Tíminn - 09.04.1976, Qupperneq 20

Tíminn - 09.04.1976, Qupperneq 20
20 TÍMINN Föstudagur 9. apríl 1976. r * Bílasalan Höfðatúni 10 ■ SELUR ALLA BÍLA: Fólksbíla — Stationbíla Jeppa — Sendibila Vörubíla — Vöruflutningabíla 14 ára reynsla i bflaviðskiptum. Opið alla ! ' virka daga kl. !)—7, laugardaga kl. 1—4. ■ Bilasalan Höfðatúni 10 * Ritari Starf ritara á skrifstofu landlæknis er laust frá 1. mai næstkomandi eða siðar. Leikni i vélritun áskilin. Stúdentsmenntun æskileg. Upplýsingar um fyrri störf skulu fylgja umsókninni. Laun samkvæmt kjarasamn- ingi starfsmanna rikisins. Umsóknir ósk- ast sendar skrifstofu landlæknis fyrir 21. april næstkomandi. Landlæknir. Jörðin Svarfhóll i Miðdalahreppi, Dalasýslu, er laus til á- búðar á nk. fardögum. Æskilegt er að umsækjandi sé fjölskyldu- maður og geti tekið að sér tamningar. Upplýsingar gefnar hjá Jóni Hallssyni i Búðardal i sima 95-2146 og Marteini Valdemarssyni i Búðardal i sima 95-2180. Energoproject, Sigöldu, óskar að ráða læknakandidat til starfa við Sigölduvirkjun i sumar. Góð aðstaða. Upplýsingar hjá starfsmanna- stjóra i simum 8-42-11 og 1-29-35. Einnig i simum 99-6414 og 99-6416. TILBOÐ DAGSINS BTD 20 jarðýta til sölu Getum boðið til sölu jarðýtu af gerðinni I-H-B-T-D 20 200 serins, árgerð 1967, i mjög góðu ástandi. Undirvagn ca. 75% góður, hliðarkúp- lingar mjög góðar, hús og vinnuljós, mótor góður, aðeins 1687 vinnustundir eftir upptekningu. Útsöluverð ef samið er strax. HF H0RÐUR 6VNNARSS0N SKULATUNI 6 SÍM119460 Lesendur segja: Af hverju má ekki reisa stórmarkað við höfnina? Nokkra undrun hefur vakið, aö KRON má ekki opna stórmarkað við Elliðavog. Þvi er boriö við, að stórmarkaður samrýmist ekki þeirri starfsemi, sem vera skuli á „hafnarsvæði”. Þar sem þessi markaður átti að vera er ekki nein höfn og veröur þar ekki i ná- inni framtið, ef nokkurntima. Hins vegar er Sundahöfn góðan spöl i burtu og þar eru stórkaup- menn með sinar verzlanir við Klettagarða. Við hlið vörugeymsluhúss SIS, sem húsa átti KRON-markaöinn, er sjúkrahúsið að Kleppi og hlýt- ur það þvi að teljast vera á hafnarsvæði, enda nær höfninni en vörugeymsla SÍS. Nú er einnig verið að innrétta hjúkrunar- heimili fyrir langlegusjúklinga við aðalhöfn Reykjavikur. Ég hef ekkert við það að athuga, en dreg i efa að umönnun sjúklinga henti betur á „hafnarsvæðum” en hús full af vörum. Vörur hafa alltaf verið tengdar siglingum og hafnarsvæðum og það er óeðlilegt að leyfa ekki vörumarkaði á þeim, enda á vörusala og afgreiðsla á vörum sér næstum daglega stað innan hafnarsvæða. Hvaða truflun skyldi nú stór- markaður KRON hafa valdið á „hafnarsvæðinu”, ef leyfður hefði verið? Ströndin við Elliðavog er óbyggð frá vörugeymslu SIS og alveg út að oliustöðinni við Kleppsmýrarveg, eða um hálfur annar kilómetri. Ef svæði þetta væri gert að bilastæði mætti leggja þar stórum hluta bila reykvikinga. Sé þessi staður ekki hentugur fyrir stórmarkað, er það ekki vegna þess að hann trufli aðra starfsemi og umferð á þessu svæði, þvi þar er engin umferð né önnur starfsemi, sem ekki tengist þessu húsi, þvi þetta er eina húsið á öllu svæðinu, sem hér var nefnt. Þótt staðurinn liggi ekki mið- svæðis, hefur hann ýmsa kosti, m.a. þann að draga umferð frá „central” svæðum, að óbyggðu svæði i útjaðri borgarinnar. Stórmarkaðir geta boðið upp á ódýra vöru. Að lækka vöruverð er þáttur i þvi, að lækka dýrtið. Setj- um nú svo, að hjá vörumarkaðn- um væri höfn og hafnarsvæði og að vörumarkaður félli þar ekki inn i skipulag. Ef þessu væri þannig háttað ætti samt sem áður að leyfa vörumarkaðinn: Ráð- stöfun, sem dregur úr dýrtið með lækkun vöruverðs á að hafa for- gang fram yfir vangaveltur um skipulagsatriði. Hve einlægur skyldi vilji sumra manna vera til að lækka dýrtiðina ireynd? Fjölskyldumaður ión Eiríksson skrifar: „Meðferð landhelgimálsins mótsögn við heilbrigða sky Það, sem undrar mig er hvers vegna þess hefur ekki verið krafizt að afbrotamennirnir sjálfir, togararnir, fari út fyrir 200milurnar — (að minum dómi væri nóg að þeir færu út fyrir 50 mDurnar, þar gerðu þeir minni skaða), þá færu auðvitað varnarskipin Uka. Jón Eiriksson, Drápuhlið 13, skrifar „Það er vist að bera i bakka- fullan lækinn, að leggja nokkur orö i belg um fiskveiðideUuna við Breta. RDcisstjórnin og þeir aörir, er á það mál minnast, heimta, að, freigáturnar verði að fara út fyrir 200 milna fiskveiðitak- mörkin, áður en viöræður við breta geti farið fram. Satt að segja finnst mér þetta bölvuð frekja af is- lenzku rDcisstjórninni. Ég hef alltaf heyrt að öllum skipum, jafnt herskipum sem öörum sé frjáls sigling allt upp aö land- helgislinu og öðrum skipum en herekipum einnig innan land- heiginnar. Landhelgi Islands nær 4 sjóm. út frá grunnlinum. Nú væri hægt að skilja þetta, ef það gæti orðið tD þess, að is- lenzku varðskipin gætu tekið veiðiþjófana og flutt þá til hafn- ar. En þvi er ekki að fagna. Dráttarbátarnir eru áfram tog- urunum tU varnar. Ég hef ekki heyrt, að þess sé krafizt að þeir fari út fyrir 200 milurnar, ásamt freigátunum, þótt þeir séu i raun og veru herskip i þessu tilviki. Og jafnvel þó að þeir væru þar ekki, þá efast ég um, að varðskipunum tækist að setja menn um borð i togarana. Þá kæmi fyrst til greina raunveru- leg lifshætta fyrir varöskips- menn. Heift togarasjómann- anna brezku er orðin svo mUcil, að þeir munu einskis svifast, enda hafa þeir sýnt islenzkum löggæzlu- og fiskimönnum banatilræði áður af minni ástæðu. Að skjóta á þá með föstum skotum finnst mér ekki ráðlegt. Islendingar mega ekki verða fyrstir til að hafa mannslff á samvizkunni. Mér finnst öll þessi meðferð málsins striða á móti allri heU- brigðri skynsemi. Hitt er svo annað mál, að það ætti þegar að vera ljóst af fram- komu Breta nú siðustu vikurn- ar, að enginn grundvöllur er lengur fyrir viðræðum við þá um fiskveiðar innan islenzkrar fiskveiðilögsögu. Þeir hafa fiskað nær eingöngu á alfriðuðum svæðum, þar sem litið er að fá annað en ókyn- þroska smáfisk, og eyöileggja þar um leið botninn fyrir upp- 1 eldi þorskseiða. Hvers vegna hafa þeir gert það? Það er aug- ljóst mál, að það geti ekki verið til annars en að gera tslending- um sem mestan skaða. Þeir eru orðnir vonlausir um, að þeir fái nokkurn tima að veiða á ts- landsmiðum eftir aö 200 milna efnahagslögsaga verður al- mennt viðurkennd. Og svo eru þaðhraðbátakaup- in fyrirhuguðu. Það er gömul reynsla þegar ný vopn eru tekin i notkun af einum styrjaldarað- ila að þá liður ekki á löngu áður en hinn aöilinn fer að nota sams konar eða jafnvel ennþá öflugri

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.