Tíminn - 22.06.1976, Side 16
16
TÍMINN
Þriðjudagur 22. júní 1976
A. Conan Doyle: £
Húsið „Þrjár burstir"
(The Three Gables)
var svæfð með klóroformi, leitað í húsinu, — en hér kem-
ur þá frúin sjálf.
Vinkona okkar frá deginum áður hafði komið inn og
studdist vð unga þjónustustúlku. Frúin var föl og tekin
og leit vesældarlega út.
— Þér gáf uð mér heilræði, hr. Holmes, mælti hún með
dauf u brosi, en ég fór ekki að ráðum yðar. Ég vildi ekki
ónáða hr. Sutro og var því ein.
— Ég heyrði fyrst um þennan atburð í morgun, skaut
lögmaðurinn inn í.
— Hr. Holmes réð mér til að haf a einhvern gæzlumann
hér í húsinu. Ég vanrækti þetta og fékk að gjalda þess.
— Þér eruð lasburða að sjá, sagði Holmes. Þér eruð
kannske varla fær um að skýra f rá hvað gerðist.
— Allt það sem gerðist er hérna, sagði lögregluforing-
inn um leið og hann klappaði á þykka minnisbók sína.
— Sé frúin fær til þess, þá...
— Það er í rauninni frá litlu að segja. Ég efast ekki um
aðóhræsið hún Súsanna hef ur hjálpað þeim til að komast
inn. Þeir hafa þekkt alla herbergjaskipun hússins til hlít-
ar. Ég varð þess vör, er klúturinn með klóroforminu var
lagður yf ir andlit mitt, en ég veit ekki hve lengi ég var án
meðvitundar. Þegar ég raknaði við stóð einn maður við
rúmið mitt, en annar hélt á einhverjum plöggum/sem
hann hafði tekið úr farangri sonar míns. Kassar og koff-
ort höfðu verið opnuð, og innihald þeirra var á tvístringi
á gólfinu. Áður en manninn varði stökk ég á fætur og
réðst á hann.
— Ég hékk á honum, en hann hristi mig af sér, og hinn
maðurinn hlýtur að hafa slegið mig niður, því ég man
ekkert f leira. Mary, þernan mín, heyrði hávaða og hróp-
aði út um gluggann á lögregluna. Lögregluþjónarnir
komu, en þá voru þorpararnir allir á brott.
— Og hvað höfðu þeir með sér?
— Nú, ég held ekki að neitt verðmætt haf i horf ið, enda
var ekki neitt slíkt í farangri sonar míns.
— Skildu þeir engin merki eftir sig?
— Aðeins eina pappírsörk, sem ég hlýt að hafa hrifsað
af manninum, sem ég átti í brösum við. Pappírsblaðið
fannst bögglaðsaman á gólf inu. Rithönd sonar míns er á
því.
— Það þýðir, að á því er ekkert að græða, sagði lög-
regluforinginn. Annað mál hefði það verið rithönd inn-
brotsþjófanna sjálfra.
— Einmittþað, sagði Holmes. Líklega er blaðið einskis
virði. Engu að síður þætti mér gaman að sjá það.
Umsjónarmaðurinn dró samanbrotið blað upp úr vasa
sínum.
— Ég læt mér aldrei sjást yfir smámuni, sagði hann.
Sama vil ég ráða yður til, hr. Holmes. Með tuttugu ára
reynslu að baki ætti ég að kunna mína lexíu. Alltaf geta
fundizt fingraför eða annað slíkt.
Holmes skoðaði pappírsörkina.
— Hvað álítið þér um þetta, umsjónarmaður?
— Það virðist vera niðurlag á einhverri kynlegri sögu,
að því er ég bezt get séð, svaraði hinn.
— Það mun vissulega reynast vera endir á undarlegri
sögu, sagði Holmes. Þér hafið víst athugað númerið á
blaðsíðunni efst. Það er tvö hundruð f jörutíu og fimm.
Hvar eru hinar tvö hundruð f jörutíu og f jórar blaðsíður?
— Nú, ég býst við að innbrotsþjófarnir haf i haft þær á
brott með sér. Varla kemur þeim slíkt að miklu gagni.
— Það sýnist kynlegt atferli að gera innbrot til þess að
ná í blöð slík sem þessi. Finnst yður það benda til nokk-
urs, umsjónarmaður?
— Já, það bendir á, að þorpararnir hafa hrifsað í f lýti
það, sem fyrst varð fyrir hendi. Ég óska þeim til
hamingju með það, sem þeir náðu.
— Hvers vegna rótuðu þeir í eigum sonar míns?,
spurðu frú Maberley.
— Þeir f undu ekkert verðmætt niðri og reyndu því fyr-
ir sér uppi á efra loftinu. Það finnst mér auðsætt. En
hvert er yðar álit, hr. Holmes?
— Ég þarf að hugsa málið, umsjónarmaður. Komdu,
Watson, hingað út að glugganum.
Meðan við stóðum þar saman, las hann rifrildið af
skrifaða blaðinu. Það byrjaði í miðri setningu, og var
svo:
...„andlitið blæddi allmjög af sárum og höggum, en
það var lítils vert hjá hinum innri sársauka yfir að sjá
hið yndisfagra andlit konunnar, sem hann hafði ásett sér
að fórna lífi sínu, og sem horfði nú brosandi á angist
hans og lægingu. Hún brosti, — það veit guð, að hún
brosti, þegar hann leit upp til hennar. Á því augnabliki dó
ástin, en hatrið kom í hennar stað. Menn verða að hafa
f’ÍIJil
i'iti
Þriðjudagur
22. júni
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
10.00. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(og forustugr. dagbl.), 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
7.55. Morgunstund barn-
anna kl. 8.45: Sigrún Val-
bergsdóttir les söguna
„Leynigaröinn” eftir Fran-
cis Hodgson Burnett (2).
Tónleikarkl. 10.25. Morgun-
tónleikar kl. 11.00: Franti-
sek Posta og Dvorák-kvar-
tettinn leika Strengjakvin-
tett i G-dúr op. 77 eftir Dvo-
rák.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Viö vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: ,,Mynd-
in af Dorian Gray” eftir Os-
car VVilde Valdimar Lárus-
son les þýöingu Siguröar
Einarssonar (18).
15.00 Miödegistónleikar David
Oistrakh og Vladimir Jam-
polský leika Sónötu fyrir
fiölu og pianó op. 1 eftir
Karen Katsjatúrjan. Vladi-
mir Horowitz leikur á pianó
„Myndir á sýningu” eftir
Mússorgský. Lamou-
reux-hljómsveitin I Paris
leikur „A sléttum
Mið-Asluv, hljómsveitar-
verk eftir Borodin, Igor
Markevitsj stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 „Ævintýri Sajó og litlu
bjóranna” eftir Grey Owl
Sigriöur Thorlacius les þýö-
ingu sina (8).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 „Meö bjartri trú og heil-
um hug”Indriöi Indriðason
rithöfundur flytur erindi
vegna 90 ára afmælis Stór-
stúku íslands 24. þ.m.
20.00 Lög unga fólksins Asta
R. Jóhannesdóttir kynnir.
21.00 „Sjóstakkurinn”, smá-
saga eftir örn H. Bjarnason
Stefán Baldursson les.
21.30 islenzk tónlist a. Kansó-
netta og vals eftir Helga
Pálsson. Sinfóniuhljómsveit
íslands leikur, Páll P. Páls-
son stjórnar. b. „Mistur”
eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
Sinfóniuhljomsveit íslands
leikur, Sverre Bruland
stjórnar.
21.50 Ljóö eftir Sigfriöi Jóns-
dóttur Höfundur les.
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir Kvöldsag-
an: „Hækkandi stjarna”
eftir Jón Trausta Sigrlöur
Schiöth les (6).
22.40 Harmonikulög Eigil
Hauge leikur.
23.40 A hljóöbergi Málaliöi i
Afriku — Þýzki biaöa-
maöurinn Walter Hey-
nowsky ræöir viö málaliö-
ann Kongo-Muller.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
22. júni 1976
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Ofdrykkjuvandamáliö.
Joseph P. Pirro frá Free-
port sjúkrahúsinu i New
York ræöir enn viö sjón-
varpsáhorfendur. Lokaþlátt-
ur. Stjórn upptöku örn
Harðarson. Þýöandi Jón O.
Edwald.
20.55 Colombo. Bandariskur
sakamálamyndaflokkur.
Leyndardómar gróöurhúss-
ins.Þýöandi Jón Thor Har-
aldsson.
22.10 Frelsi eöa stjórnun?
Umræöuþáttur um feröa-
mál. Umræöum stýrir Ölaf-
ur Ragnar Grimsson.
22.50 Dagskrárlok.