Tíminn - 01.09.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.09.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. september 1976 TlMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrlmur Glslason. Rltstjórnarskrifstofur f Edduhús- inu viö Lindargötu, sfmar 18300 —'18306. Skrifstofur I Abalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Stéttarsambands- fundurinn Eins og fram kom i ræðu Gunnars Guðbjarts- sonar á aðalfundi Stéttarsambands bænda nú i byrjun vikunnar og umræðum þeim, sem á eftir fylgdu, gætir þess talsvert meðal bændastéttar- innar, að henni finnst i sumum greinum laklega að landbúnaðinum búið. Þar á meðal er, að hærri tollar og hærri sölu- skattur skuli goldinn af þvi, sem landbúnaðurinn þarfnast, heldur en aðrir framléiðsluatvinnuvegir landsmanna, sjávarútvegur og iðnaður. Stofnlána- deildin á einnig við mikla erfiðleika að striða og það fé, sem hún hefur til ráðstöfunar, hefur nú verið verðtryggt að fjórða hluta. Taldi formaður Stéttar- sambandsins þar farið út á mjög varhugaverða braut, þar eð þessu fylgdi mikil mismunun og rang- læti. Þeir bændur sem enn hefðu ekki byggt upp hjá sér, og það væri yfirleitt fátækari hluti bænda- stéttarinnar, yrðu að sæta miklu þyngri kjörum en hinir, sem byggt hefðu fyrr og á þeim tima, þegar byggingar voru ódýrari en nú. Þetta kemur jafnvel niður á heilum byggðar- lögum, sem dregizt hafa aftur úr vegna aðstöðu sinnar — þeim hinum sömu og talað væri um að hjálpa með áætlanagerð. Sagði hann bjargfasta sannfæringu sina, að önnur leið til þess að bæta rekstrarhag stofnlánadeildarinnar væri réttlátari og skynsamlegri. Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra vék einnig að þessum málum i ávarpi, sem hann flutti á fundinum, og skýrði hann frá þvi, að hvort tveggja það, sem hér hefur verið nefnt, tolla- og skattamál bændastéttarinnar og lögin um stofnlánadeildina, væri i endurskoðun um þessar mundir. Á fundinum gætti einnig þess beygs, að mjólkur- framleiðsla drægist saman, til mikils tjóns og óhag- ræðis, og vegna sérlega óhagstæðs árferðis að sumrinu á hálfu landinu tvö ár i röð, væri fyrir- sjáanlegur mjólkurhörgull i vetur á stærsta markaðssvæðinu. Yrði ekki hjá þvi komizt að flytja mikið af mjólk af Norðurlandi til Reykjavikur með ærnum kostnaði, en það hefði aftur i för með sér stórröskun á rekstri mjólkurbúa úti á landi. Samhliða samdrætti á mjólkurframleiðslu stefndi svo að aukinni framleiðslu á kjöti, sem örðugt væri að koma i viðunandi verð, meðal annars vegna niðurgreiðslu á kjöti og margbrotnu styrkjakerfi i þeim löndum, þar sem helzt er söluvon. Skattamdlin Skriður er nú að komast á það, að skattalögin verði tekin til alvarlegrar endurskoðunar. Þau hafa verið mjög til umræðu innan Framsóknarflokksins, og þegar um miðjan ágústmánuð snéri flokksstjórnin sér bréflega til formanna allra Framsóknarfélaga i landinu og leitaði álits þeirra og ábendinga um galla núgildandi laga og lagfær- ingar, sem gera verður, svo að þau verði viðunandi. A næsta framkvæmdastjórnarfundi mun verða lögð fram tillaga þess efnis, að flokkurinn leiti til sérfróðra manna um skattamál, er myndi sam starfshóp til þess að vinna að undirbúningi nauðsynlegra breytinga fyrir næsta þing. —JH Bernharði var bjargað Góð eiginkona er gulls ígildi SlFELLTerokkuraö berast frá útlöndum fréttir af stór- felldum mútumálum, þar sem þekktir menn og áhrifamiklir eiga hlut aö máli. A siöustu árum hafa slikar fréttir reyndar oröiö svo algengar, aö fariö aö fyrnast yfir þær. Spirov Agnew, fyrrum vara- forseti Bandarikjanna, varö aö segja af sér vegna slíks máls. Þaöþurfti Tanaka, fyrr- um forsætisráöherra Japans, einnig aö gera svo og fjölda margir aörir ráöamenn i þvi landi. Og nú hafa okkur borizt þær fregnir, aö Bemharöur prins, maöur Júliönu Hollands- drottningar, hafi þegiö stór- felldar greiöslur frá banda- risku flugvélaverksmiöjunum Lockheed og i staöinn hefur hann átt aö hafa greitt fyrir viöskiptum verksmiöjanna i Hollandi. Bemharöur prins hefur nefnilega veriö i slikri aöstööu, þvi hann er ekki ein- ungis maöur drottningar- innar, heldur sat hann einnig i stjórn fjölda margra iönfyrir- tækja og siöast en ekki sizt, þá var hann eftirlitshershöföingi hins vopnaða hers Hollands. ÞEGAR bandarisk þing- nefnd hóf rannsóknir sinar á starfsaöferöum stjórnenda fjölþjóöafyrirtækisins Lock- heed, þá fóru ráöamenn viös vegar um heim aö athuga hvort ekki gæti veriö um eitt- hvaö svipaö aö ræöa hjá þeim sjálfum. En þaö var ekki fyrr en i febrúar siðastliönum, aö nefnd vár sett á laggirnar til aö rannsaka samskipti Bernharös prins og Lockheed, en þá haföi einn af forstjórum Lockheed i Bandarikjunum sagt prinsinn tengdan mútu- málunum. Hollenzka nefndin, sem var skipuð af rikisstjórninni hélt marga fundi með prinsinum, en hann neitaði stöðugt aö hafa þegiöpeningagreiöslur af verksmiðjunum. Nefndin,sem m.a.er skipuö hollenzka dómaranum I Evrópudómstólnum og einum fyrrverandi bankastjóra hol- lenzka seölabankans, hefur þurft aö leita viös vegar um heim aö sönnunum, og þaö var Bernharö. Nú ERU okkur að berast fréttir frá Þýzkalandi og Bret- landi, sem segja, að þarlendir ráöamenn hafi veriö viöriönir stórfelld mútumál á sinum tima. Ekki koma þeir til meö að sleppa jafnvel og þá munu þeir hugsa meö öfund til Bern- harðs, sem er svo vel giftur. MÓL. Júliana drottning En kona hans er vinsæl og það hefur skipt mestu máli, þegar þingmenn tóku þessa á- kvörðun. Hér höfum við dæmi um áhrifamátt almennings- álitsins. Aö dómi fólksins, þá hefur Júliana drottning fengiö sinn skerf af óhamingju. Yngsta dóttir hennar fæddist meö sjóngalla og var Júliana drottning ásökuö fyrir aö leita til vafasams andatrúarlæknis, sem átti að hjálpa dótturinni. 1965 brást næst elzta dóttir hennar meö þvi aö taka upp kaþólska trú og giftast spænskum aðalsmanni, en Spánverjar voru lengi kúgar- ar Hollands eins og viö vitum úr mannkynssögunni. Og nú upp á siökastið hafa þær fréttir borizt út, að elzta dóttir hennar sé orðin „viðriö- in” félagsskap vinstrimanna. Hún heitir Beatrix og yrði drottning, ef Júliana færi frá. Beatrix er gift þýzkum aðals- manni, sem var hermaður i síðari styrjöldinni og baröist hann fyrir nazista. Elzta barn þeirra er draigur, og ætti hann aö taka viö af móður sinni, en þá fengi Holland kon- ung i fyrsta sinn siöan 1884 — að ég held. Eins og fyrr segir, þá er Júliana drottning mjög vinsæl i Hollandi og hefur verið það siöan hún tók viö völdum 1948. Þaö bjargaöi þvi Bernharöi, en hann verður liklega undan- tekning frá reglunni i þessu sambandi. Otrúlegt má telja, að ef aörir menn verða upp- visir i Hollandi að sams konar atferli, aö þeir sleppi jafnvel. svo I siöustu viku, að þeim fannst þeir standa á svo traustum grunni, aö frekari vitna þyrfti ekki viö. t SKÝRSLUNNI erekki sagt beinlinis, aö Bernharöur prins hafi þegið mútur, en hins vegar er óútskýrt hvaö varö um eina milljón bandariskra dollara. Hins vegar er sagt, að hann hafi greinilega ekki hag- aö sér samkvæmt stööu sinni sem manni drottningarinnar. Á FUNDI hollenzka þingsins i fyrradag var íelld tiilaga nokkurra vinstrimanna þess. efnis, aö prinsinn skyldi vera saksóttur. Þessi ákvörðun er nokkuö athyglisverö, þvi að þarna er manni sleppt vjð á- kæru — aðeins vegna stöðu sinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.