Tíminn - 13.08.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.08.1976, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Föstudagur 13. ágúst 1976 Föstudagur 13. ágúst 1976 TÍMINN 11 DOMSDAGS- LÚÐURINN GELLUR Aöur en ógæfan rak Conte- fjölskylduna aö heiman, þá bjó hún i ágætu húsi 16 km. nor&ur af Mílanó og aðeins örskammt frá Icmesa efnaverksmiðjunni, sem er i eigu Svisslendinga. Skömmu fyrir hádegi laugar- daginn 10. júli s.l., leit frú Wanda Conte út um eldhús- gluggann, og þá sá hún grátt ský skjótast út frá þaki verksmiðj- unnar. t fyrstu rak skýið i áttina frá heimili Contes-fjölskyldunn- ar, en þá kom vindkviöa úr hinni áttinni og blés skýinu i suðurátt, þar sem hluti þess fór yfir hús fjölskyldunnar. Frú Conte og dætur hennar tvær, 12 og 14 ára gamlar urðu varar við sterkan og hryllileg- an óþef inn i húsinu. Maður hennar, Vittorio, varð meira var við óþægindi. Hann var aö slá garðinn, þegar skýið kom og varð þegar sýktur eöa mengað- ur. En sá heimilismeðlimurinn sem fór verst út úr þessu var litla fallega Maria, fimm ára gömul. Hún var að leika sér i garöinum og kom hvað eftir annaö við jöröina, sem var illi- lega menguð. Fjölskyldan veiktist misjafn- lega, en sömu einkennin leyndu sér ekki. Um helgina fundu þau, að húðin á andlitinu var farin aö roöna og brenna, og einnig handleggir, hendur og fætur, sem höföu verið hlifðarlaus. A mánudegi voru þau öll komin með mjög slæman niðurgang og uppköst. Höfuðverkur þreytti þau, svitinn var gifurlegur, svo og verkir i nýrum og lifur. Fjölskyldan reyndi að fara til þorpslæknisins, en hann gat ekki gert mikið, þvi hann þekkti ekki eitriö. En þegar fleiri og fleiri sjúklingar komu til hans með svipuð sjúkdómseinkenni, þá hafði hann samband við aöra lækna i nágrenninu. beir höfðu einnig orðiö fyrir svipuðu flóði af sjúklingum. Verksmiðju- eigendurnir þögðu Læknarnir höfðu samband við skrifstofu borgarstjórans, til að komast aö, hvað væri á seyði, og þeir báðu heilbrigðisyfirvöldin að kanna eitriö og koma með mótefni. En það var ekki fyrr en á þriðjudeginum, sem yfirvöld- in samþykktu að eitthvað væri að, en þá haföi llka fjall af læknaskýrslum safnazt fyrir hjá þeim. En eigendur Icmesa verk- smiðjunnar biðu lengur. Þeir játuðu ekki opinberlega fyrr en 18. júli — átta dögum eftir að skýið slapp — að það hefði inni- haldið eitt af einkennilegustu og þrálátustu efnum, sem er þekkt — dioxin. Og börnin munu fæðast vansköpuð Það var ekki fyrr en þremur vikum eftir hörmungarnar, að ástandið var viðurkennt sem alvarlegt. Verst mengaða svæð- ið hefur nú verið einangraö með gaddavirsgirðingu. Um 700 manns, þar á meðal Conte-fjöl- skyldan, hefur verið flutt á brott og ef þeim verður einhvern tima . leyft að fara aftur heim til sin, þá munu þau komast að þvi, að mikið af eignum þeirra hafa verið eyðilagðar. Kjöt og grænmeti, sem framleitt var i nágrenninu, er bannað að borða. Og föstudagskvöldið 30. júli s.l. útvarpaði Italska út- varpið þvi til ibúanna, að þeir skyldu varast að hafa kynmök, þvi ?f konan yrði ófrisk, þá bentu allar likur til þess, að barnið yröi vanskapað. Af leiðingarnar koma seint í Ijós Enn sem komið er hefur ekki veriðsannað, að eitrið hafi bein- linis drepið neinn, enda þótt sumum finnist birting niður- stöðu krufningar á 35 ára gam- alli konu hafa beöið I nokkuð langan tlma. Saga þessara hörmunga ér þannig óllk ann- arra, svo sem járnbrautaslyss, sem gengur fljótt yfir. En þetta er saga um fjöl- þjóöafyrirtæki, hvernig það gat farið framhjá lögum héraösins, tekið ekkért tillit til þess lær- dóms, seita hefði mátt draga af fyrri slysum með sama efni. Raunverulega, þá á þessi hörmung engan fyrirrennara hvaö áhrif snertir. Afleiðingar þess munu ekki koma I ljós fyrr en eftir mánuði eða jafnvel ár. Framleiddi efni/ eins og voru notuð í eiturhernaði Banda- rikjanna í Víetnam. Fyrirtækiö hóf starfsemi slna 1921 undir öðru nafni, en flutti 1934 til Seveso, þar sem hörmungin átti sér stað fyrir mánuði. Þar fékk það leyfi til að framleiða litarefni og skað- laus lyf. Eftir strlöið stækkaði fyrirtækið mjög og byrjaði aö útvega öðrum efnafyrirtækjum birgðir. Eitt þeirra fyrirtækja var Givaudan Italiana, dótturfyrir- tæki fjölþjóðafyrirtækis. Giv- audan náði hluta af fyrirtækinu undir sig og að lokum öllu sam- an 1969. Þá hóf Givaudan að breyta Icmesa. Það stækkaði og breytti framleiðsluháttum sln- um. Framleiðslan varð nú að mestu trichlorophenol, sem er hægt að nota til þess að fram- leiða lyf og eins er það notað til þess að búa til herbicide af þeirri tegund, sem Bandaríkja- menn notuðu I Vfetnam til að drepa laufskógana. Slysasaga dioxinsins A öllum aðalsvæðum trich- lorophenol-framleiðslunnar hafa slys átt sér stað, þrátt fyrir að upplýsingar um þau hafi ekki verið gefnar. Þau lönd, sem framleiða efnið eru aðallega Bretland, Þýzkaland, Holland og Bandarikin. I öllum tilfellun- um, þá hefur dioxin komizt út I andrúmsloftið og alltaf hefur þurft að grlpa til sömu ráðstaf- ana: AB loka og eyða verk- smiöjunni. Fyrsta slysið varð 1953, þrem- ur árum áöur en dioxin var skil- greint I Þýzkalandi. 55 menn menguðust og fengu brunasár. 21 þeirra fundu einnig fyrir öðr- um einkennum, veikindum I nýrum, lifur og milta. 8 árum eftir slysið fannst enn dioxin I veggjum byggingarinnar og 1968 var hún loks jöfnuð við jörðu. Reynsla hollenzka fyrirtækis- ins Philips Duphar, sem er dótturfyrirtæki Philíphs fyrir- tækisins stóra, heföi átt að gefa nægilega viðvörun. 1963 komst dioxin út I loftið og hálfu ári slð- ar var reynt að hreinsa bygg- inguna, en án árangurs. 1970 keypti hollenzka stjórnin bygg- inguna og lét rlfa hana. Steypt var utan yfir rústirnar áður en þeim var sökkt I sjóinn. 1 aprll 1968 varð enn eitt óhappið, en nú I Bretlandi. Það var þó veigaminna en hin, þótt það hefði átt að ýta undir strangari varúðarráðstafanir. 1 þvi tilfelli höfðu læknarnir enga hugmynd um hvernig ætti að meðhöndla mennina 79, sem urðu fyrir áhrifum. Verksmiðj- unni var siðar eytt og rústirnar grafnar i gamalli námu. Engin læknisskoðun Stjórnendur verksmiðjunnar hafa viðurkennt, að engin læknisskoðun hafi verið fram- kvæmd að hálfu þeirra. Þetta þýðir, að þótt einhver leki hafi verið, þá hefði hann ekki upp- götvazt. A sunnudeginum eftir slysið var'bæjarstjóranum sagt, að slys hefði átt sér stað og að gas hefði sloppið frá verksmiðjunni. En það var ekkert minnst á, hvaö hefði raunverulega gerzt og ekkert minnst á hættu. Og þegar verkamennirnir 200, sem unnu I verksmiðjunni, komu á vakt á mánudagsmorguninn, þá var allt eðlilegt. Tveir af framkvæmdastjórum verksmiðjunnar á ltallu hafa verið settir I stofufangelsi. En það er þó ekki hægt að ásaka þá eina, þvl stjórnendur móöur- fyrirtækisins I Sviss gáfu aldrei út neina tilkynningu. A mánu- deginum eftir slysið, þá voru tekin sýni úr jaröveginum kringum verksmiðjuna og send til Sviss, þar sem þau voru efnagreind á þriðjudegi. Rann- sóknin leiddi I ljós þaö sem stjórnendurnir hefðu átt að vita, dioxin var I jaröveginum. Engin opinber tilkynning var gefin út að hálfu fyrirtækisins fyrr en sunnudaginn 18. júll, 8 dögum eftir slysið. ,/Afsökun til að þurfa ekki að vinna" Verkamennirnir I verksmiðj- unni vissu ekkert fyrir vlst, en Eftirleikurinn: Fjögurra ára gamall snáði grætur, þegar Iæknir- inn tekur blóðprufu. Ef til vill verður hann alla ævi sýktur af óskapnaðinum. En skyldu stjórnendur hins gróðafikna alþjóða- fyrirtækis taka þátt i sársaukagráti drengsins? þeir vildu fá skýringar á ýmsu sem þeim fannst grunsamlegt. Eftir itrekaðar beiðnir um fund, þá fengu þeir loks það svar, að stjórnin væri of upptekin til að sinna beiðni þeirra. En á miðvikudegi átti sam- kvæmt venju, að vera hinn reglulegi fundur stjórnarinnar og verkamannanna. Fundinum frestaði stjórnin og á föstu- deginum þann 16. ávað ráö verkamannanna a& leggja niður vinnu, en ekki fyrr en stjórn- endurnir hefðu kallað þá hrædda og aö þeir væru aðeins að leita að ástæðu til að stöðva framleiðsluna. Þegar þessar ásakanir voru settar fram, þá voru stjórnendurnir samt búnir að fá fulla vitneskju um dioxin- ið. Loksins ein- hverjar aðgerðir Það tók aðra viku, að taka einhverjar ákvarðanir af al- vöru, en á meöan haföi eitriö dreifzt suður á bóginn. Föstu- daginn 23. júll varaði Icmesa heilbrigöisyfirvöldin við þvl, að þau þyrftu að grlpa til áhrifa- rlkari aðgeröa og mæltu þeir með áætlun I fjórum liðum: Tafarlaus brottflutningur fólks af menguðu svæðunum, banna að snerta mengaða hluti og þá Þann 15. júlí síðastliðinn tóku íbúar lítils ítalsks þorps eftir, að einkennilegt ský rauk upp úr nólægri efnaverksmiðju. I fyrstu var allt sem óður, en svo komu brunasórin, uppköstin, meltingartruflanirnar og sórsaukinn. í dag eru alltaf að koma í Ijós fleiri og fleiri afleiðingar, sem eiturskýið hafði í för með sér. Og komandi framtíð á eftir að sýna margt enn verra, ævilangt heilsuleysi jafnt sem vansköpuð sérstaklega föt, banna að borða grænmeti I héraðinu og skipu- lagt kerfi heilbrigðisgæzlu. Þremur dögum slöar fóru heil- brigðisyfirvöldin að ráðum fyrirtækisins og komust þau þá að þvl, að megunin hafði dreifzt lengra suður á bóginn en búizt hafði verið við. Flytja með sér mengunina En sú ákvörðun, að flytja fólkið brott af svæðinu er alls ekki einföld I framkvæmd. Fjöl- skyldurnar fara I fötunum sln- um og bllum. Enda þótt húsgögn og stærri húsmunir hafi verið skildir eftir, þá hefur fólkinu verið leyft að taka með sér dýr- mætari hluti. Og allt þetta er mengað. Vandamálið: Dioxin Vandamálin, sem ítalir horf- ast nú I augu við, eru gifurleg. Læknar vita ekki enn, hvort, ein- kennin, sem fólkið I þorpinu ber, hafi orsakazt vegna dioxinsins eða trichlorophenolsins. Afleið- ingar dioxinsins geta verið að koma fram I fleiri ár. Enda þótt fólk sé óskaddað I dag, þá geti það farið að finna fyrir erfið- leikum eftir tiu til tuttugu ár. Annað vandamál er, að enginn veit hvernig á að hreinsa svæði, sem hefur mengazt af dioxin. Það er sennilega nær útilokaö að eyða þvi meö einhverju ööru efni. Ekki er hægt að brenna það, þar sem eiginleikarnir fara ekki að eyöileggjast fyrr en hit- inn er kominn upp I 800 gráður (C). Dr. Anne Walker, sem meö- höndlaði sjúklingana I slysinu i Bretlandi sagöi: Ég mundi flytja alla á brott af sýkta svæð- inu og ekki leyfa þeim að taka neitt með sér — ekki einu sinni fötin þeirra. Þá myndi ég girða svæðið af og hafa það lokað um alla komandi framtið, ef nauð- synlegt veröur. Aðeins á þennan hátt er hægt að útiloka frekari mengun af völdum þessa hættu- lega efnis. Þýttog endursagt: MÓL. Dro ttning blómanna Rósin hefur haft margvislegu hlutverki að gegna í gegnum aldirnar. I aldaraðir hefur hún verið talin tákn konunnar, ástarinnar, frjóseminnar og virðingarinnar Efra rósaafbrigðið er bandartskt og er fölbleikt. Það hefur veriö nefnt eftir. Elizabetu Bretadrottnincu II. Það neöra kemur frá Hol- landi, er bleikt og lyktarlaust og hefur verið nefnt eftirFabióiu drottningu. Það þykir víða ekki ýkja merki- legur garður, sem ekki hefur rós- ir og hver sem á einhvern blett i kringum húsið sitt, leggur allan sinn metnað i að rækta fegurstu rósirnar i hverfinu. Rósarækt- endur græða nú meira en nokkru sinni fyrr á nýjum rósaafbrigð- um, og er það merki um það að rósin, sem flutt var til okkar frá Austurlöndum, er enn sem fyrr vinsælasta garðblómið. Ekkert annað blóm hefur skákað henni þar um aldaraðir. „Rósin er fegurst allra blóma”, mælti griska skáldkonan Saffó frá Lespos, sem uppi var 600 árum fyrir Krist. Og vist er, aö yfir- gnæfandi meirihluti samtima- manna hennar hefur verið henni fyllilega sammála um það. Þjóðin elskaði þessa jurt með rauðu og hvítu blómunum, dáði hana sem tákn konunnar, ástarinnar, frjó- seminnar og virðingarinnar. Frá þeim tima hefur litið breytzt I þeim efnum. Nú,eins og fyrir 2500 árum,eru fegurstu rósaafbrigðin tileinkuð frægum, fögrum eða grimmum konum, Þannig eru nú til rósir, sem bera nafn hollenzku krónprinsessunnar Beatrix, bandarisku blökkukonunnar Angelu Davis og israelsku leik- konunnar Daliah Lavi. Ekkert leyndarmál hvers vegna Adenauer varö svo langlifur. Sumum karlmönnum áskotnast einnig stundum sá heiöur, að rósaafbrigði eru nefnd eftir þeim. Einn þessara manna er fyrsti vestur-þýzki rikiskanslarinn dr. Adenauer. Hann var sjálfur mik- ill áhugamaöur um rósarækt og stundaði það I frístundum sínum. Abyrgir vlsindamenn vilja llka þakka það þessari tómstundaiöju hans það, hvers vegna hann náði svo háum aldri. ,,Sá sem ann rós- um, lifir lengur” fullyrti dr. Kurt Jeremias, dósent við grasafræði- stofnun háskólans i Stuttgart. Hann rökstyður þessa undarlegu staðhæfingu sina með þvi að segja, rósirnar láta frá sér ör- smáar agnir, sem eyöa skaðleg- um örverum, sem eru I loftinu. Rósin varð viðfangsefni skálda kynslóð eftir kynslóö, ástfanginna bréfritara og þjóðlagasöngvara. Hún var uppistaðan i fegurstu ljóðum hennar og heitustu ástar- bréfunum. Ungir menn I Róm til forna voru lika vanir að kalla stúlkuna sína „mea rosa” (Rósin min) og má enn á okkar dögum heyra þetta ástaryrði notað. 1 Forn-Grikklandi var talið að Afródita, ástargyðjan hefði skap- að rósina. Þegar hennar heitt- elskaði Adonir særðist til ólifs á villisvinaveiðum, flýtti hún sér til þess staðar sem hann lá og — upp af blóði hans og tárum hennar, segja grisku goðsagnirnar, spratt blóðrauð ilmandi rós. Af þyrkingslegum runnum — fegurstu rósir okkar tima. Hvaðan rósin kom upphaflega vissu lærðir menn ekki fyrr en á okkar dögum. Talið er nú, að heimkynni hennar sé Mið-Asia og að hún hafi komið þaðan yfir Iran, að löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins og til Grikkja og Rómverja, sem hófu hana strax til skýjanna. Fljótlega spruttu upp meðal þeirra ýmsir siðir og venjur i kringum rósina. Hjá Grikkjum urðu að vera rósir við hverja hátiðlega athöfn og Rómverjar átu hana, — sykraöa. Þegar egypzka drottningin Kleópatra fór á fund ástvinar sins, Marcusar Antoniuasar á Sikiley, árið 42 fyrir Krist, sló hún upp mikilli veizlu honum til heið- urs, og var gólfið I veizlusalnum alþakið rósum. Mun þessi veizla hafa kostað drottninguna stórfé. Meira að segja i drykkjuveizl- um og svallveizlum Rómverja var rósin ómissandi. Margir róm- verskir höfðingjar báru rósa- kransa um höfuð sér, því þeir trúðu þvi að við það þyldu þeir betur vin og gætu drukkið meira, áður en þeir misstu vit og rænu. Þá átti rósailmurinn að yfirbuga vinstækjuna. Meðal Rómverja var rósin einnig merki þagnar- innar, en blöðin á blómkrónunni loka innra hluta blómsins og minnir á munn með lokuðum vör- um. Þegar rós var fest á loft I her- bergjum og matsölum, táknaði það, að allt tal inni I viökomandi herbergjum væri trúnaðarmál. Að tala — sub rosa — þýddi aö segja eitthvað ekki berum oröum. Og reyndar eru lika enn i dag margir skriftaklefar i kaþólsk- um kirkjum skreyttir afskornum I rósum. Karl mikli keisari (742-815), flutti rósina til Mið-Evrópu, og næsta samtimis hófst rósarækt i klaustrum. Munkarnir ræktuðu sln eigin afbrigði, en hjá þeim var hún ekki notuð til skreytinga, heldur var hún lækningajurt. Og þá var rósavökvinn sérlega eftirsóttur. Honum var tappað á litlar flöskur og seldur og gegndi þvi hlutverki að vekja konur sem fallið höfðu I ómegin til meðvit- undar. 1 nafni rósarinnar var háð grimmileg styrjöld. Gerðist það á miðöldum I Englandi. Lancaster fjölskyldan, sem hafði rauða rós sem skjaldarmerki og York fjöl- skyldan, sem hafði hvita, börðust i tuttugu og sex ár um ensku krúnuna, og lá nærri að þær hefðu útrýmt hvorri annarri i þessari orrahríð. Var strið þetta kallað Rósastriðið. Þvi lauk árið 1486, þegar Hinrik afTudor af Lancast- er ættinni, kvæntist Elisabetu af York og var krýndur sem Hinrik VII. 1 hinu nýja skjaldarmerki konungsættarinnar voru báðar rósirnar, sem att höfðu fjölskyld- ium saman: hvita rósin, sem var minni var látin hvila inn i þeirri rauðu. Rósirnar, sem við þekkjum I dag, hafa litið sameiginlegt meö rósum miððaldanna. A öldinni sem leið, kom skipstjóri seglskips með fjóra þyrkingslega runna með sér heim frá Kina. Atti þetta eftir að valda byltingu i riki rós- anna, sem steypti hinni ilmandi drottningu af stóli. Þetta voru vaxtarsprotar Kinarósarinnar. Rósirnar, sem fyrir voru höfðu þann galla, oð blómgunartimi þeirra var stuttur — aðeins hásumarið. Það voru mjög fá afbrigði, sem blómguðust i annaðsinn á haustin. Með þvi að kynbæta þær með græðlingunum frá Kina, komu fram afar lit- skrúðug og fögur afbrigði. En sá galli fylgdi gjöf Njarðar. að við þetta hvarf ilmurinn að mestu. og þær rósir, sem i dag eru dáðar vegna lita sinna, eru nær lyktar- lausar. Svarta rósin: Hvenær kemur hún fram á sjónar- sviðið? Þrátt fyrir þetta halda garð- yrkjumenn áfram að gera kyn- bótatilraunir i leit að nýjum af- brigðum. I margar aldir hafa þeir leitazt við að fá fram svart af- brigði, en enn hefur það ekki tek- izt fullkomlega. Að visu eru nokk- ur afbrigði af dumbrauðum rós- um, sem eru svo dökkar að fljótt á litið virðast þær svartar. Sérlega vel heppnuð afbrigði eru mikils virði. Hæsta verð, sem fengizt hefur fyrir rósir fékk enski áhugaræktandinn William Fracis Bennet að nafni áriö 1883. Honum hafði tekizt af fá fram fagurt afbrigði af rauðri rós — te- rósinni — og seldi hana ameriskri blómaverzlun fyrir fimm þúsund dali sem samsvarar nú 1.5 milljón króna. (Þýtt og endursagt JB).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.