Tíminn - 09.07.1976, Page 14
18
TÍMINN,
Föstudagur 9. júli 1976
Bernhard
Nordh:
í JÖTUNHEIMUM
FJALLANNA ,2
minnti einna helzt á bát. í augum hans var barnið eins og
hvert annað rekald á lífsins sjó, og takmarkaðar Ifkur til
þess, að það fengi að lifa og dafna.
— Er hann ekki fallegur?
Jónas kinkaði kolli, en svipurinn sýndi þó, að honum
fannst allt annað. Faliegur — þessi angi? En hvað kven-
fólk gat verið barnaiegt.
Hin unga móðir sá þó ekki hæðnisdrættina kringum
munn Jónasar. Athygli hennar, og aðdáun beindist að
barninu, og það, sem hún sá, var að minnsta kosti fall-
egt. Kona Páls var hávaxin og björt yf irlitum, bláeyg og
glaðvær. Hún hafði alizt upp í nýbyggðinni við Mal-
gómajvatnið, og fólkið þar var enn undrandi yf ir því, að
hún skyldi hafa yf irgef ið heimili sitttil þess að setjast að
i afdalakoti eins og Marzhlíðinni.
Kona Sveins Ólafs dáðist hér um bil eins mikið að
barninu og móðir þess. Hún var mögur og fölleit, með
stór, hvikul og einkennileg augu, sem virtust í senn sjá
alltog ekkert. Hún átti bernskuspor í byggð, sem var því
nær eins afskekkt og Marzhlíðin. Hún hét ölaffa — ó-
venjulegt nafn á þessum slóðum, þar sem þorrinn af
konum hét Birgitta — Marta — Kristin — Eiríka. Kona
Páls hét Marta, en var kölluð Margrét til aðgreiningar
frá Mörtu, systur þeirra Marzhlíðarbræðra.
Það var föður Olafíu mikil gáta, að hún skyldi
haldast við í Marzhlíð. Viku f yrir hjónavígsluna, sem fór
fram í Fattmómakk, hafði hann farið með stúlkunni að
Marzhlíð. Þangað höfðu þau feðginin ekki komið áður.
Þeim var fagnað með graut, sem búinn var til úr f jalla-
grösum, saltgrasi og mjölhnefa. Það kostaði fimmtíu
krónur að ógilda lýsinguna, sem fram hafði farið, en
faðir Olafíu var fús til þess að borga þessa miklu pen-
ingafúlgu, til þess að forða henni frá fátækt og eymd,
sem hér hrópaði til himins. Víst grét Ólafía sárt þennan
dag, því að Marzhlíðin reyndist jarðneskari en sú Para-
dís, sem Sveinn Olafur hafði lýst fyrir henni. En hún
varð kyrr, og hingað til hafði hún aldrei iðrazt þess. Hún
bar takmarkalausa lotningu fyrir manni sínum, var
feimin og fælin eins og lítill skógarfugl, lék við Isak eins
oft og hún gat við komið og harmaði það, að hún skyldi
ekki sjálf verða barnshafandi. Nú sat hún á rúmstokki
sínum og hlustaði á það, sem Jónas hafði að segja.
Það var þó ekki sérlega merkilegt. Hann sagði aðeins,
að hann hefði skotið jarfana, og hvar í f jallinu skútinn
var. Hann innti ekki að því einu orði, að jarfarnir hefðu
hrakið hópaf hreindýrum fram af klettum. Hann ætlaði
ekki að segja neinum, hvílík kynstur af hreindýrakjöti
lægju þarna inni í dalnum. Hvaðeftir annað datt honum í
hug, hvort verið gæti, að bræður hans vissu, hvað orðið
hefði af skrokkunum, sem horfið höfðu úr Ketildalnum.
— Fóruð þið upp að skarðinu í gær? spurði hann sein-
lega og hvessti augun á Pál.
— Nei — hvers vegna spyrðu um það?
— O, ekki af neinu sérstöku. Hvenær fór Aron?
— I gærmorgun.
— Hvaða leið fór hann?
— Hvaða ieið? Hann hefir auðvitað farið niður með
Kolturvatni, fyrst hann ætlaði að Laufskálum.
Jónas rumdi. Hann gat ekki séð, að það væri sjálfsagt,
að Aron hefði farið skemmstu leið að Laufskálum. En
fyrst Páll fullyrti það, gat hann ekki verið að andæfa
því. Hann spurði, hvort þeir hefðu séð nokkurn f rá Grjót-
sæ í grennd við Marzhlíð, en þeirri spurningu var svarað
neitandi. Þessir hreindýraskrokkar virtust hafa horfið
með dularfullum hætti. Það hafði enginn komið í rtám-
unda við þá, og þó voru þeir horfnir. Satt var það, að
hann gat orðið hvass inni í Ketildalshlíðunum, en aldrei
hafði hann heyrt þess getið, að stormurinn feykti burt
heilum hreindýraskrokkum. Og auk þess hafði alls ekki
hvesst að ráði þessa dagana.
Páll og Sveinn Ólafur vissu ekkert um hugrenningar
bróður síns, og þeir voru sjálf ir með hugann við allt ann-
að.
— Eru pabbi og Eiríka komin heim? Það var í rödd
Páls einhver þungi, sem olli því, að kona hans leit spyrj-
andi á hann. Jónas svaraði spurningunni með því að
yppta öxlum. Hann vissi ekki til þess, að neinn hefði
komið heim. Að minnsta kosti hafði hann ekki orðið
þeirra var, þegar hann fór upp eftir.
Páll neri á sér hökuna. Það var vani hans, þegar hann
var hugsi.
— Bara, að maður gæti skilið, hvers vegna pabbi er að
þjóta yf ir á Saxanes, Eiríku getur enginn tekið til greina
— hún er orðin galin.
iiilMMilt
Föstudagur
9. júlí
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.) 9.00og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Örn Eiðsson les
„Dýrasögur” eftir Böövar
Magnússon á Laugarvatni
(2). Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög milli atriöa. Spjall-
aö viö bændurkl. 10.05. Tón-
leikarkl. 10.25. Morguntón-
leikarkl. 11.00: Jean-Pierre
Rampal, Pierre Pierlot,
Gilbert Coursier, Paul
Hongne og Kammersveitin I
Parls leika Konsert og
Sinfóniu nr. 5 fyrir flautu,
óbó, hom, fagott og hljóm-
sveit eftir Ignaz Pleyel, Lois
de Froment stjórnar /
Hljómsveit Tónlistarhá-
skólans iParis leikur Boléro
eftir Ravel, André Cluytens
stjórnar / Valentin Gheor
ghiu og Sinfóniuhljómsveit
rúmenska útvarpsins leika
Pianókonsert nr. 1 i g-moll
op. 25 eftir Mendelssohn,
Richard Schumacher
stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Viö vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „Römm
er sú taug” eftir Sterling
North. Þórir Friðgeirsson
þýddi. Knútur R. Magnús-
son byrjar lesturinn.
15.00 Miödegistónleikar
Margaret Price syngur
,3arnaherbergiö”, laga-
flokk eftir Mussorgský,
James Lockhart leikur meö
á pianó. Gyorgy Sandor
leikur á pianó Sónötu nr. 6 i
A-dúr op. 82 eftir Prokofjeff.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 POPopphorn
17.30 Eruö þiö samferöa til
Afriku? Feröaþættir eftir
Lauritz Johnson. Baldur
Pálmason les þýöingu sina
(9).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mái Heigi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 IþróttirUmsjón: Jón As-
geirsson.
20.00 Hljómsveitin Fiihar-
monla leikur Sinfóniu nr. 7 i
A-dúr op. 92 Otto Klemperer
stjórnar.
20.40 Til umræöu Baldtur
Kristjánsson sér um þátt-
inn.
21.15 íslenzk tóniist Björn
Ölafsson og Arni Kristjáns-
sonleika Sex islenzk þjóölög
fyrir fiölu og pianó eftir
Helga Pálsson.
21.30 (Jtvarpssagan: „Æru-
missir Katrinar Blum” eftir
Heinrich Böll Franz Gisla-
son les þýöingu sina (6).
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir Kvöldsag-
an: „Litli dýrlingurinn” eft-
ir Georges Simenon Krist-
inn Reyr les þýöingu As-
mundar Jónssonar (8). 22.40
Áfangar Tóniistarþáttur i
umsjá Asmundar Jónssonar
og Guöna Rúnars Agnars-
sonar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Hreint
^land
fagurt
land
LANDVERND