Tíminn - 01.09.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.09.1976, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 1. september 1976 TÍMINN 7 Halldór Kristjónsson: DAGBLADID OG SPILLINGIN 1 Dagblaöinu 28. ágUst er for- ustugrein meft nafninu Spilling- in I Framsókn. Inn I greinina er felld mynd af Hauki Helgasyni, ritstjórnarfulltrúa. I upphafi greinarinnar segir: „I umræöum á vinnustööum og i heimahúsum um hin marg- vislegu fjársvikamál eru oft nefndir menn, sem sitja nálægt kjötkötlunum I Framsóknar- flokknum. Suma þessara manna hefur almannarómur vafalaust ranglega fundiö seka. Engu aö siöur er ljóst, aö spill- ingaröflin hafa einna helzt at- hafnaö sig I þessum flokki og kemur margt til.” Þaö er sjálfsagt gert af lævislegri undirhyggju aö sýkna einhverja ótilgreinda flokks- menn. Meö þvi vill höfundur fá á sig svip hógværöar og hófsemi, enda ekki nauösynlegt aö viö séum allir beinlinis glæpamenn. Hitt veröur aöalatriöi I máli hans: Engu aö siöur er ljóst aö spillingaröflin hafa bezt athafn- aö sig I þessum flokki: Hvernig er þaö nú ljóst? Þaö er engin furöa þó aö ein- hverjir Framsóknarmenn séu nefndir ,,I umræöum á vinnu- stööum og I heimahúsum.” Skyldi greinarhöfundur ekkert vita um þann róg sem rekinn hefur veriö I vetur? Skyldi hann ekki vita, aö for- maöur flokksins hefur veriö borinn þeim sökum aö hafa not- aö ráöherravald sitt til aö tor- velda rannsókn sakamála? Skyldi honum vera ókunnugt um þær kenningar, aö Fram- sóknarflokkurinn hafi haft tekj- ur af ýmiss konar fjársvika- starfsemi og forustumenn hans noti völd sln og áhrif til aö vernda ýmiss konar sakamenn? Veit hann ekki, aö þessi áburöur hefur veriö fluttur svo ljóst og opinbert, aö sagt hefur veriö aö ráöherrra ætti aö biöjast lausn- ar vegna hans? I þessari herferö hefur margt veriö sagt umfram þaö sem fram er komiö á prenti. Hér gildir enn þaö, sem Þorsteinn Erlingsson oröar svo snillilega: Þó flest væri gleypt sem var logiö og lágt var lifandi sleipt á þvl taki, aö finna hvaö kleift var aö hafa yfir hátt og hverju yröi dreift út aö baki. Hér hefur mörgu þvl veriö dreift út aö baki sem ekki hefur enn þótt kleift aö hafa yfir hátt. Og nú treystir Haukur þvl aö tlmabært sé aö segja: Engu aö siöur er ljóst. Þaö er sennilega ástæöulaust aö spyrja, hvaö átt sé viö þegar talaö er um þá, sem sitja nærri kjötkötlunum I Framsóknar- flokknum. Viö skulum ekki elt- ast viö þaö aö sinni. Hvernig reynir svo rit- stjórnarfulltrúinn aö gera kenn- ingu sina sennilega? Hann segir: „Flokkurinn er hugsjóna- snauöastur Islenzkra stjórn- málaflokka.” og „Þó eimir eftir af hugsjónum I öllum flokkanna nema Framsókn.” „Framsóknarflokkurinn byggöi á samvinnuhugsjón. Þessi hugsjón átti nokkurt er- indi til bænda I byrjun aldarinn- ar, en hún er dauö fyrir löngu.” Þessi ummæli eru svo furöu- leg aö ástæöa er til aö stanza viö þau. Höfundurinn veit ekki, aö svo aö segja öll afuröasala bænda er rekin á samvinnu- grundvelli. Hann veit ekki, aö samvinnuhugsjónin lifir og ber ávexti I hverju einasta mjólkur- búi landsins. Hann veit ekki, aö sigur samvinnustefnunnar er m.a. sá, aö kalla má aö lengi hafi rlkt friöur um vinnslu og sölu landbúnaöarafuröa. Fram- leiöendur standa þar ekki I strlöi viö vinnslustöövarnar, og hefur þó veriö reynt aö vekja þar tortryggni og ófriö meö rægimálum. Samvinnuhuesión- in í framkvæmd hefur komiö I veg fyrir þann ófriö. Nú er þaö ekki tiltökumál, þó aö framhleypinn og grunnfær gasprari auglýsi fávizku sina um Islenzkt þjóöfélag meö þvl aö fullyröa aö samvinnuhug- sjónin sé dauö. Hitt er eftir- tektarvert, aö blaö, sem eitt þykist vera þess umkomiö aö leiöa þjóöina á veg sannleikans, skuli láta svo fávlsan angur- gapa tala I slnu nafni. En hér mun þó allt á eina bókina lært. Hrokinn og grobbiö um hina óháöu þjónustu viö sannleikanri rls af ótraustum grunni. Jónas Kristjánsson og Haukur Helga- son eru orönir aö athlægi I þvi endurlausnarhlutverki sem þeir þykjast gegna. Leiöarahöfundur segir, aö öll- um ætti aö vera augljóst aö samvinnustefnan „er ekki leng- ur hugsjón, sem byggja má stjórnmálahreyfingu á”. Ef ég tryöi þvi aö Haukur gæti eitthvaö lesiö sér til gagns myndi ég ráöleggja honum aö lesa ritgeröir Jóns forseta I Nýj- um félagsritum um verzlunar- mál. Mér sýnist, aö enn vanti mikiö á aö hugsjónir forsetans I verzlunarmálum séu komnar I framkvæmd. Sé ég þó ekki betur en hann hafi metiö þaö rétt, aö verzlunin þyrfti aö vera félags- verzlun, svo aö hún yröi sann- gjörn og réttlát. Kaupmennirnir á lsafiröi og Flateyri voru miklir vinir Jóns Sigurössonar og stuönings- menn. Meö ýmsu móti styrktu þeir hann og starfsemi hans. Hann fór lika viöurkenningar- oröum um þá sem kaupmenn. Þeir legöu stund á vöruvöndun, fylgdu framleiöslunni eftir utan, kynntu sér af eigin raun markaösmálog óskir kaupenda. En þrátt fyrir þetta kvaö hann þaö furöu, aö bændur heföu ekki myndaö félög utan sllka menn. Hann kallaöi þaö aö lands- menn létu sig ár eftir ár flæöa á sama skerinu, þegar þeir létu sér nægja aö skipta viö þann kaupmanninn, sem bezt byöi I þaö og þaö skiptiö, I staö þess aö mynda eigin samvinnufélög um verzlunina. Leiöarinn I Dagblaöinu segir aö Sjálfstæöisflokkurinn eigi hugsjón einkaframtaksins. Lát- um þá hugsjón blöa sem um- ræöuefni. Flokkarnir, sem kenna sig viö alþýöu eru sagöir eiga hugsjón sóslalismans. Mér viröist aö munurinn á hugsjón sóslalismans og sam- vinnustefnunnar sé meira um aöferöir en úrslit. Munurinn á rlkisverzlun og kaupfélagi ligg- ur ekki þvi, aö gróöinn eigi ekki aö veröa almenningseign I báö- um tilfellum. Annaö á aö vera ríkisforsjá, boöin og byggö upp aftan frá. Hitt byggir á samtök- um almennings, byggöum upp neöan frá. Ég er framsóknar- maöur og legg hugsjón sam- vinnustefnunnar til grundvallar I minni pólitlk vegna þess, aö mér finnst hún bezt minna menn á aö gera kröfur til sjálfra sln jafnframt þvl aö þeir heimta rétt sinn. Þaö er rétt, þótt þaö standi i Dagblaöinu, aö menn ganga stundum I stjórnmálaflokka til aö hafa gott af þeim. Hitt er fjarstæöa, aö þaö gildi sérstak- lega um Framsóknarflokk- inn. Sú kenning er þó samboöin óvitum, sem halda aö hugsjón samvinnustefnunnar sé dauö og gæti nú hvergi I þjóöfélaginu Is- lenzka. Svo langt sem ég man hafa menn ööru hvoru oröiö uppvlsir aö misferli og ýmiss konar auö- gunarbrotum. Ég held aö þaö hafi hent menn 1 ýmsum stjórnmálaflokkum. Mig rámar I þaö, aö menn sem fylgdu Sjálf- stæöisflokknum hafi veriö viö- riönir lagabrot, og mér finnst vorkunnarmál þó aö Alþýöu flokksmenn séu ekki alveg lausir viö grunsemdir um aö f jái sé stundum aflaö ólöglega. Ég hef aldrei hugsaö mér aö þaö væri fyrirfram vlst, aö allir kjósendur Framsóknarflokks- ins væru algjörlega flekklausir menn. Ég veit aö þaö eru margir ráövandir menn I öllum flokk- um — en llka misjafn sauöur i mörgu fé. Ég mótmæli þeirri fjarstæöu, aö samvinnuhug- sjónin sé dauö og framsóknar menn eigi sér enga pólitiska llfsskoöun. Hitt veit ég, aö I mörgum fjöldasamtökum, svo sem samvinnufélögum, stéttar- félögum og stjórnmálaflokkum eru alltaf margir óvirkir, og I þvi liggur hætta fyrir lýöræöi og frelsi. Og mig hryllir viö þvi hversu mikla götusölu er hægt aö fá fyrir sorpblöö, sem eink- um eru til þess fallin aö villa um fyrir mönnum. Auövitaö er þrifnaöur aö þvi, ef Dagblaöiö drepur Mánudags- blaöiö, en afturför er þaö samt, aö hafa 6 sorpblöö á viku þar sem áöur var eitt. Spiffingin í Framsókn í umræðum á vinnustöðum og í heimahúsum um hin margvísleg- ustu fjársvikamál eru oft nefndir menn, sem sitja nálægt kjötkötl- unum í Framsóknarflokknum. Suma þessara manna hefur al- mannarómur vafalaust ranglega fundið seka. Engu að síður er ljóst að ingaröflin hafa einna bezt getað athafnað )essum flokkiog kemur þarmarsUtil. spill- sig í „Martin Fern" eftir Leif Panduro verður leikrit vikunnar Fimmtudaginn 2. september kl. 20.35 veröur flutt leikritiö „Martin Fern” sem byggt er á sögu eftir Leif Panduro, „En mand fra Danmark”. Mats Arehn hefur samiö útvarpsgerö leiksins. Þýöinguna geröi Torfey Steinsdóttir, en GIsli Alfreösson er leikstjóri. Leik- endur eru: Bessi Bjarnason, Halla Guömundsdóttir, Erling- ur Gíslason, Margrét Guö- mundsdóttir, Randver Þorláks- son, Herdls Þorvaldsdóttir o.fl. 1 leikritinu segir frá „miö- aldra” manni Martin Fern, sem misst hefur minniö I bllslysi og dvelur á hjúkrunarhæli. Hann heldur þvl fram, aö hann sé alls ekki Fern, þótt aörir reyni aö fullvissa hann um þaö. Martin strýkur af hælinu og fer aö kynna sér „fyrra llf” sitt, en er ekki alls kostar ánægöur meö þau kynni, enda fer margt ööru- visi en hann ætlar. Þetta er sálrænt leikrit, viö- kvæmt á köflum, og lýsingar á sálarástandi manns eins og Martins viröast næsta trúverö- ugar. Viö erum I vafa allt frá byrjun til enda, hvort þessi maöur sé I rauninni þaö sem aörir segja hann vera. Leif Panduro er fæddur á Friöriksbergi I Kaupmannahöfn áriö 1923. Hann stundaöi nám I tannlækningum og var skóla- tannlæknir I Esbjerg 1957-’62. Ariö 1961 geröist hann lausráö- inn blaöamaöur viö „Politik- en”. Hann hefur skrifaö bæöi sögur og leikrit, ekki slzt sjón- varpsleikrit, og hafa sum þeirra veriö flutt I islenzka sjónvarp- inu. Þá hefur hann einnig skrif- aö kvikmyndahandrit. tJtvarpiö hefur áöur flutt tvö leikrit Panduros, en þau eru „Sagan af Amróslusi” (1956) og framhaldsleikritiö „Upp á kant viö kerfiö”, sem flutt var fyrr á þessu ári. Skólahús nær fullgert í Vík JH—Reykjavík. — Hér er I byggingu barna- og unglinga- skóli, þar sem starfræktar veröa þrjár unglingadeildir, og er I ráöi aö þessi bygging veröi tekin I notkun um 20. september, sagöi séra Ingimar Ingimarsson, er Tlminn ræddi viö hann i gær. Heilsugæzlustöö er I þann veg- inn aö veröa fokheld, sagöi séra Ingimar enn fremur, og tvær leigulbúöir og þrjú einbýlishús er veriö að reisa I kauptúninu. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Tónlistarskólinn i Reykjavik tekur til starfa i byrjun október. Umsóknarfrestur um skólavist er til 10. september og eru umsóknareyöublöö afhent i Hljóöfæraverzlun Poul Bern- burg, Vitastlg 10. Upplýsingar um nám og inntökuskilyröi eru gefnar I skrifstofu skólans. Inntökupróf verða sem hér segir: t tónmenntarkennaradeild fimmtudaginn 23. september kl. 1. t undirbúningsdeild kennaradeilda sama dag kl. 5. t pianódeild föstudaginn 24. september kl. 1. t allar aörar deildir sama dag kl. 5. Skólastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.