlutverkið hjá
Partizan-liðinu, þegar það
tryggði sér Evrópumeistaratitil-
inn 1972, með þvi að vinna góðan
sigur (19:14) i leik gegn
Gummersbach i V-Þýzkalandi.
Þessi skemmtilegi leikmaður
skoraði þá 5 mörk hjá Hansa
Schmidt og félögum.
Pribanic var settur út úrlands-
liðinu i fyrra, þegar hann neitaði
að fara i megrunarkúr — en hann
landsleiki.
þótti orðinn heldur gildur um
mittið, eftir að hafa gegnt her-
þjónustu i tvö ár. Pribanic hefur
ávallt verið nokkuð þybbinn, en
það hefur ekki háð honum, þar
sem hann er geysilega útsjónar-
samur, og snerpa hans er með
ólikindum. Hann er mjög snjall
gegnumbrotsmaður og lunkinn i
hornum.
Þegar Pribanic lék hér með
landsliði Júgóslaviu á siðasta ári,
hafði einn islenzkur blaðamaður
orð á vaxtarlagi hans við lands-
liðsþjálfara Júgóslaviu, en blaða-
manninum þótti vaxtarlag Pri-
banic heldur óhentugt fyrir topp-
GEIR HALLSTEINSSON......og félagar hans úr FH, gllma við
sniilinga Partizan á morgun.
mann i handknattleik. Þjálfarinn
benti blaðamanninum á, að Pri-
banic notaði höfuðið, þegar hann
léki — og að hann léki ekki hand-
knattleik með vömbinni. Vakti
þetta svar hans að sjálfsögðu
mikla kátinu.
Það verður gaman að sjá
þennan smáa en knáa júgóslav-
neska hermann leika hér aftur.
Samleikur hans og Hroje Horvath
er oft á tiðum stórkostlegur.
Partizan Bjelovar mætir tslands-
meisturum FH i Laugardalshöll-
inni á morgun kl. 15, og verður
gaman að sjá Geir, Viðar og fé-
laga glima við snillinga Partizan.
Úrvalslið H.S.I. mætir Júgóslöv-
unum i Laugardalshöllinni á
sunnudagskvöldið-kl. 20.30, og
Valsmenn leika gegn þeim á
Akranesi á mánudagskvöld-sos
fara í
megrunarkúr
— og var hann þá settur út úr
landsliði Júgóslava
★ Prihanic leikur hér með
Partizan Bjelovar
,Vonandi eru lukkudísirnar
gengnar í lið með okkur'
— sagði Guðgeir Leifsson, eftir að Charleroi vann stórsigur
(6:1) yfir F.C. Liege ★ Ásgeir skoraði fyrir Standard
— Við náðum loksins að sýna
okkar réttu hliöar og dæmið
gekk upp, sagði Guðgeir Leifs-
son — eftir að hann og félagar
hans I Charleroi-liöinu höföu
unnið stórsigur (6:1) yfir F.C.
Liege. — Þessi sigur bindur
okkur örugglega saman og bæt-
ir sjálfstraustið i hinni hörðu
fallbaráttu, seni frainundan er.
lleppnin hefur ekki verið mcð
okkur til þessa, cn vonandi eru
lukkudisirnar nú gengnar í lið
með okkur, sagði Guðgcir.
Geysileggleöi var i herbúðum
Charleroi eftír sigurinn á miö-
vikudagskvöldið, sem kom á
réttum tlma. A laugardaginn
mætir Charleroi-liðið leikmönn-
um Beringen, sem hafa hlotið
einu stígi meira en Charleroi. —-
Þann leik verðum við að vinna
— hann hefur mikla þýðingu i
fallbaráttunni, sagði Guðgeir.
Það var skemmtilegt fyrir Guð-
geir, að þessi stórsigur vannst
yfir Liege-liðinú, þar sem hann
lék aftur með Charleroi-liðinu,
eftir tveggja leikja fjarveru —
vegna meiðsla.
Asgeir Sigurvinsson var einn-
ig i sviðsjósinu i Belgiu á mið-
vikudagskvöldið — hann skoraði
jöfnunarmark (2:2) Standard
Liege gegn La Louviere, þegar
15 minútur voru til leiksloka.
—sos.
GUDGEIR LEIFSSON.
Axel
var í
ham....
— skoraði 1 1 mörk
Dankersen í úrslit
AXEL AXELSSON var i mikium
ham, þegar Dankersen-liöið
tryggði sér rétt til að leika i 4-liöa
úrslitunum um V-Þýzkalands-
meistaratitilinn I handknattleik,
með þvi að sigra Kiel 24:15. Axel
var óstöðvandi og skoraöi 11
mörk i leiknum, en ólafur H.
Jónsson skoraði 3 niörk.
Dankersen leikur gegn Dietzen-
back i undanúrslitum um meist-
aratitilinn, en Gummersbach
mætir Milbertshoven. Þau liö
sem sigra, leika um meistaratitil-
inn. Þá má geta þess, að kona
Axels — Kristbjörg Magnúsdóttir
og vinkonur hennar i Minden-liö-
inu, hafa tryggt sér til að leika úr-
slitaleikinn um meistaratitil
kvenna. Minden er núverandi V-
Þýzkalandsmeistari.
—SOS.
Fram mætir
Armanni...
Framstúlkurnar tryggðu sér rétt
til að leika til úrslita i bikar-
keppninni I handknattleik, þegar
þær unnu góðan sigur (13:9) yfir
FH. Fram-liðið, sem varð ls-
landsmeistari fyrir stuttu, á þvi
góða möguleika að vinna tvöfalt
— bæði 1. deildar- og bikarkeppn-
ina.
Fram mætir Armanni i úrslita-
leiknum, þar sem Armanns-
stúlkurnar lögðu Viking að velli —
11:7.
Pettigrew
skoraði
Skotar unnu sigur (1:0) yfir
Svisslendingum á Hampden
Park. Það var markakóngurinn
frá Motherwell — Willie Petti-
grew, sem skoraði markið, en
hann lék sinn fyrsta landsleik fyr-
ir Skota. Pettigrew skoraði strax i
byrjun leiksins — með sinni
fyrstu spyrnu.
ísland
sigraði
Islendingar sigruðu Portúgali.
92-76, i landsleik i körfuknattleik i
Laugardalshöll i gærkvöldi.
Þjóðirnar hittast aftur i Njarð-
vik kl. 8 i kvöld.
Geir, Viðar og Hilmar
leika gegn Partizan
þegar Suðvesturlandsúrval mætir þessu fræga liði frd Júgóslavíu ó sunnudagskvöldið
VIl)AR...lcikur aftur með úrvals-
liöi.
GEIR Hallsteinsson, Viöar
Simonarson, landsliðs-
þjálfari og Hilmar Björns-
son leika meö Suðvestur-
landsúrvalinu í handknatt-
leik, sem mætir Partizan
Bjelovar i Laugardalshöll-
inni á sunnudagskvöldið.
Þetta verður í fyrsta skipt-
ið í langán tima, að þessar
snjöllu kempur leika með
úrva Isliði — og verður
örugglega gaman að sjá
þær leika saman.
Stefán llalldórsson, Pálnti
Pálmasonog Birgir Finnbogason
leika einnig með úrvalinu. Þá
leikur einn nýliði með.það er hinn
efnilegi linumaður úr Gróttu,
Axel Friðriksson.en annars verð-
ur úrvalsliðið skipað þessum leik-
mönnum:
Markvcrðir:
Ólafur Benediktsson......Valur
Birgir Finnbogason..........FH
Guðjón Erlendsson.........Fram
Aðrir leikmenn:
Geir Hallsteinsson .........FH
Arni Indriðason.........Grótta
Viðar Simonarson............FH
Axel Friðriksson........Grótta
Steindór Gunnarsson .....Valur
Stefán Halldórsson.....Vikingur
Pálmi Pálmason ...........Fram
Guðjón Magnússon ........Valur
Jón H. Karlsson .........Valur
Hilmar Björnsson............KR
Liðsstjórar verða Revnir olafs-
son og Jóhann Ingi Gunnarsson.
Sigurbergur Sigsteinsson var
valinn i liðið, en hann gat ekki
leikið. þar sem hann er nýkominn
af sjúkrahúsi, þar sem hann var
skorinn upp við sliti i vöðva
Fram vann Keflavík
Framarar unnu sigur, 2-0, yfir Keflvikingum á
Melavellinum i gær i meistarakeppni KSl.
Kristinn Jörundsson skoraði fyrra markið af
stuttu færi, og Marteinn Geirsson innsiglaði sigur
Fram i siðari hálfleik með skalla. Guðni Kjartans-
son fyrirliði Keflavíkur fékk áminningu.