Tíminn - 09.07.1976, Blaðsíða 17
Föstudagur 9. júll 1976
TÍMINN
21
— sem sýndi takta,sem faðir hans (Albert Guðmundsson) hefði mátt vera ánægður með,
þegar Valsmenn ruddu Víkingum úr vegi (3:2) í baráttunni um (slandsmeistaratitilinn
i
.
i»-. .
INGI BJÖRN ALBERTSSON... sem átti stórleik á hinum glæsilega „gamla" Laugardalsvelli, sést hér vera búinn aö kasta sér fram og skalla knöttinn aö marki — en áöur en hann
hafnaöi f netinu, sló Ragnar Gislason (2) hann yfir slá meöhöndunum og vitaspyrna var dæmd. IngiBjörn sýndi oft takta, sem jafnvel faöir hans —AlbertGuömundsson, heföi mátt
vera ánægöur meö, þegar hann var og hét. Timamynd: Róbert
VÍKINGAR RÉÐU EKKI VIÐ
STÓRLEIK INGA BJÖRNS
INGI BJÖRN Albertsson var
hetja Valsmanna, sem ruddu Vik-
ingum úr vegi I 1. deildarkeppn-
inni á Laugardalsvellinum I gær-
kvöldi. Rúmlega 4 þúsund áhorf-
endur, sem uröu vitni aö mjög
skemmtilegum, opnum sóknar-
leik, sáu Inga Björn ieika glæsi-
lega — hann var potturinn og
pannan I leik Valsliösins, sem fór
meö sigur (3:2) af hólmi. Ingi
Björn var allan timann á feröinni
og gaf ekkert eftir — ógnaöi stöö-
ugt meö krafti slnum, snerpu og
leikni. Þaö er greinilegt aö Ingi
Björn, sem skoraöi tvö mörk, er
nú kominn I toppæfingu, og er
óhætt aö segja aö hann hafi aldrei
veriö betri. Hann er hættuiegur
skotmaöur og hefur yfir aö ráöa
góöri skallatækni.
Margir leikmenn sýndu góðan
leik i gærkvöldi, en engir voru
betri en Ingi Björn og Albert
Guömundsson, hinn lágvaxni og
skemmtilegileikmaður Vals, sem
lék stöðu bakvaröar. Albert var
alls staöar á vellinum og tók virk-
an þátt I sóknarlotum Valsliðsins.
Albert, sem er fljótur að sjá hvað
er að ske hverju sinni, er snjall
með knöttinn, og hann gaf góðar
sendingar, sem sköpuðu oft usla I
Vlkingsvörninni. En nóg um þá
Inga Björn og Albert, við skulum
snúa okkur að gangi leiksins:
Ahorfendur fengu fljótlega for-
smekkinn af þvi, sem koma
skyldi — þegar Valsmenn náöu
fyrstu sóknarlotu leiksins á 2.
mlnútu. Hermann Gunnarsson
brauzt þá upp vinstri kantinn og
út að endamörkum, þar sem Ingi
Björn Albertsson var staddur á
réttum staö — hann skallaöi
knöttinn aö marki, en Diðrik
Ólafsson varöi vel. Diðrik, sem
átti eftir aö láta mikiö aö sér
kveða I leiknum, fékk slðan fljót-
lega aö hiröa knöttinn úr netinu
hjá sér — eða á 7. mínútu.
Albert Guömundsson sendi þá
stórglæsilega sendingu fram á
Inga Björn, sem tók knöttinn lag-
lega niöur — lék slöan 2-3 m fram
og lét skotiö rlöa af og þvlllkt
skot. Knötturinn þaut I gegnum
loftiö og hafnaöi ofarlega I hliöar-
neti Vlkingsmarksins, algjörlega
óverjandi fyrir Diörik, sem geröi
heiöarlega tilraun til aö verja. En
hann lá I loftinu, þegar þrumu-
fleygur Inga Björns skall I neta-
möskvunum.
Vlkingar gáfust ekki upp — þeir
voru hættulegir og notuðu kant-
ana vel, og náði að jafna eftir
góöa fyrirgjöf frá Jóhannesi
Báröarsyni, sem sendi knöttinn
fyrir markið, þar sem Óskar
Tómasson „nikkaði” honum til
Stefáns Halldórssonar, sem skor-
aði (1:1) af stuttu færi.
Valsmenn náöu oft góöum
sóknarlotum eftir mark Vikings,
en Diðrik bjargaði þá Vikings-
markinu oft meistaralega á
siöustu stundu — skotum frá Al-
berti, Hermanni og Inga Birni.
Sigurður fékk einnig að hreyfa sig
I Valsmarkinu — hann bjargaði
vel strax I byrjun skoti frá Stefáni
Elmar Geirsson ekki valinn í leikinn aean Finnum
„Við munum fljótlega
hafa samband við Elmar"
— segir Jens Sumarliðason
★ Landsliðið tilkynnt í dag
— Nei/ það hefur ekki verið talað við Elmar í sam-
bandi við landsleikinn gegn Finnum í Helsinki, sagði
Jens Sumarliðason, formaður landsliðsnefndar í
knattspyrnu, sem tilkynnir í dag, hvaða 16 leikmenn
halda til Finnlands á mánudaginn, til að leika lands-
leik gegn Finnum á Olympíuleikvanginum í Helsinki á
miðvikudaginn kemur.
Jens sagði aö landsliðsnefndin
myndi hafa samband við Elmar
fljótlega og kanna hvernig
ástatt væri hjá honum, og hvort
hann heföi möguleika á að koma
heim til að leika gegn Sout-
hampton, Hollendingum og
Belglumönnum, og svo Luxem-
borgarmönnum, ef þeir kæmu
hingaö. — Viö munum ræöa viö
»-------------►
ELMAR.... hefur átt mjög góöa
leiki meö Trier-liöinu aö undan-
förnu.
alla þá knattspyrnumenn, sem
leika erlendis, þar sem við höf-
um hug á, að senda alla okkar
beztu leikmenn fram á vigvöll-
inn gegn Hollendingum og
Belglumönnum, sem leika hér
með aðeins þriggja daga milli-
bili i byrjun september. Þá
veitir okkur ekki af öllum þeim
kröftum, sem við höfum á aö
skipa, sagði Jens.
Landsliðshópurinn, sem fer til
Finnlands veröur valinn i dag.
Menn blða nú spenntir eftir að
vita hvernig landsliðiö veröur
valið, en það má búast við veru-
legum breytingum á því frá
landsleiknum gegn Færeying-
um, sem var frekar slakur af
háifu Islendinga. —SOS
Halldórssyni og siðan Jóhannesi
Bárðarsyni.
Albert Guömundsson, sem lék
stórkostlega, átti heiðurinn af
þvl, að Valsmenn skoruðu (2:1) á
40. minútu leiksins. Þá sendi hann
góðan stungubolta fram á Guð-
mund Þorbjörnsson, sem reif sig
lausan frá gæslumanni slnum og
komst á auðan sjó — skaut að
Vikingsmarkinu frá vltateig.
Diörik varði skot hans, en missti
knöttinn aftur frá sér — til
Guðmundar, sem skoraði þá
örugglega.
Valsmenn bættu siðan við
marki (3:1) rétt fyrir leikshlé,
þegar Ingi Björn kastaði sér fram
til aö skalla knöttinn I netið —
knötturinn var á leiðinni I Vik-
ingsmarkið, þegar Ragnar Gisla-
son, bakvörður Vikings kom
aðvifandi og bjargaði með
höndum. Vitaspyrna var dæmd.
Ingi Björn tók hana og skoraði
örugglega — 3:1.
Vikingar minnkuðu muninn
siöan (3/2) á 65. minútu, þegar
Helgi „Basli” Helgason skoraði
eftir hornspyrnu — hann sendi
knöttmn me_ð vinstri fæti út viö
stöng Rétt ’fyrir leikslok fengu
Vikingar slðan gúllið tækifæri til
að jafna, þegar Stefán Halldórs-
son stóð fyrir opnu marki — hon-
um brást bogalistin og knötturinn
strauk stöng. Þarna sluppu Vals-
menn meö „skrekkinn” og
sigurinn (3/2) varö þeirra.
MAÐUR LEIKSINS: INGI
BJÖRN ALBERTSSON. — Eins
og fyrr segir, var Ingi Björn mjög
góður og hann sýndi, aö ekki er
hægt að ganga fram hjá honum,
þegar landsliöiö veröur valiö I
dag. Ef þaö verður gert, er lands-
liösnefndin algjörlega blind.
—SOS
Markhæstu menn:
Guömundur Þorbjörnsson,
Val........................xo
Ingi B. Albertsson, Val....9
Hermann Gunnarsson, Val...9