Tíminn - 02.09.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.09.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 2. september 1976 Ingvar Gíslason, alþ.m.: Annað kemur ekki til greina en að Kröfluvirkjun fái að nióta beztu fáanlegra ASK-Reykjavfk. —Kjarni máls- ins er sá, að ekki kemur til greina að greiöa lán vegna Kröfluvirkjunar á 7 eða 10 ár- um, ekki einu sinni á 15 árum, sagði Ingvar Gislason alþingis- maður og meðlimur i Kröflu- nefnd, er hann hafði samband við Tfmann vegna ummæla Gunnars Haraldssonar hag- fræðings hjá Framkvæmda- stofnun rikisins. En i ræðu á Fjórðungsþingi Norðlendinga komst Gunnar að þeirri niöur- stöðu, aö miðaö við núverandi orkumarkaö og þau lánakjör sem um er að ræða hjá Kröflu- virkjun, yrði rafmagn virkjun- arinnar nokkuð miklu dýrara en hjá Landsvirkjun. — Aö sjálfsögöu er stefnt aö þvi, að Kröfluvirkjun njóti beztu fáanlegra kjara, til dæmis eins og Landsvirkjun i sambandi við Sigölduvirkjun. Meðal annars af þessari ástæðu er samanburður við Landsvirkjunarrafmagn á- kaflega villandi og beinlinis rangur. — Hvað snertir markaðshorf- ur Kröfluvirkjunar og tengsl hennar við önnur raforkusvæði i landinu, þá gefa ummæli Gunn- lánakjara ars tilefni til misskilnings, enda byggö á misskilningi. Eins og menn ættu aö vita, er nú unnið við að koma upp 30 megavatta áfanga við Kröflu. Samkvæmt orkuspá er gert ráð fyrir, að þessi áfangi verði fullnýttur haustið 1978, þ.e. eftir tvö ár miðað við daginn i dag. Aætlað var að taka þennan áfanga I notkun i ársbyrjun 1977, en óvist er, að sú áætlun standist, og fer þá að styttast sá timi, er á- fanginn skilar umframafli. Ingvar sagði, að það heföi verið villandi af Gunnari að gera ekki grein fyrir þeirri stað- reynd, að Kröfluvirkjun mun ekki aðeins sjá Norðurlandi fyr- ir orku, heldur og Austurlandi. Enda væri virkjunin jiannig I sveit setL aö hún gæti þjónað Austurlandi til jafns við Norður- land. Að lokum vildi Ingvar benda á, að Kröfluvirkjun kæmi i stað- inn fyrir margar díselstöðvar á Norðurlandi. Þannig nefndi hann díselstöðvarnar á Akur- eyri sem dæmi, en þær eru 14,4 megavött, eða nærri helmingur af þeim áfanga, sem verið er að reisa við Kröflu. Einn mesti heiðursem leikhúsfóiki hlotnast Inúk hjá Leik- húsi þjóðanna í Belarað SJ-Reykjavík Þjóðleikhúsinu hefur verið boöið að sýna Inúk hjá Leikhúsi þjóðanna í Belgrað nú i þessum mánuði og verður það boð þegið. Þetta er ein mesta viðurkenning, sem leik- sýningu og leikhúsfólki getur hlotnazt, aö sögn Þjóðleikhús- stjóra Sveins Einarssonar. Inúk hefur nú verið sýnt rösklega 200 sinnum hér á landi og viða er- lendis. A milli 10 og 20 leiksýningar verða fluttar hjá Leikhúsi þjóð- anna, sem veröur i Belgrað 10,- 30. september. Leikhús þjóðanna var eitt sinn ávallt i Paris. Nú er þessi hátið haldin á tveggja ára fresti á ýmsum stöðum. Hún er m.a. styrkt frá UNESCO og Alþjóöa leikhús- stofnuninni. Á hátlðinni eru leikritin túlkuð fyrir áheyrend- ur á helztu alþjóðamál, um leið og þau eru flutt. Helgi Tómasson dansar í Konunglega ballettinum í London SJ-Reykjavik. Helga Tómas- syni ballettdansara hefur verið boðiö að dansa við sérstaka hátiðarsýningu viö opnun kon- unglega ballettsins I Covent Garden I London 29. sept. i haust ásamt einni frægustu dansmey heims, Violettu Verdi. Dansa þau sem gestir i ballettinum Giselle. Dansmærin heims- kunna Margot Fonteyn mun einnig dansa á þessari sömu hátiöarsýningu. Helgi Tómasson er um þessar mundir I dansferðalagi ásamt Violettu Verdi, og hafa þau komiö fram i Frakklandi og á Spáni. Siöan fara þau aftur til New York, en 18. september fer dansflokkur þeirra, New York City Ballet, i sýningarferö til Parisar, þar sem hann mun hafa sýningar I óperunni I þrjár vikur. . tf llelgi Tómasson Fjórðungsþing Norðlendinga: Norðurlandsvirkjun verði stofnuð fyrir áramótin ASK-Reykjavik. — Miklar um- ræður voru hér um ýmis konar mál, en það má ef til vill segja, að þær, er fjölluöu um orkumál og Norðurlandsvirkjun, hafi borið hæst, sagði Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri á Siglufirði og nýkjör- inn formaöur Fjórðungssam- bands Norðlendinga. — Þaö var samþykkt að stofna bæri Norður- landsvirkjun og fela bæjarstjór- um og sýslumönnum að leita eftir samþykki umbjóðenda sinna, til þess að af stofnuninni gæti oröiö. Hins vegar var það með þeim fyrirvara gert, að orkuverð frá Norðurlandsvirkjun verði það sama og hjá Landsvirkjun. Við leggjum til, að lagafrumvarpiö, sem ráðuneytið hefur látiö útbúa, verði lagt fyrir þing I haust og af- greitt fyrir áramót, eða áður en Kröfluvirkjun tekur til starfa. Fyrir þingið var lögð sam- göngumálaáætlun Norðurlands og sagði Bjarni, aö þingfulltrúar hefðu verið sammála um, að I þeirri áætlun þyrfti að vinna mun meira og gera nákvæmar tima- setningar og áætlanir um fjár- magn. Þessi áætlun er I rauninni ekkert annað en úttekt á núver- andi ástandi samgöngumála, —hs-Rvik. Allt útlit er nú fyrir það, að sjómenn á skelfiskveiði- bátum frá Stykkishólmi hætti veiðum vegna óánægju með verðlag. Virðist eina lausnin á málinu vera sú, að fram- kvæmdastjóri frystihússins á staönum fallist á að greiöa hærra verö, en ákveðið var af verðlagsráöi sjávarútvegsins sagði Bjarni. I sambandi við sjávarútvegs- mái voru og miklar umræður, en þingið lagði áherzlu á að halda þyrfti áfram þeim rannsóknum sem þegar hefði verið unnið að. Þá gagnrýndi það þá fiskfriöun- arstefnu, sem uppi hefur verið, og taldi að hún leiddi til mikillar mismununar milli byggðarlaga. Taldi þingið t.d., að Reykjafjarð- arál hefði verið lokað án þess að nægar rannsóknir hefðu legið til grundvallar. — Viö átöldumllka þá stefnu að vernda uppeldisstöðvarnar, en sleppa hrygningarsvæðunum, sagði Bjarni. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að könnun á iðnaði á Norðurlandi, en hún tekur til al- menns framleiösluiðnaðar og aukningar á orkuframboði I f jórö- ungnum. Lagöi þingið þunga á- herzlu á, að gerð verði raunhæf á- ætlun um framtiðarþróun iðnað- armála á Norðurlandi og athug- aðir möguleikar á auðlindum, sem nýta má til iðnaðarfram- leiðslu. — Við mótmælum þeirri á- kvörðun alþingis að skylda sveit- arfélög til að innheimta sjúkra- 23. ágúst s.l. Verðið fyrir kilóið af vinnslu- hæfum hörpudiskier nú kr. 26 og var það við siðustu verðákvörð- un lækkað úr kr. 35 Sjómenn á bátunum hafa hætt veiðum einu sinni siðan þessi verðákvörðun var gerð, og ákváðu um siðustu helgi að hætta alveg á morgun, nema þeir fengju betra verð. Bjarni Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Fjórðungssambands Norðlendinga. tryggingagjald, sagöi Bjarni — og teljum, að rikinu beri að nota eigin innheimtustofnanir til að innheimta gjöld rikissjóðs. Hvað telur þú, ' að einkenni einna helzt starfsemi Fjórðungs- sambandsins á næstkomandi starfstimabili? — Við munum stefna að þvi að koma á samkomulagi um Norðurlandsvirkjun og einnig verður unnið að þvi að koma sam- göngumálum I viðunandi horf. Við munum lika leggja mikla á- herzlu á að komið verði upp stjórnsýslumiðstöðvum. Hér var flutt tillaga um þær, og mun sam- bandið fylgja henni fast á eftir. En I stuttu máli kemur Fjórð- ungssamb. til með að vinna að hagsmunamálum Norðurlands, sagði Bjarni Þór Jónsson bæjar- Stykkishólmur: Hætta sjómenn hörpudiskveiðum? veiðihornið Ytri Laxá við Blönduós: léleg veiði i sumar — Veiöi hefur verið léleg I sum- ar, sagði Arni Jónsson, Sölva- bakka, i samtali við VEIÐI- HORNIÐ í gær. — Hún var nánast engin I júni og júli, en skánaöi i s.l. ágústmánuði. Lax gekk seint i ána og þessi litla veiði geröi það að verkum, að menn sóttu tiltölu- lega litið i ána i ágúst, nema þá helst um helgar. Á land eru komnir á milli 40 og 50 laxar og mér hefur sýnzt þeir vera nokkuð góðir. Sá stærsti, sem ég man eft- ir vó 17 pund, en flestir hafa þeir komið sjö á stöng yfir daginn. Það er Stangaveiðifélagið Flúð- ir á Akureyri, sem hefur ána á leigu. Félagsmenn hafa lagt i töluverðar framkvæmdir viðána, m.a. hafa þeir byggt veiðihús i sumar rétt við Sölvabakka og I fyrra var gerður stigi viö annan af tveimur fossum i ánni. Sagði Arni, að eftir þvi sem hann kæm- ist næst, þá væri þarna um að ræða samskonar stiga og gera á i Laxá i Þingeyjarsýslu — eða svo- kallaöan raufstiga. Nokkru fyrir 1960 var stanga- veiðifélagið Fossar i Reykjavík með ána á leigu og voru þá byggðirstigar i ánni, en þeir voru báðir orðnir ónýtir er Flúðir tóku við ánni. Stigi sá er Flúöir lét byggja í fyrra er við efri fossinn, svokallað Hlaup, en vegna vatna- vaxta i sumar hefur lax ekki getað gengið upp þann neðri — eða, Neðri Foss, eins og hann er nefndur. — í fyrra urðu menn varir við lax ofan stigans og virtist hann geta auðveldlega gengið upp hann. A.m.k.hvarfalltaf lax.sem var I hylnum fyrir neðan fossinn. Ég veit til þess að einn lax veidd- ist fyrir ofan, var þar að verki Akureyringur, Jón Aspar að nafni. Þaö var ákveðiö að hafa ána opna lengur, eða til 10. september, vegna þess hve litið hefur veiðzt. — En á þá ekki að ráðast I þá framkvæmd að gera stiga við Neðri Foss? — Þaö verður eflaust fariö i það strax og fjárhagur félagsins leyf- ir, en nýi stiginn var fjárfrek framkvæmd og Flúðir er frekar litið félag. 1 sumar var sleppt 10 þúsund gönguseiðum i ána en i fyrra 2 þúsund gönguseiðum. Tvær stangir eru i Ytri Laxá, en eitt veiðisvæði. Góð veiði i Hofsá i sumar Heldur hefur dregið úr veiöi i Hofsá, en á land eru komnir á þrettánda hundrað laxar. Frekar óhagstætt veiðiveður var við ána, er VEIÐIHORNIÐ ræddi við Sól- veigu Einarsdóttur, Teigi,. Hún sagði vera hvassa NA átt og sterkt sólskin. — Annars hefur verið mjög góð veiði i Hofeá i sumar, sagði Sól- veig. Það séstef til vill bezt á þvi, að árið 1974 var metár, en þá veiddust 1277 laxar og I fyrra tæp- lega 1200. En ég reikna með þvi hins vegar, að meðalþyngdin sé eitthvað minni, þvi að i fyrrihluta ágúst kom ganga af smálaxi i ána. Sólveig sagði, að áin væri enn mjög vatnslitil, og sagðist hún varla muna eftir ánni i þessu ásigkomulagi um eins langan tima og i sumar. Varla hefur komið dropi úr lofti i sumar, vet- urinn var snjóléttur og vor- leysingar fyrr á ferðinni en venja er til. Urriðasvæði Laxár i S-Þing. Siðast liðinn þriðjudag var veiðitimanum lokið á urriðasvæð- um Laxár I S-Þing. Að sögn Hólmfriðar Jónsdóttur, mun veiðin vera heldur betri en i fyrra, en þá veiddust rúmlega 2000 urriðar. Meðalþyngd þeirra fiska, sem veiðzthafa isumar, er á bilinu 2,5 til 3,5 pund, en sá þyngsti var 10,8 pund. Veiddist sá hjá Geirastöð- um, en Hólmfriður sagði þar vera mjög gott æti fyrir urriðann. — Silungurinn hefur verið m jög vænn i allt sumar, sagði Hólm- friður, enda var veðurbliðan mikil. Ain var lika góð, nema hvað um miðjan ágúst varö hún eins og jökulfljót. Þess skal getið, að veiðisvæði urriðans eru tvö, oghefur Hólm- friður með það svæði að gera, er nær frá Mývatni niður að Hólum. Siðara svæðið nær frá Hólum að Laxárvirkjun. Samtals eru 33 stangir frá Mývatni niður að virkjuninni. ASK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.