Tíminn - 13.08.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.08.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. ágúst 1976 TÍMINN 5 á víðavangi Vaxandi vald sérfræðinga Eins og oft fyrr er nú margt rætt um viröingu Aiþingis. Ýmsir halda þvi fram, aö hún fari minnkandi. Sé þaö rétt, er orsökin vafalítiö ekki sizt sú, aö vald þess hefur fariö minnkandi sföustu áratugi. Annars vegar hafa stéttar- samtökin tekiö sér vaxandi vald, en hins vegar embættis- mennirnir. Annars er hér ekki um sérstakt islenzkt fyrir- brigöi aö ræöa. 1 næstum öll- um þingræöislöndum hefur stefnt i þá átt hin siöari ár, aö hiö raunverulega vald færöist úr höndum hinna kjörnu full- trúa I hendur embættismanna og sérfræöinga. Hlutverk þjóöþinganna hefur færzt æ meira i þá átt, aö þingmenn taka góöar og gildar ýmsar skýrslur, sem sérfræöingar og embættismenn semja, og byggja á þeim löggjöf, sem siöan reynist meira og minna misheppnuö, m.a. vegna þess, að grundvöllurinn, sem byggt er á, eöa skýrslurnar og áætl- anirnar, sem embættismenn- irnir og sérfræðingarnir hafa gcrt, standast ekki dóm reynslunnar. Þingmenn hafa aö þvi ieyti getaö kennt sér um þetta, aö þeir hafa ekki veriö nógu gagnrýnir á áætlanirnar i upphafi. Oftrú á sérfræöinga hefur glapiö þeim sýn. Annaö er svo þaö, aö framkvæmdin hefur næstum öll veriö i hönd- um embættismanna, og henni iöulega veriö hagaö allt ööru visi en löggjafinn ætlaöist til. Aðhald þarf að aukast Meö þvi, sem hér hefur ver- iö sagt, er siður en svo ætlunin aö gera litiö úr sérfræöingum og embættismönnum er vafa- laust vilja vel og vinna sam- vizkusamlega. En þeir þurfa sittaöhaid eins og aörir menn. Þaö á aö vera eitt af verkefn- um þingsins aö veita þetta aö- hald. Þingiö á aö vera gagn- rýniö á skýrslur og áætlanir embættismanna i þeim til- gangi aö þaö fái sem réttasta mynd af þvi máli, sem um er fjallað. Skýrslur geta samt haft mikiö gildi, þvi aö i þeim felast jafnan vissar upplýsing- ar og ábendingar. En jafn- hliða þessu þarf þingiö einnig að fylgjast betur meö fram- kvæmd laga og stjórnarat- höfnum. Þetta er þvi nauösyn- legra sem stjórnarkerfiö veröur viötækara og flóknara, eins og nú gerist í flestum þingræöislöndum. Banda- rikjaþing er liklega eina þing- ið, sem gerir þetta aö nokkru ráöi, og hefur þaö unniö ómet- anlegt starf fyrir bandariska stjórnkerfiö á þann hátt. Starfshættir Alþingis Breyttir timar, sem hafa leitt og leiöa til stööugrar út- þenslu á stjórnkerfinu, hafa þaö óhjákvæmilega i för meö sér, aö Alþingi veröur aö breyta starfsháttum sinum á þann veg, aö þaö hafi I fullu tré viö vaxandi embættis- mannavald. Þetta þarf ekki aö leiöa til versnandi sambúöar milli þessara aöiia, heldur þvert á móti. En þaö á aö tryggja þaö, aö Alþingi sé og veröi sú valdastofnun, sem stjórnskipunin ætlar þvi, og á- reiöanlega er ætiazt til af kjós- endum. Aö öörum kosti getur svo fariö, aö Alþingi veröi litiö meira en sýndarstofnun, og þá mun ekki aöeins viröing þess minnka, heldur einnig trú þjóöarinnar á þvi stjórnkerfi, sem hún býr viö. Þaö ætti aö vera sameiginlegur vilji þing- manna og embættismanna aö koma i veg fyrir þaö. Þ.Þ. Mólverkasýning í Li Selfoss Fimmtudaginn 12. ágúst veröur opnuð i Listasafni Arnessýslu á Selfossi, sýning á málverkum eft- ir Jónas Guömundsson, listmál- ara og rithöfund, en þar sýnir hann rúmlega 30 oliu- og vatns- litamyndir. Verulegur hluti verkanna var nýverið á sýningu i Niirnberg i Vestur-Þýzkalandi, en nokkur hafa ekki verið á sýningu áöur, þar á meöal oliumálverkin, sem öll eru unnin á þessu ári. Sýningin veröur opin daglega á venjulegum safntima, eöa frá kl. 16.00-18.00, nema á laugardögum og sunnudögum, þá er opið frá kl. 14.00-20.00. Myndirnar eru flestar til sölu, en sýningunni lýkur sunnudaginn 20. ágúst, n.k. Formála aö sýningarskrá ritar Guðmundur Danielsson, rit- höfundur og segir þar frá helztu æviatriöum listamannsins, ætt og uppruna. Jónas Guömundsson. Innbrotsþjóf- urinn í 60 daga gæzluvarðhald -hs-Rvik. Rannsókn I máli náttfarans, sem handtekinn var i fyrradag, var haldiö áfram i gær. Ennfremur var hann úrskurðaöur i allt aö 60 daga gæzluvarðhald. Hér mun vera um hálfþri- tugan Reykviking aö ræöa, og hefur hann þegar játaö á ann- an tug innbrota, sem hann hef- ur framiðundanfarna mánuði. Osennilegt er þó taliö, aö hann hafi átt þátt i öllum þeim inn- brotum, sem framin hafa ver- ið undanfariö, og veriö meö svipuðu sniöi. Aðalframkvæmdastjóri Evrópu- róðsins í heimsókn MÓL-Reykjavik. Um þessar mundir dvelst hér á landi George Kahn-Ackermann, aöalfram- kvæmdastjóri Evrópuráösins, sem hefur aðsetur i Strassborg. Ackermann hefur setið fundi meö Geir Hallgrimssyni, for- sætisráöherra, og Einari Agústs- syni, utanrikisráöherra. Á fundi hans með Einari Agústssyni var Ackermann afhent bronsafsteypa af höggmynd Einars Jónssonar, Alda aldanna. Afsteypan, sem er ailminnkuð, mun koma til með aö standa i nýbyggingu Evrópuráðs- ins i Strassborg. Fvrsta IrlandsferÖin tókst meÓ ágætum „Hún [Dyflini] hefur ekki misst andlitið og drukknað í blikkandi, litskrúðugum Ijósaskiltum, eins og svo margar borgir Evrópu“ sagði blaðamaður sem var með í fyrstu ferðinni til Dyflinar (Vísir). )yAðbúnaður var allur hinn ágœtasti“ sagði annar fulltrúi pressunnar (Þjóðvilj- inn). G& „Gestrisni þessa elskulega fólks er einstök “ sagði sá þriðji (Tíminn). SamvinnuferÓir efna nú til annarrar 5 daga írlandsferóar Flogið verður beint til Dyflinar og dvalist þar frá 30. ágúst til 3. sept. Verðið er mjög hagstætt: ferðin kostar kr. 36.100.- með dvöl á góðu hóteli og morgunverði. íslenskur fararstjóri verður í ferðinni. Dyflini býr yfir sérstæðum töfrum, þar er skemmtilegur borgarbragur, margt að sjá og hagstætt verðlag. Þar er líka Abbey Tavern með Guinness og írskri tónlist. Samvinnu- feróir Ferðaskrifstofa-Austurstræti 12 simi 27077 Kaupfélagsstjóri Kaupfélag Dýrfirðinga, Þingeyri, óskar að ráða kaupfélagsstjóra. Starfið er umfangsmikið. Félagið rekur, auk verzlunar, útgerð togara og báts, hraðfrystihús og slátur- hús. Sá aðili sem yrði valinn til starfsins myndi starfa fyrst sem fulltrúi kaupfélagsstjóra en taka endanlega við um áramót. Umsóknir sendist stjórnarformanni, Valdimar Kristinssyni, Núpi, Dýrafirði, eða til starfsmannastjóra Sambands is- lenzkra samvinnufélaga fyrir 28. ágúst nk. George Kahn-Ackermann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.