Tíminn - 08.07.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. júll 1976
TÍMINN
7
Útgefandi Framsóknarfiokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I
. Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingaslmi 19523. Verð I lausasöiu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuði. Biaðaprent h.f.
Saga tveggja ára
rifjuð upp
Rúm tvö ár eru nú liðin frá siðustu Alþingis-
kosningum. Þær kosningar fóru fram ári fyrr en
ella sökum þess, að Samtök frjálslyndra og vinstri
manna sprengdu vinstri stjórnina, þegar Fram-
sóknarf lokkurinn og Alþýðubandalagið vildu hindra
fyrirsjáanlega óðaverðbólgu með þvi að festa
kaupgjaldsvisitöluna og banna kauphækkanir af
völdum nýgerðra kaupsamninga, sem fóru yfir
ákveðið mark.
Þáverandi stjórnarandstaða notaði stöðvunar-
vald sitt á Alþingi til að hindra þessar tillögur, enda
þótt hún væri þeim samþykk. Ólafur Jóhannesson
greip þá til þess myndarlega ráðs að rjúfa þingið og
efna til kosninga. Framsóknarflokkurinn og
Alþýðubandalagið settu svo bráðabirgðalög um
bindingu káupgjaldsvisitölunnar og ýmsar fleiri
stöðvunaraðgerðir, sem hömluðu talsvert gegn
verðbólgunni, en þó hvergi nærri fullnægjandi, enda
brást þeim vald til að gera það. Það var mikið
óhapp, sem seint verður bætt, að efnahagsfrum-
varp vinstri stjórnarinnar vorið 1974 náði ekki
fram að ganga.
Úrslit kosninganna 1974 sköpuðu þráteflisstöðu á
Alþingi. Stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar
fengu hvorir um sig 30 þingmenn kosna. Þvi varð að
leita nýrra leiða til stjómarmyndunar. Fram-
sóknarflokkurinn beitti sér fyrir þvi, að reynt yrði
að mynda samstjórn hans, Alþýðubandalagsins og
Alþýðuflokksins. Þessi tilraun strandaði á sam-
eiginlegri andstöðu vissra afla I Alþýðubandalaginu
og Alþýðuflokknum. Báðir ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins, Lúðvik Jósepsson og Magnús Kjartansson,
vildu endurreisa vinstri stjórnina i samstarfi við
Alþýðuflokkinn, en fengu þvi ekki ráðið, þvi að risin
voru upp öfl i flokki þeirra, sem kröfðust þess, að
flokkurinn tæki ekki á sig ábyrgð á fyrirsjáanlega
óvinsælum ráðstöfunum. Þessi öfl réðu m.a. Þjóð-
viljanum og héldu uppi látlausum árásum á Gylfa
Þ. Gislason meðan stjórnarmyndunartilraunin stóð
yfir. Þetta var kærkomið þeim öflum i Alþýðu-
flokknum, sem voru andvig vinstri stjórn.
Sjaldan hefur verið iskyggilegra útlit i islenzkum
efnahagsmálum en þegar þessari stjórnar-
myndunartilraun lauk. Allir flokkar viðurkenndu, að
staða atvinnuveganna væri slik, að um 17% gengis-
felling eða hliðstæð ráðstöfun væri óhjákvæmileg.
Þó voru viðskiptakjörin ekki farin að versna að ráði
þá. Óviðráðanleg verðbólga beið framundan, þegar
bráðabirgðalög vinstri stjórnarinnar féllu úr gildi 1.
september. Stjórnleysi og alger ringulreið var á
næsta leiti, ef ekki tækist að mynda meirihluta-
stjórn.
Það var undir þessum kringumstæðum, sem hinir
gömlu aðalandstæðingar I islenzkum stjórnmálum,
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn,
ákváðu að taka höndum saman, og reyna að bjarga
þvi, sem bjargað yrði. Eftir að þeir mynduðu stjórn,
bættust við nýir stórfelldir erfiðleikar, þar sem voru
siversnandi viðskiptakjör. Þegar litið er til baka,
verður ekki annað sagt en að vel hafi tekizt á
margan hátt. Island er eina vestræna landið, þar
sem hefur verið næg atvinna á þessum tima. Byggðá
stefnunni hefur verið fylgt áfram. 200 milurnar eruV
komnar i höfn. Vinnufriður hefur verið sæmilegur. ‘
Viðskiptahalli og verðbólga verða stórum minrii á
þessu ári en i fyrra, þótt enn sé hvort tveggja of
mikið. Batnandi árferði, sem nú virðist framundan,
á að skapa möguleika til að draga úr verðbólgunni
og viðskiptahallanum á þeim tveimur árum, sem
eftir eru kjörtimabilsins. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Breytast kommúnista'
flokkarnir í Evrópu?
Miklar vangaveltur eftir fundinn í Austur-Berlín
I BLAÐINU I gær birtist á
þessum stað grein eftir einn
af fréttaskýrendum Novosti,
þar sem lýst var mikilli
ánægju rússnesku valdhaf-
anna yfir niðurstöðu leið-
togafundar evrópsku komm-
únistaflokkanna, sem var
haldinn I Austur-Berlln á
dögunum. Yfirleitt er þó tal-
ið, að þessi fundur hafi verið
viss ósigur fyrir Rússa, þar
sem þeir hafi orðið að falla
frá þeirri hefð, að litið væri á
rússneska kommúnista-
flokkinn sem forustuflokk
kommúnistaflokka um heim
allan og þá ekki sizt I
Evrópu. í staðinn var fallizt
á það sjónarmið, sem löng-
um hefur verið kennt við
Titó, en á slðari árum við
Berlinguer, að kommúnista-
flokkarnir ættu aö vinna
saman sem jafningjar og
velja sér starfshætti I sam-
ræmi við staðhætti I viðkom-
andi landi, þótt grundvallar-
stefnan væri svipuð hjá þeim
öllum. Þessi kenning var
mjög fordæmd af rússnesk-
um leiðtogum, þegarTító var
upphaflega að ryðja henni
braut, og lengi siðan, þótt
þeir hafi nú nauðugir eða
viljugir fallizt á hana og
fagni yfir niðurstöðum
Berlinarfundarins, a.m.k. i
orði kveðnu.
í AÐURNEFNDRI grein
eru færð þau rök fyrir niður-
stöðu Berllnarfundarins, að
Evrópa sé að breytast og
niðurstaða fundarins sé I
samræmi við það. Það er
vissulega rétt, að Evrópa
hefur verið að breytast og
ein breytingin hefur verið sú,
að náin tengsli og undirgefni
kommúnistaflokkanna i
Vestur-Evrópu var orðin
þeim sllkur fjötur um fót, að
þeir áttu um það að velja að
missa fylgi eða að rjúfa þessi
tengsli að mestu eða .öllu,
a.m.k. opinberlega. Þetta
hefur Berlinguer gert sér
manna bezt ljóst. Þetta virð-
ist lika hafa verið oröiö
Bréznjev og félögum hans
ljóst. Þvi verður naumast
annað sagt en að þeir hafi
hagað sér skynsamlega og
reynt að bjarga þvl, sem
bjargað varð. Tengslin við
kommúnistaflokkana I Vest-
ur-Evrópu haldast áfram, en
á miklu veikari grundvelli en
áður. Fögnuður Rússa getur
verið skiljanlegur af þeirri
ástæðu, að tengslin slitnuðu
ekki alveg, eins og horfur
virtust á um skeið, og senni-
Beriinguer
lega hefði orðið, ef Rússar
hefðu ekki slakað til.
VAFALITIÐ er það von
Rússa, að góð tengsli geti
haldizt við ko'mmúnista-
flokkana I Vestur-Evrópu á
hinum nýja grundvelli og
þeir geti haft margvísleg
áhrif á málefni Vestur-
Evrópu á þann hátt. A þessu
stigi verður ekki dæmt um,
hvort þessi von þeirra rætist.
Reynslan ein getur skorið úr
þvl. Þetta fer mjög eftir þvi,
hvernig kommúnistaflokk-
arnir I Vestur-Evrópu haga
vinnubrögðum sinum, og
hvort hér er um að ræða hjá
þeim breytta stefnu eða að-
eins breytta starfshætti. Það
á líka eftir að koma I ljós.
Verulegar likur benda til
þess, að þótt hér sé sennilega
i upphafi meira um breytta
starfshætti en breytta stefnu
að ræða, geti hinir breyttu
starfshættir leitt til breyting-
ar á sjálfri stefnunni. Þessi
varð raunin um sóslaldemó-
krata eftir fyrri heims-
styrjöldina. Þróunin getur
orðið svipuð hjá
kommúnistaflokkunum, þótt
enn sé of snemmt að spá þvi.
Og þá gæti farið svo, að
Rússar þyrftu að fara að gá
að sér vegna kommúnista-
flokka fylgirlkja þeirra I
Austur-Evrópu. Þeir gætu
orðið fyrir meiri eða minni
áhrifum frá flokksbræðrum
sínum i Vestur-Evrópu. Þeir
gætu þá einnig tekið upp á
þvl, að krefjast meira sjálf-
stæðis. Þeir gætu þá látið sér
detta I hug, að umrædd rlki
yrðu ekki i jafnnánum tengsl
um við Sovétrikin og nú,
heldur hefðu aðeins góða
samvinnu við þau líkt og
Finnland.
ÞAÐ ER vissulega rétt hjá
áðurgreindum greinarhöf-
undi Novosti-fréttastofunn-
ar, að Evrópa er að breytast
og heldur áfram að breytast.
Það er ekki lltil breyting, að
kommúnistaflokkarnir I
Vestur-Evrópu hafa losað
um tengslin við Moskvu, þótt
enn sé ekki hægt að dæma til
fullsum afleiðingarnar. Þaö
er haft eftir leiðtoga
Kommúnistaflokks Spánar
að nú væru kommúnistar I
Vestur-Evrópu hættir að
hrópa: Lifi rússneska
byltingin, enda hefðu þeir þá
verið börn, en nú væru þeir
orðnir fullorðnir. Spurningin
er enn samt sú, hvort
kommúnistaleiðtogarnir i
Evrópu eru enn vaxnir upp
úr þeim barnaskap, að trúa á
kommúnismann, þótt þeir
dragi úr tengslum við
Moskvu, eöa hvort þeir eru
orðnir nógu reyndir og full-
orðnir til að sjá, að kommún-
isminn á ekki erindi til Vest-
ur-Evrópu, heldur hentar
þar bezt umbótastarf, sem
byggist á einstaklingsfrelsi,
samvinnu og lýðræði.
Þ.Þ.
Bréznjev hlustar i Berlín.