Tíminn - 13.08.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.08.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. ágúst 1976 TÍMINN 3 Grímsey: ÞRJU HUS I BYGGINGU ASK-Reykjavik. — Núerveriö að vinna viö sökkia að þremur hús- um, sem reist eru af Stuðiafelli h/f á Akureyri, sagði Guðmundur Jónsson i Grimsey I samtali við Timann i gær. — Fyrirtækið hefur iofað að byrja á húsunum um miðjan ágúst. Húseiningarnar eru steyptar á Akureyri, þannig að ekki tekur nema skamman tima að fullklára þau hér. Guðmundur sagði, að með þessum þremur húsum þá heföu niu hús verið byggð i Grimsey á undanförnum tveim árum. Þar áður hafði ekkert veriö byggt i langan tima svo húsnæðisskortur var farinn aö gera vart við sig. Hins vegar hefur enginn flutt til eyjarinnar frá meginlandinu lengi. — En mikið er spurt og virðist fólk hafa töluverðan áhuga á að búa hér, sagði Guðmundur en húsnæðisskortur hefur hamlað þvi, að fólkið hafi getað setzt hér að. Eins og fram hefur komiö i Timanum þá hefur verið unnið við að setja 35 sentimetra þykkt slitlag á flugv^ilinn. Þvi verki er nú að ljúka, einungis á eftir að lengja brautina um 200 metra. Það er Sandey, sem flytur efnið frá Grenivik, og tekur skipið um 1100 tonn i hverri ferð. Sagði Guð- mundur, að verkinu yrði væntan- lega skilað um næstu helgi. — Fyrsta flugvélin lenti hér i gær, sagði Guðmundur, — var það vél frá Flugfélagi Norður- lands. Við hér i eynni teljum þessa framkvæmd mjög tima- bæra, þvi aö völlurinn var jafnan ófær á vorin og haustin vegna hol- kiaka. Aðspurður um aflabrögð, þá sagði Guðmundur þau vera góð, afli það sem af er árinu hefur reynzt meiri en i fyrra, sem var þó metár. Þá er fiskurinn tiltölu- lega vænn. AAinkur á Neðri Byggð AS-Mæiifelli. Bóndinn á Ljósa- landi á Neðri-Byggð, Felix Antonsson, skaut mink við bæ sinn um nónbilið i gær. Var minkurinn við öskutunnu og fór kunnuglega að, en ból hans fannst undir netadræsu og arfa skammt frá. Tveir litlir drengir, Karl Ölafs- son og Helgi Steinar Felixson, sáu minkinn á Ljósalandi og gerðu þegar viðvart með þeim árangri sem áður greinir. Minks hefur nokkrum sinnum orðið vart áður hér i sveit, og þá .jafnvel i hænsnahúsum, þar sem hann hefur gert mikinn usla. Dalvík: r ÞRIR NYIR BÁTAR KEYPTIR ASK-Reykja vik.Þrir bátar hafa nú verið keyptir til Dalvfkur og hefur einn þeirra þegar hafið veiðar. Það er 146 tonna stálbát- ur I eigu Þorvalds Baldvinsson- ar. Þá hefur Söltunarfélag Dal- vikur fest kaup á 105 tonna bátí og öðrum 60 tonna. Sá fyrri, Guðmundur Einarsson EA, er i klössun, en hinum siðari, Arn- arborgu EA, er veriö að sigla norður. Munu báöir þessir bátar stunda rækjuveiðar. Aö sögn Hilmars Danielsson- ar, framkvæmdastjóra á Dalvik hefur ekkert verið unnið hjá Söltunarstöðinni viö rækju- vinnslu siðan Dagný hætti til- raunaveiðum fyrir Norðurlandi. Þá er þess skemmst að minnast, að Snorri Snorrason útgerðar- maður seídi rækjubát sinn til Englands i lok maimánaðar. Þvi hafa starfsmenn Söltunar- stöðvarinnar verið nær verk- efnalausir i sumar og voru þeir meirihlutinn af þeim einstakl- ingum, sem voru á atvinnu- leysisskrá við siðustu talningu. Sagði Hilmar, aö meö tilkomu rækjubátanna þá myndi ástandið batna verulega, en þess bæri þó að gæta, að minni báturinn gæti tæplega stundað rækjuveiðar allt árið. Þá sagði Hilmar, að atvinna i frystihúsi Dalvikurværi fremur stopul. Aðeins einn togari er gerður út frá Dalvik, Björgvin, en eölilega hefur afli hans ekki verið nægur til að halda uppi stöðugri atvinnu. — Það ræðst ekki bót á þessu máli, fyrr en togari sá, er við hörfum I smiðum i Slippstööinni á Akureyri, verður tilbúinn, sagði Hilmar, en allt útlit er nú fyrir að afgreiðslu hans seinki eitthvað. Það var stefnt að þvi, aö hann yröi tilbúinn I október. En við leggjum á það áherzlu, aö togarinn verði afhentur á réttum tima vegna atvinnu- ástandsins á Dalvik. MIKID UM LÚS í GÖRÐUM í SUMAR gébé Rvik. — Það hefur verið mjög mikið um lús á trjám i görð- um borgarinnar i sumar, en minna hefur verið um maðk held- ur en oftáður, sagði Hafliði Jóns- son, garðyrkjustjóri. Mjög hefur verið áberandi I sumar með greniiús á grenitrjám, en þau láta stórlega á sjá þegar lúsin hverjar á þau, þvi barrnáiarnar visna upp. — Við úðum öll okkar greni- tré hjá borginni og það er mikið um að fóik láti úða tré sin i görð- um, sagði Hafliði. Það er sjálf- sagt að láta úða citri gegn skor- dýrum á tré I görðum og þá ekki siður grasflatirnar, en nokkuð hefurorðið vart við stönguiberja- Fóstruskólinn: ENGINN ÁHUGI KARLA ENNÞÁ ASK-Reykjavík.— Þvi mið- ur, þá hefur enginn karlmað- ur sótt um enn, en ég er viss um að við myndum gieypa við honum, sagði Valborg Sigurðardóttir, skólastjóri Fósturskólans. — Það er vin- sælt að segja að það séu launin sem fæh karlmenn frá þvi að sækja um skólavist, en ég er ekki svo viss um það. Astæðan er sjálfsagt sú, að það er ekki lokkandi aö leggja út á nýjar brautir. Valborg sagði, að nú væri talsvertum það að karlmenn ynnu sem — fóstrur — eöa forskólakennarar á hinum Norðurlöndunum, en ef að likum lætur, þá tekur það ein fimm tíl tiu ár að veröa al- gengt hér á landi. Hingað til hefur enginn karlmaður lok- ið prófi frá Fósturskólanum. Næsta vetur verður tekiö upp nýtt námsfyrirkomulag við fósturskólann. Námiö tekur þó þrjú ár eins og verið hefur, en hér eftír veröur ekki leyft að taka einn bekkj- anna utanskóla. Sagði Val- borg að það fýrirkomulag hefði mælzt illa fyrir meðal nemenda. — En launin eiga eflaust eftir að hækka komi karl- menn inn i stéttina, sagði Valborg, það er a.m.k. reynslan frá hinum Noröur- löndunum. Ekki aðeins það, heidur fara þeir gjarnan i yfirmannastöður. Ég veit ekki hvort þeir eru taldir gáfaðri, en það hlýtur að vera. maur, sem þrifst i grassveröin- um. Hafliöi taldi að i sumar heföi verið úðað eltri I garða I svipuðu magni og undanfarin ár. Sagði hann að grenilúsin, sem væri mjög áberandi I sumar, væri mjög smá og sæist vart með ber- um augum. Hún þarf mjög lágt hitastig og fjölgar henni þvi oft verulega þegar kólna tekur i veðri. Eins og áður sagöi, visna barrnálar grenitrjánna upp, en sjaldgæft mun að trén drepist. Stöngulberjamaurinn, sem þrifst I grassveröinum, er litil rauð padda, sem orðið hefur vart við, og það þyrfti þvi aö úða gras- flatir garða einnig, ekki siöur en trjágróðurinn og hefur sums stað- ar veriö gert, sagði Hafliöi. Hins vegar þýðir ekkert að byrja að úða eitrinu fyrr en maökurinn er skriöinn út. Kaupið bílmerki Landverndar Kerndum & líf rerndum yotlendi Til sölu hjá ESSO og SHELL bensínafgreióslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustíg 25 „Islenzk iðnkynn ing" byrjar með septembermónuði Félag islenzkra iðnrekenda, Iðnaðarráðuneytið, Landssam- band iðnaðarmanna, Landssam- band iðnverkafólks, Neytenda- samtökin og Samband islenzkra samvinnufélaga hafa tekið sam- an höndum um að brýna gildi is- lenzks iönaðar fyrir þjóðinni segir i frétt frá samtökunum. Hafa þau myndað samstarfsvettvang, sem hlotið hefur nafnið „Islenzk iðn- kynning” og veröur fyrsta starfs- ár iðnkynningarinnar frá septem- ber 1976 til 1. september 1977. Þessir aðilarhafa tilnefnt fulltrúa i verkefnisráð, sem hafa mun yfirstjórn iðnkynningarinnar með höndum. Formaður verkefnis- ráðsins er Hjalti Geir Kristjáns- son. Framkvæmdastjóri iönkynn- ingarinnar hefur veriö ráðinn Pétur Sveinbjarnarson, sem fengið hefur ársleyfi frá störfum hjá Umferðarráöi til þess að sinna þessu verkefni. Borginni boðnar myndir til kaups r eftir Oskar Gíslason og Jón Kaldal -hs-Rvik. A siöasta borgarráös- fundikom þaö fram, aö borginni hefur veriö boöiö til kaups Ijós- myndasafn óskars Gislasonar, Ijósmyndara og kvikmynda- geröarmanns, og ijósmynda- piötusafn Jóns Kaldals. Engin akvöröun hefur enn verið tekin um kaup þessi, og ekki hefur enn verið rætt við Óskar og umboðsmenn Jóns um málið.en i erindi beggja kemur fram þaö sjónarmið, að söfnin væru bezt geymd á einum og sama stað, og að borgin væri heppilegur aðili tíl að annast það. Ljósmyndir Oskars eru flest- ar af borginni og mannh'finu þar i gegnum árin, en ljósmynda- plótur Jóns Kaldal eru m.a. af höggmyndum Rikharös Jónssonar, en Jón mun jafnan hafa heimsótt hann, þegar hann hafði lokið hverju verki, og myndað þau. Framkvæmdir aftur Grundartanga hafnar ó MÓL-Reykjavik. — Um mánaöa- mótin júni-júli var ákveöiö, aö haida áfram framkvæmdum á landsvæöi islenzka járnblendifé- lagsins á Grundartanga i llval- firöi, sagöi Asgeir Magnússon, framkvæmdastjóri féiagsins, er Timinn spuröi hann um framtiö járnbiendiverksmiöjunnar. I siöustu viku hófu menn vinnu viö aö reisa tvo 32 manna svefnskála á Grundartanga, en I vetur er reiknaö meö, aö allt aö 64 manns vinni á svæöinu. Asgeir Magnússon er nýkominn frá Noregi, þar sem hann átti viðræöur við forráðamenn Elkem Spigerverket um hugsanlega aðild Norðmanna aö járnblendi- verksmiðjunni. — Ég vil taka fram, að það er ekki búið að skrifa undir samninginn og þangað til er ekkert hægt að segja með vissu, sagði Asgeir, þvi margt getur breytzt eins og sést ef til vill bezt á þvi hvernig fór með Union Carbide. — Hvernig breytist fjárhags- lega hliöin, þegar Elkem Spiger- verket kemur i staö Union Carbide? — Upphaflega höföum við hugsaö okkur, að fá fjármagn frá bandariskum banka, en nú mun þaö koma annars staðar frá. Við höfum þegar sótt um lán til Nor- ræna fjárfestingarbankans, og svo höfum við hugsað okkur aö fara á hinn almenna lánamarkaö til að fá það, sem vantar upp á. Kostnaöaráætlunin gerir ráð fyrir 445 milljónum norskra króna og er þá miðað við, að báðir ofnarnir verði komnir I notkun, sem ætti að geta orðið um áramótin 1979- 80. Fyrri ofninn á hins vegar að taka i notkun eftir tvö ár, og er þá reiknað með aö framleiðslan veröi um 25 þúsund lestir af ferro- silicon á ári. Ferrosilicon er blandað út i stál til að eyða súrefninu úr þvi og verður það þá þykkara. Þaö þarf um 2.5 kg. af ferrosilicon i hvert tonn af stáli. — Hvernig er markaöurinn fyrir ferrosilicon um þessar mundir? Við álitum hann afbragös góðan. Verð hefur farið hækkandi og horfur eru góöar. Þaö er min persónulega skoöun, að við séum betur settir meö Elkem Spiger- verket heldur en Union Carbide. sagði Asgeir að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.