Tíminn - 05.05.1976, Qupperneq 16

Tíminn - 05.05.1976, Qupperneq 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 5. mai 1976 Sigmundur Ó. Steinarssonj Alan Taylor leikur með — þegar West Ham mætir Andeslecht í Brussel í kvöld í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa ALAN TAYLOR, hinn mark- sækni leikmaöur West Ham sem hefurskorað 18mörká keppnis- timabilinu — þar af 4 i Evrópu- keppni bikarhafa, er nú búinn að ná sér að fuiiu eftir meiðsli i hné, sem hann hefur átt við að striða i fjórar vikur. Taylor ieikur meö West Ham-liðinu i Brussel I kvöid, þegar Lundúnaliðið mætir beígiska liðinu Anderlecht I úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. Mikill áhugi er fyrir leiknum og munu 65 þús. áhorfendur sjá hann — þar af 8 þús. stuðnings- menn West Ham, sem komnir eru til Briissel, til aðhvetja sina menn. Billy Bonds, fyrirliði West Ham sem hefur átt við meiðsli að striða, stjórnar liði sinu i hin- um mikilvæga leik, en West Ham-liðið verður skipað _þess- um leikmönnum i Brussel: Mervin Day, Keit Coleman, Frank Lampard, Billy Bonds, Tommy Taylor, John McDowell, Alan Taylor, Graham Paddon, Billy Jenn- ings (eða Pat Holland), Trevor Brooking og Keith Robson. — SOS. AAARGUR ER .•'r. KNAR, ÞOTT HANN SÉ SMÁR... KEVIN KEEGAN.... hefur ieikið 18 landsleiki fyrir England. kosinn knattspyrnumaður ársins KEVIN KEEGAN, hinn frábæri leikmaður Liver- pool-liðsins, hefur verið | nef ndur „knattspyrnumað- ur ársins" í Englandi. Knattspyrnufréttaritarar velja árlega knattspyrnu- mann ársins, og er þessi titill mjög eftirsóttur af þeim knattspyrnumönn- um, sem leika í ensku knattspyrnunni. Keegan vann nauman sigur yfir knattspyrnukappanum Charlie George, sem fékk aðeins einu atkvæði minna en Keegan, en síðan komu | Manchester United-leik- mennirnir Lou Macari og Alex Stepney, rétt á eftir. Kevin Keegan erstórkostlegur leikmaður og er vel að þessum sigri kominn. Liverpool keypti hann frá Scunthorpe á aðeins 35 þúsund pund 1971. Hann leikur á- vallt af fullum krafti, og það kunna áhorfendur að meta. Keeg-. an er einn bezti knattspyrnumað- Dýrlingarnir frá Southampton fengu geysilegar móttökur á The Dell i hafnarborginni frægu, þeg- ar þeir léku gegn Lundúnaiiðinu Queens Park Rangers — ágóða- leik fyrir Mike Channon, lands- liðsmanninn snjalla. Það var mikill fögnuður á The Dell, þegar Dýrlingarnir hlupu inn á völlinn með bikarinn, sem þeir tryggöu sér á Wembley, á lofti. Fagnaðar- hrópin frá áhorfendum, sem troð- fylltuThe Dell, hljómuðu kröftug- lega um hafnarborgina — og áhorfendur sungu ,,We are the greatest”. (Við erum beztir). Já, það var mikill fögnuður — enda fyrsti titillinn sem Dýrling- arnir vinna i 90 ára sögu félags- ins. Bobby Stokes, hetja DýrUng- anna á Wembley, var einnig het ja þeirra á The DeU — þessi snjalli leikmaður skoraði bæði mörk þeirra í jafnteflisleik — 2:2. Channon fær dágóðan skilding fyrir þennan leik, sem mun gefa honum rúmlega 20 þús. pund i ágóða. — SOS. MIKE CHANNON......20 þús. pundum rikari. ur sem England hefur átt — hann hefur góða likamsburði og jafn- vægi, mikla tækni og hann er fljótur að „leika sig frá” erfiðum aðstæðum, — og hann er hug- rakkur. Þótt hann sélitill, er hann stórkostlegur i loftinu — hreint frábær skallamaður. Keegan er nú orðinn fullmótaður leikmaður og það er ekkert, sem hann kann ekki i sambandi við knattspyrnu. Kevin Keegan hefur verið pott- urinn og pannan i árangri Live'r- pool-liðsins undanfarin ár. Steve Heighway, félagi Keegan, hefur sagt þetta um hann: — Mér finnst mjög auðvelt að spila við hliðina á honum — hann er alltaf hlaupandi og alltaf að leita að knettinum, sem hann á mjög auðvelt með að gefa frá sér. Keegan er stórkost- legur i loftinu og hefur skallan á réttum stað. — Hann getur skorað mörk, og er fljótur að sjá út veik- leika andstæðinganna. Þá á hann mjög auðvelt með að skipta úr framlinu i miðvallarspil og svo aftur fram, sagði Heighway. Þegar Keegan er hvattur áfram af áhangendum Liverpool-liðsins, eða ,,The Kop” eins og þeir eru kallaðir, er hann i essinu sinu og sýnir þeim það bezta. Það er ekki nema von að Keegan sé kallaður „King of Liverpool’s Kop”.—SOS Enskur þjdlfari til KR Englingurinn Ron Lewin mun að- stoða KR-inga við þjálfun á 1. deildarliði þeirra i nokkrar vikur. Lewin, sem dvaldist hjá KR 1967, er væntaniegur til landsins fljót- lega, og verður hann þá með KR-liðið ásamt þeim Guðmundi Péturssyni og Óiafi Lárussyni. KNATTSPYRNU AAENN ÁRSINS Eftirtaldir leikmenn hafa verið svo heppnir, að hljóta_ hinn eftir- sótta titil — „Knattspyrnumaður ársins”: 1948: Stanley Matthews, Black- pool. 1939: Johnny Carey.Man. United. 1950: Joe Mercer, Arsenal. 1951: Harry Johnston, Blackpool. 1952: Billy Wright, Wolves. 1953: Nat Lofthouse, Bolton. 1954: Tom Finney,Preston. 1955: Don Revie, Manchester City, (nú einvaldur enska lands- liðsins). 1956: BertTrautmann.Man. City. 1957: Tom Finney, Preston. 1958: Danny Blanchflower, Tott- enham. 1959: Syd Owen.Luton. 1960: Bill Slater, Wolves. 1961: D. Blanchflower, Totten- ham. 1962: Jimmy Adamson, Burnley. 1963: Stanley Matthews, Stoke. 1964: Bobby Moore, West Ham, (nú Fulham). 1965: Bobby Collins, Leeds. 1966: Bobby Charlton, Man. United. 1967: Jackie Charlton, Leeds, (nú framkv.stj. Middlesborough). 1968: George Best, Manchester United. 1969: Dave Mackay, Derby, (nú framkvæmdastjóri Derby). 1969: Tony Book, Manchester City, (nú framkv.stj. Manchester City). 1970: Billy Bremner, Leeds. 1971: Frank McLintock, Arsenal, (nú Queens Park Rangers). 1972: Gordon Banks.Stoke. 1973: Pat Jennings, Tottenham. 1974: Ian Callaghan, Liverpool. 1975: Alan MulIery.Fulham. 1976: Kevin Keegan, Liverpool. Halldór fluttur til Reykjavíkur — hann hefur ákveðið að keppa fyrir Hrönn í framtíðinni HALLDÓR Matthiasson, skíðagöngumaðurinn snjalli fré Akureyri, sem hefur stundað nám í sjúkraþjálfun í Noregi undanfarin ár, er fluttur til Reykjavíkur — og mun hann framvegis keppa undir merki Hrannar. Halldór tók þátt i Reykja- vikurmeistaramótinu i 30 km skiðagöngu um helgina — en hann keppti sem gestur. Hann náði bezta timanum, fór vega- lengdina á 98.23 minútum. Reykjavikurmeistari varð Páll Guðbjörnsson, SR — hann gekk vegalengdina á 108,02 min. Jóhann Jakobsson úr Hrönn varð annar — 111.00 og i þriðja sæti kom Guðmundur Sveins- son, SR — 114.18. —SOS HALLDÓR MATTHÍASSON... göngumaðurinn sjalli,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.