Tíminn - 22.06.1976, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Þriðjudagur 22. júnl 1976
PUNKTAR
Þaö var ekki mikil reisn yfir
Eeykjavikurmeistaramótinu i
tugþraut, sem fór fram á Laugar-
dalsvellinum. 011 keppnin var
langdregin og litið spennandi,
enda árangrar oft i algjöru lág-
marki hjá sumum keppendanna.
Bezta dæmið um það, hvað
keppnin var langdregin, er að
keppnin i 5 greinum siðari
keppnisdaginn, stóð yfir i f jóra og
hálfa klukkustund — og var þetta
15. - 20. minútna hvild á milli
greinanna.
HVAR EH ÍÞRÓTTAANDINN?
Það vakti athygli, að af þeim 9
mönnum.sem hófu keppni i tug-
þrautinni, luku aðeins fjórir
keppninni. Astæðan fyrir þessu
var, að nokkrir keppendur hættu
keppni, þegar á móti blés. T.d.
var einn keppandinn búinn aö ná
sinum bezta árangri i 6 fyrstu
greinunum, en þegar honum gekk
ekki sem bezt i einni greininni,
lagði hann upp laupana og hætti
— hvar var keppnis- og iþrótta-
andinn? Það má alltaf búast við
þvi, að menn nái ekki sinu bezta i
einni grein af 10 i keppninni.
ÖSKUR A LEIKVELLI
Þeir áhorfendur, sem komu til
að sjá KR-inga og Keflvikinga
leiða saman hesta sina i 1.
deildarkeppninni i knattspyrnu,
urðu vitni á hvimleiðri framkomu
leikmanna liðanna — þeir voru
öskrandi á hvern annan i tima og
ótima. Það er hreint furöulegt að
það sé ekki hægt að leika knatt-
spyrnu, nema með öskrum og
óhljóðum. Það er allt i lagi að láta
meðspilara sina vita af sér, þegar
við á — en, þegar 4-5 leikmenn
öskra af fullum krafti, þegar
meðspilari þeirra fær knöttinn, er
það óþolandi fyrir áhorfendur.
Enda kom það fram, aö leikmenn
liðanna gerðu litið af þvi að leika
sjálfstætt — létu öskrandi með-
spilarasina hafa áhrif á sig, oft
með þeim árangri, að þeir vissu
ekki hverjum þeirra, þeir ættu að
fara eftir — og sendu knöttinn i
látunum, til mótspilara.
Þjálfarar 1. deildarliðanna ættu
að sjá sóma sinn i þvi, að koma i
veg fyrir þessa framkomu leik-
manna sina. Eru þeir ekki ráönir
til að skipuleggja leik sinna
manna fyrir leik?
NVTT FYRIRKOMULAG í
HANOKN ATTI.EIK
Akveðið var á ársþingi H.S.t.
um helgina, að taka upp nýtt
fyrirkomulag i deildarkeppninni
— en þaö er þannig:
Sá aðili, sem næst fæst stig
hlýtur i 1. deild og sá aðili, sem
næst flest stig hlýtur i 2. deild
skulu leika tvo leiki heima og
heiman, um rétt til aö keppa i 1.
deild á næsta leikári. Verði liðin
jöfn að stigum að þessum leikjum
loknum, skal markatala ráða.
Sami háttur skal hafður á milli 2.
og 3. deildar. —SOS
Draumurinn
rættist ekki
já Elíasi
sem náði ekki OL-lágmarkinu í tugþraut.
★ Erna nálgast met í fimmtarþraut
Draumurinn um farseðilinn til
Montreal, er fokinn út I veður og
vind, sagði tugþrautamaðurinn
Elias Sveinsson úr KR, en honum
tókst ekki að ná Olympiulág-
markinu i tugþraut á Reykja-
víkurmeistaramótinu um helgina
Elias var þá 392 stigum frá lág-
markinu. — Ég reikna ekki með
þvi, að reyna aftur við lágmarkið,
enda litill timi tii stefnu og
þreytan farin aö segja til sin,
sagði Elias, sem hefur tekið þátt i
þremur þrautum á stuttum tima.
Elias keppti fyrst á Meistara-
ELIAS SVEINSSON......Ég fékk
enga keppni og það haföi sitt að
segja”. (Timamynd Gunnar).
Tékkar stöðvuðu
V-Þjóðverja....
— og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu
í vítaspyrnukeppni
— ÞETTA var stórkostlegt hjá strákunum, þeir voru vei að sigrinum
komnir i þessum frábæra leik, sem var mjög tvlsýnn og spennandi. Það
er alltaf gaman að leggja V-Þjóðverja að velli, og sérstaklega, þar sem
þeir eru heimsmeistarar, sagði hinn snjalli þjálfari Tékka, Vatclav
Jezek, eftir að Tékkar höföu tryggt sér Evrópumeistaratitilinn I knatt-
spyrnu eftir vltaspyrnu, — en Tékkar sigruðu-:3.
— Við fórum inn á völlinn til að
sigra og vorum mjög bjartsýnir.
En þvi er ekki að leyna að tak-
markið hjá okkur er að komast i
HM-keppnina 1 Argentlnu við
höfum sett okkur það takmark.
Það er gleðilegt að komast þang-
að, með Evróputitilinn 1 farar-
nesti, sagði Jezek. — Heppnin var
ekki með okkur að þessu sinni.
Það var sorglegt að sjá, hvernig
strákarnir fóru með gullin mark-
tækifæri. Það vantaði aðeins
PumnN
fótboltaskór
10 gerðir
Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar
Klopporstfg 44 * Sfmi 1-17-83
Hólagarfti f BraiðhoRi • Sfmi 7-50-20
Íþrótta-PEYSUR
-SOKKAR
-BUXUR
Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar
Klapparstfg 44 • Sfmi 1-17-83
Hólagor&i f Braiðholti • Sfmi 7-50-20
mörkin — annað hjá okkur gekk
upp. Við náðum tökum á miðjunni
og réðum gangi leiksins að mestu,
sagði hinn frægi einvaldur v-
þýzka liðsins, Helmut Schön, eftir
leikinn.
Tékkar fengu ágæta byrjun —
skoruðu 2 mörk (2:0) eftir aðeins
25 minútur. Fyrst Jan Svehik (8.
min.) og siðan Karol Dobias —
með skoti af 25 m. færi. Diter
Muller minnkaði muninn (2:1)
fyrir V-Þjóðverja — fjórða mark
hans i tveimur fyrstu landsleikj-
um sinum. Þannig var staðan
(2:1) þar til á siðustu min. leiks-
ins, þegar Holsenbein náði að
jafna (2:2) meö skalla.
Þá þurfti aö íramlengja leik-
inn — en ekkert mark var þá
skorað. Þvi þurfti vitaspyrnu-
keppni til aö skera úr um, hvort
Tékkar eða V-Þjóðverjar yrðu
krýndir Evrópumeistarar. Báðar
þjóðirnar skoruðu I fyrstu þremur
spyrnunum — Masny, Nehoda og
Ondrus, fyrir Tékka, en þeir Bon-
hof, Flohe og Bongartz fyrir V-
Þjóðverja. Jurkewicz skoraði sið-
an úr fjórðu spyrnu Tékka, en
HM-stjarnan Uli Hoeness misnot-
aði spyrnu fyrir Þjóðverja —
skaut yfir. Panenka skoraði siðan
úr fimmtu vitaspyrnu Tékka og
JAN SVEHLIK.... einn af hinum
‘■njöllu leikmönnum Tékka.
Evrópumeistaratitillinn var
þeirra. — Ég vil þakka þennan
árangur okkar i vitaspyrnu-
keppninni, að það er liður i æfing-
um hjá okkur, að æfa vitaspyrn-
ur, sagði Jezek. þjálfari Tékka,
eftir keppnina.
—SOS
móti Islands fyrir þremur vikum
og hlaut þá 6274 stig fyrir árangur
sinn. Þá keppti hann I Póllandi i
sl. viku og náði þar 7135 stigum.
Um helgina hlaut Elias 7108 stig
— og var nokkuð frá sinu bezta i
mörgum greinum.
Árangur Eliasar varð þessi i
þrautinni:
100 m hlaup: — 11.2 sek. — Lang-
stökk: — 6.18 m — Kúluvarp 13.58
m. — Hástökk: — 1.97 m. Elias
var nálægt þvi, að stökkva 2.02m.
— 400 m hlaup: — 51.5 sek. — 100
m grindahlaup: — 15.5 sek. —
Kringlukast: — 45.66 m. —
Stangarstökk: — 3.70 m. — Spjót-
kast: — 56.30 m. og 1500 m hlaup:
5:01.0 min.
Erna Guðmundsdóttir, frjáls-
iþróttakonan fjölhæfa úr KR, var
65 stigum frá íslandsmetinu og
200 stigum frá OL-lágmarkinu,
þegar hún varð sigurvegari i
fimmtarþraut. Erna hlaut 3705
stig — nýtt stúlknamet, og var
árangur hennar þessi i einstök-
um greinum: Kúluvarp: — 9.38
m. — Ilástökk: — 1.54 m. Lang-
stökk: — 5.32 m. 200 m hlaup: —
25.3 sek. og 100 grindahlaup: —
14.4 sek. og jafnaði hún þar með
fslandsmetið i hlaupinu.
—SOS
Bóra
kom ó
óvart
Sló út 8 ára gamalt
met Hrafnhildar i
200 m fjórsundi
BÁRA ólafsdóttir, hin efni-
lega sundkona úr Ægi, kom
skemmtilega á óvart á
meistaramóti tslands I sundi,
sem háð var I Laugardals-
lauginni um helgina. Bára sló
þar út 8 ára gamalt met
Ilrafnhildar Guðmundsdóttur
I 200 m fjórsundi en það var
sett 1968. Bára synti vega-
lengdina á 2:36.9 minútum, en
gamla metið var 2:38.8.
Boðsundsveit Ægis setti 2
Islandsmet — fyrst i 4x100 m
fjórsundi karla, en sveitin
synti vegalengdina á 4:25.8 og
siðan i 4x200 m skriðsundi —
8:45.1. Þær Vilborg Sverris-
dóttir og Þórunn Alfreðsdóttir
reyndu við OL-lágmörk, en
þeim tókst ekki að ná þeim —
enda ekki nema eðlilegt, þær
kepptu i of mörgum greinum
og voru þreyttar eftir það
mikla álag, sem hefur hvílt á
þeim, að undanförnu.
Cruyff horfði á
— þegar Hollendingar sigruðu (3:2) Júgóslava
HOLLENDINGAR, sem léku án
stjörnuleikmannanna Johann
Neeskens og Johann Cruyffs
(leikbanni), tryggðu sér sigur'
(3:2) yfir Júgóslövum i Evrópu-
keppni landsliða, þegar þjóðirnar
mættust i /agreb á laugardaginn.
Hollendingar tryggðu sér þar
með bronsverðlaunin i keppninni.
Það var Ruud Gells sem skor-
aði sigurmark Hollendinga á 117.
minútu leiksins, en leikinn þurfti
að framlengja. Hollendingar
byrjuðu leikinn vel, þegar þeir
Geels og Willy van der Kerkhof
skoruðu (2:0) fyrir þá, Josip
Katalinski náði að minnka mun-
inn (2:1) fyrir Júgóslava, fyrir
leikhlé og siðan skoraði hinn frá-
bæri Dragan Dzajic annað (2:2)
mark Júgóslava, þegar 8 minútur
voru til leiksloka. Dzajic skoraði
með þrumuskoti af 20 m. færi
beint úr aukaspyrnu. ^-SOS