Tíminn - 09.07.1976, Page 15
Föstudagur 9. júli 1976
TÍMINN
19
Lesendur
segia:
V
Sjálfstæðismaður hringdi:
„Þá fengum við að
sjá hvernig lög-
reglan á að vinna"
Sjúlfstæöismaöur úr Melahverfi
hringdi:
„Ég vil biöja Timann aö koma
eftirfarandi á framfæri:
Mér finnst ástæöa til þess aö
færa rannsóknarlögreglu-
mönnum l Reykjavik og Kópa-
vogi sérstakar þakkir og
árnaöaróskir nú. Þeir hafa
unniö afrek, sem vert er aö
minnast sérstaklega, meö þvi
aöleysa óhugnanlega morögátu
á minna en einum sólarhring,
þannig aö nú eru moröingjarnir
komnir undir lás og slá.
Mál þetta hefur, aölilega,
vakiö mikla athygli. Einkum
vegna þess aö undangengnir at-
buröir, árangurslausar rann-
sóknir annarra morömála, sem
ekki viröast ætla aö upplýsast,
geröu þetta mál aö eins konar
prófmáli fyrir rannsóknarlög-
regluna —■ eins konar hæfnis-
prdfi.
Greinilegt er aö rannsókn
þessa máls var og er skynsam-
lega unnin, andstætt þvi sem
geröist I upphafi rannsóknar
Geirfinnsmálsins svonefnda,
þar sem málinu var klúöraö
meö þvi aö birta margra ára
gamla mynd af Geirfinni
Einarssyni og siöan hlaupiö á
náöir erlendra miöla og sjá-
enda. Þá sögu muna vist flestir
enn.
Nú höfum viö þó fengiö aö sjá
hiö gagnstæöa: lögreglumenn
sem vinna af skynsemi aö verk-
efnum slnum og endurvekja
meö þvi nokkuö af trú al-
mennings á lögreglu og dóms-
yfirvöld.
Nú vil ég gera þaö aö tillögu
minni aö Rannsóknarlögreglan i
Reykjavik og Kópavogi efni til
námskeiös fyrir Rannsóknar-
miölana á Suöurnesjum. Verði
þeim kennd þar undirstööuat-
riöi lögreglurannsókna, þannig
aö óupplýstu málin hlaðist ekki
um of á þennan landshluta.
Eflaust gætu Suöurnesja-
hetjurnar endurgreitt kennsl-
una með þvi aö efna til nám-
skáðs i fjölmiölatækni, þvi þar
hafa þeir sýnt yfirburöi sina.
En aö öllu sliku slepptu:
kærar þakkir til Rannsóknar-
Rannsóknariogreglumennu-nir ur Reykjavik, sem Sjálfstæðis-
maðurinn úr Melahverfi færir þakkir sinar. Á myndina vantar
þó mennina úr Kópavogi.
lögreglumannanna i Reykjavlk
og Kópavogi, fyrir vel unnin
störf. Full ástæöa er til þess aö
hafa þakkirnar veglegar, þvi
ekkerter jafn llklegt til aö koma
I veg fyrir brot af þessu tagi 1
framtiöinni og snör upplýsing
þeirra mála sem þegar liggja
fyrir. Þaö hlýtur aö fækka
moiöum ef reynslan segir aö
moröingjar náist innan sólar-
hrings.
Ef til vill getum við nú á ný
treyst lögreglunni hér, í það
minnsta hluta hennar
HRINGIÐ í SÍMA 18300
MILLI KLUKKAN 11—12
— Hvernig líkar þér við ísland?
Trude, Noregi: — baö sem éghef séð er ágætt, en þaö rignir allt-
of mikiö I Reykjavik.
Lehner, Austurríki:— Mér mislikar þaö stórlega aö I auglýsing-
um er ekkert minnst á vegina ykkar, en hingaö kom ég meö bil-
inn minn. Hins vegar kann ég vel viö þaö hversu rólegir þiö eruö.
TÍMA- spurningin
M. Smith, Amerlku: — Ég er „stop-over” farþegi og verð bara
hér i sólarhring. En svo sannarlega langar mig aftur, þvi mér
lizt prýðisvel á mig hérna.
A. Barber, Ameriku:— Ég hef aðeins séö Suðurlandið, en ekki
haft tækifæri til aö fara neitt annað. bað sem ég hef séö vekur
óskipta athygli.
Olga Nilson, Sviþjóð:— Agætlega. Eins og þú veizt eru óskapleg-
ir hitar úti og ég var aö óska mér á Kastrup að það væru rigning-
ar hérna og svalt. Mér varöað ósk minni.