Tíminn - 22.07.1976, Qupperneq 7
Fimmtudagur 22. júll 1976.
TÍMINN
7
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstoiur i
Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
Spilling á íslandi
Ef dæmt væri eftir skrifum vissra aðila um
þessar mundir mætti ætla, að hvergi rikti nú
meiri spilling i heiminum en á íslandi. Alveg sér-
staklega séu þó stjórnmálamenn spilltir. Þvi sé
kominn timi til, að heiðarlegir menn komi til sög-
unnar og hreinsi musterið.
1 rauninni er þessi áróður ekki nýr. úti i heimi
hafa óvandaðir valdabraskarar oft notað sér hlið-
stæðan áróður til að ginna fólk til liðs við sig. Með
þessum hætti náði Mussolini völdum á ítaliu og
Hitler i Þýzkalandi á árunum milli styrjaldanna.
Með svipuðum áróðri hefur sá maður, sem skatt-
yfirvöld telja skattsvikakonung Danmerkur, eflt
um sig flokk, sem i næstu kosningum er talinn lik-
legur til að verða annar stærsti stjórnmálaflokk-
ur landsins.
Með þessu er siður en svo verið að halda þvi
fram, að ekki fari sitthvað aflaga á Islandi. Sam-
keppnisandinn er sterkur og margir hugsa helzt
til mikið um eigin hag. Sennilega fjölgar þeim,
sem vaxa i augum byrðarnar, sem þeir þurfa að
bera vegna hinna, sem lakar standa i lifsbarátt-
unni.
Virðing fyrir lögum og reglum er tæpast söm og
áður, og hér vottar orðið fyrir glæpafaraldri, sem
hefur þjáð sum nágrannalöndin. En mikill mis-
skilningur er þó það, að hér hafi ekki verið
framdir glæpir áður, og yfirgangsmenn ekki
sniðgengið lögin til þess að koma sinu fram.
Menn verða að taka það með I reikninginn,að
stórkostleg breyting hefur orðið á þjóðfélaginu,
sem hefur leitt til margra nýrra hafta og banna,
sem ekki þekktist áður. Ef menn lita t.d. til ár-
anna 1920—1930, kemur i ljós, að þá voru engin
teljandi gjaldeyrishöft, engin verðlagshöft, eng-
inn söluskattur, nær engir bilar til að brjóta um-
ferðarlög o.s.frv. Fjölmargt af þvi, sem er brot-
legt nú, var leyfilegt þá. Þetta hefur óhjákvæmi-
lega fjölgað afbrotum. En viðleitnin til að brjóta
lög var sennilega engu minni fyrir hendi þá. T.d.
hefur áfengissmygl vafalitið verið hlutfallslega
meira þá en nú, þrátt fyrir miklu verri aðstæður.
En þá var lika hálfgert áfengisbann. Þvi til við-
bótar, að höftin og bönnin hafa stóraukizt, hefur
svo komið það, að einangrun landsins hefur verið
algerlega rofin og erlendur her fengið búsetu i
landinu.
Allar þessar breytingar verða menn að hafa i
huga, þegarrætt er um afbrotinTil að vinna bug á
þeim, þarf að skilja orsakirnar. Af reynslunni
verður m.a. að læra það, að hafa ekki höft og
bönn meiri en nauðsyn krefur. Skattalög þurfa að
vera sem einföldust og smuguminnst. En þeim
reglum, sem eru settar þarf að fylgja vel eftir. Og
hörðum tökum verður að taka óaldarlýð, sem
gerir i vaxandi mæli vart við sig.
En þrátt fyrir það, sem miður fer, er með öllu
rangt að stimpla islenzkt þjóðfélag sem
spillingarbæli. Þrátt fyrir alla smágalla, stenzt
það fullkomlega samanburð við það, sem er bezt
annars staðar i þessum efnum. Jafnrangt er það,
að stimpla stjórnmálamennina sem bófa, er ein-
göngu hugsi um að skara eld að sinni köku. Flest-
ir þeirra hefðu vafalaust efnazt betur, ef þeir
hefði farið inn á aðra braut. Og óneitanlega er
það verk þeirra, að stéttaskipting er hvergi minni
og jafnræði hvergi meira en á íslandi. Þá þjóð-
félagshætti má ekki láta neinn nasistaáróður
eyðileggja.
Þ.Þ.
Spartak Beglov, APN:
Torfærur í vegi
spennuslökunar
Hvað er rétt um „óbilgirni Sovétríkjanna?"
Brátt er ár liöið siöan
Helsinkisáttmálinn var
undirritaður. Jafnt i
Austur-Evrópu og
Vestur-Evrópu gætir nú
óánægju yfir þvi, að ekki
hafi miðað nóg I þá átt að
framfylgja sáttmálanum. i
fíölmiðlum I Vestur-Evrópu
og Bandarikjunum er
Sovétrikjunum kennt um,
en fjölmiðlar i Sovétrikj-
unum telja sig hafa aðra
sögu að segja, eins og fram
kemur i eftirfarandi grein:
MARGIR einlægir
stuðningsmenn friðar, óháð
st jórnm álaskoðu num og
flokksböndum, vilja gjarnan
vita, hvað þegar hefur verið
gert og hvað enn er ógert,
hvaða erfiðleikar og vanda-
mál eru i vegi frekari fram-
kvæmdar spennuslökunar og
hvernig greina má sann-
leikann frá hleypidómum og
uppspuna. A ferð sinni nýverið
til nokkurra höfuðborga i
Vestur-Evrópu, mætti
höfundur þessarar greinar
hvað eftir annað steinrunnum
röksemdum, sem notaðar eru
af fjandmönnum spennuslök-
unar, sem hafa yfir að ráða
mjög áhrifamiklum tækjum til
mótunar almenningsálitsins.
1 sambandi við lokaályktun
Evrópuráðstefnunnar nota
þeir venjulega eftirfarandi
röksemdafærslu: Pólitiskar
meginreglur um samskipti
þjóða eru ekki bindandi og
hafa ekki neitt nýtt i för með
sér varðandi sambúð þjóða
innan Evrópu.og reglur efna-
hagslegs samstarfs þjóna að-
eins hagsmunum annars
helmings Evrópu — hins
sósialiska.
Það eru aðeins skiptin á
sviði mannúðar- og
menningarmála, sem vekja
raunverulegan áhuga
vestrænna rikja sem tæki til
þess að beita sóslalisku rikin
þrýstingi, sem afsökun fyrir
að krefjast „ógreiddrar
skuldar” á þessu sviði. Hvað
spennuslökun á hernaðarsvið-
inu varðar, þá er allri skuld
þess að árangur næst ekki
skellt á „óbilgirni Sovét-
rikj anna”.
En þessi uppspuni hrynur
saman eins og spilaborg jafn-
skjótt og leitað er staðreynda,
eins og Leonid Bréznjev lagði
áherzlu á I ræðu sinni á fundi
evrópskra kommúnista i
Berlin.
EF VIÐ byrjum að rekja
ofan af þráðarhnykli Nató-
áróðursins frá upphafi, þ.e.
varöandi hindranir i vegi fyrir
hernaðarlegri spennuslökun,
þá slitnar fyrsti bláþráðurinn
óhjákvæmilega um hinar
vestrænu sögusagnir um
„vilja Sovétrikjanna til að við-
halda hernaðarlegum yfir-
burðum” og um „stöðuga
eflingu herstyrks Sovétrikj-
anna”. Tökum t.d.
Mið-Evrópu, sem er megin-
viðfangsefni Vinarvið-
ræðnanna um minnkun vig-
búnaðar. Bréznjev lagði
áherzlu á, að þarna væri ekki
um að ræða mikinn mun á
vopnuðum herstyrk Varsjár-
bandalagslandanna og Nató.
Þarna hefur veriði mörg ár að
meira eða hinna leyti jafnræði
með vissum mun þó hvað
varðar ytri gerð heraflans.
Vesturveldin vita þetta jafn-
vel og hinn aðilinn.
Sósialisku rikin hafa þess
vegna gert tillögu um jafna
fækkun I herjum og minnkun
vigbúnaðar beggja aðila
(Sovétrikjanna og Bandarikj-
anna i fyrsta áfanga) I þvi
skyni að viðhalda jafnvægi
herstyrksins, skera niður
hernaðarútgjöld og draga úr
hættunni á andspæni. Hvers
vegna neitar hinn aðilinn að
fallast á þennan rökrétta og
heiðarlega grundvöll að upp-
hafi fækkunar i herjum? Hann
fellst ekki heldur á þá tillögu,
að þátttakendur i viðræðunum
haldi óbreyttum herstyrk
sinum. Og það sem meira er,
Nató heldur áfram að efla
styrk sinn og hæfni herja sinna
i Mið-Evrópu. Allar þessar
staðreyndir leiða aðeins til
þeirrar niðurstöðu, að Nató-
löndin eru að reyna að ná fram
einhliða fækkun i þvi skyni að
breyta hernaðarjafnvæginu
sér i hag á kostnað sósialisku
rikjanna. Vestrænir gagnaðil-
ar okkar i samningaviðræðun-
um hljóta þó að skilja að með
þvi að gera þetta, afhjúpa þeir
sig sem andstæðinga þess að
dregið sé úr styrjaldarhætt-
unni i Evrópu. Það er afstaða
þeirra, sem brýtur gegn
meginreglunum um óskert ör-
yggi allra aðila, sem stendur i
vegi hernaðarlegrar spennu-
slökunar.
ÞAÐ er einnig hægt að
ásaka Vesturveldin um margt
á sviði menningarsamskipta
og mannlegrar sambúðar.
Leonid Bréznjev vitnaöi I
beinar tölur og staöreyndir:
Streymi upplýsinga, bóka,
kvikmynda og annarra
menningarverðmæta yfir
landamærin er aöskilja
Austur- og Vestur-Evrópu er
mjög ójafnt. Þaö er reglan, að
þrisvar til sex sinnum meira
af þessu efni berst til
sósialisku rikjanna frá vestri
heldur en i' gagnstæða átt eftir
upplýsingafarvegunum. Hver
er ástæðan? Leonid Bréznjev
hefur lagt áherzlu á það, að
ráðandi stéttir i auðvalds-
löndunum virðast ekki hafa
áhuga á að leyía vinnandi
fólki I þessum löndum að fá
upplýsingar frá fyrstu
hendi um sósialisku löndin,
þjóðfélags- og menningar-
þróun þeirra og pólitiska og
siðferðilega stöðu þjóðanna i -
sósialisku rikjunum.
Sósiah'sku löndin eru ekki
„lokað þjóðfélag”. Þau eru
opin fyrir öllu, sem er rétt og
heiöarlegt. En dyr okkar
munu alltaf verða lokaðar
fyriröllu, sem miðarað þvi að
lofsyngja strið, ofbeldi, kyn-
þáttastefnu og mannhatur,
svo og fyrir erindrekum frá
erlendum leyniþjónustum og
andsovézkum útflytjenda-
samtökum, sem þær hafa
komið á fót, þ.e. fyrir öllu,
sem brýtur i bága við anda og
bókstaf Helsinkisáttmálans.
Hlutverk aukinna sam-
skipta á efnahagssviðinu, sem
gert er ráö fyrir i þessu sam-
komulagi, er mjög raunhæft. k
Og auk heldur sýnir þessi
samvinna það æ betur, að hún
er öllum aðilum til hagsbóta,
gagnstætt þvi sem þessir
sömu „skoðanamótendur” á
Vesturlöndum segja, sem
halda þvi fram, að sósialisku
rikin fái einhliða hagnað”.
Nægilegt er að neftia, að sam-
kvæmt tölfræðilegum upplýs-
ingum.sem birtarhafa veriöá
Vesturlöndum, hafa efnahags-
samskiptin við sósialisku rikin
skapað hundruðum þúsunda,
ef ekki milljónum manna i
Vestur- Evrópu vinnu á
þessum krepputimum. Leonid
Bréznjev lagði þó áherzlu á
það, að einnig á þessari leið
væri enn mikið af hindrunum,
sem settar hefðu verið upp af
þeim aðilum i auðvaldsrikj-
unum, sem gripiö hafa til mis-
mununaraðferða.
í ósamræmi við Helsinki-
samkomulagið eru einnig
undanbrögð vissra vestrænna
rikja gagnvart mikilvægum
tillögum Sovétrikjanna um að
efna til Evrópuþings eða ráð
stefnu á rikisstjórnagrund-
velli um vandamál eins og
umhverfisvernd, þróun sam-
göngumála og orkumála.
Leonid Bréznjev sagöi, að allt
miðaði þetta að þvi að byggja
upp friðsamlega samvinnu i
Evrópu, er myndi treysta
tengslin milli þjóða Evrópu og
rikja og auka áhuga þeirra á
að tryggja friðinn um mörg
ókomin ár.