Tíminn - 09.04.1976, Page 24

Tíminn - 09.04.1976, Page 24
fornado þeytidreifarinn góö vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 Amsterdam: Mólúkkarnir sjö dæmdir til sex ára fangelsisvistar... Reuter, Amsterdam. Hollenzkir dómarar dæmdu i gær skærulið- ana frá Molúkka-eyjum, sem réö- ust inn i sendiráð Indónesi'u i Amsterdam i desember siðast- liðnum, til sex ára fangelsisvist- ar. Það var þann 4. desember siðastliðinnsem skæruliðarnir sjö réðust inn i sendiráðið og tóku þar tuttugu og þrjá gisla. A um það bil ffiftSHORNA ;"Á IVIILLI sama tima rændu aðrir skærulið- ar frá Molúkka-eyjum lest og skutu þrjár manneskjur til bana. Skæruliðarnir sem tóku sendi- ráðið slepptu fljótlega sumum gisla sinna, þar á meðal sextán börnum, en héldu tuttugu og fimm áfram, þar til þeir gáfust upp fyrir lögreglu og her, þann 19. desember. Þeir sögðu að tilgangur þjóð- ernissinnaðra öfgasamtaka þeirra væri að draga athygli heimsins að kröfu þeirra um frelsi og sjálfstæði heimaeyjar sinnar, sem er undir stjórn Indónesiu. Suður-Mólúkka eyjar eru klasi af Kyrrahafseyjum, sem Indónesia náði á sitt vald 1949. Likt og Indónesia voru þær áður undir stjórn Hollands. Yfirdómarinn i máli skærulið- anna sjö, Van de Waerden, sagði i gær, að hann og meðdómendur hans tveir hefðu tekiðtilliti til þess að glæpur sjömenninganna var framinn 1 þágu stjórnmálahug- sjónar. En gislarnir, sérstaklega börn- in, geta orðið fyrir varanlegu tjóni á sál og likama þegar svona nokkuð gerist, sagði dómarinn ennfremur. ------------------' Gólf-og Veggflisar Nýborgs^ Ármúla 23 - Sími 86755 Fundu mikið safn fornminja i kjallara Keuter, Alexandriu. —Egypt- ar hafa uppgötvað ómetanlegt safn fornminja frá grisk-rómverska timabili landsins, I kjallara einbýlis- (húss i eigu auðugs grisks bómullarkaupmanns. Youssef Hanna, forstjóri grisk-rómverska safnsins i Alexandriu sagði að lögreglan hefði fundið munina innpakk- aöa og frágengna til sendingar úr landi. 1 Efyptalandi er bannaö að flytja út fornmuni. Sagði Hanna að meira en þrjátiu þúsund munir hefðu fundizt i kjallaranum. Hefði eigandi hússins farið frá Egyptalandi fyrir um tiu ár- um og hefði hann skilið fjár- sjóð sinn eftir i umsjá grisks vinar sins. Hann ber til baka fullyrð- ingar dagblaða um að meðal munanna hefðu verið minjar frá Faraó-timabiiinu. Varð fyrir árás ó- þekkts báts... Reuter, Tokýó. — Japanskt flutningaskip varð fyrir árás óþekkts báts á Thailandsflóa þann 4. april, eftir þvi sem japanska strandgæzlan skýrði frá i gær. Með tilvisun til skeyta frá skipinu sjálfu, Koshin Maru, Sem er rúmlega tvö þúsund og átta hundruð lesbr, sagði tals- maður strandgæzlunnar aö skipið hefði oröið fyrir sex skotum, þegar það var á sigl- ingu um fjörutiu og fimm sjó- milur suður af Bangkok á sunnudag. . Enginn særoist i skothrið- inni og alvarlegar skemmdir urðu ekki um borð og skipið tilkynnti ekki áfásina fyrr en Hættulegasti félagi I.R.A. laus úr fangelsisvistinni Búizt við nýju blóðbaði á írlandi vegna lausnar hans Reuter, Dublin.— David O’Conn- ell, sem talinn er hættulegasti fél- aginn i irsku skæruliöahreyfing- unni.fékk frelsi sitt að nýju i gær- dag, eftir niu mánaöa fangelsis- vist. Lausn hans olli ótta um að nýtt blóöbaö kunni að upphefjast innan skamms. Yfirvöld á Norður-lrlandi, þar sem undanfarið hefur staðið yfir sprengingaalda, álita aö O’Connell muni jafnvel koma af stað enn sterkari ofbeldisöldu beggja vegna við lrlandshafið. Um það bil á sama tima og O’Connell var látinn laus úr fang- elsinu Portlaoise i Irska lýðveld- inu, sprungu tvær sprengjur til viðbótar hinum megin við ianda- mæri irsku rikjanna. I annarri sprengingunni sem varð i miðbæ Craigavon, slösuð- ust sjö manns, en i hinni, sem varð i Londonderry, særðust fjór- ir brezkir hermenn, sem voru að leita á fólki. O’Connell var talinn leiðtogi öfgavængs irska lýðveldishersins (IRA) þegarhann var handtekinn á siðasta ári. Hann er talinn fylgjandi auknu ofbeldi i barátt- unni á N-lrlandi. Ótti embættismanna jókst þeg- ar simhringing barst frá öfgahópi mótmælendatrúarmanna sem nefnir sig frelsisher Ulster. Hótuðu þeir að beita öllu sinu i striði gegn IRA, sem um nærri sjö ára skeið hefur reynt að neyða Breta til að draga her sinn til baka frá N-lrlandi. Ulster frelsisherinn hótaði ennfremur að myrða Merlyn Rees, sem er írlandsmálaráð- herra brezku rikissjórnarinnar. — Við verðum að taka hótanir þessar alvarlega, sagði einn af yfirmönnum brezka hersins, þvi það er enginn vafi á að þetta fólk getur valdið miklum vandræðum. eftir að þaö var komið i höfn i Singapore. Tvö önnur japönsk flutn- ingaskip hafa tilkynnt álika árásir á hafinu milli Thailands og Kambódiu. óliklegt að boði Healeys verði tekið Reuter, London. — Stertiugs- puRdið féll enn i gær og varö þá lægra en nokkru sinni fyrr gagnvart öðrum helztu gjald- miðlum á verðmörkuðum i öörum löndum en Bretlandi. Óttazt var að leiötogar verkalýðshreyfingarinnar I Bretlandi myndu hafna boöi stjórnarinnar um lækkun tekjuskatts, gegn þvi að laun myndu ekki hækka meira en þrjú prósent. 1 London féll sterlingspund- ið neðar en það hefur nokkurn tima verið og fengust aðeins 1.845 doilarar fyrir pundið. Fjármálaráðherra Bret- lands, Denis Healey, sem bauð stéttarfélögunum i Bretlandi aö lækka skatta gegn loforði um litlar launahækkanir, við- urkenndi i gær aö það yrði erf- itt að fá samþykki þeirra fyrir þvi. Rikisstjórn Verkamanna- fiokksins lilur á það sem veigamesta atriði baráttu sinnar við verðbólgu, að laun- um sé haldið innan ákveðinna marka. Utanrikisráðherra leystur frá starfi Reuter, Magadishu. — Utan- rikisráðherra Sómaliu, Omar Arthe Ghalib, hefur verið leystur frá embætti sinu, eftir þvi sem segir i tilkynningu frá sisiomu SUNDAHÖFN byltingaráði landsins i gær. 1 tilkynningunni segir að Artheb hafi verið færður um set, yfir i þjóðfélags- og stjórnmálanefnd byltingar- ráðsins og að þessi tilfærsia sé „eðlileg”. í tilkynningunni segir ekki hver veröi eftir- maður hans. Ghalib, sem er rúmlega fer- tugur, var skipaður utanrikis- ráöherra i október 1969,þegar herinn i Sómaliu tók völdin meö byltingu, og kom á tutt- ugu manna stjórn, undir for- sæti Mohamed Said Barre. Frá Addis Ababa bárust þær fregnir i gær að stefna Ghalibs i sumum málum hefði ekki þótt árangursrik.sérstaklega stefna hans varðandi frönsku landssvæðin i Afars og Issas, sem Sómalia hefur krafizt yf- irráða yfir. Ánafnaði lýðveldinu höll sina Reuter, Vientiane. — Fyrrver- andi konungur Laos, Sisavang Vatthana, hefur ánafnað lýð- veldinu Laos, höll sina i borg- inni Luang Prabang, sem var höfuðborg konungdæmisins. Laos. Verður höllinni breytt i þjóöminjasafn, eftir þvi sem útvarpið i Laos sagði i gær- dag. Sagði útvarpið að Sisavang, sem skipaður var æðsti ráð- gjafi lýðveldisins þegar hann sagði af sér konungdæmi og Pathet Lao tók formlega við völdum i desember siðastliðn- um, hefði afhent höllina fyrir tveim dögum. Sisavang er sagöur hafa dregið sig i hlé til Luang Prabang. Thailand: Stjórnarmyndun greið undir forystu Demókrata Reuter, Bangkok. —- Leiðtogar ihaldssamra flokka i Thailandi sátu i gær að samningum um myndun fjögurra flokka sam- steypustjórnar i landinu, sem búizt er við að komi nokkrum af helztu herforingjum Thailands aftur i stjórnmálasviðsljósið. Viðræður þessar eru fram- hald af allsherjarkosningurn i landinu siðastliðinn sunnudag, og þegar virðist ljóst að Seni Pramoj, leiðtogi hins ihalds- sama Demókrataflokks, sem hlautflest sæti á þingi landsins i kósningunum, muni verða leið- togi stjórnarinnar. Einn af æðstu embættismönn- um Demókrataflokksins sagði i gær, að þjóðernissinnaflokkur Thailands, Cart Thai, hefði samþykkt að taka þátt i myndun rikisstjórnarinnar. Þá hafa tveir aðrir flokkar samþykkt að eiga aðild að stjórninni, en það eru Þjóðfé- lagslegi Réttlætisflokkurinn, þar sem fyrrverandi varnar- málaráðherra lar.dsins, Dawee Chullasapyá yfirmaður i flug- hernum, er leiðtogi og Sósial-Þjóðvernisflokkurinn. Samsteypustjórn þessara fjögurra fíokka, með eitt hundr að og fjórtán þingmenn Demó- krata.fimmtiuog sex þingmenn Chart Thai, tuttugu og átta þingmenn Þjóðfélagslega rétt- Íætisflokksins og átta þingmenn Sósial-þjóðernissinna að baki sér, myndi hafa mikinn meiri- hluta á þingi, eða tvö hundruð ogsex sæti af tvö hundruð sjötiu og niu. t Breytingar á stjórn Bretlands: Crosland utanrikisráðherra Reuter, London. — Anthony Crosland tók i gær við stöðu ut- anrikisráðherra i rikisstjórn James Callaghans sem fyrir nokkrum dögum tók við embætti forsætisráðherra Bret- lands af Harold Wilson. Crosland, sem er fimmtiu og sjö ára og talinn miðflokksmað- ur i Verkamannaflokknum, var áður umhverfismálaráðherra, en hann er meðal þeirra minnst þekktu úr fremstu röðum flokksins. Michael Foot, sem var harð- asti keppinautur Callaghans I kosningunum til leiðtoga Verka- mannaflokksins, lét af embætti sinu sem verkalýðsmálaráð- herra og tók þess i stað við embætti leiðtoga neðri deildar X brezka þingsins, auk þess sem hann tók við öllum völdum um framkvæmd á stefnu stjórnar- innar gagnvart Skotlandi og Wales. Við embætti verkalýðsmála- ráðherra tók Albert Booth, en hann hefur ekki áður átt sæti i rikisstjórn. Breytingar þær, sem Callag- han gerði á ráðuneyti sinu nú voru töluveröar. Jafnvel meiri en búizt hafði verið við svo fljótt. Meðal þeirra sem sæti áttu i rikisstjóm Wilsons, en hverfa nú frá eru þau Barbara Castle, sem hefur gegnt embætti ráð- herra i málefnum opinberrar þjónustu, William Rose, Skot- landsmálaráðherra og Bob Mellish, agavörður flokksins. - Föstudagur 9. april 1976. -

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.