Tíminn - 05.05.1976, Qupperneq 14

Tíminn - 05.05.1976, Qupperneq 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 5. mai 1976 Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 44 vona, aö þú heföir ekki allt of mikið að gera — því ég þarfnast hjálpar þinnar. — Þarfnast þú hjálpar minnar? Drengur minn, þú hefur ekki þarfnazt hennar i mörg ár! — Þér skjátlast. Ég þarf aö hressa upp á ýmislegt. Ekki beint tækni og slíkt, en ég þarfnast þess aö starfa með meistara....einhverjum sem er færari og reyndari en ég sjálfur. Stundum staöna málarar. Þú sagöir mér eitt sinn, aö þegar það gerðist, gæti veriö gott aö starfa með öðrum listamanni um tíma. Ég er búinn aö mála svo margar andlitsmyndir af fínum frúm, að mér er orðið óglatt..þaö er alveg satt, Ég ætlaöi að halda sýningu i Paris og býst við að gera það einhvern tíma, en ekki' núna. Ég er að hugsa um að taka á leigu vinnustofu og mála það sem mér dettur í hug, Og mig langar svo mikið til að vita hvort þú ert þannig staddur, að þú getir starfað með mér. Það leið heil mínúta áður en Simon tók til máls — hann treysti ekki rödd sinni. Svo tautaði hann: — Þú veizt vel, aðég hef ekki efni á því, Brent. Ef þú hefur komið í Rue Guillotine, veiztu hvers vegna! — Peningar skipta ekki máli í þessu sambandi. Ég hef nóg af þeim til að við getum báðir lifað góðu lífi um tima. Við gerðum það einu sinni, manstu? En í þá daga var það fyrir þína peninga. — Þú ert vist ekki að bjóða mér einhverja ölmusu? — Enga vitleysu. Ég þarfnast þín. Ég sagði, að ég þarfnaðist hjálpar þinnar, f lýtti Brent sér að segja. — Og reyndu að koma því inn i þykka, gamla stolta hausinn á þér, að ég ætla ekki að gefa þér neitt. Ég vil að þú gagnrýnir verk mín, gefir mér ráð og starfir með mér. Þær stundir koma, að líf ið er svo rausnarlegt, að varla er hægt að trúa þvi og þetta var Símonislikt andartak, Hverjar sem raunverulegar ástæður Brents voru, vissi hann, að hann hafði ekki ráð á að neita tilboðinu. Þetta var það sama og nýtt líf og Símon rétti Brent höndina, hann tók í hana og þrýsti hana hlýlega. Brent sá Myru við dyrnar og kinkaði kolli. Hún brosti og hvarf aftur, en ekki fyrr en Polly Friar, sem í þessu kom til að tilkynna, að heimsóknartímanum væri lokið, hafði séð hana. Aftur varð hún forvitin og horfði á eftir Myru, sem hvarf fram ganginn. Skyndilega sagði rödd við hlið hennar: — Ég hélt að heimsóknartímanum væri. lokið, hjúkrunarkona? Má ég spyrja, hvers vegna enn eru gestir hér á deildinni? Það var doktor Harwey, sem stóð og horfði á hana. Hún hafði ekki séð mikið til hans, síðan nóttina, sem hún hafði sótt hann á sjúkrahúsið og þau höfðu ekkert talað saman utan vinnu. Áður hafði hann stundum litið inn í litla eldhúsið þeirra til að fá sér te og spjalla, já hann hafði meira að segja sagt henni f rá nokkrum ævintýrum sínum i Paris og rætt starf ið við alvarlegri tækifæri. En nú orðið var hann alltaf kaldur og ópersónulegur í f ram- komu. Hún sneri sér að honum: — Ég var einmitt að fara að tilkynna það hér, læknir. Svo bætti hún við, af því hún var sár við hann: -- Auk þess átti ég ekki von á læknis- heimsókn á þessum tíma sólarhringsins. Það var satt, læknarnir tóku sér alltaf hvíld í heimsóknartímanum og voru ekki vanir að stytta hana sérstaklega. —Ég er önnum kafinn og þarf að fara kvöldyfir- ferðina snemma núna, svaraði David stuttlega og horfði á granna stúlkuna, sem gekk á undan honum inn. Hann hafði ekki ætlað að vera óvtngjarnlégur við hana. Hann saknaði kunningsskaparins, sem verið hafði á milli þeirra, en síðan þessa bannsetta nótt hafði stolt hans eyðilagt allt fyrir honum. Hann gat ekki lengur strítt henni og slegið á grín, því það sem hann hafði þá sagt, stóð alltaf á milli þeirra. Og hún, sem var svo falleg og góð, hugsaði hann iðrandi. Hann langaði til að biðja hana afsökunar á framkomu sinni, en hún hafði aldrei gefið honum tækifæri til þess. Það var ekki hægt að skamma stúlku eins og Pollý svona og ætlast svo til að hún gleymdi því. Það var því ekki undarlegt þótt spenna væri milli þeirra þessa dagana. Hann hafði sjálfur skapað hana. Hún hafði reynt að hjálpa honum af einskærri góðmennsku og umhyggju fyrir honum og f þakklætis- skyni hafði hann ausið yfir hana skömmum! En það einkennilega var, að það var eins og hann væri núna fyrst að byrja að veita henni athygli. Þegar þau sátu í bilnum og hún hélt utan um hann til að styðja hann, hafði hann gert sér grein'fyrir, hvað hún var mikil kona, en ekki bara laglegur unglingur, sem gaman var að spjalla við og stríða svolítið. Og til að dylja tilfinningar sínar, var hann enn styttri í spuna við hana, þegar þau 5. mai 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Til umhugsunar þáttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár” eftir Guð- rúnu Lárusdóttur Olga Sigurðardóttir les (21). 15.00 Miðdegistónleikar Fil- harmoniusveitin i Los Angeles leikur „Hátið i Róm”, sinfóniskt ljóð eftir Respighi, Zubin Mehta stjórnar/ Sinfóniuhljóm- sveitin i Filadelfiu leikur Sinfóniu nr. 1 op. 10 eftir Sjostakovitsj, Eugene Or- mandy stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Mannlif i mótun Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri rekur minningar sinar frá kennaraskólaárunum i Reykjavik (1). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnuiifinu Bergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason rekstrarhag- fræðingar sjá um þáttinn. 20.00 Kvöldvaka 21.30 Útvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis Sigurður A. Magnússon les þýðingu j Kristins Björnssonar (24). I 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sá svarti senuþjófur”, ! ævisaga Haralds Björns- • sonarHöfundurinn, Njörður | P. Njarðvik, les (17). I 22.40 Nútimatóniist borkell Sigurbjörnsson kynnir. I 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 5. maí 18.00 Björninn Jógi Bandarisk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Robinson-f jölskyldan breskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Johann Wyss. 13. þáttur. Björgunin Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.45 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokkur. Gömul vopn. Sparneytið farartæki. Hvalveiðar. Ilundalif Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaður Ornólfur Thorlacius. 21.05 Bilaleigan Þýskur myndaflokkur. Nýjasta tiska Þýðandi Briet Héðins- dóttir. 21.30 i kjallaranum Janis Carol syngur. Er- lendur Svavarsson, Ingvar Áreliusson, Nikulás Ró- bertsson, Rúnar Georgsson og Vignir Bergmann leika undir. Einnig leika Guðný Ásgeirsdóttir og Guðriður Sigurðardóttir fjórhent á pianó Andante og fimm til- brigði eftir W.A. Mozart. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 22.00 Fjöllin blá Bandarisk mynd um Klettaf jöll i Norð- ur-Ameriku. Lýst er lands- lagi og leiðum, náttúrufari og náttúruauðæfum. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. Þulur Ingi Karl Jóhannes- son. Áður á dagskrá 16. september 1972. 22.50 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.