Tíminn - 10.07.1976, Síða 4

Tíminn - 10.07.1976, Síða 4
4 TÍMINN Laugardagur 10. júli 1976 Bernhard prins og vinkonan A ýmsu hefur gengih hjá Júli- önu Hollandsdrottningu og hennar fjölskyldu um dagana. Eins og aörir þjóöhöföingjar hefur hún og öll hegöun hennar og f jölskyldunnar veriö eins og undirsmásjá alla tiö. Bernhard prins hefur ekki farið varhluta af áhuga almennings á kónga- fólki, en hann er talinn rólyndur og skapgóður og taka hlutina ekki alltof nærri sér. Hann hélt ró sinni i öllu fjaðrafokinu út af ásökunum um mútugjafir til hans frá Lockheed fyrirtækinu bandariska. Opinberar yfir- lýsingar hafa verið gefnar út, eftir rannsókn i Hollandi, um það, að hann sé hreinsaður af þvi, að hafa tekið við mútum frá flugvélafyrirtækinu til þess að greiða fyrir sölu á vélum frá þeim i Hollandi. En i framhaldi af þessari rannsókn var farið að skrifa um vinkonu hans i Nice i Suður-Frakklandi, sem yfir- menn hjá Lockheed sögðu að fengi 4000 dollara greiðslu á mánuði frá fyrirtækinu, en ekki er það nánar skilgreint. Nú var uppi fóturog fit að vita allt um þessa dularfullu konu, og heitir hún Hélene Le Jeune og er 32 ára. Aður var hún gift Stanislav le Jeune barón. Þau eru skilin og býr hún meö kjördóttur sinni Alexiu,sem er 9 ára gömul. Heléne er sysör Jean - Noel Grinda, sem er fyrrv. tennism ei stari Frakklands. Faðir hennar er velþekktur læknir i Nice. Bern- hard prins, sem er 64 ára gamall, hefur oft sést með þessari konu, og einkum hafa þau sést i næturklúbbi i Nice, sem heitir „Psychedelic.” Sá næturklúbbur er i eigu fjölskyldu Hélene, og er mikið sóttur af„finu fólki” þarna á Miðjarðarhafsströndinni. Bernhard prins var, eins og kunnugt er, sakaður um að hafa tekið við mjlljón dollara greiðslu frá Lockheed, — en hann neitar þviharðlega, og eft- ir rannsókn, sem fram fór var þvi lýst yfir, að ákæran væri ekki sönn. Engin yfirlýsing hefur komið frá Hélene Le Jeune, en lögfræöingur hennar sagði, er blaöamaöur spurði hann fyrir blað sitt, að þetta slúður væri ekki svara vert. bessar myndir birtust i bandarisku blaði nýlega af prinsinum og vinkonu hans. Nýtt líf fyrir John Siðasta ár vó ungur enskur starfsmaður i bakarii, John Mellor að nafni, 350 pund. — Ég var oft i vandræðum segir hann að haga mér samkvæmt reglum og venjum þjóðfélagsins, sér- staklega aö hitta stúlkur. Siöan John gerðist meölimur I klúbbi einum, sem hefur það að mark- miði aö megra fólk, hefur hann létzt um 132 pund þannig að nú vegur hann 168 pund. — betta er mikil huggun, segir hann. — Ég get setið á sófa án þess aö vera hræddur um að hann falli sam- an. Ég get farið i bió, áður gat ég það ekki þvi ég var of feitur til þess einfaldlega að komast fyrir i einu sæti. Ég dansaði aldrei og lif mitt var einskis virði að mér fannst. betta var hreinlega að gera út af við mig. En i dag upplifi ég það sem ég fór á mis við áður. John heldur áfram að megra sig, og segist vilja losna við 7 pund i viðbót, eftir það reyni ég aö halda mér i þvi formi. Myndin sýnir John i buxum frá þeim dögum þegar hann vó 350 pund. Ertu búinn aö gleyma oUuskort inum i heiminum. Ég held ekki aö þaö þýöi neitt fyrir okkur, að vera aö þrasa. bú sérð þó að minnsta kosti hafið héðan. DENNI DÆMALAUSI Almáttugur, að hugsa sér, hvað ég gæti veriö aö gera margt skemmtiiegt núna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.