Tíminn - 01.09.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.09.1976, Blaðsíða 13
1 Miðvikudagur 1. september 1976 Sinfóniu fyrir orgel og hljómsveit eftir Aaron Cop- land: Leonard Berstein stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.00 LagiO mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 Færeyska kirkjan, saga og sagnir: — þriöji og sið- astihlutiHalldór Stefánsson tók saman og flytur ásamt Helmu Þórðardóttur og Gunnari Stefánssyni. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45. Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Tré og garðar á hausti. Ingólfur ' íviösson mag- . ister ílytui trindi. 20.00 Fantasi-sónata fyrir klarinettu og pianó eftir Viktor Urbancic. Egill Jónsson og höfundurinn leika. 20.20 Sumarvaka. a. Nokkur handaverká heimilumGuö- mundur Þorsteinsson frá Lundi segir frá: — fyrri hluti. b. Ljóð eftir Þórdisi Jónasdóttur frá Sauðár- króki. Gisli Halldórsson leikari les. c. Af blöðum Jakobs Dagssonar. Bryndis Siguröardóttir les frásögn skráöa af Bergsveini Skúla- syni. d. Alfa- og huldufólks- sögur Ingólfur Jónsson frá Prestbakka skráði. Krislján Jónsson les. e. Kórsöngur Eddukórinn syngur islenzk þjóölög. 21.30 (Jtvarpssagan: „öxin” eftir Mihail Sadoveneu Dagur Þorleifsson les eigin þýöingu (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Bala- skaröi.Indriöi G. Þorsteins- son rithöfundur les (4). 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur l.september 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Pappirstungl. Banda- riskurmyndaflokkur. Undir fölsku flaggi. Þýöandi Kristmann Eiösson. 21.05 Grænland. Biskup og bóndi. Siöari hluti fræöslu- myndar, sem gerö er sam- eiginlega af danska, norska og islenska sjónvarpinu. Rif juö er upp sagan af land- námi Islendinga á Græn- landi og skoöaöar minjar frá landnámsöld. Þýöandi og þulur Jón O. Edwald. 21.45 Hættuleg vitneskja. Breskur njósnamynda- flokkur i sex þáttur. 5. þáttur. Efni fjórða þáttar: Þegar Kirby er aftur kom- inn til Englands, kemur aö máli viö hann maður að nafni Arnold og segist hann starfa á vegum CIA. Laura segir stjúpa sinum og Vin- centfrá fundiþeirra.en þeir reyna að telja henni trú um, aö Kirby sé handbendi er- lendra hagsmunahópa. Kirby heldur aftur til fundar við Arnold. Hann veröur fyrir skoti og árásarmaö- urinn tekur skjalatösku hans. Kirby tekst viö illan leik aö komast heim til sin, áður en hann missir meövit- und. Þýöandi Jón O. Ed- wald. 22.10 Listi nýju ljósi. Breskur fræðslumyndaflokkur. 3. þáttur. M.a. lýst gildi og til- gangi oliumálverka á ýms- um timum. Þýöandi óskar Ingimarsson. 22.35 Dagskrárlok. _______ TÍMINN,_______ r;rd í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 56 Þeir höfðu samfylgd því nær allra frumbýlinganna við Kolturvatn og það var allskuggalegur flokkur, sem tók sér næturgistingu í hesthúsum á loftum í Ásahléi. Lands- höfðinginn hefði séð það að hér voru karlar, sem ólíklegir voru til þess að víkja um set f yrir orðum einum — ef hann hefði komið. Frumbýlingarnir komu snemma á markaðinn. Þar voru aðeins fáir Lappar fyrir, og Páll sá ekki eitt einasta andlit, sem hann kannaðist við, þegar hann reikaði um þorpið daginn eftir. Hann var á leið heim í gististaðsinn, þegar allt í einu var kallað á hann fremur hranalega. Páll sneri sér við. Þetta var sýslumaðurinn. Páll þreif af sér húf una, því að Hellgren sýslumaður var yfirvald, sem jafnvel mestu stórbokkar nýbyggðanna hefðu ekki gengið f ramhjá, án þess að þykjast sjá. — Hverra erinda ert þú hér? Röddin var dimm og valdsmannsleg, og augun undir loðnum augnabrúnunum vorueinsog hvassir broddar, sem reka ætti í margsekan glæpamarjn. Páll mundraði eitthvað um það, að hann hefði komiðá markaðinn til þessaðselja fáein skinn. — Spurðir þú mig ekki í vor, hvort byggingarbréfín f rá ríkinu væru í f ullu gildi? spurði hann með þjósti. — Jú. — Og Lars Pálsson er faðir þinn? PálI staðfesti það. Hann hélt enn á húfunni í hendinni, og sýslumaðurinn gaut augunum illilega til hárlubbans á honum. — Settu á þig húfuna, maður, sagði hann. Já — og komdu svo með mér. Páll hlýddi skipuninni. Þorpsbúar horfðu á eftir þeim forvitnisaugum. Hvað var á seyði? Það var ekki laust við, að Páll héldi, að nú ætti að taka sig fastan, þótt hann vissi ekki upp á sig neina sök. Sýslumaðurinn var svo í- bygginn og tuldraði í sífellu í skegg sér. Páll var þó að minnsta kosti ekki settur umsvifalaust í tukthús, því að Hellgren fór með hann þangað, sem hann bjó, meðan hann dvaidi f Ásahléi. Hann skipaði . honum að setjast, tók tvö glös, hellti f þau brennivíni og rétti honum annað. Undrun Páls varð æ meiri. Að sitja hér einn að drykkju með sýslumanninum sjálfum — nei, það bjó eitthvað undir þessu! Hellgren púaði í skeggið, þegar hann hafði tæmt glas sitt. En harðneskjusvipurinn hvarf ekki af valdsmannslegu andliti hans og hann varð engu frýnilegri en áður. Og sýslumaðurinn hafði líka fulla ástæðu til þess, að horfa ergilega á þennan hávaxna, langsoltna frum- býling, sem með fjórum orðum hafði sett hann í þá verstu klípu, sem hann hafði komizt i um dagana. Eru ríkisskjölin í gildi? Hellgren sýslumaður hafði varla átt væra nótt síðan þessari spurningu var slöngvað að honum í Fattómakk, og nú starði hann á Pál, eins og hann væri að reyna að vega hann og meta og komast að því, hvernig hann væri skapaður innvortis. Hann kastaði við og við fram einni og einni spurningu, en þær voru aukaatriði, sem honum lágu í léttu rúmi. Þeir, sem þekktu sýslumanninn vel, botnuðu ekkert í honum. Árum saman hafði hann verið yfirvald í sýslu, sem var á stærð við landshöfðingjadæmi, þegar lengra dró suður í landið, og hér hafði hann innrætt fáfróðu strjábýlisfólkinu, að ríkið... ja, ríkið væri klöppin, ó- hagganleg — það væri sannleikurinn og réttvísin. Orð embættismanna ríkisins væru eins og biblían. Þau yrðu ekki sniðgengin. Nei, því, sem sagt var í nafni rfkisins, var óhætt að treysta, og skjal með skjaldarmerki þess var jafn dýrmætt og áreiðanlegt og nafn og innsigli drottins allsherjar væri undir því. Ög svo komu þessir þrælpindu f jallakarlar og spurðu, hvort ríkisskjölin væru í gildi! Héldu þeir, að ríkið gæfi út falsbréf? O, þeir máttu skammast sín! Það voru ekki Lapparnir einir, sem höfðu heimsótt landshöfðingjann í Ymá. Sýslumaðurinn frá Vilhjálms- stað hafði líka komið til hans og gef ið ótvírætt í skyn, að veldi Svíakonungs riðaði á heljarbarmi. Þessir karlar uppi í f jallaskógunum litu þannig á, að ríkið væri klettur- inn, sem öldur tímanna brotnuðu á — óbifanlegt og haf ið yfir alltannað. Var hægt aðsvifta þá réttinum til þess að búa á þeim stöðum, sem ríkið sjálft hafði látið þeim í té? Nei! Þá myndi ríkið f á á sig þann smánarblett, að enginn heiðarlegur maður gæti lengur starfað í þjónustu þess. Frumbýlingarnir myndu fyrirlíta ríkisvaldið. Enginn myndi f ramar skeyta um þess skömm né heiður. — Það var ekki hægt að svipta fólk jarðnæðinu. Satt var það, að það svalt stundum. En það gerði ekki heldur kröfur til annars en fá að lifa sultarlífi. Yrði reynt að flytja það HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Ekkert likist reiöi og ofsa smánaörar konu... Geiri fær aö borga dýru veröi hvaö hann x er ósamvinnuþýöur! Og Valda drottning sannar þaö svo sannar lega! \ " Hún slær hann hann missir þegar meövitund! ?5viö skulumsjá hvort^ aö sonur langafa mins, Þafiminn,hefur eitthvaö ^ skrifaö... Ha Djöfull? ( Engar skýringar um norn- ina... reykinn . eöa Kula—ku! Furöulegt fyrirbæri! 3/H

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.