Tíminn - 01.09.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.09.1976, Blaðsíða 10
10, TÍMINN Miövikudagur 1. september 1976 Miðvikudagur 1. september 1976 TÍMINN n Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi segir Sigríður Thoriacius um þing norrænu húsmæðrasamtakanna A sunnudag lauk þriggja daga ráðstefnu Hús- mæðrasambands Norður- landa að Hótel Loftleiðum, en umræðuefni hennar var Norðurlönd og umheimur- inn, matvælaauðlindir og mataræði. Matvælaskortur er eittaf aðalvandamálum meiri hluta mannkyns. íbúar jarðarinnar eru nú um 3,8 milljarðar og þeim f jölgar um 200.000 manns á hverjum sólarhring. Þótt framleiðsla matvæla auk- ist með hverju ári verður aukningin varla svo hröð að hún fylgi fólksf jölgun- inni hvað þá meira. Ef til vill er tímabært að rann- saka hvernig þau hráefni eru hagnýtt, sem land- búnaðurinn og fisk- iðnaðurinn láta okkur í té. Er sú f æða, sem húsmæður og aðrir bera á borð þrisvar eða f jórum sinnum á dag i samræmi við f ram- leiðsluna? Væri ekki unnt að breyta neyzlu manna þannig að meira magn af matvælum yrði til um- 'rááa handa þeim, sem lít- ið hafa? Sigriöur Thorlacius formaöur Kvenfélagasambands Islands tók á þinginu viö formennsku Hús- mæörasambands Noröurlanda til fjögurra ára af Elinu Wedege frá Noregi. Timinn ræddi viö Sigriöi um starfið á þinginu: — Það var m jög ánægjulegt hve þingið tókst vel. Störfin gengu ákaflega greitt, og rómaö var hve framsöguerindin fjögur voru góö. Þingi Húsmæörasambands Noröurlanda er ekki ætlað að senda út samþykktir, heldur aö móta stefnuna sem hvert sam- band flytur áfram i sinu heima- landi og samtökin i heild innan al- þjóðasamtaka. Aö þessu sinni var þó samþykkt ályktun um viö- fangsefni þingsins, og er hún árangur af hópstarfinu á þinginu og byggist einnig á tveim áskorunum frá húsmæðrasam- böndunum i Noregi og Sviþjóð, sem veröa bornarfram á þingi al- þjóöasamtaka sveitakvenna i Nairobi i Kenya á næsta ári, og hin norrænu húsmæðrasambönd- Kvenfæélagasamband tslands styðja einnig. önnur þessara áskorana er á þá leið, aö Alþjóöasamtök sveita- kvenna hvetji aðildarfélög sin til aö reyna aö breiöa út þann siö i löndum sinum, aö mæöur hafi börn sin á brjósti. T.d. ætti aö stefna að þvl, aö mæöur sem vinna úti fái tækifæri til aö hafa börn sín á brjósti. Einnig þarf aö vera á varöbergi gagnvart fram- leiðendum barnamatar, sem meö auglýsingum reyna aö fá mæöur til aö vanmeta mikilvægi móöur- mjólkurinnar. Aöildarfélögin styöji einnig tilraunir, sem stofnanir — t.d. UNICEF — gera til aö útbreiöa þann siö aö hafa smábörn á brjósti. t greinargerö meö þessari áskorun sænsku kvennanna segir, aö þótt móöurmjólkin sé bezta fæöan fyrir flest ungbörn og jafn- framt sú ódýrasta, þá hafi samt færri og færri konur I heiminum börn sin á brjósti. Auðugar konur i iðnþróuöu löndunum tóku fyrstar að gefa börnum slnum pela, og hann varö meira aö segja e.k. stööutákn. Þvi miður hefur þessi siður breiðzt út til þróunar- landanna, en þar hefur fólk litil efni á aö kaupa þurrmjólkurduft, og auk þess er pelinn oft börnum þar lifshættulegur. Þar er mjög erfitt — og stundum ógerlegt — aö halda pelanum hreinum. Mjólkin skemmist auöveldlega, barnið fær niöurgang, nýtir ekki fæöuna og veröur vannært. Svö mörg voru þau orö. Alyktunin, sem samþykkt var á á þinginu hérna var hins vegar á þá leiö, aö — Ráöstefna Húsmæörasam- bands Norðurlanda, haldin I Reykjavik 1976, hvetur öll lands- sambönd sln og félaga þeirra til aö vinna aö þvl: 1) aö vernda og viöhalda mat- vælaauölindum landa sinna 2) aö móta mataræöi sitt og neyzluvenjur I samræmi viö matvælaauölindir jaröar og matarþörf mannkynsins. 3) Ennfremur leggur ráöstefnan til aö landssamböndin sendi rikisstjórnum sinum tilmæli um aö aöstoö viö þróunarlönd- in beinist fyrst og fremst að: a) öflun vatns og áburöar b) kennslu I skipulagningu fjöl- skyldustæröar c) frummenntun i skólum Konur hugsa fyrst um manneskjuna síðan fjár- muni — Hafa þing Húsmæðrasam- bands Norðurlanda áður tekið svo umfangsmikil og knýjandi mál tii umræðu? — Viö álitum okkur ekkert mannlegtóviðkomandi. A þinginu i Stokkhólmi fyrir tveim árum var umræöuefnið Hvað veröur um náunga minn? Þar var m.a. Sólveig öye ásamt stjórn Húsmæörasambands Norðurlanda: Elin Wedege frá Noregi, Bitten Petersen frá Danmörku, Sigr. Thorl., Margareta Ehrwrooth formaður sænsku Marthasamtakanna I Finnlandi, Birgitta Bröckl frá finnsku Marthasamtökunum og fyrir framan þær Gullan Brannström formaður hús- mæðrasamtakanna Heimili og samfélag I Sviþjóð. rætt I þessu sambandi um Norðurlönd og umheiminn, laga- lega stöðu fjölskyldunnar I nú- timanum, stööu fjölskyldunnar félagslega séð, rétt fjölskyldunn- ar til samfélagslegrar aöstoöar til aö gegna umönnunarhlutverkinu. Af þessu sést aö viö veljum okk- ur ekki staöbundin verkefni. En þetta eru allt mál, sem konur verða aö gera sér grein fyrir, sem jafnábyrgir þjóðfélagsþegnar og karlmenn. Ef þaö er tilfellið aö viö hugsum eitthvað ööruvlsi en karlar gera og lltum málin frá ööru sjónar- horni en þeir, þá á það aö koma fram á svona ráöstefnum og móta niðurstöður okkar. — Telur þú aö konur geri það? — Já, mér finnst aö almennt muni konur betur "eftir manneskjunni sem slikri, þær byrji fremur á manneskjunni en endi á fjármununum. En þótt ég vilji ekki alhæfa hvorki um konur né karla finnst mér aö karlmönn- um a.m.k. sumum hverjum hætti til að byrja á fjármununum og taka manneskjuna næst. — Og það var mikil þátttaka í þinginu. — Já þaö var fullskipaö en 150 erlendum þátttakendum var boöið aö koma. Aöur haföi Hús- mæörasamband Noröurlanda stór þing á fjögurra ára fresti og féll það siöasta af þvi tagi sem halda átti I Danmörku 1972 niöur vegna ónógrar þátttöku. Þá var ákveöiö aö hafa styttri vinnuþing meö takmarkaöri tölu þátttak- enda,og jafnframtaðþau yröu aö halda á tveggja ára fresti svo að starf sambandsins og aðildar- félaganna yrði lifandi. Þaö var sérstaklega ánægjulegt aö fá hingað fulltrúa frá Græn- landi og Færeyjum, en konur þaöan hafa ekki sótt þing sam- bandsins hingað til. Norræni menningamálasjóðurinn veitti styrk til þinghaldsins aö þessu sinni, og var honum m.a. varið til aö gefa fulltrúum húsmæöra frá þessum frændþjóðum tækifæri til að taka þátt i samstarfi okkar. Um árangur af því aö einni konu sé boöin þátttaka frá nýju landi er litiö hægt aö segja en mér kemur I hug þaö sem grænlenzki þátttakandinn húsmæörakennar- inn og bóndakonan Cecilie Lund, sagði þegar fréttamaður norska útvarpins á þinginu spurði hana. Hvaö færöu út úr svona þingi? — Þótt ég skilji kannski ekki mikiö I þvi sem Finnarnir Sviarnir og Norömennirnir segja, þá fer ég heim meö endurminninguna um öll brosandi andlitin sem ég mætti. Viö leggjum mikiö upp úr per- sónulegum kynnum á þingum okkar. Þaö kemur hins vegar I ljós viö þinghald sem þetta, aö mjög erf- itt er aö halda uppi norrænu samstarfi frá og til tslands vegna mikils feröakostnaðar milli Itslands og hinna Norðurland- anna. Aðstoð við þróunarlöndin — Alþjóðasamtök sveita- kvenna — Alþjóðasamtök sveita- kvenna ACWW voru kynnt sér- staklega á þinginu? Já Solveig öye frá Noregi einn sjö svæöisstjóra samtakanna, geröi þaö viö setningu þingsins. Markmiö Alþjóöasamtaka sveitakvenna er aö auka kynni milli þeirra kvenna sem sam- bandiö mynda, en þær eru frá um 70 löndum. Samtökin hafa veitt konum I þróunarlöndum aöstoö bæöi i gegnum Sameinuöu þjóöirnar og á eigin vegum. Þess eru lika dæmi aö einstök héraös- sambönd i hinum og þessum lönd- um hafa valið sér sérverkefni i þágu þjóða þróunarlandanna og hafa þannig myndazt mjög persónuleg tengsl milli kvenna af óliku þjóðerni. A ACWW, sem viö tvær islenzk- ar konur sóttum i Noregi sl. haust, sagöi norsk kona Sandra Magnus úr kvenfélagasambandi Hörðalands frá ferð sinni til Tanzaniu, en samband hennar hafði safnað fé til að aðstoða nokkur þorp i Kilwa-héraöi viö aö gera sér brunna. Lýsing hennar á þeim hörmungum, sem fyrir augu bar á ferðalagi hennar, var ógleymanleg. Hörðalandssam- bandiö var búiö aö safna 78 þús- und norskum krónum til brunn- gerðarinnar þegar Sandra Magnús fór til Afriku til aö kynn- ast kjörum fólksins og þykir mér trúlegt aö sá sjóöur hafi gildnaö eftir aö Sandra haföi sagt löndum sinum feröasöguna. Kvenfélagasamband Islands hefur verið bréfaaðili aö Alþjóða- samtökum sveitakvenna, en hef- ur nú sótt um fulla aöild og tekur hún sennilega gildi I október en þá verður fundur samtakanna I London. Ég býst við þvi aö aöildarfélög innan Kvenfélagasambands Is- lands fái áhuga á aö taka þátt I samstarfi Alþjóöasamtaka sveitakvenna, pegar tækifæri gefst til að kynnast þvi nánar, þótt ég geri ekki ráö fyrir aö viö höfum bolmagn til aö senda full- trúa á næsta þing þess I Nairobi 1977. Tildrög stofnunar Alþjóöasam- taka sveitakvenna i Stokkhólmi 1933 voru þau, að sveitakonum — éinkum I Kanada — þótti málum þeirra ekki nægur gaumur gefinn innan Alþjóölega kvennaráösins (International Council of Women). Aðalskrifstofa samtak- anna er I London og þar er gefiö út litiö kynningarrit „The Countrywoman.” Svo sem áöur sagöi, berjast samtökin fyrir bættum kjörum kvenna I þróun- arlöndunum, en um helmingur kvennanna innan samtakanna eru raunar búsettar i þessum löndum. I þessum löndum vinnur mikill meirihluti kvenna við land- búnaðarstörf. Fræðsla um skynsamiegt mataræði eitt mikilvæg- asta verkefnið — Mataræöi hefur lengi veriö ofarlega á baugi hjá húsmæöra- samtökunum á hinum Noröur- löndunum, og þar er rekinn áróöur fyrir þvi aö menn spari viö sig dýrmæt eggjahvltuefni, sem svo mikill skortur er á vföa I þróunarlöndum. Hér hefur meira heyrzt um aö menn eigi aö boröa eggjahviturika fæöu til aö fitna Sigriöur Thorlacius meö keöjuna, sem fyrsti formaöur Norræna hús- mæörasambandsins iét gera og á eru letruönöfn allra formannanna: — Þaö er eins og þaö væri veriö aö gera mig aö borgarstjóra. ekki um of I allri velmeguninni? — Eitt af veigamestu verkefn- um Húsmæörasambands Noröur- landa og einnig okkar I Kven- félagasambandi íslands er aö veita fræðslu um skynsamlegt og hollt mataræði bæöi út frá sjónar- miöi þeirra auölinda, sem fyrir hendi eru, og ekki siður þvi hvaö heilsusamlegt er fyrir manninn. Það hefur lengi þótt sjálfsagt, að kosta dýrar rannsóknir á þvi hvað eigi að fara ofan I húsdýr, en hér á tslandi hefur þótt minna máli skipta hvaö eigi að fara ofan I manninn. Á hinum Noröurlönd- unum eru starfandi stórar rann- sóknarstofnanir i manneldis; fræöi. Upphaf þeirra hefur yfir- leitt verið hjá Kvennasamtökun- um, en málin hafa þróazt svo að rlkisvaldiö hefur yfirtekið þessar stofnanir. Eins og fram kemur I niöur- stööum starfshópa þings Norræna húsmæðrasambandsins hér i Reykjavik reyndum viö mjög aö hugleiða hvernig viö eigum aö hagnýta heimafenginn kost. En án vlsindalegra rannsókna til aö styöjast viö er ákaflega erfitt aö veita þá fræöslu og halda uppi þeim áróöri, sem þarf til aö breyta matarvenjum fólks. Þess vegna óskum viö þess mjög aö ekki liði alltof langur tlmi þangaö til hér á Islandi þyki ekki siöur en annars staðar ástæöa til aö verja fé til matvælarannsókna, sem bæti heilsufar mannfólksins. Og okkur finnst þaö jafnvel mikil- vægara en nákvæm þekking á þvi hvernig góöra beri ærnar og kýrnar. Þess má geta aö I framsögu- erindi sinu ræddi Björn Dag- bjartsson m.a. um nauðsyn þess að veiða og hagnýta aðrar fisk- tegundir en þær heföbundnu. Matreiöslumenn ráðstefnuhótels- ins Loftleiða voru svo viöbragös- fljótir að þeir gáfu okkur öllum að smakka kolmunna I hádegismat aö loknu erindi hans og bragöaðist hann prýöilega. En eins og Björn minntist á er hlutur húsmæöra i aö kynna og hagnýta nýjar tegundir matvæla afar mikilvægur. Þakkir til þeirra sem tóku á móti norrænu hús- mæðrunum. Auk aöalviöfangsefnis þingsins, hélt stjórnin fundi, og einnig rit- stjórar blaða norræ'na húsmæöra- samtakanna og námsstjórarnir. Hjá hinum húsmæðrasambönd- unum hafa námshringir og önnur fræðslustarfsemi oröiö mikilvægt tæki til mennta. Sú starfsemi hefur styrkt félagsvitund kvenn- anna og fél.starfið. A þessu sviöi þyrftum við aö gera meira en nú er, en hingaö til hefur fræðslustarfsemin einkum veriö fólgin i námskeiöum, að ógleymdri upplýsingamiöstöö húsmæðra, sem Sigriður Haraldsdóttir veitir forstööu. Nokkrir karlmenn sóttu þingið aö þessu sinni og voru þeir allir eiginmenn þátttakenda. Einn þeirra, maöur fráfarandi for- manns Elinar Wedege kom nú i fyrsta sinn á þing hjá okkur, en hann er raunar i húsmæörafélag- inu heima hjá sér. Hann sá mest eftir aö hafa ekki komiö fyrr á þing svo ánægður var hann meö félagsskapinn! — Ég vil þakka húsmæörum i Reykjavik og húsmæðrum hér I nágrannahéruöunum, sem tóku á móti norrænu gestunum á heimil- um sinum og gerðu þannig sitt til að þingið tókst svo vel. Ennfrem- ur Kvenfélaginu Likn i Vest- mannaeyjum, sem tók á móti okkur þar á mánudag, og raunar öllum þeim, sem lögðu okkur gestgjöfunum lið. SJ Cecilie Lund frá nágrenni mannsins Hans Lynge, en græn- i sumar gaf Norræna húsinu Julianehaab. Hún er systir lista- lenzki hópurinn, sem hingaö kom höggmynd eftir hann. Þær komu því til leiðar að hæða hús verða ekki byggð margra á Grænlandi — Það er margt fólk á Suöur Grænlandi, sem aldrei hefur séð hundasleöa og aldrei lifaö þaö aö horfa á miönætursólina. Sjálf sá ég ekki isbjörn fyrr en I dýra- garöinum I Kaupmannahöfn, þótt margir haldi aö Grænlendingar séu þvl vanir aö hitta birni á förn- um vegi. Svo fórust Cecilie Lund bónda- konu, útvarpsráðsmanni, forystukonu I heilbrigöismálum og svæöisformanni I kvenfélaga- sambandi Grænlands orö I léttum dúr, þegar Timinn ræddi viö hana nú fyrir skömmu. Cecilie sat nýveriö þing Norræna húsmæöra- sambandsins og dvaldist þá hjá Glsla Kristjánssyni búnaöarfull- trúa og fjölskyldu hans I Mosfells- sveit. Cecilie er gift fjárbóndanum Henning Lund, og hafa þau hjónin búiö skammt frá Julianehaab siöastliöin þrjátiu ár. Jöröin sem þau búa á er sú eina á Grænlandi, sem er inni i landi, og er yfir fell aö fara áöur en komiö er á landareignina. Aö sögn Cecilie eru vlða frjósamir dalir á Græn- landi inni á milli fjallanna nokkuð frá ströndinni, en sá er hængur á aö vegi eru engir. Eitt sex barna þeirra hjóna ætlar aö taka viö búi og eru þau nú oftast þrjú i heimili, en yngsti sonurinn er enn I skóla. Þrjár dætur eru giftar og öll hafa börnin hlotið starfs- menntun i Danmörku. A búinu eru nú 550 ær. Slöustu kú þeirra hjóna var slátraö 1967 eftir haröindavetur. Engar kýr eru nú i Grænlandi og notast ibúarnir við frystar mjólkurvörur, sem fluttar eru frá Danmörku og skyr frá tslandi. En ungum bændum finnst kýr of fóðurfrekar og vilja heldur hafa flei sauðfé. Cecilie kvaöst einnig hafa hænur og sumir bændur á Grænlandi hafa einnig endur. — Svo höfum við fjár- hunda, sem eru allt önnur tegund en sleðahundarnir og islenzka hesta, sem áður var beitt fyrir flutninga- og jarðvinnslutæki, en nú eru mest haföir til gamans og hrossakjt ‘‘ramleiðslu. Bær Cecilie Lund er hálftima ferð frá Julianehaab og stendur viö stórtstööuvatn, svo hún segist ekki sakna sjávarins. Fært er á dráttarvél til bæjarins en ekki á fólksbilum. Heimarafstöð er á bænum. Ekki er hægt að smala rlöandi þvl landareignin er fjöllótt. Aökeyptur starfskraftur frá Julianehaab er fenginn i smala- mennsku. Og þarf að fá eina 4-5 menn ef smala á öllu fénu á eins skömmum tlma og mögulegt er. A Grænlandi eru 52 kvenfélög á 10 svæöum. Um 5000 konur eru samtals I kvenfélögunum. Cecilie er tormaöur á svæðinu I grennd við Julianehaab, en þar eru um 160 konur i kvenfélögum, þar af um 90 I hennar félagi, sem er I Julianeha. Fyrsta kvenfélagið var stofnaö i Godthaab áriö 1948. Kvenfélögin á Grænlandi hafa barizt fyrir ýmsum málum. Siðastliðin 10-15 ár hefur veriö byggt mikiö af margra hæöa hús- um á Grænlandi. Konunum fannst þessi húsagerö ekki henta Grænlendingum. Sumir þeirra lifa enn af veiöum og margir I Noröur Grænlandi. Þaö er ekki auövelt að dragnast meö heilan sel upp á fjóröu hæö til að flá hann. Þær töluðu viö arkitektana og hina og þessa, en ekkert dugði, og siöast sneru þær sér til Lands- ráösins og nú hefur verið ákveöið að byggja ekki framar margra hæða sambýlishús heldur aöeins tveggja hæöa hús og einbýlishús, jafnvel þótt það sé dýrara. Tveggja hæöa húsin veröa ýmist meö fjórum eða átta íbúöum og einbýlishúsin á einni hæð. Þá hafa kvenfélögin beitt sér fyrir að teknar veröi upp hóp- rannsóknir á konum vegna brjóst- og móöurlifskrabba, en þessir sjúkdómar eru mjög algengir á Grænlandi. Þetta mál er enn ekki komiö i höfn, en ætlunin er aö allar konur geti komið I rannsókn, sem þess óska og auk þess veröi ákveönir aldurshópar sérstak- lega boöaöir. — Þá höfum viö safnað 350 þús- und krónum (dönskum) til aö reisa lýöháskóla fyrir ungar stúlkur, þar sem kennd veröur meöhöndlun skinna, saumaskap- ur á þeim og útsaumur, ennfrem- ur grænlenzk matargerð. Meira fé var fengið að láni og nú er byrjaö að byggja skólann, sem verður I Holsteinsborg, þar sem Knud Rasmussen lýðháskólinn er, og rekinn I tengslum viö hann. Ætlunin er aö kennslunni veröi háttaö þannig aö ef t.d. er vitað um gamla . konu einhvers staöar, sem er sérlega fær I aö sauma skinn, þá veröur hún fengin til aö koma og kenna I nokkra mánuði, siöan kemur kannski önnur sem er góö i perlusaumi o.sv.frv. Ætlunin er aö nemendur i Knud Rasmussen lýðháskólanum geti tekiö greinar I þessum skóla ásamt námi sinu þar. Skólinn verður vigður á næsta ári, en þá verður landsmót kvenfélagasam- bandsins haldið þar. Ingiriður fyrrum Danadrottning hefur þeg- iö boö um að vera viðstödd. Landsmót eru aöeins haldinn á fimm ára fresti vegna þess hve feröalög eru dýr og erfiö á Grænlandi. Grænlenzkar konur hafa samband við húsmæöra- samtökin i Danmörku og sækja af og til námskeiö hjá þeim, Fyrir kemur aö allt upp i 30 konur úr kvenfélögunum far þangaö I einu, en þaö er ekki á hverju ári eins og gefur aö skilja. Landsmót eru aðeins haldin á fimm ára fresti vegna þess hve feröalög eru dýr og erfiö á Græn- landi. Grænlenzkar konur hafa samband við húsmæörasamtökin i Danmörku og sækja af og til námskeið hjá þeim. Fyrir kemur aö allt upp i 30 konur úr kven- félögunum fara þangaö i einu, en það er ekki á hverju ári eins og gefur að skilja. Það eru fleiri en kvenfélags- konur, sem fara til Danmerkur. Unglingar og fast aö þvi börn fara gjarnan til Danmerkur i skóla, þar sem ekki allir sem þess óska fá skólavist I framhaldsskólum I Grænlandi. Yngsti sonur Cecilie fór 14 ára gamall til Danmerkur og slikt er ekki ótitt. Þvi fylgja aö sjálfsögðu vandamál aö senda börnin langt aö heiman svo ung, — en ég er svo heppin aö eiga tvær systur búsettar i Danmörku. En margir eiga engan nákominn að þar. Yngsti sonur þeirra hjóna vill verða kennari, en hann fær ekki skólavist i kennaraskólanum i Godthaab i vetur, svo enn er óráðið hvaö um hann veröur i haust. — Þó er verst, sagði Cecilie, aö þegar unga fólkiö kemur frá námi, fær þaö ekki vinnu. Svo er þó ekki um kennara, þvi skortur á þeim er mikill og þurft hefur að fá danska kennara. — Mjög hefur dregið úr fisk- veiöum okkar Grænlendinga að undanförnu, sagði Cecilie ennfremur, — bæöi vegna lofts- lagsbreytinga og veiða erlendra skipa úti fyrir ströndinni. Þorsk- aflinn fyrstu sex mánuöi þessa árs var t.d. aöeins helmingur á við það, sem hann var áriö 1975. Mikið veiöist enn af rækju, en við höfum ekki eins stóra og góöa rækjubáta og þiö Islendingar. Cecilie segir landa sina finna til mikils skyldleika og samstööu með Islendingum þótt ekki skilji þeir mál okkar. Hún talar af aödáun um þaö þegar Búnaðar- samband lslands bauð stjórn fjárbændafélagsins færeyska ásamt eiginkonum aö dveljast hér hálfan mánuð fyrir 13 árum, en hún og maður hennar voru I þeim hópi. — Þá ferðaðist ég tölu- vertum landið, segir hún, en kom ekki á Þingvelli. Þangaö hefur mig alltaf langað til aö koma þvi ég þekki sögu þjóðar ykkar, en ekki hefur orðið úr þvi fyrr en nú. Það var ógleymanlegt aö koma þangað — ganga niöur I Almannagjá og lita yfir. Þvilik kyrrö og fegurö. Ég sá fyrir mér fólkiö streyma aö t.d. áriö þús- und, suma gangandi, aðra rlöandi og e.t.v. suma á sleöum (hér benti blaöamaður Cecilie á aö alþingi heföi alltaf veriö haldiö að sumrinu. En óneitanlega var skemmtilegt hvernig hún lifði sig inn i sögu okkar með hugsunar- hætti sinnar eigin þjóðar.) Þá sem riöu til þings, og konurnar sem átti aö drekkja i öxará, o.s.frv. Ég gleymi þvi aldrei að hafa komið til Þingvalla. SJ Rætt við bóndakonuna Cecilie Lund, sem sat þing Norræna húsmæðrasambandsins hér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.