Tíminn - 22.06.1976, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Þriðjudagur 22. júni 1976
Tröppur og aftur tröppur. Gleymdu þeir sem teiknuöu húsiö að til
er fóik sem á við fötlun að strföa?
Fólk
hérlendis
er yfirleitt
jákvæðara
gagn vart
öryrkjum
en víðast
erlendis
Rætt við Theodor A. Jónsson formann Sjólfsbjargar
upp i rúmlcga 90 þús. fsl. kr.
Ætli vísitölufjölskyldunni
gengi jafnvel ekki illa að lifa
af þeirri upphæð?
Timinn fékk til liðs við sig til
að ræða þessi mál Theodor A.
Jónsson formann Sjálfs-
bjargar, en hann er einnig for-
stöðumaður vinnu- og dvaiar-
heimilis sama félags. Theodór
hefur verið formaöur Sjálfs-
bjargar siðan 1960, en for-
stöðumaður Sjálfsbjargar
siðan 1960, en forstöðumaður
dvalarheimilisins s.iðan 1973,
eða frá stofnun þess.
Fáar byggingar hér á
landi sniðnar eftir þörf-
um fatlaðra
— Hverjir eru helztu erfið-
leikarnir, sem verða á vegi
fatlaðra?
— Þeir eru vissulega af mörgu
að taka, en ég vildi fyrst minn-
ast á þá erfiöleika sem við verð-
um óneitanlega fyrir, þegar við
þurfum að komast á milli staða.
A mjög fáum stöðum eru renni-
brautir fyrir hjólastóla. Við
hefðum gétað búizt við að opin-
berar byggingar væru þannig
búnar, en staðreyndin er sú, að
þær byggingar eru sizt betri en
aðrar. Við megum heldur ekki
gleyma feiknaháum gang-
stéttarbrúnum, sem eru ófærar
fyrir manneskju i hjólastól.
Hins vegar er þetta smám
saman að breytast. A timabili
var það tizka hjá arkitektum aö
hafa tröppur upp aö húsum og
aöra tröppuröð, þegar inn var
komiö. Þetta eitt hefur t.d.
breytzt til muna. Þá er hér á
landi nefnd, sem hefur reyndar
lokið störfum, en sú nefnd gerði
drög að lögum, sem vonandi
verða lögð fyrir Alþingi næsta
haust. Að minnsta kosti von-
umst við til að málið verði rætt
og afgreitt. Þá verða allar
byggingar, sem njóta opinbers
fjárstyrks að vera þannig úr
garöi gerðar, að allir hafi
greiðan aðgang að þeim.
— Hafa svipuð lög verið sett
annars staðar á Norðurlöndum?
— Já. Lög voru sett i Noregi á
s.l. ári, og meirihluti sveitar-
félaga i Sviþjóð hefur tekið upp
svipaða eða samskonar löggjöf.
— En er ekki annars
auðveldara fyrir hreyfihamlaða
aðkomastleiðar sinnar erlendis
en hér?
— Það er enginn vafi á þvi.
Tökum sem dæmi lestir i Oslo.
Þar er yfirléitt gert ráð fyrir
fólki i hjólastólum, svo engin
vandkvæði eru á þvi að fara
bæjarhluta á milli. Sömu sögu
er að segja frá Kaupmanna-
höfn. Þá eru t.d. oft tveir starfs-
menn i hverjum strætisvagni i
Stokkhólmi. Þeir eiga i engum
vandræðummeð að lyfta þér upp
i vagninn. En ef við tökum sem
dæmi strætisvagna Reykja-
vikur, þá er nær ómögulegt fyrir
fatlaða að notfæra sér þjónustu
þeirra. Hins vegar verður að
geta þess, sem vel er gert. Mörg
fyrirtæki hér á landi hafa tekið
vel i að breyta húsum sinum.
T.d. eru nokkur ný bankaútibú
og verzlanir þannig útbúin að
fatlaðir geta notfært sér þjón-
ustu þeirra. Og þess er skemmst
að minnast að Loftleiðir breyttu
hóteli sinu fyrir ráðstefnuna,
sem við héldum þar fyrr i þess-
um mánuði. Bæöi hafa Loft-
leiðamenn breytt salernum og
einum fimm herbergjum.
Svona á hús Sjálfsbjargar að Hatúni 12 að llta út þegar það er fullbyggt. Enn er eftir að ljúka byggingu
álmunnar til hægri. I útbyggingunni til vinstri eru ófullgerðu Ibúðirnar sem talað er um I greininni.
Þetta er sjaldgæf sjón viö Islenzkar byggingar. Myndin sýnir
rennibraut við aðalinngang Hótel Loftleiða.
Mikiö hefur verið rætt að
undanförnu um málefni fat-
laðra. Mönnum er enn I fersku
minni ráðstefna sú,er haldin
var á vegum þeirra fyrir
skömmu, en þar komu saman
fulltrúar fatlaðra á Norður-
löndum. Niðurstaða þeirrar
ráðstefnu kom Islenzku
fulltrúunum ekki á óvart, þvi
það er löngu vitað, að mun
betur er búið að fötluðum
annars staðar i Norðurlönd-
um, heidur en hér. Þannig er
t.d. örorkulífeyrir á tslandi
meira en, helmingi lægri en I
Oanmörku. Venjulegur ör-
orkulifcyrir hér á landi með
tekjutryggingu nemur um það
bil 34 þús. krónum en hæstur
getur hann orðiö rúmlega 48
þúsund kr. f Danmörku getur
lifeyririnn hins vegar farið
*