Tíminn - 23.06.1976, Síða 20
Miövikudagur 23. júni 1976
.FÓÐURVÖRUR
þekktar
UM LAND ALLT
fyrir gæði
Guöbjörn
Guðjónsson
Heildverzlun Síöumúla 22
Simar 85694 & 85295
PLAST
ÞAKRENNUR
Sterkar og endingagóðar
Hagstætt verð.
Nýborgp
Ármúla 23 — Sími 86755
Úrslit Itölsku kosninganna:
Stjórnarkreppa
næstu mdnuði?
Ríkis-
leyndarmál
brezkra
stjórnvalda
birt í
fjölmiðlum
Reuter-London. Brezki for-
sætisráöherraini, James
Callaghan sagöi i London I gær
að samþykktir og fundar-
niðurstoður brezku rlkis-
stjórnarinnar hefðu veriö
stolið og þær birtar án vitund-
ar og vilja stjórnvalda. Þetta
hefði ekki aðeins gerzt nú ný-
iega, heldur um iangt skcið,
a.m.k. af og til sl. fimm ár.
Þessi leki á rlkisleyndarmál-
um mun einkum og sér I lagi
ciga við varnarmál á ráða-
tima Verkamannaflokksins,
en einnig er thaidsflokkurinn
var viö völd.
Hins vegar sagði hann mr.
Edward Heath að ekki hefðu
þessar upplýsingar verið birt-
ar strax eftir samning
þeirra. Nokkur timi hefði ætiö
liðið þangað til fjölmiðlar
heföu hafið birtinguna.
1 siðustu viku birti timarit
grein þar sem stuðzt var við
umræður frá fiölmörgum
rikisstjórnarfundum, en á
einum þeirra var ákveöið að
hafna áætlun um að sameina
barnafrádrátt, tryggingabót-
um sem greiðast áttu beint til
mæðra. Þegar hefur verið
skipuð nefnd til að komast
fyrir að ákvarðanir og sam-
þykktir rikisstjórnarinnar
berist út til fjölmiðla.
Reuter/Róm. Kristilegum demó-
krötum tókst ekki að fá starfshæf-
an meirihluta I kosningunum á
ttallu sem háðar voru I vikunni.
Þeir fengu 38.7% atkvæöanna,
misstu þrjú sæti I neðri deild
þingsins. Fiokkurinn var með 263
sæti fyrir kosningar. Hins vegar
breyttist sætatala þeirra I efri
deildinni ekki neitt, fiokkurinn
hélt 135 sætum sem áður. Það
voru einkum smærri flokkarnir
sem misstu fylgi yfir til kristileg-
ra demókrata, þannig tapaði
frjálslyndi flokkurinn og sósial-
istaflokkurinn nokkru fylgi.
Úrslitin komu vægast sagt á
óvart, þvl kristilegir demókratar
hafa nú undanfarið verið ásakað-
ir fyrir óheiðarleik og spillingu.
Andstæðingar þeirra og um leið
annar stærsti flokkurinn á ltallu,
kommúnistar juku fylgi sitt veru-
lega I kosningunum. Þeir höfðu
179 sæti i neðri deild en hafa nú
228, þeir juku einnig fylgi i efri
deild, voru með 94 sæti en eftir
kosningarnar hafa þeir 117 sæti.
Úrslit kosninganna hafa trú-
lega fyrst og fremst þau áhrif að
ekki verður unnt að stjórna land-
inu næstu mánuði, staða sem
Italir eru ekki svo mjög óvanir.
Hvorugur stærstu flokkanna
hefur fengið nægjanlegt fylgi til
þess aö geta setið einir I valda-
stólum. Hins vegar má telja úrslit
kosninganna sigur fyrir Enrico
Berlinguer, leiðtoga kommúnista
og verður erfitt að ganga fram
hjá flokki hans I næstu stjórnar-
myndun.
Vlða um heim var fylgzt af
athygli með kosningunum á
Italíu. Einkanlega stóð NATO-
rikjunum stuggur af þvi ef
kommúnistar kæmu út úr
kosningunum sem sterkasti
flokkurinn. Ford Bandarlkjafor-
seti hafði t.d. lýst þvi yfir að
stjórn hans myndi endurskoða af-
stöðu sina til samskipta við Italiu,
ef kommúnistar tækjú þátt i
stjórnarmyndun. Hins vegar
sagöi hann I gær eftir að úrslitin
voru kunn, að Italia hefði enn
möguleika á að verða stjórnaö af
lýðræðisflokkum, þ.e. ef kristi-
legir demókratar hæfu samstarf
við aðra flokka en kommúnista.
Svipuð ummæli voru höfð eftir
Henry Kissinger, en hann sagði á
blaðamannafundi að niðurstaða
kosninganna gæfi hvorki
kommúnistum né fasistum tæki-
færi á að taka þátt I stjórnar-
myndun. Kissinger hefur að
undanförnu látið I ljós miklar
áhyggjur ef kommúnistum tækist
að komast til valda á Italiu, og
sagði hann einnig að hafa bæri i
huga þá staðreynd að 56% at-
kvæðanna hefðu fallið til flokka,
sem hvorki væru fylgjandi
kommúnisma né fasisma. Hitt er
svo aftur annað mál hvort Ford
og Kissinger verða að ósk sinni,
þvl flestir erlendir fréttaskýrend-
ur segja að nær ómögulegt sé að
ganga fram hjá flokki sem hlýtur
slikt fylgi sem Italski Kommún-
istaflokkurinn.
Frekari úrslit úr kosningunum
eru þau að samkvæmt talningu
sem hófst I Róm I gær, þá eru
kommúnistar stærsti flokkurinn
þar I borg. Kommúnistar og
sósialistar unnu hreinan meiri-
hluta I Genoa, en þar fengu þess-
ir flokkar nærri 55% af heildar-
atkvæðamagninu. Þá eru nær
allar helztu borgir á Itallu undir
stjórn vinstri flokkanna.
Eftir að ljóst hvernig myndi
fara, steig liran I 844.846 á móti
dollar, en i fyrrakvöld þegar
gjaldeyrismörkuðum var lokað
var hún I 853.854 á móti dollar.
— Sá tími er iiðinn sem menn
reyndu að útiloka kommúnista
frá stjórn, sagði foringi kommún-
ista Berlinguer eftir að úrslitin
voru kunn.
Reynt að koma í veg fyrir spill-
ingu meðal bandarfskra fyrirtækja
Reuter-Washington. Nefnd á
vegum Bandariska þingsins
samþykkti þá ályktun i gær, en
hún kveður s vo á að það sé ólög-
legt fyrir Bandarlsk fyrirtæki
aö múta eða reyna að múta er-
lendum fulltrúum fyrirtækja
eða rikisstjórna. Um það bii
eitthundrað fyrirtæki hafa verið
bendiuð við siik athæfi I mörg
undanfarin ár. Meðal fyrirtækj-
anna eru ýmiss vel þekkt hér á
landi, svo sem General Tire og
Lockheed.
Alyktunin var samþykkt þrátt
fyrir bréf frá viðskiptamálaráð-
herra Bandaríkjanna, Elliot
Richardson, sem sagði að rikis-
stjórnin teldi ályktunina ónauð-
synlega á þessu stigi málsins.
Innan skamms verður málið
tekið tekið fyrir hjá öldungar-
deildinni, en það getur orðið
strax i næsta mánuði.
Formaður nefndarinnar,
William Proxmire, sagði að
hann teldi það liklegt að álykt-
unin yrði samþykkt. Þó bætti
hann við að ef Bandariskt fyrir-
tæki reyndist hafa mútað á-
kveðnum aðilum án vitundar og
vilja stjórnar fyrirtækisins, þá
yrði það ekki lögsótt.
Bardagar blossa
upp að nýju
í Líbanon
Bretar og Frakkar deila um þing
Reuter-Libanon. — Vinstri menn
skutu sprengjum á borgarhluta
kristinna manna I Libanon I gær.
Þá var tilkynnt um átök náiægt
miðborginni, en auk þess var bar-
izt i verzlunarhverfi borgarinnar.
1 fréttum frá borginni segir að
sprengjur hafi sprungið i mosku
einni, en til hennar sækja margir
þeir múhameðstrúarmenn sem
hafa barizt nú undanfarið.
Engar fullnægjandi skýringar
var hægt að fá hvers vegna bar-
dagar tóku sig upp að nýju, en
eins og kunnugt er þá hafa þeir
legið niðri um langt skeið.
Bardagarnir hindruðu samn-
ingafund sem hafði verið áætl-
aður I gær milli leiðtoga hægri
manna Pierre Gemayel og for-
seta landsins Elias Sarkis.
Reuter-London. Atvinnuleysi hef-
ur aukizt stöðugt I Bretlandi und-
anfarin tvö ár, samkvæmt opin-
berum upplýsingum. Tala at-
vinnuieysingja var i si. mánuði
1.256.500, eða 5,4% af heildartölu
þeirra sem eru á atvinnumark-
Reuter-London. — Samkvæmt
upplýsingum nefndar sem sett
var á laggirnar til að fjalla um
þing á vegum Efnaliagsbanda-
lags Evrópu, sagði i gær að það
kæmi fyrst saman i mal eða júni
1978. Þann tima er gefst fram að
setningu þingsins taldi nefndin
nægan til að koma I framkvæmd
nauðsynlegri undirbúningsvinnu,
en áætiað er að á þinginu sitji um
350 eða 425 þingmenn.
aðnum. Atvinnuleysi hafði aukizt
frá mánuðinum áöur um 6.500
manns.
Brezki fjármálaráðherrann,
mr. Healey sagöi I gær að útflutn-
ingur brezkra iðnaðarvara ykist
nú um 11% á ársgrundvelli, en
hins vegar ykist innflutningur um
aöeins 2%.Asamatima minnkaði
sá timi sem færi I verkföll, þannig
væri þetta ár aðeins hálfdrætting-
ur á við 1975.
Mr. James Callaghan, sagði
brezka þinginu I gærkveldi að
umræddar tölur væru alltof háar,
og það væri mikilvægt að nota öll
brögð til aö lækka þær. Við sama
tækifæri sagði talsmaður stjórn-
arandstöðunnar, að vandamáliö
væriekki aðeinsalvarlegt.heldur
virtist Bretland sifellt bæta viö
tölu atvinnulausra meðan önnur
lönd væru aö lækka hana. Þá
sagði talsmaðurinn að stjórn
Verkamannaflokksins þyrfti
nauösynlega að breyta stefnu
stjórnarinnar og ef ástandið ætti
aö breytast þá yröi að styðja iðn-
rekstur I einkaeign.
Erfiðasta vandamálið er
hvernig kosið skuli til þingsins, en
eins og það er skipulagt i dag hef-
ur það 198 sæti og þingmenn eru
valdir á þjóðþingum slnum.
Þegarhafa komiðfram a.m.k. sjö
tillögur sem allar fjalla um
hvernig skuli vera kosið, en enn
sem komið er hafa bæöi Frakk-
land og Bretland talið allar þess-
ar tillögur ómögulegar. Frakk-
land hefur þá skoðun að kosið
skuli til þingsins á sama hátt og
kosið er á núverandi þjóðþing.
Hins vegar vill Bretland að full-
nægjandi þingmannafjöldi fáist
fyrir Skotland, Wales og Norð-
ur-trland, þannig að fyrrgreindir
landshlutar hafi svipaðan full-
trúafjölda og Irska lýðveldið og
litið land sem Danmörk.
Vonast er til að samkomulag
náistá allsherjarfundi landanna i
Efnahagsbandalaginu, en sá
fundur verður haldinn I Brussel
um miðjan næsta mánuð.
Gert er ráð fyrir að þetta þing,
sem mun taka ýmsar ákvarðanir
i sameiginlegum vandamálum
meðlimalandanna, sitji fjögur til
fimm ár.
Forseti Ródesíu kvart-
ar yfir Engilsöxum
Reuter, Salisbury. Forseti
Ródesiu, John J. Wrathall,
sagöi I dag, að Bretland og
Bandarikin hefðu þegar stutt
frelsishrey fingar svartra
skæruliða þar I landi. Astæöuna
fyrir þvi sagði hann vera þá að
löndin'tryöu þvi að með þvl að
styðja hreyfingarnar væru þau
að koma I veg fyrir frekari áhrif
kommúnista I Afrlku.
Wrathall sagði þetta er hann
ávarpaöi nýsett þing landsins,
og hann bætti þvl við að ef rlkis-
stjórnin gæfi eftir völd til svart-
ra myndi það hafa ógnvænleg
áhrif. Ekki myndi það einungis
leiða til innanlandsóeirða og ó-
stjórnar ef svartir fengju völdin
I sinar hendur, heldur myndu
Sovétmenn vera fljótir að koma
ástandinu sér i hag.
— Stjórn mln trúir þvi stað-
fastlega að þessi mistök Banda-
rlkjamanna og Breta að styðja
frelsishreyfingarnar séu hrapa-
legt glapræði, sagði John J.
Wrathall.
I
BARUM
BfíEGSTEKK/ |
I wJeppa I
I hjólbarftar I
■ Kynnið ykkur hin hagstæðu verð.
TÉKKNESKA B/FfíE/ÐA UMBOÐ/Ð ■
Á ÍSLAND/ H/F
AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOG! SÍMI 42606
Atvinnuleysi eykst
stöðugt í Bretlandi