Tíminn - 05.05.1976, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Miðvikudagur 5. mai 1976
Miðvikudagur 5. mai 1976
TÍMINN
11
Bændum má ekki fækka
svo byggðinni sé hætt
Skipuleg uppbygging
atvinnulífsins
Vopnafjörður er fögur byggð og
telst til Austurlandskjördæmis.
Þar biia nú 846 íbúar. Þar af búa
um 585 ibúar i þorpinu. Aðalat-
vinnan er tengd útgerð, en i sveit-
inni er blómlegun búskapur. ibú-
um hefur farið f jölgandi á siðustu
árum, og á þvi siðasta var fjölg-
unin meiri en að landsmeöaltali.
Skipulega hefur verið unnið að at-
vinnuuppbyggingunni og enn eru
ýmis áform á döfinni til að
tryggja atvinnuástandið enn
frekar.
Blaðamaöur Timans heimsótti
Vopnafjörð skömmu fyrir páska
og tók fólk þar tali. Hvers hann
varö vlsari má lesa um i þessari
opnu.
Þaö var um 1950, sem byggt var
frystihús á Vopnafirði. Þá voru
þar eingöngu geröir út smábátar
og var afli þeirra unninn i frysti-
húsinu. En svo kom sildin og þá
hófst mikill uppgangstimi á
Vopnafiröi, eins og alls staöar,
þar sem síldin hefur komiö viö.
Sildarbræösla tók þar til starfa
áriö 1958, og siöan var sild bæöi
brædd og söltuö á Vopnarfiröi allt
fram til ársins 1967 aö sildin
hverfur. Við þaö lamaöist allt
athafnalif staðarins, þvi aö öll
önnur fiskvinnsla haföi lagzt
niöur á síldarárunum. Smá-
bátarnir voru gengnir úr sér og
engin skip voru til til þess að hef ja
aðrar veiðar.
Þegar svo var komið voru
geröar áætlanir um hvernig efla
ætti atvinnulif staöarins og eftir
þeim áafetlunum eí unniö enn þann
dag i dag.
Vlglundur Pálsson oddviti á
Vopnafiröi og Asgeir Sigurðsson
hreppsnefndarmaöur sögðu
okkur frá þvi hvernig þessar
áætlanir voru I stórum dráttum,
en þessi uppbygging hófst á
árunum upp úr 1967.
— Fyrst var tekiö til viö aö
endurbæta gamla frystihúsiö og
kaupa I þaö eitthvaö af tækjum.
Þá var fariö aö koma söltunar-
aöstööu I gagniö, og keyptir voru
bátar til Vopnafjarðar. Fyrst
fengum viö Bretting eldri áriö
1967, sem var um 250 lesta bátur
og ári síðar kom til Vopnaf jaröar
sams konar skip, Kristján
Valgeir.
Þessi skip bættu mikið úr
atvinnuástandinu, en við geröum
okkur ljóst aö betur mátti, ef
duga skyldi. Var þvi farið að gera
ráöstafanir til að fá fullkomnara
veiöiskip, og áriö 1972 var samiö
um kaup á japönskum togara af
minni gerðinni. Til aö mögulegt
yrði fyrir okkur fjárhagslega aö
ráöa viö þessi kaup uröum fyrst
aö selja Kristján Valgeir áriö
1971, en siöan Bretting i október
1972. Höföum við þvi ekkert skip
frá þvi i október og fram i april aö
skuttogarinn kom. Við geröum
okkur alla tiö grein fyrir þvi að
hafa yröi tvö skip á Vopnafiröi til
þess að tryggja væntanlegu
frystihúsi nægilegt hráefni, en
fjárhagurinn leyfði ekki annaö en
aö selja bæöi togskipin, til að gera
kaup á togaranum möguleg.
Áform okkar voru hins vegar
alltaf, aö kaupa annaö skip þegar
nýja frystihúsiö kæmist I notkun.
Samhliöa þessari uppbyggingu
skipastólsins hófst frystihús-
bygging á vegum Kaupfélags
Vopnafjaröar. Aætlaö er, aö þaö
frystihús taki til starfa um næstu
áramót. Verður þaö mjög full-
komiö og búiö góöum tækjum.
Þar veröa afköst mun meiri en I
gamla frystihúsinu, og þegar þaö
hefur starfrækslu þá er ljóst, aö
hráefni skortir á Vopnafiröi, enda
i samræmi viö okkar fyrri
áætlanir.
Afköst þessa frystihúss, eru
áætluð um 5000 til 5500 lestir á ári,
og er þaö um helmingi meiri afli,
en nú berst að landi á Vopnafiröi.
Er þvi ljóst, að næsta átak okkar I
atvinnuuppbyggingunni hlýtur aö
verða að afla aukins hráefnis.
Þaö veröur ekki vinnandi vegur
aö reka frystihúsiö, nema einhver
lausn verði fundin á þessu vanda-
máli.
Viö höfum nú samiö viö Stálvik
h.f. I Garðabæ um smiöi á skut-
togara af minni gerö. Hann á aö
vera tilbúinn 1. ágúst 1978, en þá á
ástand fiskstofnana aö vera fariö
aö batna aftur samkvæmt
„svörtu skýrslunni”.
Hins vegar eru ýmis óleyst
vandamál i sambandi viö kaup á
bessum togara. Lán úr byggöa-
sjóöi hafa verið lækkuö úr 15% i
10% og þaö þýöir, aö framlag
okkar til kaupanna veröur 25
milljón kr. hærra en annars heföi
veriö. Þennan hjalla veröur mjög
erfitt aö kllfa, en viö treystum á
aðstoð þess opinbera i þessu
sambandi, jafnframt þvi sem
ákvörðun hefur verið tekin um aö
verja verulegum hluta af
útsvarstekjum hreppsins beint til
þessara kaupa. Meö þvi viljum
viö undirstrika hve mikilvægt
þetta mál er fyrir okkur.
Þá vitum við einnig, aö ibúar
staðarins munu leggja verulegt
fjármagn af mörkum, og nú
þegar hafa tveir þriöju hlutar
þessa beina framlags, sem viö
verðum að greiöa héöan aö
heiman, veriö lagöir fram.
í raun heföum við þurft á ööru
skipi að halda i lok þessa árs, um
það leyti, sem frystihúsiö tekur til
starfa. En vegna ástandsins á
miðunum og I gjaldeyrismálum
þjóöarinnar höfum viö tekiö þá
ákvörðun, að snúa okkur til
innlendra skipasmiöastöðvar og
fá skip þaðan, þótt þaö taki lengri
tima. Þannig viljum viö efla inn-
lenda skipasmiöar. Þvi teljum viö
enn rikari ástæöu fyrir stjórnvöld
aö styðja viö bakiö viö á okkur, og
sá stuöningur veröur aö vera bæöi
I oröi og á borði.
Stjórnvöld veröa aö gera sér
ljóst, aö þaö er ekki hægt aö
stööva hráefnisöflun til staða,
sem lagt hafa hundruö milljóna i
uppbyggingu sinna fiskverkunar-
húsa. Þá myndi dæmið snúast
viö, og I staö þess aö þessi hús
yröu lyftistöng fyrir allt atvinnu-
lif á staönum yröi þaö baggi, sem
byggöalagið risi ekki undir.
Vopnafjaröarsveit er mjög
vel fallin til landbúnaöar.
Afréttarland fyrir sauöfé er þar
eitt hiö bezta á landinu og fall-
þungi dilka yfirleitt hár. Ýmist
er þar um hreinan sauöfjár-
búskap aö ræöa eöa blandaöan
búskap meö sauöfé og naut-
gripi.
A siöasta ári var lagt inn i
m jólk ursa m la g Kaup-
félags-Vopnfiröinga um 600
þúsund kg. af mjólk og i slátur-
húsinu var slátraö 16 þúsund
dilkum. Auk þess er nokkuö um
nautakjöts framleiöslu sem
hefur fariö vaxandi á siöari
árum. Margar jaröir eru miklar
hlunnindajaröir og er þar bæöi
um að ræöa laxveiöi i ám og eins
er nokkuö um reka á jöröum út
meö firöinum.
Byggöum býlumhefur fækkaö
verulega á undanförnum árum
og er taliö aö slæmar smgöngur
eigi þar mikla sök á. Þá hefur
einnig nokkuð boriö á þvi aö
ósetnar hlunnindajaröir séu
ekki falar til ábúöar og þykir
bændum þar i sveit aö vonum
slæmt.
Miklir ræktunarmöguleikar
eru I Vopnafiröi og er hugur i
mönnum þar aö nýta þá mögu-
leika meö þvi aö setja upp græn-
fóöurverksmiöju.
Viö heimsóttum þau Sigurö
Bjömsson og Ólöfu Helgadóttur
en þau búa á Háteigi. Sú jörö er
nýbýli út úr landi Hrappsstaöa
og fluttu þau h jón á nýbýlið áriö
1962.
Þau sögöu aö ekki mætti
fækka meir I sveitinni en oröiö
væri svo ýmis vandamál yröu
ekki óyfirstiganleg. M.a. væri
smalamennska mikiö vandamál
og þótt alltaf væri hægt aö fá
nóg af sprækum strákum i
fyrstu göngur vantaöi kunnuga
menn. Þá væri þaö slfellt meira
vandamál aö þeir menn sem
flutt heföu út i þorpiö en
stunduöu búskap þaöan jafn-
framt þvi, sem þeir vinna i
þorpinu, mættu aldrei vera aö
sinna sameiginlegri smala-
mennsku. Töldu þau hjón þaö
óæskilega þróun, hve margir
væru farnir aö stunda vinnu I
þorpinu jafnframt búskap. Meö
þvi kæmi losarabragur á
búskapinn og mennirnir sjaldan
heima.
Þau hjón sögðu aö aöeins
heföi boriö á að ungt fólk hæfi
búskap, en um þaö væri þó allt
of lltiö. Þaö væri lika erfitt aö
koma upp búi i dag og stofnlán
tilþess væru alltoflitil. Gæti þvi
enginn fariö út i búskap, nema
steypa sér i miklar lausaskuldir
sem þeim væri erfitt að velta
áfram miöaö viö þaö verð, sem
nú fengist fyrir landbúnaðar-
afuröir.
— Bændur fá aldrei þaö verö
sem þeir eiga aö fá fyrir sina
framleiöslu og árum saman höf-
um við fengiö 25 -30% lægra
verö, en okkur ber að fá.
Siguröur óttaöist aö sú breyt-
ing, sem varö á verölagningu
búvara nýlega meö þvi aö færa
meira af verðinu yfir á ullina
kæmi til með aö gera aðstööu-
mun milli bænda. Margir
bændur ættu þess ekki kost aö
rýja fé sitt á vetrum, nema
leggja út i kostnaöarsamar
framkvæmdir og þrátt fyrir
þetta hærra verö á ullinni væri
alls ekki ljóst aö hún skilaði sér
nokkru betur eftir.
1 Vopnafiröi er mikiö land-
rými og töldu þau hjón aö þar
væri mjög hagkvæmt aö koma á
fót grænfóöurverksmiöju. Mjög
væri aökallandi aö slikar verk-
smiöjur kæmu sem viöast, enda
væri flutningskostnaöurinn á
fóörinu mjög mikill, en þaö
þyrfti aö sækja i fjarlægar
sveitir.
Sem áöur var vikiö aö eru
miklar hlunnindajaröir i Vopna-
firöi. Siguröur sagöist sifellt
vera aö komast meir og meir á
þá skoöun aö sveitarfélögin eigi
aö eiga hlunnindin og nýta
afrakstur þeirra til aö bæta
búskaparaðstöðuna. Hann
sagöist aldrei hafa oröiö þess
var aö þeir bændur, sem mikil
hlunnindi fengju byggju neitt
betur en hinir, sem engin
hlunnindi hafa. En ef þetta fé
kæmi i sameiginlegan sjóö
mætti nýta þaö til ýmissa þarfra
hluta eins og t.d. aö bæta vega-
kerfi sveitanna, eöa sima-
þjónustu, svo eitthvaö sé nefnt.
Þá standa þessi hlunnindi i
vegi fyrir þvl aö búskapur sé
rekinn á sumum jöröum og oft
eiga einstaklingar sem ekki búa
LÍFÆÐ VOPNAFJARÐAR
i hreppnum þessar hlunninda-
jaröir og fara með mikiö af
afrakstrinum burt.
En þrátt fyrir að sitthvaö
mætti gera til aö bæta
búskaparaöstöðuna I Vopnafiröi
voru þau hjón sammála um að
þar væri betra aö vera, en
viðast hvar annars staöar á
landinu. Þar væri hvert sumar
hlýjast hér á landi og þar væri
mikil sveitasæla.
Þrifalegt var i fjósi á Háteigi þótt ekki væri þar rimlaflór. Hins vegar er band á öörum afturfæti á
kúnum, svo þær stigi ekki aftur I flór. Ekki virtist bandiö há þeim hiö minnsta.
Hjónin á Háteigi ásamt dóttur sinni.
Skuttogarinn Brettingur og hluti bátaflota Vopnfiröinga bundinn viö bryggju. Ljósmynd
Þaö er ekki of mikiö sagt þótt
sagt sé aö flugiösé lifæö Vopna-
fjaröar i vetrarsamgöngum.
Þangaö flýgur flugfélag
Noröurlands fjórum sinnum i
viku frá Akureyri og tvisvar i
viku kemur vél frá Flugfélagi
Austurlands frá Egilsstöðum.
Auk þessaeru farnar aukaferöir
eftir þörfum.
A siöasta ári fóru 2500
farþegar um Vopnafjaröarvöll
og er þaö samsvarandi aö hver
Vopnfirðingur hafi þrisvar sinn-
um tekið sér far meö flugvél.
Einnig eykst stööugt aö vörur
séu fluttar með flugvélunum.
Flugskilyröi I Vopnafiröi eru
góö frá náttúrunnar hendi en
nokkrar úrbætur þarf nauösyn-
lega aö gera á flugvallarmál-
um. A siöasta ári batnaöi aö-
staöan þó verulega meö tilkomu
farþega- og afgreiösluskýlis á
flugvellinum.
Þaö sem nú er mest aökall-
andi aö gera er aö lagfæra nú-
verandi braut, gera þverbraut,
koma úpp brautarlýsingu og
ýmsum öryggistækjum auk
þess sem knýjandi nauðsyn er
aö giröa flugvallarstæöiö til aö
verjast ágangi búfjár.
Aö sögn Kristjáns Magnús-
sonarsveitarstjóra á Vopnafiröi
eru þessar aögeröir ekki kostn-
aöarsamar miðað viö margt
annaö sem gert er I samgöngu-
málum. Og þótt skilningur
stjórnvalda á mikilvægi flugsins
væri sifellt aö vaxa þyrfti hann
aö aukast enn.
Nýlega tók Flugfélag Noröur-
lands i notkun nýja flugvél af
Twin Otter gerö og tekur hún 18
farþega. Aður haföi eingöngu
veriö notazt viö smærri vélar.
Auöheyrt var aö menn á Vopna-
firöi voru almennt mjög
ánægöir meö þjónustu flugfé-
laganna og væntu þess að þeim
auönaðist aö njóta þeirrar þjón-
ustu sem lengst.
Hin nýja flugvélFlugfélags Noröurlands á vellinum i Vopnafiröi.
Aðalfundur AAjólkursamlags KS:
Innvegið mjólkurmagn 1975
varð 3,92% minna en árið 74
G.ó. Sauöárkróki. Aðalfundur
M jólkursamlags Kaupfélags
Skagfirðinga var haldinn aö
Héðinsminni við Stóru-Akra 29.
april s.l.
Fundinn sátu 67 fulltrúar og
deildarstjórar, auk fram-
kvæmdastjóra mjólkursamlags-
ins Sólbergs Þorsteinssonar og
Helga Rafns Traustasonar kaup-
félagsstjóra. Fundinn setti Helgi
Rafn Traustason en fundarstjóri
var skipaður sr. Gunnar Gislason
Glaumbæ. 1 ræöum kaupfélags-
stjóra og samlagsstjóra kom m.a.
fram, að innvegið mjólkurmagn
hjá samlaginu nam á árinu
8.716.743 ltr. og hafði minnkað um
3,92% frá sl. ári. Meöalfeiti
mjólkurinnar 3.873% sem var
0.067% hækkun frá s.l. ári.
Mjólkurframleiðendur munu
hafa verið um 274, sem lögðu inn
á 265 innleggsnúmer, sem haföi
fækkað um 21 frá árinu á undan.
SaJa á neyzlumjólk var um
11,1%, eða 968.784 itr., seldur
rjómi var 108,476 ltr. þar af 90.594
ltr. M.S.R. Reykjavik, og selt
skyr var 41.426 kg. Fullnaðarverð
til bænda var kr. 4731 á litra sem
er kr. 0.35 undir verðlagsgrund-
velli M.S. kr. 0.65 undir lands-
grund velli. Heildargreiðsla
mjólkursamlagsins til framleið-
enda fyrir mjólkurframleiöslu
s.l. árs er kr. 412.455.670. A liönu
ári voru 4 bændur sem lögðu inn
yfir 100 þúsund litra hver, Trausti
Sveinsson, Bjarnargili, Sigur-
björn Þorleifsson, Langhúsum,
Leifur Þórarinsson, Keldudal.
Ólafur Þórarinsson, Flugu-
mýrarhvammi.
A fundinum var borin fram og
samþykkt svohljóðandi tillaga:
„Aðalfundur M.S. haldinn i
Héðinsminni 29. april 1976 fagnar
eindregiö framkomnu frumvarpi
Jóns Armanns Héöinssonar um
að bjarga mjólk frá skemmdum,
eöa eyöileggingu i vinnslustööv-
um. Vill fundurinn vekja sérstaka
athygli á, hver nauðsyn er fátækri
þjóðað láta ekki framleiðsluverð-
mæti til lands og sjávar fara for-
görðum i jafn stórum stil og i
verkföllunum sl. vetur. Þvi skor-
ar fundurinn á alþingi að sam-
þykkja umrætt frumvarp nú þeg-
ar."
Gestur á fundinum var Jó-
hannes Sigvaldason, ráðunautur
Ræktunarfélags Norðurlands, og
flutti hann erindi um fóðrun naut-
gripa og ræktunarmál. Góður
rómur var gerður að erindi Jó-
hannesar og allmiklar umræður
og fyrirspurnir voru gerðar i
framhaldi af erindinu. Samlags-
ráö skipa 5 menn: Helgi Rafn
Traustason. kaupfélagsstjóri,
Sólberg Þorsteinsson samlags-
stjóri, Sigurður Sigurðsson,
Brúnastööum, Jón Guömundsson,
Óslandi, ólafur Þórarinsson,
Flugmýrarhvammi.