Tíminn - 13.08.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.08.1976, Blaðsíða 17
Föstudagur 13. ágúst 1976 TÍMINN 17 Þorsteinn Þorsteinsson, verkamaöur: —Fyrst og fremst iþaö aö gera eldra fólki lifið léttbærara, t.d. með þvi að hækka ellilifeyr- inn. i hvað myndir þú vilja að skattarnir þinir færu, ef þú mættir ráða? TÍAAA- spurningin Sigdór Sigmarsson, sjómaöur:— Ég vildi sjá mina skatta fara i sjávarútveginn, frekar en i skrifstofubáknið hjá riki og bæ. Eggert Jóhannesson: — I minn eiginn vasa. Millý Haraldsdóttir, húsmóöir: — Þaö er svo margt sem ég vild aö minir peningar færu i, en ætli það sé ekki helzt gamla fólkið sem ég vildi að nyti þeirra. Gunnar Ilallsson, kerfisfræöingur: — Mér dettur fyrst i hug veg- irnir. Ég bý úti á landi svo ástæðan til þess er ef til vill augljós. lesendur segja Halldór Þorbergsson, vélskólakennari: Mesti sparnaðurinn væri að leggja nið-- ur Svartolíunefnd ,,Mér skilst að nokkur áróður sé rekinn manna á meðal gegn notkun svartoliu. Þaö er dálitið erfitt að fást viö eða svara slik- um áróðri, þvi hann kemur ekki fram opinberlega. Hverjir hér eru að verki, er lika erfitt að átta sig á. Ég hef heyrt tilnefnda sölumenn og aöra algjörlega óvélfróða menn og er vitanlega ekkert mark á þeim takandi.þvi þetta er beint vélfræðilegt spursmál”. Þetta eru ummæli formanns SO-nefndar fyrir rúmu ári, eða i febrúar 1975. Siðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fundur um So-brennslu var haldinn á vegum Skólafélags Vélskólans i febrúar siöastliðn- um, þar sem SO-nefnd var harð- lega gagnrýnd og var fátt um svör SO-nefndarmanna, sem allir voru á fundinum. Nokkrar greinar um SO-mál hafa siðan birzt i dagblööum, m.a. „eftir útgerðarmenn i liki alþingis- manna og kennara”, eins og talsmaður SO-nefndar kemst að oröi. Þaö var svo loks fjórða mai siðastliðinn, að hinum sjálf- skipaða blaðafulltrúa, tengda- syni So-nefndar i liki blaða- manns er att fram á völlinn, með risafyrirsagnir um sparnað með SO-brennslu að vopni. En SO-nefnd sjálf þorir ekki að láta á sér kræla. Upplýsingasöfnun blaðafull- trúans er eins og við var að bú- ast. Blaðamaöur, sem aldrei hefur séð vél, talar um vélar við tvo fyrrverandi skipstjóra og núverandi útgerðarstjóra. Þarna voru fundnir menn, sem rætt gætu vélfræöileg spursmál svo mark væri á takandi. Útgerðamaður b/v Narfa seg- ir: „Svartolia var notuö'hálft annað ár, þá urðum við fyrir þvi eina óhappi sem oröið hefur i vélarrúmi skipsins. Þetta óhapp er á engan hátt hægt aö rekja til SO-notkunar. Viö gerðum það, sem ekki mátti gera, keyrðum vélina án túrbinu á svartoliu”. Þessi ummæli má skilja þannig, að ef vélin hefði ekki verið á svartoliu þá hefði mátt keyra vélina. En nú vill svo til, að þessi vél er með tvær túrbin- ur og aöeins önnur þeirra bilaði. í stað hennar var tengdur loft- ræstiblásari vélarrúmsins, svo loftleysi vélarinnar var ekki eins mikið og látiö er i veðri vaka. Ég vil endurtaka það, sem haft var eftir mér áöur um SO-brennslu b/v Narfa, hún er nánast ein sorgarsaga. SO- brennsla b/v Narfa hefst upp- haflega 22. desember 1968 og stendur i fyrstu lotu til 17. ágúst 1970, að skipiö fer á veiðar með gasoliu. A þessu fyrrnefnda timabili er skipið á veiðum i 447 daga af 603 dögum skv. bókum Lögskráningarstofunnar. Af þessu sést, að skipið er frá veið- um yfir 25% af timabilinu, eða alls 156 daga. Fyrst útgerð b/v Narfa gekk svona snurðulaust væri ekki úr vegi aö spyrja hvers vegna b/v Narfi var bundinn viö bryggju eftirtalin timabil meöan á SO-brennslu stóð. 30. mai-9. júni ’69 i 11 daga 9. júli-22. júli ’69 i 14 daga 14. okt-9. nóv ’69 i 27 daga 9. feb-5. mars ’70 i 25 daga 2. apr-22. apr ’70 i 21 dag 20. júni-16. ág ’70 i 58 daga Alls 156 daga í öðru lagi vil ég spyrja: Hvers vegna var brennt disel- oliu i b/v Narfa frá 17. ágúst 1970 þar til 31. ágúst 1972, fyrst útgerðamaður og SO-nefndar- menn voru svona ánægöir meö reynsluna af SO-brennslunni? SO-brennsla hefst siðan aftur, eins og áöur segir, 31. ágúst 1972. Ari siðar, eða i september 1973 þykist SO-nefnd mæla slit i aðalvél b/v Narfa og segir um þaö: „Slit hefur ekki vaxið hraðar frá þvi að notkun SO sem eldsneytis hófst”. Hér mætti staldra við og spyrja: Voru þessar mælingar geröar með sömu nákvæmni og i b/v Rauöa- núp, þar sem vélin „hljóp” við brennslu SO„ að sögn SO-nefnd- ar. Niu mánuðum siðar, eöa u.þ.b. 21 mánuði eftir aö SO- brennsla hefst i annað sinn er b/v Narfi á leið til Hollands til gagngerðrar vélaviðgeröar, og til að breyta skipinu i skuttog- ara. Frá Hollandi skrifar svo yfir- vélstjórinn þann 8. október 1974. (Skýrsla SO-nefndar i febrúar 1975). „Mér er mikil ánægja að geta sagt með góðri samvizku, aö við þá nákvæmu skoðun, sem fram fór á aðalvélinni, kom ekkert þaö i ljós, sem mælt getur gegn notkun svartoliu i þessari vél.. ...Það var sérfræðingur frá Werkspoor, sem gerði heildar- úttekt á aðalvélinni og þaö eina, sem hann fann aö voru legurnar og leguvelirnir...”Þessi kafli úr bréfi yfirvélstjórans var lesinn af formanni SO-nefndar fyrir forráðamenn japanskra skut- togara á fundi þeirra 31. janúar 1975. Annað bréf berst SO-nefnd einnig i hendur frá sama vél- stjóra, og það furðulega er, að það er dagsett sama daginn 8. október 1974. Þar segir m.a.: Viðgeröir og úrbætur á aðalvél og SO-kerfi. 1. Settir nýir stimpiar i alla vél- ina 10 stk. 2. Settir þrir nýir útblásturslok- ar og einn nýr sogloki i vélina. 3. Sett ný „Element” i allar eldsneytisoliudælurnar og sex nýjar dysur i eldsneytisloka vélarinnar. 4. Skipt um allar legur og smur- dælur i forþjöppum. 5. Settar sjö nýjar höfuölegur I vélina. 6. Sett ein ný sveifarlega i vél- ina. 7. Slipaðir þrir höfuðleguvelir. A þetta bréf forðast SO-nefnd að minnast, á áöurgreindum fundi forráðamanna japanskra skuttogara, hvers vegna? Nokkru siðar i sömu skýrslu fjallar SO-nefnd svo um fyrr- greindar viðgerðir á aðalvél b/v Narfa, og segir: „Narfi er nú i allsherjar skoðun i Hollandi eft- ir tveggja ára SO-brennslu. Narfi var með álbullur, sem taldar eru ótryggar fyrir SO- brennslu, þær stóöust álagið það vel að ekki þurfti aö endurnýja neina þeirra”. Þetta, sem hér hefur fariö á undan, er aðeins litið brot af hinum vitaverða málflutningi SO-nefndar, en af nægu er að taka. A fundi Skólafélags Vélskól- ansum SO-málstóöfyrrverandi yfirvélstjóri b/v Narfa upp, og kvað það hafa veriö ákveðiö þrem árum fyrr aö skipta um bullur i aðalvélinni á þessum tima, en i viötalinu við útgerðar mann Narfa segist hann hafa skipt um bullur vegna ráðlegg- inga frá framleiöanda vélar- innar. Vélaframleiöendur þurfa vitaskuld aö selja varahluti, og aðeins bullurnar i b/v Narfa kostuöu tæpar sex milljónir is- lenzkra króna. SO-nefnd sagði notuöu bullurnar I ágætu standi, og voru þær að sögn þeirra seld- ar útgerðarfélaginu Isfelli hf. til notkunar i b/v Siguröi. Að- spurður um þessi viðskipti svar- aði útgeröarstjóri Isfells: „Þessi viöskipti hafa ekki átt sér stað, við höfum ekki þurft og komum ekki til með aö kaupa brotajárn úr b/v Narfa I okkar skip”. Nú aöeins um 16 mánuðum eftir þessa gagngerðu viðgerö á aðalvél b/v Narfa, er nýlokiö við að skipta um öll strokklok á aðalvélinni og mun kaupverð þeirra nema um 6 milljónum is- lenzkra króna. Þetta er sannar- lega glæsilegur árangur, eða hitt þó heldur. Fullyröingum SO-nefndar um útgerðarmenn i liki alþingis- manna og kennara, sem kveöa upp sleggjudóma og dreifá ó- rökstuddum fullyröingum visa ég til föðurhúsanna. Ef einhvers staðarmá lesa órökstuddar full- yröingar og sleggjudóma ættu menn að kynna sér skrif SO-nefndar, sem Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur ungað út meö ólikindum, enda er SO-nefnd þegar farin að safna saman hluta skrifa sinna til að foröa þeim frá almenningssjónum. Þar sem talað er um alvöru út- gerðarmenn, sem heldur vilja gera út á sjó, en sjóöakerfi, er sjálfsagt átt við Guðmund Jör- undssonog aðra útgeröarmenn, sem brenna SO á skipum sinum. Þá mætti spyrja, hve miklum fjármunum hefur Sjávarút- vegsráðuneytið deilt til þessara aðila hvers og eins, og hver greiðir ferðalög SO-nefndar um Evrópu, svo og útgáfu þessara fáránlegu skrifa nefndarinnar. Viö aðdáendur SO-nefndar vil égsegjaeftirfarandi: Nýjufötin keisarans þóttu lika staöreynd. — Það er ekkert að gera annað en viðurkenna mistökin og af- neita þessu hvimleiöa fyrirbæri i lfki Svartoliunefndar. 17. júli 1976. Halldór Þorbergsson Vélskólakennari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.