Tíminn - 05.05.1976, Side 7

Tíminn - 05.05.1976, Side 7
Miðvikudagur 5. mai 1976 TÍMINN 7 Frá ársþingi UMSE i Hrisey. Haukur Steindórsson formaöur sambandsins flytur ræðu. Öflugt starf UMSE liðnu ári 8. Um tilhögun kosningar sam- kvæmt ofanskráöu er um þessa kosti að velja: a) Kjósandi hefur eitt atkv. og kýs einstakling, en getur einnig gefið til kynna valkosti sinameð töluröð, að frá gengn- um þeim, sem hann kýs. Taln- ing ferfram ilotum,þannig að i hverri er einu þingsæti úthlut- að. Hlutfallsskipting þingsæta milli stjórnmálaflokka er tryggð með þvi, að þeir fram- bjóðendur, sem fæst atkvæði fá, eru felldir brott og atkvæð- um þeirra skipt milli annarra frambjóðenda samkvæmt val- kostum og þeim atkvæðum hinna kjörnu, sem eru umfram það lágmark, sem þarf til kjörs, er skipt milli annarra á sama hátt. b) Kjósandi hefur jafnmörg at- kvæði og þingsæti kjördæmis- ins eru. Hann kýs einstaklinga með þvi að krossa við nöfn þeirra og eróbundinn að þvi að velja menn úr einum eða fleiri stjórnmálaflokkum. Við taln- ingu er fyrst raðað á lista fyrir hvern stjórnmálaflokk eftir at- kvæðum þeirra frambjóðenda, sem honum tilheyra, lögð samán atkvæði hvers flokks um sig, deilt i með þingsætafjöld- anum og þannig fundin at- kvæðatala flokksins. Loks er þingsætum skipt milli stjórn- málaflokkanna og óháðra frambjóðenda, ef sliku er að skipta, samkvæmt hlutfalls- regíu, eins og nú er. 9. A kjörseðli sé frambjóðendum raðað i stafrófsröð fyrir hvern stjórnmálaflokk sérstaklega og óháðir frambjóðendur, ef ein- hverjir eru, settir út af fyrir sig. Reglur verði settar um það, með hverjum hætti vara- menn eru valdir. Miðstjórnin telur af öllum á- stæðum brýnt, að ákvarðanir verði teknar um þessi mál á þvi kjörtimabili Alþingis, sem nú stendur yfir, og felur fram- kvæmdastjórn og þingflokki Framsóknarflokksins að hafa frumkvæði i þessum efnum.” . Alit starfshóps þess, sem fjaU- aði um orkumál, er svolátandi: „Stefnt skal að þvi, að gjald- skrá raforku verði hin sama um land allt. 1 þvi skyni skal lögð á- herzla á að tengja saman raf- orkukerf i einstakra landshluta og tryggja þannig sem hagkvæmast- ar framkvæmdir og rekstur með samkeyrslu allra orkuvera og dreifikerfa. 1 þessum tilgangi skal stefnt að eftirgreindu skipu- lagi raforkumála: 1. Unnið verði að þvi að koma á fót landshlutaveitum, sem ann- ist alla dreifingu og sölu á raf- orku i viðkomandi landshluta. Landshlutaveitur þessar geti einnig annast rekstur hita- veitna. Þær sjái um fram- kvæmdir, sem nauðsynlegar eru vegna viðkomandi rekst- urs. Aðilar að slikum lands- hlutaveitum og stjórnun þeirra verði sveitarfélög i viðkomandi landshluta og rikissjóður. 2. Unnið verði að þvi að koma á fót einu fyrirtæki, sem annist allra meginraforkuvinnslu og flutning raforku á milli lands- hluta. Rikisstjórnin taki i þessu skyni þegar upp samninga við Landsvikjun, Laxárvirkjun, Andakilsárvirkjun, Rafveitu Vestmannaeyja, Rafveitu Sigluf jarðar og aðrar rafveitur, sem eiga og reka orkuver, um sameiningu sliks reksturs i einni landsvirkjun. Aðilar að þessu fyrirtæki og stjórn þess verði rikissjóður og landshluta- veitur. Eignarhluti rikissjóðs skal aldrei vera minni en 50 af hundraði. Landsvirkjun þessi tekur jafnframt við öllum rekstri jarðvarmaveitna, sem eru i höndum rikisins. Fyrir- tækið undirbýr virkjanir og lætur virkja. 3. Orkustofnun verði rikisstjórn- inni til ráðuneytis um orkumál og annist upplýsingasöfnun hvers konar um orkubú þjóðar- innar, geri áætlanir um nýtingu orkulindanna og annist undir- búningsrannsóknir fyrir virkj- anir. Orkustofnun veiti lands- virkjuninni og landshlutavirkj- unum nauðsynlega þjónustu. Orkustofnun fái ákveðnar tekjur af orkusölu í landinu. Greinargerð Haustið 1975 var settur á fót á vegum Framsóknarflokksins starfshópur til þess að fjalla um orkumál og einkum að gera til- lögur um stefnu á sviði orkumála. í hópnum eiga sæti: Steingrimur Hermannsson, formaður, Berg- steinn Gizurarson, Guðmundur Gunnarsáon, Guðmundur G. Þórarinsson, Helgi Bergs, Ingi Tryggvason, Ingvar Gislason, Kári Einarsson, Svavar Jóna- tansson, Sveinn Þórarinsson og Valdimar Jónsson. Starfshópurinn hefur haldið all- marga fundi, einkum um mörkun meginstefnu i orkumálum, og orðið sammála um þær tillögur, sem hér eru settar fram. Það hefur lengi verið yfirlýst stefna stjórnvalda i landinu, að raforkuverð verði hið sama um land allt, sem þýðir að sjálfsögðu, að verðið verði eitt og hið sama til sams konar nota, eða m.ö.o. að gjaldskrá verði hin sama fyrir raforku i landinu. Þessu mark- miði verður varla náð i einum á- fanga. Framleiðsluverð á raforku er mjög mismunandi á hinum ýmsu stöðum, og sömuleiðis er dreifingarkostnaður mjög breyti- legur. Eðlilegt virðistað stefna að þvi i fyrsta áfanga, að gjaldskrá fyrir raforku iheildsölu verði ein og hin sama um land allt. Til þess að þetta megi takast, er mjög æskilegt, ef ekki nauðsynlegt, að tengja saman öll raforkukerfi landsins og leggja áherzlu á sem hagkvæmastar framkvæmdir og rekstur með samrekstri á allri orkuframleiðslu. Það verður tvi- mælalaust bezt gert með þvi, að orkuframleiðslan og tengikerfi framleiðslustöðvanna sé á einni hendi. Sá aðili getur þá ákveðið rekstur orkuveranna og flutning raforku á milli landshluta, þannig að sem hagkvæmast verði fyrir heiidina. Tilþess að fá sama raforkuverð i smásölu, er I fyrsta lagi nauð- synlegt að sameina hinár ýmsu rafveitur, sem eru i hverjum landshluta, og samræma þannig rekstur þeirra á einni hendi. Jafnframt getur reynzt nauðsyn- legt að jafna mismunandi rekstr- arkostnað með einhverju verð- jöfnunargjaldi. Það þarf nánari athugunar við. Skipulagslaus fjárfesting á sviði raforkumála hefur verið mjög áberandi siðustu árin. Niðurröðun framkvæmda á sem hagkvæmastan máta hefur verið litil sem engin. Kjördæmasjónar- mið hafa ráðið mjög miklu, en hagkvæmni hinna ýmsu kosta ekki skoðuð á þjóðhagslegum grundvelii. Þetta hefur að sjálf- sögðu reynzt ákaflega kostnaðar- samt, bæði i framkvæmd, og þó ekki siður i rekstri. Þessi stað- reynd hvetur jafnframt mjög til þess, að framkvæmdir á sviði orkuvinnslu og flutnings á milli landshluta verði á einni hendi og hagkvæmni framkvæmda fyrir þjóðarheildina látin ráða. Lagt er til, að ofangreindum sjónarmiðum um hagkvæmni i framkvæmd og rekstri verði náð með þvi að sameina alla orku- framleiðendur i landinu i einni landsvirkjun, sem selji raforku með sömu gjaldskrá til allra landshluta. Nauðsynlegt er, að rikissjóður hafi sterk itök i sliku fyrirtæki. Þvi er lagt til, að eignarhluti rikissjóðs verði a.m.k. 50af hundraði. Hins vegar er jafnframt nauðsynlegt að tryggja sem bezt samband á milli landsvirkjunarinnar og rafveitna i hinum ýmsu landshlutum. Þvi er eðlilegt, að landshlutaveitur verði einnig aðilar að lands- virkjuninni og að stjórn fyrir- tækisins. Þetta mætti t.d. tryggja með þvi, að fulltrúar landshluta- veitna kjósi á árlegu þingi a.m.k. helming, ef ekki meiri hluta manna i stjórn landsvirkjunar. Alþingi gæti kosið einhverja stjórnarmenn, en ráðherra skip- að formann. Gert er ráð fyrir þvi, að lands- hlutaveitur verði settar á fót með aðild sveitarfélaga og rikisins. Ef sliks er óskað, virðist eðlilegt, að sveitarfélög geti átt meiri hluta aðild að slikum veitum og stjórn þeirra. Heimilað er jafnframt, að landshlutaveitureigi og reki jarð- varmaveitur eða fjarhitunar- stöðvar. I ýmsum tilfellum kemur til greina að reka slikar stöðvar þannig að^ nota megi hvort sem er jarðvarma eða raf- orku, auk svartoliu, eftir þvi sem þörf krefur. Nauðsynlegt getur þvi verið að samræma sem bezt rekstur raforkukerfisins og KS-Akureyri — Arsþing Ung- mennasambands Eyjafjarðar, hið 55., var haldið i Hrisey 24. og 25. april. Þingið sóttu um 60 manns frá 15 sambandsfélögum, auk Hafsteins Þorvaldssonar for- manns UMFÍ og Jóhannesar Sæ- mundssonar fræðslufuiltr. ÍSÍ. í skýrslu framkvæmdastjóra Þór- odds Jóhannssonar fram- kvæmdastjóra sambandsins, kom i ljós, að starfiö á siðastl. ári var umfangsmikið og nokkuð fjöl- þætt. Hæst bar þar iþróttastarfsemi. UMSE stóð fyrir um 30 iþrótta- mótum og keppnum á árinu i hin- um ýmsu iþróttagreinum og sendi keppendur á mörg mót utan hér- aðs, m.a. á Landsmót UMFí á Akranesi siðastl. sumar, og nokkrir félagar i UMSE tóku þátt i Danmerkurferð UMFl. Yfirleitt rekstur slikra fjarhitunarstöðva. Þvi er æskilegt, aðþetta sé á einni hendi. Landshlutaveitur myndu þannig annast sölu á bæði raf- og hitaorku til notenda. Eðlilegast virðist, að slíkarlandshlutaveitur verði sjálfseignarfélög og eignar- aðild sveitarfélaga i hlutfaili við ibúafjölda. Lagt er til, að Orkustofnun verði eftir sem áður sjálfstæður aðili. Rikisstjórn, sem fer að sjálfsögðu hverju sinni með yfir- stjórn raforkumála, þarf að hafa aðgang að óháðum aðila sér til ráðuneytis. Slikur aðili þarf að hafa heildaryfirsýn yfir orkubú landsmanna, gera áætlanir um þörf og framleiðslu og undirbúa með rannsóknum allar virkjanir. Sömuleiðis þarf landsvirkjun og landshlutaveitur að hafa aðgang að sérfræðilegri þjónustu eins og þörf þeirra krefur. Þótt Orkustofnun verði rikis- fyrirtæki, virðist eðlilegt, að starfsemi stofnunarinnar sé fjár- hagslega tengd orkuframleiðsl- unni og sölu á orku. Þvi er lagt til, að Orkustofnun fái til starfsemi sinnarákveðinn hundraðshluta a'f orkusölunni i landinu. Með tilliti til þess, að Orkuátofnun þjónar bæði rikis- valdi, landsvirkjun og lands- hlutaveitum, er jafnframt eðli- legt, að þessir aðilar allir eigi að- ild að stjórn stofnunarinnar. Orkulindir landsmanna, bæði i fallvötnum og jarðvarma, eru einhver dýrmætasta eign þjóðar- innar. Mjög mikilvægt er, að þessar orkulindir verði virkjaðar og notaðar af skynsemi og hag- kvæmni. Þvi miður hefur þar skort mjög á. Fyrst og fremst virðist þetta eiga rætur sinar að rekja til skipulagsleysis i yfir- stjórn orkumála. Þvi verður að vinda bráðan bug að bættu skipu- lagi og yfirstjórn. Með þessum tillögum er lagður grundvöllur að sliku skipulagi, sem án tafar þarf að vinna nánar i ýmsum smáatr- iðum og framkvæma.” var mikil þátttaka i iþróttastarf- inu og árangur góður i mörgum greinum. Alls voru á starfsárinu sett 18 Eyjafjarðarmet i frjálsum iþróttum, og var Hólmfriður Er- lingsdóttir athafnasömust á þvi sviði, setti alls 8 met. Mikið var starfað að bindindismálum á veg- um sambandsins, m.a. voru allir barna og unglingaskólar á sam- bandssvæðinu heimsóttir með bindindisfræðslu. Staðið var fyrir sumarbúða- starfi i samvinnu við IBA, haldin bændahátið i samstarfi við BSE og komið á fót nokkrum félags- mála og dómaranámskeiðum. Þá tókUMSE á mótinorrænum þjóð- dansaflokkum, sem sýndu listir sinar á Akureyri. Starfsemi sambandsins var mjög kostnaðarsöm, ársveltan jókst mikið og rekstrarhalli varð liðlega 200 þús. krónur. Miklar umræður urðu á þinginu um framtiðarverkefni UMSE. Akveðið var að halda uppi öflugu starfi, m.a. á iþróttasviðinu, efla fræðslustarfið og koma á fót al- mennum félagsmáia og stjórnun- arnámskeiðum, halda áfram sumarbúðastarfi og vinna af krafti við undirbúning næsta landsmóts UMFl, sem halda á á Dalvik 1978. Bindindismál voru á síðast mikið i sviðsljósinu á ársþinginu og tóku margir til máls um þau. Fram kom samstilltur vilji full- trúa um að snúa vörn i sókn gegn áfengisbölinu. I framhaldi af umræðum um bindindismál var samþykkt til- laga, þar sem skorað er á UMFI og ungmennafélög i landinu að gera næsta ár, sem er 70 ára af- mælisár UMFl,að sérstöku bar- áttuári gegn áfengisbölinu. Þing- ið hvatti sambandsfélögin tii að vinna ötullega að gróðurvernd og lar.dgræðslu, en mótmælir harð- lega fyrirhuguðum áætlunum byggingu álbræðslu við Eyja- fjörð. Að kvöldi fyrra þingdagsins var haldin kvöldvaka i samkomu- húsinu i Hrisey. Þar voru afhentir þrir bikarar. Umf. Reynir hlaut Sjóvá-bikarinn fyrir flest stig úr mótum UMSE siðastl. ár, og einnig félagsmálabikar UMSE fyrir mikiðog gott félagsstarf. Þá var Hólmfri'ði Erlingsdóttur, sem kjörin var iþróttamaður UMSE á siðastl. ári veittur eignabikar til staðfestingar á þvi kjöri. Mun þetta vera i fyrsta sinn er iþrótta- maður UMSE er kjörinn. Innan UMSE eru nú 1066félagsmenn, og hafa ekki i annan tima verið fleiri. Formaður sambandsins er Haukur Steindórsson. Skipstjóri óskast ó nýjan skuttogara sem gerður verður úr frá Húsavik. Skipið mun verða tilbúið til veiða i júli n.k. Upplýsingar gefur Tryggvi Finnsson, Húsavik, simar (96)4-13-88 og 4-13-49. ^ Tilboð óskxist i Broyt X2 gröfu, árgerð 1969. Vélin verður til sýnis við áhaldahús Kópa- vogskaupstaðar, Kársnesbraut 68, frá og með deginum i dag. Tilboðum skal skila fyrir kl. 14 mánudag- inn 10. mai 1976 til Karls Árnasonar for- stöðumanns, sem veitir allar nánari upp- lýsingar. Rekstrarstjórinn i Kópavogi. AUGLYSIÐ I TIAAANUM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.