Tíminn - 05.05.1976, Side 17

Tíminn - 05.05.1976, Side 17
Miðvikudagur 5. mai 1976 TÍMINN 17 Keegan var óstöðvandi KEVIN KEEGAN var hetja Liverpool-liðsins i gærkvöldi, þegar „Rauði herinn” tryggði sér Englandsmeistaratitilinn og sendi þar með tJifana niður í 2. deild. Það var ekki fyrr en 14. minútum fyrir leikslok á Molineux, að Liverpool-liðið fór I gang og Kevin Keegan náði að jafna (2:2). Þetta var ekki sfðasta orð Keegans i leiknum, hann sundraði varnarvegg úlfanna tvisvar sinnum tU viðbótar og sendi knöttinn fyrir markið — fyrst þakkaði John Toshack gott boð og skoraði örugglega, en sfð- an innsiglaði Ray Kennedy sigur- inn (3:1) eftir sendingufrá Keeg- an. Það var ekki laust við, að á- hangendur Liverpool — „The EMLYN HÚGHES. Kop” væru búnir aö sætta sig við ósigur, eftir að Steve Kindon hafðiskorað gott mark (1:0) fyrir Úlfana á 12. minútu leiksins — og héldu Úlfarnir forskotinu, þar til 14 minútum fyrir leikslok. En þá fór ,,Keegan-Toshack”-vélin i gang og mörkin komu á færi- bandi. Það var geysileg stemmn- ing á Molineux og leikmenn Liverpool-liðsins léku stórkost- Sheffield-liðið, en Terry Hibbitt jafnaöi fyrir Birmingham. 3. DEILD: Bury —Cardiff.............0:1 Chester — C. Palace.......2:1 Crystal Palace missti þarna af lestinni og leikur áfram i 3. deild, en Hereford, Cardiff og Millwall fara upp i 2. deild. JOHN TOSHACK. Þau leika i Evrópukeppni 6 ensk lið leika i þrenns konar Evrópukeppni næsta ár. Liver- pool tekur þátt i Evrópukeppni meistaraliða, Southampton i Evrópukeppni bikarhafa og Man- chester United, Derby, Man- chester City og Queens Park Rangers leika i UEFA-bikar- keppninni. Dundee United bjargaði sér frá falli Dundee United bjargaði sér frá falli í gærkvöldi, þegar liðið geröi jafntefli (0:0) gegn Glasgow Rangers — það eru þvi Dundee og St. Johnstone, sem falla úr „aðal- deildinni”, en sæti þeirra i deild- inni taka Partick Thistle og Kilmarnock. —SOS RAY CLEMENCE. TOMMY SMITH. lega, hvattir áfram af hinum fræga „The Kop”-kór. Úrslit i ensku knattspyrnunni urðu þessi i gærkvöldi: Man.Utd. —Man. City......2:0 Sheff. Utd. — Birmingham ....1:1 Wolves — Liverpool.......1:3 Alan Woodward skoraði fyrir — þegar „Rauði herinn" frá Liverpool tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í gærkvöldi, með því að skora þrisvar sinnum (3:1) á lokamínútunum gegn Úlfunum, sem féllu niður í 2. deild „Rauði herinn” frá Liverpool, undir stjórn Bob Paisley, fram- kvæmdastjóra, braut blað i sögu ensku knattspyrnunnar i gær- kvöldi, þegar Mersey-liðið tryggði sér Englandsmeistara- titilinn i 9. skiptið i 84 ára sögu félagsins — ekkert annað lið hefur unnið meistaratitilinn svo oft. Arsenal kemur næst, en félagið hefur 8 sinnum hlotið meistaratitilinn. Liverpool hefur verið mjög sigursælt siðan félagið sigraði i 2. deild, keppnistimabilið 1961-62 — það hefur aldrei lent fyrir neðan áttunda sæti 11. deild- inni og fjórum sinnum orðiö Eng- landsmeistari — 1964, 1966, 1973 og 1976. Auk þess vann Liverpool sigur i bikarkeppninni 1965 og 1974 og þá vann félagið sigur I UEFA-bikarkeppni Evrópu 1973. Maðurinn sem hefur staöið á bak við þessa sigurgöngu er tvl- mælalaust Skotinn Bill Shankly, sem stjórnaði Mersey-liðinu með miklum glæsibrag. Bob Paisley, sem var aðstoðarmaður hans, tók siðan við stjórninni á Anfield Road, þegar Shankly lét af störf- um fyrir tveimur árum — eða eft- ir sigurinn I bikarkeppninni 1974. Þetta er þvi fyrsti titillinn og örugglega ekki sá siðasti, sem „Rauði herinn” vinnur undir stjórn Paisley — en lið hans er skipaö þessum leikmönnum: ,,Rauði herinn" frá Liverpool — braut blað í sögu ensku knattspyrnunnar BOB PAISLEY. IAN CALLAGHAN. STEVE HEIGHWAY. RAY CLEMENCE — markvörö- ur, er fastur markvöröur i enska landsliðinu og hefur leikið 16 landsleiki. Clemence byrjaði aö leika með Liver- pool 1969, en tveimur árum áður var hann keyptur fyrir smáupphæö — 20 þús. pund, frá Scunthorpe. Clemence er frábær markvöröur, sem er ávallt rólegur, og öruggur — fullur af sjálfstrausti. TOMMY SMITH — bakvörður. Það tókhann aðeins llmánuði að komast i aðallið Liverpool frá þvi að hann skrifaði undir atvinnumannasamning árið 1962. Smith hafði áður starfað sem vallarstarfsmaöur á An- field Road. Smith hefur leikið landsleiki fyrir England. Hann er geysilegur baráttu- hestur og harður leikmaður. PHIL THOMPSON — miðvörður, er uppalinn á Anfield Road. Hann er mjög sterkur varnar- leikmaður, með óþrjótandi út- hald og keppnisskap. Thomp- son lék með enska landsliðinu gegn Wales fyrr i vetur, en er nú i landsliðshópi Don Revie og binda Englendingatuniklar vonir við hann i HM-keppninni i Argentinu 1978. PHIL NEAL bakvörður, er leik- inn leikmaöur og mjög sókn- djarfur. Neal tekur vitaspyrn- ur Liverpool-liðsins og þykir öruggur I þeirri grein. Hefur skorað 6mörk úr vitaspyrnum i vetur. Neal var keypur til Liverpool frá Northampton fyrir smáupphæð. EMLYN HUGHES — miðvörður, var keyptur til Liverpool frá Blackpool árið 1967, fyrir 65 þúsund pund. Hughes, er mikill vinnuhestur og er geysilega skotfastur. Hann skorar mikið af mörkum af löngu færi. — Hann er styrk- asta stoö Liverpool-liðsins. Hughes hefur leikið landsleiki fyrir England, og var hann i enska landsliðshópnum i HM-keppninni i Mexikó. RAY KENNEDY — miövallar- spilari, vakti fyrst athygli 19 ára, þegar hann hóf að leika með Arsenal 1969. Kennedy var geysilega markheppinn, og skoraði hann alls 53 mörk i 156 deildarleikjum — og hann átti stóran þátt i sigurgöngu Arsenal 1971, þegar félagið vann „Double” — bæði deild og bikar. Hann lék þá i stöðu miðherja, en þegar Liverpool keypti hann 1974 á 180 þús. pund, fór hann að leika stöðu miðvallarsp., og hefur hann farið vaxandi i þeirri stöðu. — Hann lék sem miðvallarspil- ari með enska landsliðinu gegn Wales fyrir stuttu. KEVIN KEEGAN — miðvallar- spilari og sóknarleikmaöur, einn bezti knattspyrnumaður Englands. Sjá nánar um hann annars staðar á siðunni Keeg an hfur skorað 11 mörk fyrir Liverpool i 1. deildar keppn- inni. IAN CALLAGHAN — miðvallar- spilari, lék sinn fyrsta leik með Liverpool 1961 og hefur nú leikið um 600 leiki siðan. Callaghan, er uppalinn hjá Liverpool og hefur leikið með enska landsliöinu,— Hann var kosinn knattspyrnumaður ársins i Englandi 1974. Callag- han er mjög leikinn og fljótur leikmaðui*, og hann hefur næmt auga fyrir samspili. STEVE HEIGHWAY— framlinu- maður, er lærður hagfræðing- ur. Hann kom til Liverpool sem áhugamaður, vegna þess að félagið, sem hann var upp- haflega i, vildi fá hann til að skrifa undir atvinnumanna- samning, þegar hann var að læra i háskólanum. Heigh- way,sem er fastamaður i irska landsliðinu, er stór- hættulegur og fljótur fram- linumaður, sem erfitt er aö stöðva. ALEC LINDSEY — varnarleik- maður. Keyptur frá Bury 1969 á aðeinsþúsund pund. Lindsey lék sem framlinumaöur með Bury, og sem innherji i sin- um fyrsta leik með Liverpool — en siðan var hann settur sem bakvörður, og hefur leik- iðyfir 170leikimeðLiverpool i þeirri stöðu. Enskur landsliðs- maður. JIMMY CASE — miðvallarspilari og sóknarleikmaöur, hóf sinn knattspyrnuferil hjá Liver- pool. Mjög sókndjarfur leik- maður og gifurlega skotfast- ur. Case hefur skorað 11 mörk fyrir Liverpool i vetur. DAVID FAIRCLOUGH — sóknarleikmaður, sem hefur vakið mikla athygli. Þessi 19 ára, rauðhæröi piltur hefur skorað mörk i öllum leikjum, sem hann hefur komiö inn á sem varamaður — þýðingar- mikil mörk, sem hafa fært Liverpool sigra og dýrmæt stig. Fairclough er mjög leik- inn með knöttinn og hefur skorað 5 deildarmörk. JOHN TOSHACK — miðherji. Toshack byrjaði knattspyrnu- feril sinn með Cardiff, og skoraði hann mikið af mörk- um fyrir félagið — eða 74 mörk i 159 deildarleikjum. Liverpool keypti þennan há- vaxna Wales-búa 1970 á 120 þús.pundfrá Cardiff, og hefur hann margborgað félaginu þá upphæð. Toshack er mark- sækinn með afbrigðum og hef- ur hann ávallt verið mark- hæsti leikmaður Liverpool — skorað 73 mörk fyrir félagiö. Toshack, sem er fastamaður i landsliði Wales, hefur skorað 22 mörk fyrir Liverpool á þessu keppnistimabili.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.