Tíminn - 01.09.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.09.1976, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 1. september 1976 TÍMINN 19 flokksstarfið Austurríki — Vínarborg Nú er hver að verða siðastur að tryggja sér miða i eina af okkar stórkostlegu feröum til Vinarborgar 5.-12. sept. n.k. Beint flug. örfá sæti laus. Þeim, sem eiga ósóttar pantanir, er bent á að hafa samband viö skrifstofuna strax. Skrifstofan á Rauðárstig 18 er opin frá kl. 9-6, simi 24480. V------------------------------------------------J Orðsending til framsóknarmanna í Kjósarsýslu Framsóknarfélag Kjósarsýslu hefur nú náð hagstæðum samn- ingum við Samvinnuferðir, sem gefa félagsmönnum kost á ódýrum ferðum til Kanarieyja i vetur, en ferðirnar hefjast i október. Upplýsingar gefur Kristján B. Þórarinsson Arnartanga 42 Mosfellssveit simi 66406 á kvöldin. Vestf jarðakjördæmi Kjördæmisþing Vestfjaröakjördæmis, hefst i Fagrahvammi I örlygshöfn, laugardaginn 4. sept. kl. 13. @ Vopnasmygl nach i Vestur-Þýzkalandi, skýrði frá I gær. Aðgerðir lögreglunnar komu i veg fyrir fyrstu vopnaafhendinguna, en fyrir þau ætlaði fólkið að greiða átta hundruð þúsund þýzk mörk. Leitað er nú tveggja manna, sem talið er, að hafi ætlaö að kaupa vopnin, en þeir töluöu þýzku, báru fölsk vegabréf og gáfu i skyn, aö vopnin ættu aö fara til hópa i S-Afriku. Vopnasmyglhringurinn, sem átti höfuöstöðvar sinar I Frankfurt, hélt þvi fram að hann gæti einnig séð kaup- endum fyrir brynvöröum beltafarartækjum. Saksókn- arinn skýrði þá frá þvi, að viö rannsókn málsins hefði komið i ljós aö franskur hóp- ur heföi leitað eftir þvi viö vopnasalana að fá keypt vopn fyrir tuttugu og fimm milljónir bandarlskra doll- ara. © Kosygin um brezkum dagblöðum, en margt benti til þess að sömu heimildir væru haföar fyrir þeim. Töluvert hefur verið rætt um heilsu Kosygins siöan sovézkir embættismenn sögðu japönskum kaupsýslu- mönnum aö þeir gætu ekki hitt forsætisráðherrann végna veikinda hans. Það var fyrr I þessum mánuði. Kosygin, sem undanfarna mánuði hefur virzt við góða heilsu, sinnti siðast opinber- um embættisstörfum þann 22. júli, þegar hann tók á móti ráðherra frá Alsir, sem var I heimsókn I Sovétrikjun- um. © Flóttamenn Einn þeirra, Co Kom Chau, rúmlega fertugur, sagði I gær að matvara væri stranglega skömmtuð i borginni og verðlag á þeim hefði hækkað tiu sinnum siöan kommúnistar tóku völdin þar I sinar hendur, i april á siðasta ári. Verksmiöjur sagöi hann lamaö- ar vegna hráefnaskorts og til dæmis* hefði fyrirtæki það sem hann starfaði við, ekki getað fengið nothæf efni til framleiðslu sinnar. Flóttamennirnir sögðu að stjórn- völd hefðu neytt um fimm hundr- uð þúsund manns til að flytjast frá borginni, með þvi aö neita þeim um matarskammt sinn. Flóttamennirnir sjálfir gátu lifaö I borginni með þvi að eyða öllum launum sinum i matvæli á svört- um markaði. Þeir sögðu aö margir þeir sem neyddir hafa verið til brott- flutnings séu andstæðingar hinna nýju stjórnvalda, en kommúnist- ar dveljist áfram i borginni og yfirtaki stjórnunarstörf þar. Þeir sögðu að sögusagnir i borginni hermdu aö menn úr her fyrrverandi stjórnar S-Vietnam héldu enn uppi bardögum i frum- skóginum, en þeir vissu ekki hvort sagnir þessar hefðu við rök aö styðjast. Einn þeirra sagöi að kosningar til þjóðarþingsins, sem haldnar voru i april siðastliðnum, hefðu verið þýðingarlausar. — Allir fengu spjald, með númeri á bakhlið, sagði hann. — Við urðum að fara til staða eins og lögreglustöðva, þar sem embættismenn skoðuöu spjöldin ogskráðu i bók hvernig við kus- um. — Flóttamennirnir vildu ekki tjá sig ismáatriðum um ástand mála i Vietnam, þar sem þeir óttuöust um ættingja sina sem enn eru þar. Þeir sögöu þó aö margir embættismenn fyrrverandi rikis- stjórnar, sem sendir voru i endur- hæfingarbúðir, hafi ekki snúiö tU baka. Þeir gátu þó ekki gefið neinar hugmyndir um þaö hversu mareir væru i haldi. Sex nómskeið haldin í sumar á vegum Bandalags ísl. leikfélaga BANDALAG islenzkra leikfélaga gengst nú fyrir tveimur leik- stjóranámskeiðum íyrir áhuga- leikara aö Hallormsstað. Aðal- kennari er Stefán Baldursson, leikstjóri frá Þjóðleikhúsinu, en auk hans Magnús Axelsson, sem kennir ljósabeitingu og Helga Hjörvar sem kennir leiktækni. Námskeiðin standa i eina viku hvort og eru þátttakendur tæp- lega þrjátiu, alls staöar að af landinu. Haldin hafa veriö sex námskeið á vegum bandalagsins nú i sumar. Þrjú námskeið voru haldin i Þjóðleikhúsinu, föörunarnám- skeiö, leiðbeinandi Margrét Jóns- dóttir, námskeið I leikmynda- gerð, leiðbeinandi Sigurjón Jóhannsson og I ljósabeitingu, leiðbeinandi Kristinn Danielsson. En þessir leiðbeinendur eru allir starfsmenn Þjóðleikhússins. Þjóðleikhúsið heldur þessi nám- skeið, bandalagsfélögunum að kostnaðarlausu, og er það eins- dæmi að minnsta kosti á Noröur- löndum að Þjóðleikhús leggi jafn- drjúgan skerf til starfsemi á- hugamanna. Voru námskeiðin 1 vetur verða hátt á fjórtánda hundrað nemenda i mennta- skólanum i Hamrahlið, þar af á sjötta hundraö i öldungadeild. Oldungadeildin verður sett þriðjudaginn 31. ágúst, kl. 17:30 og verða þá afhentar stundartöfl- ur og próftafla fyrir haustönn. fullsetin og komust færri aö en vildu. Er áformað aö halda slik námskeið árlega i lok leikárs Þjóðleikhússins. Brúðuleikhúsnámskeið var haldið i Reykholti og voru þar 50 þátttakendur frá öllum Norður- löndunum og voru leiðbeinendur þar frá Danmörku, Austurriki og islandi. Nú I haust er von á sænskum leikflokki áhugamanna NTO teaterstudio I Mönlycke meö sýn- inguna Sovande Oskuld og munu þeir væntanlega sýna hér fjórum sinnum, einu sinni I hverjum landsfjórðungi. Leikflokkur þessi var fulltrúi Noröurlanda á leik- listarhátið áhugamanna I Banda- rikjunum I fyrra og vakti þar mikla athygli. A aðalfundi bandalagsins, sem haldinn var I Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, var kosin ný stjórn. 1 fráfarandi stjórn áttu sæti Jónina Kristjánsdóttir, Keflavik, formaður, Helgi Seljan, Reyöarfiröi og Jónas Arnason, Reykholti. Þeir Helgi Seljan og Jónas Arnason gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórn banda- lagsins skipa nú Jónina Krist- Bóksalan verður opin að setningu lokinni, og hefst kennsla daginn eftir. Miðvikudaginn 1. september verður skólinn settur kl. 9:00 og stundartöflur afhentar. Kennsla hefst um hádegi þann sama dag. jánsdóttir, formaður, Haukur H. Þorvaldsson, ' Höfn, Pálmi Pálmason, Akranesi, Sigriöur Karlsdóttir, Selfossi og Trausti Hermannsson, Isafirði. Frá Bandalagi Islenzkra leikfélaga. © Skók Hvitt: Matera Svart: Friðrik Ólafsson Nimzoindversk vörn 1. d4 — Rf6 2. c4 — e6 3. Rc3 — Bb4 4. e3 — c5 5. Bd3 — 0-0 6. Rf3 — d5 7. 0-0 — b6 8. c xd5 — exd5 9. Re5 — Bxc3 10. bxc3 — Ba6 11. Bxa6 — Rxa6 12. dxc5 — He8. 13. Rg4 — Rxg4 14. Dxg4 — Rxc5 15. Hdl — Re4 16. Bb2 — Df6 17. De2 — De6 18. Hd4 — Hac8 19. Hadl — Hc5 20. Dd3 — h6 Ekki Hxd5 vegna Rxf2! 21. Bal — Ha5 22. Dc2 — Hc5 23. Dd3 — Rf6 24. Ha4 — He7 25. Bb2 — Hec7 26. Hd4 — Hc4 27. h3 — Hc5 28. Dc2 — Re4 29. Hxc4 — Hxc4 30. Hd4 — Dc6 31. Dd3 — Hxd4 32. Dxd4 — f6 33. f3 — Rd6 34. Db4 — a5 35. Db3------Dc5, 36. Bcl — b5 37. Bd2? — Rc4 38. Bcl — Rxe3, 33. ársþing UIA: Ræða um skíðamiðstöð á Austurlandi auk annars Ungmenna- og Iþróttasamband Austurlands heldur 33. ársþing eittá Vopnafirði dagana 12. og 13. september n.k. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða eftirtalin mál reifuð og rædd. 1. Skiðamiöstöð á Austurlandi. málshefjandi Gunnar ólafsson Neskaupstað. 2. Minjasafn Austurlands og framtið þess. U.Í.A. hefur verið aðili að stjórn Minjasafnsins frá stofnun þess. 3. Gönguleiðir á Austuriandi. Hermann Nielsson kynnir starf gönguleiöarnefndar. Lögö veröa fram þau tvö gönguleiöakort, sem þegar eru komin út. 4. Niðurstöður ráöstefnu um æskulýðsmál, sem haldin var á Hallormsstað i sumar. 5. Sumarhátið U.Í.A. 6. Lagabreytingar. Tillögur sem óskast teknar fyrir á þinginu skulu hafa borizt stjórn sambandsins, eöa fundar- stjóra áöur en þing veröur sett. AAenntaskólinn við Hamrahlíð að hefja störf Ársrit Sögufélags Isfirðinga Komið er út ársrit Sögufélags Isfiröinga 1975-76. Þetta er 19. ár- gangur ritsins, sem að þessu sinni hefst á minningargrein um Kristján Jónsson frá Garösstöð- um. Kristján var einn af for- göngumönnum um stofnun Sögu- félags Isfiröinga og I ritstjórn ársritsins frá byrjun og skrifaöi þar um margvislegt efni. Meðal annars efnis i þessu riti er grein Hjartar Hjálmarssonar um Fjórðungssamband Vest- firðinga 25 ára. GIsli Vagnsson skrifar um ábúendur á Mýrum i Dýrafirði. Jóhannes Daviðsson ritar sögubrot af Finni Eirikssyni og Guönýju Guðnadóttur i Dal og Hrauni á Ingjaldssandi. Hin gamla og merka grein Friðriks Svendsen á Flateyri um saltfisk- verkun er endurprentuð I þessu hefti. Grein þessi birtist fyrir 140 árum og verkunaraöferð og vinnutilhögun, sem þar er kennd hélzt litið breytt I heila öld, meöan þurrkaður saltfiskur var helzta útflutningsvara lands- manna. Margar fleiri greinar og þættir úr vestfirzkri sögu eru I þessu hefti, sem er all fjölbreytt að efni. 39. Bxe3 — Dxe3 40. Khl — Dcl 41. Kh2 — Df4 42. Khl — Dc4 og hvitur gafst upp, enda fær Friðrik fljót- lega fri peð eftir aö hann hefur leikiö b4. MÓL Rukkunarheftin Blaðburðarfólk Tímans er vinsamlega beðið að saekja rukkunarheftin á afgreiðslu blaðsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.