Tíminn - 28.08.1976, Side 7
Laugardagur 28. ágúst 1976
TÍMINN
7
ffttsitni
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús-
inu viö Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur f
Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
; gjaldkr. 1000.00 á mánuöi. ' Blaöaprenth.f.
Fjórðungsþing
Norðlendinga
í byrjun næstu viku verður fjórðungsþing Norð-
lendinga haldið á Siglufirði. Þar verður einkan-
lega fiallað um samgönguáætlun fyrir Norður-
land, byggðaáætlun fyrir Norðurland vestra og
orkumarkað á Norðurlandi, og auk þess norð-
lenzka iðnþróun, útgerðarmál, byggðaáætlanir
fyrir sveitir og framtið Hólastaðar.
Fjórðungssamband Norðlendinga hefur nú
starfað rif þrjátiu ár og gerzt athafnasamt i
mörgu. Á vegum þess hafa verið gerðar margvis-
legar kannanir á norðlenzkum málefnum, sem
miklu varðar, að sveitarstjómarmenn og aðrir
forystumenn fjórðungsins geti glöggvað sig sem
bezt á, og einu sinni til tvisvar sinnum á ári hefur
það efnt til funda og þinga, þar sem hver mála-
flokkurinn af öðrum hefur verið ræddur og brotinn
til mergjar. Á þessum fundum hefur tekizt kynn-
ing og oft samstaða manna úr byggðarlögum vitt
um Norðurland, þar hefur mönnum gefizt þess
kostur að átta sig fljótar og betur en ella hefði orð-
ið á margvislegum viðfangsefnum, og þar hafa
þeir þjappað sér saman til baráttu fyrir nauð-
synjamálum, sem þess eðlis em, að flestir eða
allir geta þar lagzt á eina sveif.
Það er engum efa bundið, að Fjórðungssamband
Norðlendinga, sem og önnur hliðstæð samtök i öðr-
um landshlutum hefur orðið til mikillar nytsemd-
ar, og ekki hvað sizt hefur það stóraukið skilning
manna á þvi, að fyrst og fremst verður heimafólk
að vaka á verðinum, halda sinum málum fram
sjálft og fylgja þeim fast eftir, ef það vill ekki
dragast aftur og verða hlunnfarið á skiptavelli
þjóðfélagsins.
Þessi samtök eru þeim mun nauðsynlegri þeim
landshlutum, sem i fjarlægð eru við Faxaflóa, að
svo til allt vald i fjármálum og stjómsýslu eru
þeim viðs fjarri, og eðli málsins samkvæmt er
mikil þörf á mótvægi i vökulum samtökum með
yfirsýn, frjóar hugmyndir og talsverða tækni i
málafylgju.
Morð ó morð ofan
Menn setur hljóða. Á undanfömum árum hefur
hvert morðið rekið annað, og þar á ofan koma svo
grunsamleg mannshvörf. Flestir hafa trúlega von-
að, að mælirinn væri fullur. En svo er ekki, I sum-
ar hefur fyrst tekið steininn úr. Alda ofbeldisverka
hefur risið enn hærra en áður.
1 júlimánuði var maður myrtur i Kópavogi.
Fyrir fáum kvöldum var öðmm bjargað meðvit-
undarlausum og illa leiknum úr klóm árásar-
manna við eitt veitingahús bæjarins. Og nú finnst
kona með áverka látin i ibúð við Miklubraut, og
virðist ekki vafi leika á þvi, að hún hafi verið ráðin
af dögum.
Á hvaða leið erum við og hvað veldur þessum ó-
sköpum? Það er ekki aðeins, að fólk sé ekki óhult
lengur eitt sins liðs á götum Reykjavikur og ná-
grannabæjanna að kvöldlagi eða næturlagi, heldur
getur fólk lika verið i lifshættu af völdum sam-
borgaranna i húsum inni um miðjan dag.
Til skamms tima þekktu Islendingar slikt aðeins
af afspurn i útlendum stórborgum. Nú grefur þessi
villimennska um sig meðal þeirra sjálfra. —JH
Róbert Dole:
Ford valdi baróttumann
sem varaforsetaefni sitt
Þaö þýöir ekki annaö fyrir Carter en aö hvila sig vel fyrir átökin viö þá fótboltamennina
Dole og Ford.
Robert Dole — maöurinn er
Ford forseti valdi sem vara-
forsetaefni sitt — er sagöur
styrkja framboö Repú-
blikanaflokksins á marga
vegu. Hann er talinn nægilega
hægri sinnaöur, svo aö stuön-
ingsmenn Ronald Reagans
geta sætt sig viö hann, en þó
svo sveigjanlegur, aö miöju-
mennirnir séu ánægöir. Þaö er
ef til vill mikilvægara, aö Dole
kemur til meö aö styrkja Ford
á þeim svæöum, sem hann
reyndist vera veikastur i for-
kosningunum — á land-
búnaöarsvæöunum i Miö-
Vesturrikjunum. Þá er Dole
mikill baráttumaöur,
annálaöur fyrir hörku, en þó
ævinlega trúr flokki sinum.
Robert J. Dole eí fæddur 22.
júli 1923 I Kansas-fylki
næst-elztur fjögurra systkina
og haföi móöurætt hans búiö I
Kansas allt frá timum villta
vestursins. Faöir hans var
millistéttarmaöur, ekki rikur,
en komst þó vel af. Hann rak
þar rjóma- og eggjasölu og
var sagöur mikill vinnuþjark-
ur.
Þaö kom snemma i ljós, aö
Robert Dole — eöa Bob Dole
eins og hann var þá nefndur —
var mikill baráttumaöur, en
hann spilaöi bandariskan fót-
bolta, þótt hann yröi aldrei
eins góöur og Ford forseti.
Eftir menntaskólanám
stundaöi Bob Dole nám i tvö ár
viö háskólann i Kansas, en þá
skall striöiö á. Hann og bezti
vinur hans, Bud Smith, létu
þegar skrá sig. Smith varö
flugmaöur á Kyrrahafsvig-
stöövunum og var skotinn niö-
ur nálægt Japan. Bob Dole
slapp betur, enda þótt hann
hafi ekki sloppiö viö minjar
frá striöinu. Þaö var aöeins
þremur vikum fyrir striöslok,
aö hann tók þátt i árás á þýzkt
vélbyssuhreiöur, þráttfyrir aö
honum hafi veriö boöiö aö
sleppa viö árásina, þvi hann
haföi særzt 10 dögum áöur.
Meöan á árásinni stóö, sprakk
handsprengja viö hliöina á
honum og má telja þaö mesta
mildi aö Dole hafi sloppiö lif-
andi.
140 mánuöi var hann sendur
milli spítala, lamaöur á hand-
leggjum og fótleggjum. Smátt
og smátt náöi hann sér þó og i
dag er þaö aöeins hægri hand-
leggur Doles, sem er lamaöur.
1948 giftist Dole sjúkra-
þjálfara, sem hann haföi
kynnzt meöan á sjúkradvöl
Dole og Ford
hans haföi staöiö. Hún heitir
Phyllis Holden og reyndist góö
aöstoö, þegar Dole fór aftur I
háskóla, þvi allt varö aö skrifa
fyrir hann á þeim tima. Þau
eignuöust eina dóttur áriö
1954, en fyrir fjórum árum
skildu þau.
Eftir aö Dole haföi náö sér
eftir meiöslin frá striöinu, fór
hann aö klifa upp metoröa-
stigann. Hann varö saksókn-
ari i heimabæ sinum, en 1952
haföi hann lokiö lögfræöiprófi.
1960 fór hann aö lita betur
kringum sig og áriö eftir fór
hann i framboö til fulltrúa-
deildar þingsins, og sigraöi.
Á þingi var Dole sifellt aö
leita aö stuöningsmönnum
fyrir stefnu sina I land-
búnaöarmálum, sem voru
hans áhugamál. Þaö var þá,
sem hann kynntist ungum
upprennandi stjórnmála-
manni — Gerald Ford aö
nafni.
1 morgunveröaboöi nýlega
sagöi Ford svo frá: 1 júni 1965,
þegar ég haföi ákveöiö aö
stefna aö sæti leiötoga minni-
hlutans i þinginu, þá kom Bob
Dole meö þrjá mikilvæga og
áhrifamikla þingmenn frá
Kansas. Ég reyndi mitt bezta
til aö segja þeim hvers vegna
ég ætti aö veröa leiötogi
minnihlutans. Þeir fóru út.
Engar athugasemdir.
Daginn eftir greiddu þeir at-
kvæöi. Ég vann meö 73 gegn
67, og alltaf siöan hefur Dole
veriö aö segja: Kansas geröi
þaö.
Eins og áöur sagöi, þá hefur
Dole alltaf veriö trúr flokkn-
um. Þaö munaöi ekki miklu,
aö þessi hollusta hans yröi
Dole dýrkeypt meöan á
Watergate-málinu stóö. Þá
varöi hann Nixon fyrrum for-
seta af öllum mætti og úthúö-
aöi þeim, sem gagnrýndi Nix-
on. Dole tapaöi þó ekki á
þessu, þegar þaö kom i ljós, aö
hann var meö öllu ótengdur
málinu. Hitt er þá frekar, aö
hann hafi hagnazt.
í kosningunum 1974, þegar
Dole bauö sig fram i annaö
sinn til öldungardeildarinnar,
þá haföi hann nóg af
vandamálum. Watergate var
enn i hugum manna, og repú-
blikanar þvi ekki vinsælir,
hann var nýskilinn og þar aö
auki var keppinautur hans
meöal beztu manna demó-
krata. Þrátt fyrir þetta allt fór
Dole meö sigur af hólmi, þann
11.1 röðinni af 11 mögulegum.
En nú er spurningin hvort 12.
kosningarnar fari á sama veg
og allar hinar.
MÓL tók saman