Tíminn - 08.07.1976, Side 12

Tíminn - 08.07.1976, Side 12
12 TÍMINN, Fimmtudagur 8. júli 1976 Bernhard Nordh: í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA n — Nei — hann er fluttur að Laufskálum. Jónas hleypti í brúnirnar og hvessti augun á telpuna, eins og hann vildi sannfæra sig, um að hún væri ekki að skrökva að honum. — Ertu að segja mér, að Aron sé farinn að Laufskálum og ætli að setjast þar að? Það getur ekki verið. Hvað ætl- ar hann að gera í Laufskálum? — Það veit ég ekki, svaraði Marta hikandi. Það er kannski orðið gott aftur á milli þeirra Birgittu. — Hefir hún komið hingað? — Ekki núna. — Ekki það. — Ja, það hef ir eitthvað borið til tíðinda, meðan ég var í burtu. Marta horfði kvíðaf ullum augum á bróður sinn. Þegar þessi hreimur var í rödd Jónasar, var allra veðra von. — É, — ég þykist vita, að þeim pabba haf i borið eitt- hvað á milli, sagði hann lágt. — Urðu þeir ósáttir út af þessum hreindýraskrokkum? Marta kinkaði kolli. Hún barðist sýnilega við grátinn. — Mamma — hún — hún segir ekki neitt. En henni þyk- ir það áreiðanlega leiðinlegt, að Aron skyldi fara svona burtu. Pabbi hef ir kannski rétt f yrir sér, þótt mér f innist það stundum skynsamlegra, sem Aron hélt fram. Hrein- dýraskrokkarnir — þeir liggja bara þarna, án þess að... — Pabbi hefir rétt fyrir sér, sagði Jónas hvatskeyt- lega. — Það er málefni Lappanna, er hreindýraskrokkar grotna niður úti um hagann, og okkur kemur það ekki við. Þeir tímar koma kannski að Lapparnir verði svo skynsamir að hægt verði að semja við þá um, að við megum hirða dauð dýr. En þeir eru ekki komnir enn. Geti Lapparnir sagt það á þinginu, að við hagnýtum okk- ur eftirlegudýr, verðum við ekki lengi hérna í Marzhlíð. Ég hef i heyrt, að það sé einmitt svona mál í uppsiglingu. Jónas hirti ekki um að segja systur sinni nánar frá þessu heldur skálmaði tautandi að eldiviðarhlaðanum og tók að höggva sundur birkikylfur. PálI og Sveinn Ólafur komu heim í rökkurbyrjun með þungt heyhlass, sem þeir drógu sjálf ir eins og uxar. Svit- inn lak af veðurbitnum andlitum þeirra, þótt þeir hefðu bæði tekið af sér húf urnar og farið úr yf irhöf nunum, og guf an f rá vitum þeirra sveif í kringum þá, er þeir námu staðar við hlöðugatið. Þeir mæltu varla orð frá vörum, heldur flýttu sér að fleygja heyinu inn og reistu síðan sleðann upp við vegginn og héldu að því búnu til bæjar með rjúpnakippu sína. Jónas kom til þess að spjalla við þá skömmu eftir að þeir voru setztir inn. Hann var hræddur um, að Marta myndi segja þeim af jarfadrápinu og lýsa af reki hans og útilegu með helzt til miklum ævintýrablæ. Hann mátti ekki skjóta svo héra úr hlaðvarpanum, að hún reyndi ekki að gera það að merkisviðburði. Hann hafði skotið tvo jarfa — meira þurfti ekki aðsegja um það. ■> Nýja húsið var heldur stærra en það, sem Lars og kona hans höf ðu byggt f yrir seytján árum. Mosinn hékk ennþá utan á bjálkunum eins og gráir skeggtoppar, og höggnar f jalirnar í loftinu voru ekki enn orðnar sótugar eins og vera bar. Gólf ið var úr handsöguðum plönkum — hallar- gólf í samanburði við höggna bjálkana í gólf inu á fyrsta mannabústaðnum, sem reistur var í Marshlíð. Hlemmur var hér um bil mitt á milli rúmanna tveggja, er voru negld í vegginn. Þarna var dálítil gryf ja undir gólfinu, og þar voru kartöflurnar geymdar. Páll og Sveinn ölafur sátu að snæðingi, þegar Jónas kom inn. Páll var elztur af systkinunum, og langur, beinaber líkami hans bar vitni um það, að hann hafði marga áraun orðið að þola. Jafnvel móðir hans minntist þess ekki, að hún hefði nokkurn tíma heyrt hann hlæja. Þegar á barnsárunum hafði f jallaauðnin og ábyrgðartil- finningin brennt hann sínu marki, og nú var nafn hans orðið víðfrægt í f jallabyggðunum. Stundum bar við á messudögum í Fattmómakk, að feður bentu ungum son- um sínum á hann og sögðu: — Sjáðu — þarna er Páll í Marzhlíð — hann skaut bjarndýr, þegar hann var þrettán ára. Sveinn Ólafur var hér um bil höfði lægri, en axlirnar voru undrabreiðar. Hann undi sér bezt, þegar hann sat í báti úti á vatni og dró inn net, og hann var manna frið- samastur, nema svo vildi til, að hann hafði sopið hraust- lega á brennivíni. Það kom þó sjaldan fyrir. Hann bragð- aði ekki áfengi, nema þegar hann fór á markað eða ein- hver bauð honum í staupinu. Sveini ólaf i veittisterf itt að segja neitt. Það var hans mikli veikleiki. Jónas settist á eldiviðarkassann við dyrnar. En kona Páls lét hann ekki lengi í friði. Hann átti að sjá, hvað ísak hefði stækkað! Jónas rölti gegn vilja sínum að vöggunni, sem hékk á tveimur spottum í loftbitanum og Fimmtudagur 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanua kl. 8.45: örn Eiösson byrjar lestur sinn á „Dýrasögum” eftir Böövar Magnússon á Laugarvatni. Tilkynninmir kl. 9.30. Létt lög milli atrloa. Viö sjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræöir viö Tómas Þorvaldsson I Grindavik, fyrsti þáttur (áöur útv. I október). Morguntónleikar kl. 11.00: Gábor Gabos og Sinfóniuhljómsveit ung- verska útvarpsins leika Pianókonsertnr. 2 eftir Béla Bartók, György Lehel stjórnar / Suisse Ro- mande-hljómsveitin leikur „Astarglettur galdra- mannsins”, tónverk fyrir hljómsveit og messósópran eftir Manuel de Falla. Marina DeGabarain syngur einsöng, Ernest Ansermet stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni 14.30 Miödegissagan: „Faröu burt, skuggi” eftir Steinar Sigurjónsson 15.00 Miödegistónleikar Börje Marelius og félagar úr Sinfónluhljómsveit sænska útva’rpsins leika Pastoral-svitu fyrir flautu og strengjasveit eftir Gunn- ar de Frumerie, Stig Westerberg stjórnar. Janos Starker og hljómsveitin FD- harmonia leika Sellókonsert nr. 11 a-moll op. 33 eftír Ca- mille Saint-Saens, Carlo Maria Giulini stjórnar. Fé- lagar úr Filharmoniusveit Lundúna leika tvö verk fyrir strengjasveit eftir Edward Elgar: Introduction og Al- legro op. 47 og Serenööu I e-moll op. 20, Sir Adrian Boult stjómar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn Finn- borg Scheving hefur umsjón meö höndum. 17.00 Tónleikar 17.30 Bækur, sem breyttu heiminum — IV „Uppruni tegundanna” eftir Charles Darwin. Báröur Jakobsson lögfræöingur tekur saman og flytur. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Nasasjón Arni bórarins- son og Björn Vignir Sigur- pálsson ræöa viö Svövu Jakobsdóttur 20.10 Samleikur i útvarpssal: Christina Tryk og Sigriöur Sveinsdóttir leika saman á hom og pianóa. Allemande eftir Purcell. b. Air eftir Bach. c. Preludia eftir Lia- doff. d. Intermezzó eftir Gliére. e. Aprés un réve eft- ir Fauré. f. Rómansa eftir Davidoff. g. Fantasiuþáttur eftír Heise. 20.35 Leikrit: „Heföarfrúin” eftir Valentin Chorell Þýö- andi: Sigurjón Guöjónsson. Leikstjóri: GIsli Halldórs- son. Persónur og leikendur: Itona Silver: Sigriöur Haga- lin. Boubou: Guörún Stephensen. Læknirinn: GIsli Alfreösson. 21.40 Kórsöngur: Sunnukórinn syngur isiensk og erlend iög Sigríöur Ragnarsdóttír leik- ur meö á pianó og Jónas Tómasson á altflautu. Hjálmar Helgi Ragnarsson stjórnar. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Kvöldsag- an: „Litli dýrlingurinn” eft- ir Georges Simenon Krist- inn Reyr les þýöingu As- mundar Jónssonar (7). 22.40 A sumarkvöldi Guö- mundur Jónsson kynnir tón- list úr ýmsum áttum. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.