Tíminn - 22.06.1976, Blaðsíða 24
Þriöjudagur 22. júni 1976
kFk
FÓÐURVÖRUR
þekktar
UM LAND ALLT
fyrir gæði
Guðbjörn
Guðjónsson
Heildverzlun Síðumúla 22
Simar 85694 & 85295
COCURA 4, 5 og 6
steinefnavögglar
Látið ekki COCURA
vanta i jötuna
SAMBANDIÐ
INNFLUTNINGSDEILD
w^CRiflaðar og smábáraðar
CjÖ' j. plastplötur á svalir og
'garðskýli.
cg) Nýborg? >
Ármúla 23 — Sími 8675
Kommúnistar juku við sig fylgi á Ítalíu, en..
Kristilegir Demókratarhéldu
forystu sinni
AAinni flokkar töpuðu fylgi og útlit
fyrir erfiða stjórnarfæðingu
frelsi
Reuter, Róm. — Flokkur kristi-
legra demókrata virtist i gær ætla
'Frelsi,
eða ekki
i?
Reuter, Madrid. — Dóms-
málanefnd þingsins á Spáni
hóf I gær störf viö endurskoð-
un þá á refsilöggjöf lands-
ins, sem nauðsyníeg er til
þess að hægt sé að löggilda
stjórnarfrumvarp það sem
aflétta mun þrjátíu og sjö
ára gömlu banni við stjórn-
málaflokka i landinu.
Forseti nefndarinnar,
Licinio de la Fuente, sagði i
gær að nefndin yrði að starfa
með Juan Carlos Spánarkon-
ungi að uppbyggingu lýð-
ræðislegs konungsdæmis i
landinu.
— Það væri til einskis að
lýsa yfir réttindum og frelsi
Spánverja, ef þau lagalegu
tæki, sem þarf til að verja
þau eru ekki til staðar, sagði
hann.
Þingiö samþykkti laga-
frumvarp það.sem heimilar
starfsemi stjórnmálaflokka
á Spáni fyrir tveim vikum.
Tígrisdýr
Reuter, Nebraska.— Fimm
dýr af sjaldgæfustu tegund
tigrisdýra i heiminum dráp-
ust um helgina i dýragarðin-
um i Omaha i Nebraska, eft-
ir að þeim haföi verið gefið
ormalyf.
Aöeins eitt tigrisdýranna,
sem voru af Sumatra-stofni,
lifði lyfiö af. Sumatra-tigris-
dýr hafa um langt skeið ver-
ið á skrá yfir dýrategundir
sem hætt er við útrýmingu
og talið er nú að aðeins sjö
dýr séu lifandi í Bai irikj-
unum.
Dr. LeeSimmons, fo stjóri
dýrasafnsins, sem fyrir helgi
gat státað sig af stærsta
safni Sumatra-tigrisdýra i
heiminum, sagði i gær að
dýrin hefðu drepizt einum til
tveim dögum eftir lyfjatök-
una. Sama lyf hafði áður
verið notað til að eyða
ormum úr innyflum dýr
anna, án þess að það heföi
nokkur slæm áhrif á þau.
að halda stöðu sinni sem stærsti
stjórnm álaf lokkur ttaliu og
þannig staðfesta nær þrjátiu ára
einokun sina á stjórnmálasviðinu
þar. Þegar rúmlega þriðjungur
atkvæða i kosningunum, sem
fram fóru á ítalíu á sunnudag,
höföu veriö talin i gær, höfðu
kristilegir demókratar hlotið
39.2 af hundraði atkvæða, en
helztu keppinautar þeirra,
kommúnistar, höfðu fengið 34.2 af
hundraöi.
Þannig virtust báðir flokkar
hafa aukið fylgi sitt frá siðustu
kosningum, sérstaklega þó
kommúnistaflokkurinn, sem og
búizt var við.
Þegar liða tók á gærdaginn
hafði bilið milli flokkanna tveggja
minnkað óöum, þannig að búast
má við að endanlegar tölur sýni
að kristilegir demókratar hafi
yfirhöndina,-en naumlega.
t siöustu kosningum fengu þeir
38.2 af hudraði atkvæða, en
kommúnistar 27.7 af hundraði.
Tölvuspár, sem unnar voru sið-
ari hluta dags i gær sögðu að
kristilegir demókratar myndu
ekki fá nema um 37 af hundraði
atkvæöa, þegar talning væri
endanleg, kommúnistar aftur á
móti um 35.5 af hundraði.
Kommúnistaflokkur ttaliu
reynir nú i fyrsta sinn að komast i
rikisstjórn landsins. óliklegt er
talið að þeir geti náð saman sam-
steypustjórn án þátttöku demó-
krata og jafn ótrúlegt virðist,
eftirsiðustu tölum i gær aö dæma,
að kristilegir demókratar geti
myndað rikisstjórn án þátttöku
kommúnista, þannig að liklegasti
möguleikinn virtist i gær sá aö
ómögulegt reyndist að mynda
starfhæfa rikisstjórn á Italiu eftir
kosningarnar.
Kommúnistar hafa greinilega
tekið fylgisaukningu sina að
meginhluta til frá smærri flokk-
um landsins.
Talið er að minna muni á
flokkunum i fulltrúadeild þings-
ins, en kosningaaldur i fulltrúa-
deildarkosningu er átján ár, aftur
á móti tuttugu og fimm fyrir
öldungadeild þingsins, Munar
þannig um fimm og hálfri milljón
kjósenda og þar sem yngra fólk er
mikið til róttækt vinstri fólk, er
talið að kommúnistar eigi meiri-
hluta atkvæða i þeim hópi.
#■
I
Yfirburðarottur Idta
minni pokann — í bili
Reuter, London. — Hugsanlegt
er nú að veldi yfirburðarottna,
sem ónæmar eru fyrir rottueitri
og éta nú dágóðan hluta af fæðu-
birgðum heimsins, sé lokið — að
minnsta kosti um nokkurra ára
skeið.
Fyrirtækið Imperial Chemic-
al Industries (I.C.I.) sem er
stærsta iðnaðarsamsteypa
Bretlands, setti i gær á markað
nýja eiturtegund og skýrði frá
þvi að hinn virki þáttur efnis-
ins, Difenacoum, réði niðurlög-
um allra rottna og músa, þar á
meðal yfirburðarottna þeirra
sem fyrr getur um.
Yfirburðarotturnar hafa með
erfðum öðlazt ónæmi við eitr-
inu Wharfarin, sem til þessa
hefur verið áhrifamesta rottu-
eitrið. Þær þróuðust fyrst i
Bretlandi árið 1958, en hafa
siöan skotið upp kolíinum viða
um veröldina.
Julian Francis, einn af yfir-
mönnum I.C.I. skýrði frá þvi i
gær aö rottur eyöilegðu um
þrjátiu og þrjár milljónir tonna
af matvælum árlega, en það
magn myndi nægja til að fæða
um eitt hundrað og fimmtíu
milljónir manna um eins árs
skeið.
Einn sérfræðinga I.C.I., John
Bull, varaði þó við þvi i gær að
liklega myndu rottur öðlast
ónæmi gegn þessu nýja eitri á
sjö eða átta ára timabili og telja
mætti allt að þvl óhjákvæmilegt
að þá þróaðist nýr kynþáttur
„yfirburðarottna”.
Talsmaður Kúrda í London:
Skæruhernaður Kúrda hafinn
að nýju í írak
Retuer, London. — Kúrdar inorð-
urhluta irak hafa að nýju gripið
til vopna og halda nú áfram
skæruhernaði sinum, með það að
markmiöi aö fá sjáifstæði í mál-
efnum sinum, eftir þvi sem tals-
maður Lýðræðisflokksins i Kúrd-
istan skýrði frá i London i gær.
Sagðihann að um fimmtán mán-
aða hlé hefði orðið á sjálfstæðis-
baráttu Kúrda, en nú væri hún
hafin að nýju.
Talsmaður rlkisstjórnarinnar i
Irak sagði I gær að þessi yfirlýs-
ing talsmanns Lýöræðisflokksins
væri alröng og að — ekki einni
einustu byssukúlu hefði veriö
skotið f Kúrdistan slðan i marz-
mánuöi árið 1975.
Segir níutíu stjornarhermenn
hafa fallið
m
Brazilíukatfi — Irtalskafli
Talsmaður Lýðræðisflokksins
sagði að bardagar hefðu hafizt að
nýju i Kúrdistan i byrjun mai-
mánaðar, þegar ibúar Haj
Omran-héraðsins gripu til vopna
til þess að stöðva flutninga á
Kúrdum til suðurhluta Iraks.
Þetta eru fyrstu fregnir sem
berast af bardögum á svæðum
þessum siðan trak og íran gerðu
meö sér samkomulag i marzmán-
uði 1975, þegar Iran hætti stuön-
ingi við Kúrda, gegn því að írak
léti undan i landamæradeilum
rikjanna.
Talsmaður Lýðræöisflokksins i
Kúrdistan sagöi i gær að fimm
sinnum hafi komiö til átaka siöan
i mai og hörðust verið átök sem
uröu viö Rania, þar sem Kúrdar
drápufimmtiu menn úr her Iraks.
Hörð átök urðu einnig við Ama-
diya, þar sem þrjátiu stjórnar-
hermenn voru drepnir, en alls
sagði talsmaðurinn að um niutiu
stjórnarhermenn hefðu látiö lifið
á þessum rúma mánuði, siðan á-
tökin hófust aö nýju.
Hann sagði ennfremur að flug-
herinn i írak hafi gert sprengju-
árásir á þorp Kúrda, eftir að
skæruliðar höfðu ráðizt á herlest-
ir og varðstöðvar.
Hafi átök hafizt að nýju i
norðurhluta Iraks svo sem tals-
maður Lýðræðisflokksins skýrir
frá,er ástandið þó ekki svo alvar-
legt að iraksstjórn gæti ekki sent
hersveitir til landamæranna við
Sýrland, þegar að kreppti i
Llbanon. Haft er eftir heimildum
meöal diplómata I London að um
það bil þriðjungur iraska hersins
— 20-25.000 manna — hafi verið
sendur til landamæranna.
Liklegt er að um fremur um-
svifalitlar aðgeröir sé að ræða,
mun minni en þær sem áttu sér
stað áður en samkomulagiö milli
Iraksoglrars var gert i Alsir 1975.
Mullah Mustafa Barzani fýrrum
leiðtogi Lýðræðisflokks Kúrda,
hafði fyrir þann tima sett allt
traust sitt á stuðning irans og þeg-
Framhald á bls. 23
Endanlega
vopnahlé
í Líbanon?
Reuter, Beirút.— Hersveitir
frá Sýrlandi og Libýu, sem
mynda framsveitir friðar-
gæzluhers Arabarikjanna i
Libanon, komu i gær til
Libanon, með hvltar veifur á
farartækjum sínum, og tóku
sér stöðu umhverfis flugvöll-
inn i Beirút.
Bifreiðar þær sem fluttu
hermennina komu frá Sýr-
landi og héldu yfir fjöllin, til
Beirút, i sama mund og
Abdel-Salam Jalloud, for-
sætisráðherra Libýu, til-
kynnti i Damaskus að Sýr-
lendingar og Palestlnuarab-
ar hefðu endanlega komið á
vopnahléi i Líbanon.
Jalloud sagði ennfremur
að Sýrlendingar hefðu sam-
þykkt að draga hersveitir
sinar til baka frá stöðum
þeirra umhverfis Beirút,
Sidon og Sofar, þar sem þær
hafa barizt við sameiginlega
heri Palestínuskæruliða og
vinstri-sinnaðra L’íbanona.
Fréttaritari Reuters i
Líbanon, Nazih Mustafa,
sem fór með framsveitum
friðargæzluhersins frá
hafnarbænum Sidon til
Beirút í gær, sagði að herinri
hefði ferðazt i sýrlenzkum
farartækjum, sem málað
hefði verið yfir einkennis-
merkin á.
Hermenn friðargæzluhers-
ins voru léttvopnaðir i gær og
höfðu Libýumennirnir i
honum græn bönd um
hjálma sina eða höfuð. Talið
er að I sveitum þeim, sem
komu til Beirút i gær séu um
fjögur hundruð og fimmtiu
menn.
Jafnrétti
Reuter, London. — Atta
dansmeyjar i London fengu
hver um sig eitt hundrað og
tólf sterlingspunda skaða-
bætur i gær, eftir að þær
skýröu dómstól, sem fjallar
um jafnrétti i launamálum,
frá þvi að þær fengju aðeins
þrjátiu og sex sterlingspund
á viku fyrir dans sinn, en
fjórir karldansarar fengju
fyrir sömu störf fimmtlu og
tvö sterlingspund hver.
Talsmaður brezka leikara-
félagsins sagði i gær að hann
byggist viö þvi að dómur
þessi hefði áhrif ákaflega
viða i skemmtanaiðnaðinum
i Bretlandi. Nýlega voru sett
lög sem banna mismunun i
launum milli kynja.__
I
BARUM
BREGST EKK/
Drátfarvéla 1
hjólbaráar I
Kynnið ykkur hin hagstæðu verð.
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ ■
Á ÍSLAND/ H/E
-46 KÓPAVOGI SÍMI 42606