Tíminn - 10.07.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.07.1976, Blaðsíða 15
Laugardagur 10. júli 1976 TÍMINN 15 r n Sumarferðir framsóknarmanna á Norðurlandi eystra Norður-Þingeyjarsýsla — Kópasker — 17. og 18. júli Brottför frá skrifstofu Framsóknarflokksins á Akureyri laugar- daginn 17. júli kl. 10. Ekið til Húsavikur og þaðan i Asbyrgi og Hljóðakletta. Kvöldvaka og gisting verður i Skúlagaröi. A sunnudag verður farið til Kópaskers og skoöuð þar ummerki jarðskjálftanna s.l. vetur, undir leiðsögn heimamanna. Þátt- takendur taki með sér svefnpoka og nesti. Þátttaka tilkynnist Guðmundi Magnússyni I sima 22668 á Akureyri eða Hilmari Danielssyni i sima 61318 eða 61173 á Dalvik fyrir 14. júli. Skrif- stofa flokksins verður opin næstu daga frá kl. 20 til 22. og verða þar veittar nánari upplýsingar. Fyrirhuguð ferð til Grimseyjar auglýst siöar. Stjórn kjördæmissambandsins. v__________________________________________y Leiðarþing á Austurlandi Boðum leiöarþing á Austurlandi sem hér segir. 14/7. kl. 20 Seyðisfjörður. Vilhjálmur Hjálmarsson og Tómas Árnason. 15/7. kl. 20 Borgarfjörður. Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór Ásgrimsson. 16/7. kl. 20 Egilsstaðir.Vilhjálmur Hjálmarsson og Tomas Arna- son. 17/7. kl. 20 Skjöldólfsstaðir. Vilhjálmur Hjálmarsson. 18/7. kl. 20 Valþjófsstaðuv. Vilhjálmur Hjálmarsson. Onnur leiðarþing á Fljótsdalshéraði veröa auglýst siðar. V__________________________________________________________________S Vorhappdrætti fram Framsóknarflokksins 1976 Dregið var i vorhappdrætti Framsóknar- flokksins 1976 16. júni s.l. Þessi númer hlutu vinning: 1. Nr. 31196. Sumarbústaðalóð i Grimsnesi. 2. Nr. 27266. Seglbátur m/tilh. útbúnaði. 3. Nr. 11738. Litsjónvarp 1800 frá Radióbúðinni. 4. Nr. 30266. Litsjónvarp 1400 frá sama. 5. Nr. 8103 Kvikmyndavél, Eumig, frá Sportval. 6. Nr. 14159. Tjald o.fl. frá Sportval 7. Nr. 10791. Kvikmyndasýningavél frá Sportval. 8. Nr. 32859. Vöruúttekt hjá Sportval. 9. Nr. 30282 Sama 10. Nr. 29243. Ljósmyndavél frá Sportval. 11-15. Nr. 4910 30474, 31421, 16838 og 6918: Ljós- myndavélar frá Sportval. 16-25. Nr. 9922, 17786, 33306, 3498, 3764, 21394, 19566, 12897, 20507 Og 6425: Vöruúttekt frá Sportval kr. 15 þús. hver vinningur. Vinningsmiðum skal framvisa til happdrættis- skrijstofunnar Rauðarárstig 18. Simi 24483. Happdrætti Framsóknarflokksins. Stefán Guðmundsson. Akureyri Almennur stjórnmálafundur Framsóknarmanna verður á HOTEL KEA fimmtudaginn 15. júli kl. 21. Ræðumenn: Einar Agústsson, utanrikisráðherra, Ingvár Gislason, alþingismaður, , Stefán Valgeirsson, alþingismaður, Ingi Tryggvason, alþingismaður. Karlakórinn Fóstbræður í söngferð til Sovétríkjanna Laugardaginn 17. júli heldur karlakórinn Fóstbræður I söng- ferð til Sovétrikjanna i boði Menningarmálaráðuneytisins þar. Mun kórinn dvelja 10 daga i Sovétrkjunum, 20.-29. júli og syngja alis fjórum sinnum opin- berlega. 1 Leningrad verða tvær söngskemmtanir dagana 22. og 23. júli og i Vilnius i Litháen verður einnig sungið tvisvar, 26. og 27. júli. Dvölin i Sovétrikjunum er kórnum alveg að kostnaðar- lausu. Kórinn mun nær eingöngu kynna Islenzka tónlist i ferðinni. Verður söngskrá skipt i fjóra hluta: i fyrsta lagi verða islenzk þjóðlög, i öðru lagi lög eftir látin islenzk tónskáld, þá koma nokkur norræn lög og i f jórða og siðasta hluta verða lög eftir núlifandi islenzk tónskáld. Stjórnandi kórs- ins er Jónas Ingimundarson, ein- söngvarar verða þeir Erlingur Vigfússon og Hákon Oddgeirsson og undirleik annast Lára Rafns- dóttir. A leið sinni til Sovétrikjanna staldrar karlakórinn Fóstbræður við i Helsingfors i Finnlandi þar sem vinakór Fóstbræðra, Muntra Musikanter, sem nýlega sungu fyrir reykvizka áheyrendur, mun taka á móti kórnum. Hefur.verið ákveðin ein söngskemmtun I Helsingfors. 1 bakaleiðinni eyðir kórinn nokkrum dögum i Kaupmanna- höfn þar sem sungið verður á plötu og einnig verður tekin upp dagskrá fyrir danska útvarpið. Karlakórinn Fósbræður hefur áður komið til Sovétrikjanna. Var það árið 1961 og þá i boði sovézka Menningarmálaráðuneytisins. Var það fyrsta för islenzkra lista- manna þangað, eftir nýgerðan menningarsáttmála milli land- anna tveggja. Forsvarsmenn þeirrar ferðar svo og aðrir kór- menn sem þátt tóku i feröinni róma mjög hinar frábæru mót- tökur Menningarrmálaráðu- neytisins sovézka svo og stórkost- legar undirtektir áheyrenda að söng þeirra. Karlakórinn Fóstbræður ásamt stjórnanda, undirleikara og einsöngvurum Norrænt æskulýðs- mót heyrn- leysinga í Reykholti ASK-Reykjavik Dagana 10. til 17. júli n.k. verður að Reykholti i Borgarfirði norrænt æskulýðsmót heyrnleysingja. Mótið sækja unglingar frá öllum Norður- löndunum, en samtals verða þátt- takendur á þvi rétt um 140. Þetta er eliefta mótið sinnar tegundar, en i fyrsta sinni sem þaö er háö hérlendis. Mótið verður sett sunnudaginn ellefta júli, en þá verður fluttur fyrirlestur um sögu tslands og landafræði. Ræðumaöur veröur Hákon Tryggvason kennari. Þá eru umræður um stöðu heyrn- leysingja á tslandi, framsögu- maður verður Brandur Jónsson skólastjóri Heyrnleysingjg.skól- ans. Aðrar umræður verða opnaðar af þátttakendum sjálf- um, þannig sjá mótsgestir frá Danmörku og Finnlandi um umræður um aðstöðu heyrnleys- ingja á Nwðurlöndunum, en Noregur og Sviþjóð um. ifelags- starfsemi heyrnleysingja. Kvöld- vökur verða öll kvöldin og skipU-- ast löndin á að sjá um þær. Meðan á mótinu stendur verður þar — kvikmyndaflokkur frá Döve Film, fyrirtæki sem tengt er sam- tökunum, en flokkurinn mun kvikmynda allt mótið. Mótstjóri er Vilhjálmur G. Vilhjálmsson. Unglingarnir munu heimsækja Reykjavik einn dag og fara i skemmtiferð að Gullfossi og Þingvöllum, fyrir utan veiðiferðir sem þeim er boðið að taka þátt i. Þá munu 25 eldri heyrnleysingj- ar koma frá Sviþjóð til Reykja- vikur mótsdagana og dvelja þar nokkra daga. Geislun minnkuð Reuter, Washington. — Sovét- menn hafa minnkað til muna ör- bylgjugeislun þá sem dunið hefur á bandariska sendiráðinu i Moskvu, að þvi er bandariskir embættismenn hafa skýrt frá. Engu að siður lýsa Banda- rikjamenn óánægju sinni með að Sovétmenn skuli ekki taka algerlega fyrir geisiunina, sem talin er stafa frá tækjum sem Sovétmenn nota til þess að, stöðva fjarskipti sendiráðsins, eða hlera þau. HreintÉ ráSJnnd 1 fagurt I land I LANDVERND Kaupiö bílmerki Landverndar rÖKUMl IEKKI1 [utanvegS l^l^^l.i Tll sölu hjá ESSO og SHELL bensínafgreiðslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustig 25

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.