Tíminn - 05.05.1976, Qupperneq 19

Tíminn - 05.05.1976, Qupperneq 19
Miðvikudagur 5. mai 1976 TÍMINN 19 Hvanneyrarkirkju Anna Kristinsdóttir afhendir skirnarfontinn. Séra ólafur Jens Sigurðsson, sóknarprestur, veitti honum viðtöku. færður skírnarfontur Á s.l. hausti átti Hvanneyrar- kirkja i Borgarfirði 70 ára vigslu- afmæli. Var þess minnzt með hátiðarmessu i kirkjunni, sem prestar prófastdæmisins önnuð- ust, en sr. Sigurður Pálsson vigslubiskup prédikaði. Aeftir fór fram héraðsfundur Borgarfjarð- arpróf astsdæmis. Hvanneyrar- kirkja er nú i góðu ástandi og hirðu, hefur hún nýlega verið máluð utan og innan, og á s.l. ári bárust henni ýmsar góðar gjafir, eins og glæsilegur altariskross, nýjarsálmabækuro.fl. Við messu á skírdag, 15. april s.l. var svo kirkjunni færður skirnarfontur. Gefendur hans eru félagskonur i Kvenfélaginu 19. júni. Arið áður hafði félagið gefiö kirkjunni fé til kaupa á blómavasa, til minningar um frú Sigríði Björnsdóttur fyrr- um prestsfrú á Hesti. íræðu,sem frú Anna Kristinsdóttir á Hvann- éýrTTIútti viö afhendingu gjafar- innar, var henni lýst á eftirfar- andihátt: „Skirnarfontur þessi er smiðaður af Þórði Vilmundarsyni á Mófellsstöðum, úr ljósum aski, en skál hans er úr brenndum is- lenskum leir og smiðuð hjá Glit h/f i Reykjavik.” Þórður Vil- mundarson er bróðursonur þjóð- hagans blinda Þórðar Jónssonar á Mófellsstöðum I Skorradal og er hagleiksmaður hinn mesti, eins og smiði fontsins ber vott um. Ólafur Jens Sigurðsson sóknar- prestur veitti gjöfinni viðtöku, þakkaði hana og bað guð að blessa gefendur og skirnarfontinn sjálfan og þau börn sem ættu eftir að skirast úr honum. 1 þakkar- ræðu sinni sagði hann m.a.: „Kirkjan hefur löngum átt islenzk- ar konur að hollvinum og án stuðnings þeirra væri hún snöggt- um fátækari og verr búin. Það er ein af hinum góðu gáfum margra kvenna, að skynja skýrt og skilja, hvaða vonir má við kirkjuna binda og margar þeirra leggja Skirnarfonturinn með henni hönd á plóginn.” Síðan voru skirðar þrjár stúlk- ur úr sókninni, allar fæddar á þessu ári. í Hvanneyrarsókn er góður hugur ríkjandi fyrir útliti og hirðu kirkjunnar. Það er greinilegt, að ekkert hús skoða ferðamenn, sem hér renna i hlað, frekaren kirkjuna, þótt staðurinn sé fyrir annað kunnari en að vera kirkjustaður. (Fréttatilkynning). Q Orsök sjóöa jafnframt þvi sem hamlað sé gegn óhóflegri eftirspurn eft- ir lánsfé, er byggist á von um verðbólguhagnað.Hins vegar er ekki við þvi að búast á miklum verðbólgutimum, að jafnvægi geti náðst á lánamarkaðinum með þessum ráðstöfunum ein- um saman. Þvi er nauðsyn nauðsynlegt, að samtimis séu önnur stjórntæki lána- markaðarins styrkt, svo að hægt sé að bebia fjármagni til forgangsverkefna, t.d. frá lif- eyrissjóðum til fjárfestingar- lánasjóða. Jafnframt þarf að stefna að þvi að binda umfang innlendrar lánastarfsemi og notkun erlends lánsfjár innan ramma heildaráætlunar um fjármagnsmarkaðinn. Sannleikurinn er sá, að engin einföld töframeðul eru til við verðbólgunni og almenn verð- trygging fjárskuldbindinga ein sér leysir ekki vandann, þótt hún komi til greina sem þáttur i samræmdri efnahagsstefnu. Reynslaþeirra þjóða.sem reynt hafa viðtæka verðtryggingu fjárskuldbindinga, hefir leitt i ljós, að hún er bæði afar erfið i framkvæmd og vinnur ekki ein sér bug á verðbólgunni. Á hinn bóginn er beiting vaxta, hvort sem ermeð verðtryggingu eða á annan hátt, nauðsynlegur, þátt- ur i þeim viðtæku og samræmdu aðgerðum, sem gætu unnið bug á verðbólgunni, ef unnt reyndist að beita þeim af nægilegri stað- festu. ______________________ o Vandamál lýstar sérstakar vogir ná- kvæmar og þægilegar i meö- förum, til þess ætlaðar að vigta fikniefni. í auglýsing- unni segir að þetta séu samskonar vogir og lögreglan notar til vigtunar fikniefna, svo og er bent á, að með notk- un þeirra geti neytandinn fullvissað sig um að sölumað- urinn sviki ekki efnið. Þá er og auglýsing, þar sem fólk er hvatt til kaupa á bókum um fikniefnaframleiðslu. Fjalla þær um það, hvernig rækta á cannabis (hassish og mari- huana), hvernig vinna skal efnin úr jurtunum og jafnvel leiðbeiningar til neytenda annarra efna, svo sem kókains. Blað þetta er eitt af viðlesn- ustu „unglingablöðum ” Bandarikjanna. Sú spurning hlýtur þvi að vakna, hvort Bandarikja- menn, og þar með flest vest- ræn lönd, hafi ekki þegar sett fótinn fyrir sjálfa sig i baráttunni við lyfjaneyzlu. Það er til litils að tala hátt og snjallt, ef ræðumaður hlustar ekki sjálfur og er I rauninni önnum kafinn við, að vinna á móti kenningum sinum i sama mund og hann setur þær fram. — HV —— " i’ i| E9I 15911 Fjölbrauta skólinn Hverfasamtök Framsóknarmanna i Breiðholtshverfum efna til almenns fundar fimmtudaginn 6. mai n.k. kl. 20.30 að Seljabraut 54 (Verzlunarhúsnæði Kjöt & Fisks). Umræðuefni: FJÖLBRAUTASKÓLINN. ' Frummælandi er Guðmundur Sveinsson skólastjóri. Fundar- stjóri Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi. Að framsöguerindi sinu loknu mun Guðmundur Sveinsson svara fyrirspurnum um málefni Fjölbrautaskólans i Breiðholti. Fund- urinn er öllum opinn. Hverfasamtök Framsóknarmanna I Breiðholtshverfum. Framsóknarvist í Keflavík FUF i Keflavik gengst fyrir framsóknarvist i Framsóknarhús- inu fimmtudaginn 6. mai kl. 20:30. Framsóknarmenn fjölmennið stundvislega og takið með ykkur gesti. ATH! Steingrlmur Hermannsson alþingismaður kemur um miðjan mánuðinn og ræðir málefni stóriðju á Islandi. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. I Viðtalstímar alþingismanna og borgcrfulltrúa Framsóknarflokksins .....® - --- Kristján Benediktsson borgarfulltrúi verður til viðtals að Rauð- arárstig 18,| laugardaginn 8. mai, ki. 10.00—12.00. , Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst á Hótel Sögu, annarri hæð, hliðarsal, kl. 2föstudaginn 7. mai. Þeir aðalmenn, sem ekki geta mætt, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það varamönnum sinum, eða flokksskrifstofunni i Reykjavik. Fundurinn stendur I þrjá daga. Sumcrbúðir að Hlíðardalsskóla Eins og undanfarin ár starf- rækja Sjöunda dags aðventistar sumarbúðir að Hliðardalsskóla i ölfusi. Dagskráin verður fjöl- breytt að venju og verða sögu- stundir og söngstundir daglega. Einnig iþróttir, föndur, náttúru- skoðun, gönguferðir, fjölbreyttir leikir, hagnýt fræðsla, sund, kvöldvökur og varðeldar, svo eitthvað sé nefnt. Næg húsakynni eru á staðnum, og munu börnin búa i 2ja og 3ja manna herbergjum. Fjórar skólastofur, tvær rúmgóðar setu- stofur og glæsilegur iþróttasalur bjóða upp á mikla möguleika til tómstunda innanhúss þegar veð- ur er óhagstætt til útiveru. Nú er i smiðum sundlaug að Hliðardals- skóla, sem tekin verður i notkun á þessu ári. Mikilvægur þáttur sumarbúð- anna er föndurkennsla. A hverj- um degi eru föndurtimar fyrir börnin, þar sem þeim er leiðbeint við gerð einfaldra og skemmti- legra muna. Siðasta kvöldið sem börnin dvelja á sumarbúðunum er foreldrum þeirra boðið að vera á kvöldvöku barnanna og skoða föndursýningu þeirra. Sumarbúðastjórar verða þeir Steinþór Þórðarson og Einar Val- geir Arason. Auk þeirra verða fjölmargir aðrir starfskraftar. Til sölu Kemper sjálf hleðslu- vagn. 24 rúmmetrar. Lifter rafstöð, 11 kal. Stór sogblásari, þeyti- vinda úr þvottavél, ca. 30-40 kg. Upplýsingar i síma 92-3268. Einstaklings- íbúð til sölu í nýju húsi. Upplýsingar í síma 3- 12-74, Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.