Tíminn - 05.05.1976, Qupperneq 5
Miðvikudagur 5. mal 1976
TÍMINN
5
Nýsköpunarstjórn
myndi ráða betur
við efnahaasvandann
Bónorð Gylfa
Senn fer sá tlmi i hönd, að
fuglar þessa lands pari sig og
safni I hreiður. Formaður
þingflokks Alþýðuflokksins er
engin undantekning að þvi
leyti, og raunar hefur hann
nokkra forystu þar um, sbr.
bónorð hans tll Sjáiftæðis-
flokksins og Alþýðubanda-
lagsins I Visi I gær. l>ar kemur
fram, að heitasta ósk Gylfa Þ.
Gfslasonar er að komast I ný-
sköpunarstjóru með Sjálf-
stæðisflokknum og Alþýðu-
bandalaginu og er Gylfi I eng-
um vafa um, að sllk stjórn yrði
oilra meina bót. Engin skil-
yrði eru sett, að þvi þó undan-
skildu, að cnga breytingu
megi gera á utanrikismála-
stefnu Islendinga, enda þykist
formaður þingfiokks Aiþýöu-
flokksins geta gengið að þvi
visu, að sannfæring Alþýðu-
bandaiagsmanna sé til sölu i
þeim efnum sem Öðrum.
Það fylgdi hins vegar ekki
sögunni i VIsi I gær, hver ætti
að vera i forsæti hinnar nýju
rlkisstjórnar, sem Gylfi Þ. er
búinn að mynda I huganum.
En sjáifsagt reiknar formaður
þingflokks Alþýðuflokksins
dæmið þannig, að hinír flokk-
arnir geti ekki sætt sig við for-
sætisráðherraefni frá hvor
öðrum.og lausnin verði þvi sú,
að Aiþýðuflokkurinn ieggi for-
sætisráðherrann tii. Og þar
sem enginn i Alþýðuflokknum
hafi aðra eins æfingu sem ráö-
hcrra og einmitt formaður
þingflokksins, veröi óhjá-
kvæmiiegt að leita til hans.
Astarhreiður Alþýðuflokks-
ins er sem sé tilbúlö og öii-
um opið, nema Framsókuar-
flokknum. Þarf vart að íara
mörgum orðum um það,
hversu vonsviknir Framsókn-
armenn eru, að komast ekki i
rikisstjórn Gylfa Þ. Gisláson-
ar.
Kyrrstaða
norðan fjalla
Biaðið Dagur á Akureyri
' fjailaði nýlega um garöyrku
og gróðurhús I leiðara sinum.
Getur blaðið þess, aö gróöur-
hús hér á iandi séu um þrettán
hektarar að fiatarmáii og
mestur hlutí þeirra i Arnes-
sýslu.
Siðar I leiðara sinum segir
blaöiö:
„Taliðer, að það kosti nú 10-
12 þúsund krónur að byggja
yfir fermetrann I gróðurhúsi.
Garðyrkjumenn sætta sig ekki
við minni afrakstur en 2-4 þús.
kr. af hverjum fermetra á ári,
og fer þaö aö nokkru eftir þvi
hvað ræktað cr. Pottaplöntur
og sumar tegundir afskorinna
blóma gefa mest en krefjast
hins vegar mikillar vinnu.
Athugun hefur verið gerð á
rúmlcga 30 hektara ylræktar-
veri hér á landi, með erlenda
markaði fyrir augum. t fram-
haldi af þeim athugunum, og
rannsóknum á sérstakri ljós-
tækni víð ræktunina, hafa hol-
len/.k fyrirtæki áhuga á 3,5 ha.
ylræktarveri, einkum til fram-
leiðslu á chrysanthemum-
græðiingum. Yrðu þá móður-
plönturnar ræktaðar hér, en
græöiingarnir, án rótar, send-
ir tii framhaidsræktunar I
Hollandi, 52 milljónir
græðlingar á ári.
En á meðan blóma- og
græumetisrækt dafnar á Suð-
vesturlandi og ævintýraleg ó-
form um stórframkvæmdir á
þvi sviði eru uppi, rikir á
þessu sviði mikii kyrrstaða
norðan fjalla og almenn garð-
yrkjumenning er minni en
vera þyrfti.”
—a.þ.
Talið frá vinstri: Ole Kristian Hanssen, básúnuleikari, Guðrún Kristinsdóttir, pianóleikari, Lárus
Sveinsson, trompetleikari og Christina Tryk, hornieikari.
Norræna húsið:
AAálmblásaratríó
með tónleika
gébé—Rvik — A fimmtudags-
kvöldið kl. 20:30 halda fjórir
hljómlistarmenn úr Sinfónlu-
hijómsveit tslands tónleika 1 Nor-
ræna húsinu. Þar kemur fram
málmbiásaratrió, Lárus Sveins-
son, trompet, Christina Tryk,
horn, og Ole Kristian Hansen,
básúna. Einnig mun Guðrún
Kristinsdóttir pianóieikari koma
fram á tónleikunum. A efnis-
skránnni eru m.a. verk eftir
Robert Sanders, Luigi Cherubini,
Berthold Hummel, J.S. Back og
Francis Poulenc.
Lárus Sveinsson trompetleikari
er vel þekktur hér á landi, en
hann stundaði nám sitt i Vinar-
borg, og hefur veriö trompetleik-
ari i Sinfóniuhljómsveit íslands
siðan 1967, þar sem hann hefur
oftsinnis leikið einleik með hljóm-
sveitinni.
Christina Tryk er bandarisk, en
hún stundaði nám við Yale School
of Music og einnig i Noregi. Um
tima lék hún i Útvarpshljóm-
sveitinni I Osló. Hornleikari i
Sinfóniuhljómsveit tslands hefur
Christina Tryk verið siöan 1975.
Ole Kristian Hanssen, básúnu-
leikari sem er norskur, stundaði
nám við Musikhögskolen i Osló og
hjá Dennis Wick I London. Hann
hefur verið fyrsti básúnuleikari i
Sinfóniuhljómsveitinni siðan i
september 1975.
Guðrún Kristinsdóttir pianó-
leikari er vel þekkt, bæði sem
einleikari og undirleikari. Hún
stundaði nám i Kaupmannahöfn
og Vinarborg.
® AAetlaxveiði sumarið 1975
Laxá i Skeflisstaðahreppi 134 7,6 ( 120)
Sæmundará 116 8,5 ( 115)
Húseyjarkvisl 118 8,7 ( 112)
Fljótaá 189 8,2 ( 204)
Fnjóská 268 8,6 ( 386)
Laxá i Aðaldal 2326 10,2 (1817)
Reykjadalsá og Eyvindarlækur 264 6,7 ( 337)
Ormarsá 117 7,7 ( 123)
Deildará 189 7,4 ( 158)
Svalbarðsá 172 9,9 ( 234)
Sandá 238 9,7 ( 288)
Hölkná 118 9,2 ( 135)
Hafralónsá 302 9,1 ( 343)
Selá i Vopnafirði 711 8,1 ( 589)
Vesturdalsá i Vopnafirði 329 9,2 ( 371)
Hofsá i Vopnafirði 1117 8,9 (1277)
Breiðdalsá 123 5,9 ( 126)
Geirlandsá i V-Skaftafells. 162 6,8 ( 56)
Eldvatn i V-Skaftafells. 51 4,4 ( 24)
Stóra Laxá i Hreppum 340 10,2 ( 157)
Brúará 84 ( 88)
Sogið 593 7,9 ( 526)
o Alþingi
hans einu sinni i viku.
Megn óánægja er rikjandi
heima fyrir með skipan þessara
mála, og á fundi manna úr öllum
hreppum Vestur-HUnavatnssýslu
12. mai 1975 var samþykkt að
beina þvi til sýslunefndar Vest-
ur-Húnavatnssýslu, „hvort ekki
sé timabært, að sýslunefndin óski
eftir þvi við viðkomandi y firvöld,
að Vestur-Húnavatnssýsla verði
gerð að sérstöku lögsagnarum-
dæmi, en með þvl ætti opinber
þjónusta i sýslunni að geta batnað
tU muna frá þvi, sem nú er”.
Á sýslunefndarfundi var svo
slik samþykkt gerð.
Vafalaust er mikil andstaða
gegn þvi af kostnaðarástæðum,
að sýslumannsembættum verði
fjölgað. En flutningsmönnum
þessarar tillögu virðist ekki til of
mikils mælst, að skrifstofu-
aðstöðu sýslumanns verði nú
a.m.k. breytt i lögregluvarðstofu
með fastráðnum lögreglumanni,
ogmá segja, aö það sé lágmarks-
úrlausn á þessum vanda.
Sýslunefnd Vestur-Húnavatns-
sýslu og hreppsnefnd Hvamms-
tangahrepps hafa óskað eftir þvi,
að viðgerðarmenn frá Rafmagns-
veitum rikisins og Landssiman-
um hafi fasta búsetu á Hvamms-
tanga eða annars staðar i Vest-
ur-Húnavatnssýslu. Þegar bilanir
verða i vondum veðrum er sér-
lega illt að þurfa að sækja þessa
þjónustu langan veg. Virðist eðli-
legt og sanngjarnt að orðið sé við
þessari kröfu.”
Dagur Evrópu í dag
Stofndagur Evrópuráðsins 5.
mai er haldinn hátiðlegur sem
DAGUR EVRÓPU i aðildarrikj-
um Evrópuráðsins, sem nú eru
18 talsins. 1 fyrra var þess
minnzt þennan dag, að 25 ár
voru frá stofnun Evrópuráðsins.
I ár er dagurinn helgaður starfi
ráðsins að mannréttindamálum
með þvi að minna sérstaklega á
mannréttindasáttmála Evrópu
og starfsemi mannréttinda-
nefndar og mannréttindadóm-
stóls Evrópu. I samræmi við
það hefur kjörorð dagsins verið
valiö þetta: MANNRÉTTINDI
ERU RÉTTUR ÞINN.
Sú venja hefur komizt á í
flestum aðildarrikjum Evrópu-
ráðsins, að sveitarstjórnir og
stofnanir þeirraeigi frumkvæði
að ýmiss konar hátiöahöldum
eða tilbreytni til þess að minna
á daginn. I samræmi við það
hefur Samband islenzkra sveit-
arfélaga fyrir nokkru skrifað
sveitarfélögum landsins bréf og
farið þess á leit, að þau minnist
dagsins með þvi að hafa fána
við hún miðvikudaginn 5. mai á
eða við stofnanir i eigu sveitar-
félaganna. Mörg sveitarfélög
hafa orðið sér úti um Evrópu-
fánann og munu flagga með
honum. Einnig hefur verið
dreift veggspjaldi með kjörorði
dagsins á mynd, sem sýnir
Evrópuráðsrikin.
Útvarpsstöðvar i Evrópu-
ráðsrikjunum munu að jafnaði
5. mai kynna Evrópustefið, en
það er Óðurinn til gleðinnar úr
Niundu sinfóniu Beethovens.
Evrópustefið hefur verið gefið
út á hljómplötu, sem er fáanleg
ásamt þjóðsöngvum Evrópu- jj
ráðsrikjanna.
Vfða mun einnig tiökast, að
þjóðhöfðingjar, utanrikisráð-
herrar og borgarstjórar haldi
ræður á Evrópudaginn, haldin
séu iþróttamót og efnt til vina-
bæjaheimsókna milli bæja, sem j
hafa vinabæjatengsl sin á milli. J
„Markmið Evrópudagsins er |
að vekja almenning til vitundar
um vaxandi samstarf Evrópu- •
ráðsrikjanna og gildi þess fyrir |
hinn almenna borgara innan jj
þeirra,” eins og segir i bréfi |
Sambands islenzkra sveitarfé- ii
laga til sveitarstjórna i tilefni :J
dagsins.