Tíminn - 23.06.1976, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Miövikudagur 23. júni 1976
Við byggjum of stórt
segja þeir i Bretlandi. Hús-
næöismálastjórn þar hefur ný-
lega komiö meö þá athugasemd,
aö húsin, sem þar eru byggö,
séu alltof stór. í u.þ.b. helmingi
heimilanna eru aöeins eitt eöa
tvennt. Og nú eru bygginga-
meistarar farnir aö gera eitt-
hvaö i málinu, þeir byggja ó-
dýrar ibúöir meö tveim svefn-
herbergjum eöa færri.
Eigendurnir sjálfir ganga siöan
frá þeim aö innan. Einnig eru
byggö hús, sem siöar er hægt aö
stækka ef þörf krefur. 1 skýrslu
rikisstjórnarinnar sem gefin
var út nýlega um byggingu
smáhúsa, er gefiö upp verö, og
er verömunur talsveröur eftir
stærö húsanna. Þar má lesa
ýmislegt milli linanna. Kaup-
endur þessara húsa myndi helzt
vera ungt fólk og fólk á eftir-
leunaaldri. Mælt er meö
byggingafélagi, sem byggir
eftir vissum reglum blandaö,
þ.e. setur litlu húsin inn á milli
stærri húsa. Onnur bygginga-
félög eru ekki svo nákvæm,
bæjaryfirvöld benda þá á, aö
hætta veröi á aö „ghetto”
myndist. Ennfremur er bent á
aö ódýr hús séu á ódýru landi,
og þaö getur þýtt aö langt veröi I
verzlanir og i skóla. Gert er ráö
fyrir, aö unga fólkiö liti á þetta
sem bráöabirgöa-
ráöstöfun og hyggi á annaö og
betra húsnæöi siöar. En gamla
fólkiö mun lita á húsnæöis-
kaupin sem framtiöarhúsnöi og
þar af leiöandi lita meira á um-
hverfiö. — Þar sem yröu af-
girtir einkagaröar viö hvert hús
væri hætt viö aö bæjarstjórnin
færi sér hægt I aö ganga frá al-
menningsgöröum og takmarka
fjárframlög viö gerö vega og
gangstiga.
Aöspuröir svöruöu kaupendur,
aö þeim fyndist bilskúr hagan-
legri kaup heldur en rúmgóö
bilastæði. Flestir sögöust vilja
hafa rúmgóö eldhús, jafnvel
þótt fermetrarnir væru sparaðir
aö ööru leyti. Þvi þaö er nú einu
sinni þannig, aö fólk sagöist
Gilbert Feruch, einn af
kunnustu klæöskerum i Paris
segir aö konur hafi á siöustu tiu
árum tekiö æ meir upp á þvi aö
klæöast jakkafötum eins og
karlmenn. Feruch hefur hannaö
föt fyrir Liz Taylor, Pauline de
Rotschild, Lizu Minelli og fleiri.
Franskir tizkuhönnuöir segja
föt, sem konur og karlar geti
ekki gengiö jafnhliöa i, séu ekki ■
i tizku, og Yves Saint-Laurent
staöhæfir, aö konur kaupi og
klæöist karlmannafötum, vegna
þess, aö þá finnist þeim þær
vera jafnoki karlmanna og þaö
geta búiö þröngt og veröur lik-
lega aö gera þaö bráölega, en
engri húsmóöur (eöa vel
þjálfuöum eiginmanni) likar aö
búa viö þröngt eldhús. Hér er
mynd af smáhúsum, þar sem
fólki virðist geta liöiö vel.
auki sjálfstraust jæirra. Sál-
fræöingnum Jean Laud Meyer
finnst þessi tizkustefna fárán-
leg. Konur séu alls ekki gerðar
fyrir jakkaföt og eigi þær bara
aö halda áfram aö vera konur
og klæðast i samræmi viö þaö.
Þaö var Marlene Dietrich, sem
fyrst kvenna tók upp á þvi aö
klæöast jakkafötum. Var þaö
upp úr 1930 og er ekki annaö
hægt aö segja en aö hún og Liza
Minnelli beri þennan klæðnaö
alveg jafnvel — ef ekki betur —
en margur karlfauskurinn.
Peningar en ekki ást
Astriöuglæpir voru lengi
framan af sigilt viöfangsefni i
frönskum bókmenntum. Yfir-
leitt voru þaö konur, sem
frömdu slika glæpi — konur,
sem sviknar höföu veriö i ástum
og voru afbrýöisamar. En nú
eru timar ástriöuglæpanna
greinilega liönir. Susanne
Troisier, yfirfangavöröur I
★
kvenfangelsi geröi fyrir nokkru
athugun á konum I frönskum
fangelsum og komst hún aö
raun um þaö, aö franskar konur
myröa enn, en nú er þaö frekar
vegna peninga en ástar, sem
þær gera þaö. Ein af hverjum
fjórum kvenföngum, sem hún
athugaöi sátu inni vegna fjár-
glæpa.
★
Karlmannsföt Kvenmannsföt
Hennar er vandlega gætt ^
Imee Marcos, dóttir Marcos,
forseta á Filippseyjum, er i
Princeton-háskólanum I Banda-
rikjunum. Þaö er ekki auðvelt
fyrir hana aö fara feröa sinna,
svipaö og aörar jafnöldrur og
skólasystur hennar, þvi aö hún
er undir stööugu eftirlití lif-
varöa og öryggismanna. Hér
sjáum viö mynd af Imee og vini
hennar Lupo Ratazzi, en þau
eru aö fara út aö skemmta sér,
— meö sex lifveröi á hælunum,
og allt i kríngum sig! Aldrei
hefur 1 tiö Princetons-skólans
oröiö aö hafa jafnmiklar
varúöarráöstafanir vegna
nokkurs nemanda þar og
þessarar ungu stúlku.
DENNI
DÆMALAUSI
„Hvaö gerðir þú? Ég heyrði
þegar dyrunum hjá Wilson var
skellt.”