Tíminn - 13.08.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 13. ágúst 1976
TÍMINN
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús-
inu viö Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur f
Aöalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiöslusfmi 12323 — aug-
lýsingasfmi 19523. Verö i lausasölu kr. 50.00. ÁSkriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuöi. ' Blaöaprent h.f.
Hvað hefði Alþýðu-
bandalagið gert?
Þjóðviljinn reynir ekki lengur að mótmæla þvi,
að núverandi rikisstjórn hefur ekki beitt neinum
öðrum efnahagsúrbótum en þeim, sem gripið var
til af vinstri stjórninni undir svipuðum kringum-
stæðum. Munurinn er aðeins sá, að núverandi
rikisstjórn hefur orðið að gripa til þeirra i rikara
mæli en vinstri stjórnin, þar sem hún hefur búið
við versnandi viðskiptakjör, en vinstri stjórnin
bjó við batnandi viðskiptakjör.
Af fenginni reynslu var hægt að gera sér grein
fyrir þvi, hvað Alþýðubandalagið hefði gert, ef
það hefði átt aðild að rikisstjórn á undanförnum
tveimur árum. Það hefði staðið að gengisfelling-
unni, sem var gerð sumarið 1974. Foringjar þess
lýstu sig reiðubúna til að fallast á hana, ef vinstri
stjórnin héldi áfram. Alþýðubandalagið hefði
einnig staðið að gengisfellingunni, sem gerð var
veturinn 1975, ef það hefði þá átt aðild að rikis-
stjórn. Þetta má bezt dæma af þvi, að helzti fjár-
málamaður Alþýðubandalagsins og aðalfulltrúi
þess i Seðlabankanum, Guðmundur Hjartarson,
greiddi atkvæði með henni. Hinn fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins hjá Seðlabankanun , Ingi R. Helga-
son, sat hjá við atkvæðagreiðsluna, og má vel
ráða af þvi, að hann hefði greitt atkvæði á sama
veg og Guðmundur, ef Alþýðubandalagið hefði
verið i stjórn. Þá hefði Alþýðubandalagið reynt
að sporna gegn kauphækkunum, eins og foringjar
þess gerðu i sambandi við kjarasamningana vet-
urinn 1974, þótt þeir yrðu þá að lokum að beygja
sig vegna yfirboða þáverandi stjórnarandstæð-
inga. Þá hefði Alþýðubandalagið ekki siður verið
fúst til þess en vorið 1974 að lögfesta bindingu á
dýrtiðarbótum og hækkun grunnlauna, sem færi
yfir ákveðið mark.
Allt það, sem hér hefur verið nefnt, er byggt á
staðreyndum varðandi afstöðu Alþýðubanda-
lagsins, hegar það hefur átt þátt i stjórn. Þetta er
siður en svo sagt þvi til hnjóðs heldur hið gagn-
stæða, þvi að Alþýðubandalagið myndi hafa talið
það skyldu sina, alveg eins og núverandi stjórn-
arflokkar, að tryggja rekstur atvinnuveganna,
þvi að stöðvun þeirra hefði leitt til margfalt meiri
kjaraskerðingar en þeirrar sem fylgdi umrædd-
um ráðstöfunum.
Góðar undirtektir
Hinn 23. júli siðastliðinn, birti Timinn forustu-
grein, þar sem vakin var athygli á sivaxandi mis-
notkun á undanþáguákvæðum skattalaganna.
Jafnframt var þess krafizt af rikisstjórninni að
húnhefðiforustuum úrbætur á næsta þingi. Góðu
heilli hafa öll Reykjavikurblöðin nú tekið undir
þetta. Athygli vakti, að Þjóðviljinn varð einna
siðastur til að gera þetta i forustugrein.
En það er hins vegar ekki nóg, að blöðin séu
sammála úm þetta. Efndir verða að fylgja á eftir.
Þvi þykir rétt að endurtaka hér lokaorð forustu-
greinar Timans frá 23. júli, sem voru á þessa
leið: Það væri mikill siðferðilegur styrkur fyrir
núverandi rikisstjórn, ef hún reyndist fyrsta
stjórnin um áratugaskeið, sem sýndi rögg og
kjark tii að taka þessi mál nægilega föstum tök-
um.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Hrakningar Palestínu-
manna aukast enn
Átökin í Líbanon aðeins þáttur hörmulegrar sögu
Arafat, leiötogi Paiestinumanna.
ATOKIN, sem nú standa yfir i
Llbanon, snúast fyrst og
fremst um Palestinumenn,
þótt hinar gömlu trúarbragöa-
deilur milli kristinna manna
og Múhameöstrúarmanna
gripi inn i. thlutun Sýrlend-
inga er t.d. vafalitiö sprottin
af þvi, aö þeir óttast, aö
Palestinumenn geti meö aö-
stoö vinstri sinnaöra
Múhameöstrúarmanna náö
yfirráöum ILibanon. Sýrlend-
ingar telja slíka stjórn i Li-
banon geta veriö sér ógagn-
legaá margan hátt. Sýrlend-
ingar viröast haldnir svipuö-
um ótta og Hussein Jórdaniu-
konungur, þegar hann hrakti
skæruliðasamtök Palestinu-
manna frá Jórdaniu sumariö
1971.
Átökin i Libanon eru nýr
þáttur i hinni miklu hralm-
ingasögu Palestinumanna og
getur oröiö einn hinn ömurleg-
asti. Þessi hrakningasaga er
búin að standa I nær 30ár og er
ekki úr vegi aörifjahanaupp i
stuttu máli.
Segja má, aö þessi hrakn-
ingasaga hafi hafizt 28. mai
1948, þegar Bretar lýstu yfir
þvi, að þeir heföu yfirgefiö
Palestinu. Bretar fengu yfir-
ráö i Palestinu i lok fyrri
heimstyrjaldarinnar, en áöur
haföi hún lotið Tyrkjum. Eftir
siöari heimsstyrjöldina hertu
Gyöingar mjög þann áróöur,
aö þeir fengju aö stofna sjálf-
stætt riki i nokkrum hluta
Palestinu og töldu þaö gamalt
loforð Breta. Bretar neituöu
aö fallast á þetta, enda mætti
þetta mótspyrnu Arabarikj-
anna, sem töldu rétt aö viö-
halda Palestinu sem einni
heild. Gyöingar vildu ekki
fallast á, aö Palestína yröi
óskipt eitt riki, enda voru þeir
miklu fámennari I öllu landinu
en Arabar. Þeir ákváöu að
fylgja eftir kröfum sinum meö
þvl aö hefja skæruhernað gegn
Bretum og felldu svo marga
brezka hermenn, að Bretar
ákváðu aö hverfa frá
Palestinu. Arið 1947 tilkynntu
þeir Sameinuöu þjóöunum, aö
þeir yröu farnir frá Palestinu
innan árs, og yröu Sameinuöu
þjóðirnar aö vera búnar aö
ákveða framtiö Palestínu
fyrir þann tima. A sérstöku
aukaþingi Sameinuðu þjóö-
anna var ákveöiö aö skipta
Palestínu I tvö rlki milli Gyö-
inga og Araba. Þessu mót-
mæltu Arabarikin. Þegar
Bretar fóru i burtu 14. mai
1948 lýsti ísrael yfir sjálfstæöi
sinu, en Arabar hófu árásir á
það. Gyöingar voru hins veg-
ar miklu betur undir slika
styrjöld búnir og báru sigur úr
býtum. Átökum þessum lauk
meö vopnahléi, sem komst á
fyrir forgöngu sáttasemjara
Sameinuðu þjóöanna, fyrst
Folke Bernadotte greifa og
siöar Ralph Bunche. Gyöingar
réöu þá oröiö yfir 25% stærra
landssvæöi en Sameinuðu
þjóðirnar höföu upphaflega
skammtaö þeim. Úr stofnun
sérstaks Arabarikis varö ekki
neitt en þeir hlutar Palestinu,
sem ekki lentu undir Israel,
skiptust milli Egyptalands,
sem hlaut Gazasvæðiö, og
Trans-Jordaniu, sem hlaut
allmikiö land vestan Jordan-
árinnar. Trans-Jordan ia
breytti I tilefni af þessu nafni
sinu I Jórdaniu, enda fjölgaði
ibúum hennar um meira en
helming viö þessa breytingu.
Talið er, aö Palestinu-Arab-
ar sem nú eru venjulega
nefndir Palestinumenn, hafi
verið um 1.5 milljón, þegar
skipting Palestinu fór fram.
650 þús þeirra bjuggu á þvi
svæði, sem féll undir
Trans-Jordaniu og Egypta-
land, eöa um 500 þús, á hluta
Trans-Jordaniu ogum 150 þús.
á Gaza-svæðinu. Af um 850-900
þús Aröbum, er voru búsettir i
þeim hluta Palestinu, sem féll
undir Israel uröu aöeins eftir
um 150 þús. Hinir, sem voru
milli 700-750 þús. ýmist flýöu
eða voruhraktir burtu af Gyö-
ingum. Flestir settust aö i
flóttamannabúöum I Trans-
-Jordaniu, eöa á Gazasvæöinu
og hafa notið framfærslu frá
Sameinuðu þjóöunum aö veru-
legu leyti. Allmargir fóru til
Libanon og Sýrlands og ann-
arra Arabalanda. Fólksfjölg-
un hefur verið mikil hjá
Palestinumönnum en tölur um
fjölda þeirra eru mjög á reiki
eða milli þriggja tfi fjögurra
milljóna.
Kjör langflestra flótta-
mannanna og afkomenda
þeirra hafa veriö hin hörmu-
legustu og þó einkum þeirra,
sem hafa hafzt viö i flótta-
mannabúöum. Þaö, sem hefur
haldið lífinu i þessu fólki, ef
svo mætti segja, var vonin
um, aö geta komizt heim aft-
ur. Nokkrir hafa komið sér vel
áfram og gildir þaö einkum
um þá, sem hafa fariö til
Libanon og Sýrlands og
annarra Arabalanda
MAL FLÓTTAM ANNA
frá Palestinu hafa veriö á
dagskrá á vettvangi Samein-
uöu þjóöanna slöan 1948, en þá
samþykkti allsherjarþingið
ályktun, þar sem skoraö var á
hið nýstofnaöa Israelsriki aö
leyfa Aröbum, sem höföu flúiö
þaðan fyrr á árinu, aö flytjast
heim aftur. Siðan hefur alls-
herjarþingiö árlega endurnýj-
aö þessa ályktun. Israels-
stjórn hefur látiö hana eins og
vind um eyru þjóta. Fyrstu
útlegðarárin liföu fióttamenn-
irnir iþeirrivonaöSameinuöu
þjóöirnar yrðu þess megnug-
ar, ásamt tilstyrk Araba-rlkj-
anna, að tryggja heimflutn-
inga þeirra. Þegar áratugur
var liðinn og ekkert haföi
gerzt, fóru þessar vonir aö
dvina og var þá efnt til sér-
stakra samtaka, sem beittu
sér fyrir frelsun og sjálfstæöi
Palestinu. Þessi samtök uröu
þó aldrei áhrifamikil. Þaö var
fyrst eftir júnistyrjöldina 1967
aö verulegt lif tók aö færast I
samtök Palestinumanna. Þeir
þóttust þá sjá, að Arabarikin
myndu fyrst og fremst hugsa
um eigin hagsmurii, eöa
endurheimt þess lands, sem
r>i,WBBnmiitMBa)»Tia«at3iaTaaBwg»am»aii
þá var hémumiö at Israels-
mönnum. Hin fræga ályktun
Oryggisráðsins nr. 242 frá 22.
nóvember 1967 var þeim nokk-
ur staðfesting i þessum efn-
um, en þar var lögö aöal-
áherzla á, aö Israel léti hin
herteknu landsvæði af hendi,
en ekki lögö eins mikil áherzla
á, aö dómi Palestinumanna aö
flóttamenn fengju aö snúa
heim aftur. Þetta hleypti sér-
stöku lifi i róttæka hreyfingu
Palestinumanna A1 Fatan,
sem haföi verið stofnuö 1964,
en litiö boriö á til þessa. Hún
varö nú aðalhreyfing sjálf-
stæðissinna meðal Palestinu-
manna og hlaut þaö markmiö,
að hefja skæruliöahernaö
gegn tsrael, en fram til þessa
haföi gamla sjálfst.hreyfingin
látiö sér nægja friðsamlegar
aöferðir og þá fyrst og fremst
áróöur á alþjóölegum vett-
vangi. A1 Fatah taldi þaö ekki
nægja, enda skipuö yngri og
róttækari mönnum. Húntaldi,
að nú dygði ekki annaö en að
grípa til skæruliöastarfsemi
að hætti Gyöinga, þegar þeir
hröktu Breta frá Palestinu.
Fyrstu árin eftir 1967 haföi
A1 Fatah aöalstöövar sfciar i
Jordan, unz Hussein konungur
tók að óttast hana og hrakti
skæruliðana úr landi. Þeir
fóru þá margir til Libanon,
þar- sem þeir fengu verulegt
frjálsræöi. 1 Egyptalandi og
Sýrlandi hafa jafnan veriö
miklar hömlur á starfsemi
þeirra.
ÞÓTT starfsemi skæruliö-
anna hafi mælzt illa fyrir,
einkum þó flugvélaránin, hafa
þau orðiö til aö vekja athygli á
hrakningum Palestinumanna
og unnið þeim viöurkenningu
á vettvangi Sameinuöu þjóö-
anna sem sérstakrar þjóöar,
sem eigi rétt til rlkisstofnunar
ifyrri heimkynnum sinum, og
er þá yfirleitt átt viö þaö land-
svæöi, sem Israelsmenn her-
tóku I júnistyrjölsinni 1967.
Þar búa nú um 700-900 þúsund
manns, en auk þesseru um 300
þúsund Palestinumenn i Israel
sjálfu, skráöir sem israelskir
borgarar.
Vissulega er flóttamanna-
saga Palestinumanna orðin
slik, aö ekki er annaö hægt en
að hafa samúö meö þeim og
skilja viðbrögö þeirra, þótt
sum verk skæruliðanna séu
fordæmanleg. Þvi má ekki
gleyma, aö Israelsmenn hafa
ekki heldur hreint mél I poka-
horninu.
Þ.Þ.