Tíminn - 08.07.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.07.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. júli 1976 TÍMINN 13 Þorvaldur Steingrimsson sýnir félögum og gestum myndina. Frú Olla Stefánsson er til hægri viö myndina. FÆRÐU LÚÐRASVEITINNI Sl. laugardag haföi Lúörasveit Reykjavikur „Opiö hús” fyrir Vestur-tslendinga, sem eru á ferö hér á landi. Á þriöja hundraö manns komu og þágu veitingar, sem eiginkonur Lúörasveitar- manna sáu um, en lúörasveitin lék fyrir gesti sina úti I hljóm- skálagaröinum. Einnig drógu þeir viö hún fána Gimli 100 ára, sem þeir fengu sem vinargjöf frá tslendingadeginum 1975. Viö þetta tækifæri afhenti frú Olla Stefánsson koparstungna mynd af merki Manitobaríkis, og á fagran skjöld var grafiö: Lúörasveit Reykjavikur — From Viking Travel group. Við þetta tækifæri sagöi frú Olla Stefáns- son: „Mér hefur veriö faliö að flytja þakkir fyrir þennan hóp Vestur- tslendinga, sem hefur notiö góör- ar móttöku og gestrisni hér i dag. Þetta er reyndar ekki i fyrsta sinn, sem við höfum glaöst i félagsskap Lúörasveitar Reykja- vikur og eiginkvenna Lúöra- sveitarmanna. Arið 1972 kom Lúörasveitin vestur um haf til okkar, ásamt mökum sinum, og væntanlega var þá margt af þessu fólki aö kanna nýjar slóöir og haföi ekki komiö vestur um haf áöur. Fólkinu var veitt fyrirgreiösla hjá okkur vestra, og komiö fyrir á heimilum hjá Vestur-lslending- um, og i flestum tilvikum hjá fólki, sem þaö þekkti ekki áður. En fljótt tókust góö kynni milli gesta og heimamanna. Koma ykkar vestur um haf vakti geysi- legan áhuga á tslandi hjá svo mörgum Vestur-lslendingum, og ekki sizt unga fólkinu — og á þaö eftir aö hafa sin áhrif I framtiö- inni. Heimsókn ykkar kom af staö hreyfingu til þess að styrkja vinaböndin yfir hafiö, og i hverjum bæ og byggö, sem þiö komuö til, kveiktuö þiö löngun fólks til aö kynnast tslandi og islenzku þjóöinni. Mér er óhætt aö fullyröa, aö Lúörasveitar-fólkiö, sem hefur komið vestur til okkar, hefur verið beztu ambassadorar, sem Island gat sent til okkar. Hljóm- leikar ykkar og vinátta veröur til þess aö styrkja tengslin og gagn- kvæma vináttu beggja megin hafsins. Viö erum ykkur þakklát fyrir þann þátt, sem þiö áttuö i þvi, að stuðla aö ferðum Islendinga vest- ur um haf á siöast liönu sumri, þvi aö þaö hefur ýtt undir þaö, að hér i dag eru nú margir Vestur- tslendingar komnir til Islands til að heimsækja ættingja og vini — og margir I fyrsta sinn á ævinni. Það gleöur okkur, sem áöur höf- um verið hér, aö sjá þetta fólk njóta þessarar sömu gestrisni og viö höfum oröiö aönjótandi á undanförnum árum. Nú vil ég, fyrir hönd þeirra, sem i þessari hópferö eru, færa þér, herra formaður, þessa mynd, og biö þig aö hengja hana á vegg hér i hljómskálanum til minningar um þessa skemmti- stund, sem viö höfum átt meö ykkur hér i dag. Viö þökkum ykk- ur innilega fyrir móttökurnar, og óskum Lúörasveitinni og konum ykkar alls góös I framtiöinni. Fólkiö fyrir utan Hljómskólann. Fáninn, sem Lúörasveitin fékk aö gjöf blaktir yfir Hljómskálanum. MYND AÐ GJÖF Kaupið bílmerki Landverndar Kjörfundur í Mosfellsprestakalli Xu«jm\ / EKKl\ £UTANVEGA) Kjörfundur til prestkosninga, sem fram eiga að fara i 'Mosfellsprestakalli, Kjalarnesprófastdæmi, hefst i Hlégarði, sunnudaginn 11. júli kl. 10 og stendur til kl. 23. 711 sölu hjá ESSO og SHELL berísinafgreióslum og skrifstofu Landverndar Skólavöröustig 25 Sóknarnefndin. Skógarhóla- mót 1976 24. og 25. júlí Efnt verður til hestamannamóts í Skógar- hólum helgina 24. og 25. júli n.k. Auk gæðingakeppni fara fram kappreiðar en keppt verður i: 250 m skeiöi, 800 m stökki, 250 m unghrossahlaupi, 1500 m. brokki, 300 m stökki. Skráning kappreiöahrossa ferfram á skrifstofu Fáks milli kl. 14—17simi 30178 og hjá formönnum hestamannafélag- anna til 16. júli n.k. Hestamannafélögin Andvari, Fákur, Gustur, Hörður, Ljúfur, Logi, Máni, Sörli og Trausti. Hestaþing Sleipnis og Smóra verður haldið á mótssvæði félaganna að Murneyrum á Skeiðum sunnudag- inn 18. júli n.k. og hefst kl. 13.30. Keppt verður i: Skeiöi 250m — 1. verölaun kr. 25.000 Folahlaupi 250 m — 1. verölaun kr. 7.000 Stökki 350 m — 1. verölaun kr. 10.000 Siökki 800 m — 1. verölaun kr. 20.000 Þrir fyrstu hestar I hverri grein hljóta verölauna- pening. Barna og unglingakeppni fer fram á vegum félag- anna undir stjórn Rosmary Þorleifsdóttur og hefst kl. 10 árdegis. Keppt veröur i 2 flokkum: 12 ára og yngri og 13—15 ára. Góðhestakeppni fer fram i A- og B-flokki. Skráning keppnishrossa fer fram hjá Aöalsteini Steinþórss., Hæli, Vilberg Skúlasyni, Selfossi, simi 99-1343og Gunnari B. Gunnarssyni, Arnarstööum til kl. 20 þriðjudaginn 13. júli. Góöhestar komi til dómsá mótsdag kl. 9,30 árdegis, stundvislega. Verið velkomin að Murneyrum! Stjórnir félaganna. Hestamannafélaaið Faxi heldur kappreiðar sinar að Faxaborg sunnudaginn 18. júli 1976 kl. 14,30 stund- vislega. Keppt verður i: 250 m skeiði. 800 m stökki. 300 m stökki. 250 m folahlaupi. 1500 m brokki. Þátttaka keppnishesta og gæöinga tilkynnist Arna Guð- mundssyni Beigalda, simi um Borgarnes eöa Þorstein Valdimarsson, simi 93-7194 fyrir 14. júli 1976. Gæöingadómar hefjast kl. 16 laugardag 17. júli. JEPPAEIGENDUR Eigum aftur fyrirliggjandi 2 gerðir farangursgrinda á Bronco/ Range Rover og Land Rover. Tökum einnig að okkur 'smiði á aörar tegundir bíla. MÁNAFELL H.F. Járnsmiöaverkstæöi Laugarnesvegi 46 Simar 7-31-03 & 7-14-86 Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.