Tíminn - 02.09.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.09.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. september 1976 tíminn; 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, sfmar 18300 —-18306. Skrifstofur í; Aðaistræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Aákriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Upprifjun um Filistea Fyrir mörgum áratugum skrifaði Jónas frá Hriflu frægar greinar i Skinfaxa, timarit ung- mennafélaganna, um Filisteana — mennina, sem á þeirri tið læddust með veggjum og riðu um héruð þeirra erinda að féfletta menn með sviksamlegum hætti, er ekki varð á haft að lögum, og rýja þá eignum sinum. Þessar greinar urðu verðug refsing mörgum ófyrirleitnum fjárplógsmönnum, sem skilið höfðu eftir sig auðn, þar sem þeir fóru um og fengu beitt klækjum sinum i skiptum við heiðarlegt og hrekklaust fólk. Þær urðu lika mörgum við- vörun, þegar að garði bar sléttmálga gesti með bros á vör, en fláttskap i huga. Nú fúna bein þessara viðsjálsmanna. Mikið vatn er til sjávar runnið siðan þetta gerðist. Sjálfsagt hafa alla þessa áratugi fundizt með þjóð- inni menn,sem kusu sér það mannskemmandi hlut- skipti að þræða slóð Filisteanna — fjáraflagötuna meðfram glæpaveginum. En mismikil brögð hafa áreiðanlega verið að þvi. Nú um langt skeið höfum við búið við það þjóðfé- lagsástand, sem er gróðrastia fyrir fégirnd og lausung, og kjörinn leikvangur fyrir ófyrirleitna menn, likt og raki i húsum býður óþrifum heim. Látlaus verðbólga, tillitslaust lifsgæðakapphlaup, næstum þvi tilbeiðsla á peningavaldi og gróða — allt þetta myndar þann myrkvið, þar sem þeir fá sér bezt við komið. 1 kyrrlátu, umbrotalitlu þjóðfé- lagi i hægum vexti eru tækifærin færri — i umróts- þjóðfélaginu okkar gefast þau mörg, og það þeim mun fremur sem það hefur áreiðanlega verið van- búið á mörgum sviðum til vamar gegn all konar klækjabrögðum innan flókins fjármálakerfis. Engan þarf þess vegna að furða, þótt hákarlar hafi leitað sér bráðar með uggana ýmist undir yfir- borðinu eða ofan þess. Sögur eru uppi, og næstum opinskátt verið sagðar i blöðum, um fólk á meðal okkar, sem beitt hafi nokkurn veginn sömu vinnu- brögðum við fjárafla sinn og Filistearnir gömlu. En. fleiri eru þeir, og meira á orði hafðir, er farið hafa aðrar brautir, sem siður voru hugsanlegar á fyrri tið vegna fábreytni samfélagsins, og er þar átt við ávisanamisferlið, sem á flestra vömm er. Saga þessara Ný-Filistea er þó ekki að hefjast þessi árin. Hún á rætur i liðnum áratugum, og til em þeir menn, og fleiri en einn, sem orðið hafa fyrir löngu nafnfrægir, ef unnt er að nefna frægð i þessu sambandi, vegna sérlegrar meðhöndlunar þeirra á þeim gjaldmiðli, sem nefnist tékkar. En hitt er verra en ógæfuferill fárra manna, ef hátterni þeirra hefur að meira eða minna leyti verið tekið til fyrir- myndar af mörgum öðmm. Sú leynd, sem haldið hefur verið fram að þessu yfir ávisanamisferli þvi, sem upp hefur komizt i Seðlabankanum við rann- sókn, er þó tók aðeins til fimm hundruð daga, hefur orðið kveikja magnaðra sögusagna, saklausu fólki til mestu hrellingar, eins og allir kannast við. Ekki bætir úr skák, að i viðtölum i blöðum, raunar við ónafngreinda menn, sem þó eru titlaðir hátt- settir i bönkum, hefur verið látið að þvi liggja, að þessu lik ávisanasvik séu tæpast umtalsverð, hafi viðgengizt vitt og breitt og að helzt verður skilið, verið alkunna. Flestir munu þó lita svo á, að þá fyrst taki i hnúkana, ef þetta er annað enómerk orð. —JH. Tvísýnar kosningar framundan í Svíþjóð Getur rauðgræn stjórn haldið hægri mönnum frd? Olof Palme SUNNUDAGINN 19. sept- ember nk. ganga sænskir kjósendur aö kjörboröinu til að kjósa sér nýja þingmenn — eöa þá gömlu aftur. Þessar kosningar eru athyglisveröar að þvi leyti, aö nú er meö öllu óljóst, hvort sósialdemókratar (eöa jafnaöarmenn) — flokkur Olofs Palme — halda um stjórnartaumana eftir þær. Þegar er fariö aö ræöa um væntanlega samsteypustjórn borgaraflokkanna, og þá undir stjórn Thorbjörns Falldins — formanns Miöflokksins. En menn veröa aö gæta aö sér i slikum vangaveltum, þvi ekki má gleyma þeim möguleika, aö rauðgræn samsteypustjórn veröi mynduö I Sviþjóö, þ.e. stjórn sósialdemókrata og Miöflokksins. Slik stjórn hefur áður setiö viö stjórnvölinn, og auk þess veröur aö hafa i huga, aö töluveröur mismunur er á milli stefnuskrá Miö- flokksins annars vegar og yf- irlýstri stefnu hinna borgara- flokkanna hins vegar. ÞINGKOSNINGAR fóru siðastfram i Sviþjóö árið 1973, en þar i landi fara þær fram á þriggja ára fresti. Fyrir þær kosningar höföu borgara- flokkarnir — Miöflokkurinn, Þjóöflokkurinn og Hægfara Sameiningarflokkurinn — komiö sér saman um nokkurs konar samstarf. En þar sem slikt er ekki fyrir hendi I dag, þá má ekki útiloka rauögrænu stjórnina. AGREININGUR borgara- flokkanna er aöallega tvenns konar. Annars vegar virðist Hægfara Sameiningarflokkur- inn (Moderata Samlingsparti- et), sem er hægrisinnaöur, ekki geta sætt sig viö stefnu hinna tveggja i almennum þjóðfélagsmálum. Hinir svo- kölluöu miöflokkar, þ.e. Þjóö- flokkurinn, sem er frjálslynd- ur, og Miðflokkurinn, sem hét áður Bændasamtökin, hafa al- gjörlega útilokaö samsteypu- stjórn borgaraflokkanna, nema hugmyndafræði þeirrar stjórnar yrði grundvölluö á skoðunum miöjumanna. Fyrir kosningarnar 1973, þá fékk Falldin loforð frá Gösta Bohman, leiötoga Hægfara Sameiningarflokksins, þess efnis, að þeir myndu ekki standa á móti þessari hug- myndafræöi, ef til samsteypu- stjórnar borgaraflokkanna kæmi. En Falldin hefur ekki fengiö neitt slikt loforð fyrir þessar kosningar. FALLDIN hefur sagt, aö fengi hann slikt loforö, þá stæði ekkert I veginum fyrir samsteypustjórn borgara- flokkanna. En hvað sem veldur, þá viröist hann samt hafa gleymt einu mesta hitamálinu — deil- unum um kjarnorkuverin. Miðflokkurinn hefur gert deil- urnar um kjarnorkuverin aö aöalkosningarmáli sinu. Hef- ur Falldin lýst þvi yfir, aö ekki komi til mála annaö en að hætta við allar áætlanir um uppbyggingu kjarnorkuvera i Sviþjóð, en þau eru reyndar oröin fjölmörg. Hinir flokk- arnir munu eiga i erfiðleikum með aö standa gegn þessari skoöun og tæplega getur Miö- flokkurinn hörfaö, þar sem hann hefur gert svo mikið úr þessu máli. ÞA ER komið aö spurning- unni um hugsanlega sam- steypustjórn Miöflokksins og Sósialdemókrata. Tvisvar áður hafa þessir flokkar setiö saman i stjórn og sumir álita, aö ekki sé loku skotið fyrir þá þriöju. Falldin hefur reyndar algjörlega hafnað þeirri hugmynd. Hann segir, aö Sósialdemókratar hafi fjarlægzt alltof mikið stefnu Miöflokksins meö þvi aö stefna að hinu aukna miö- stjórnarvaldi. Ef slik sam- steypustjórn gæti oröiö aö raunveruleika, þá veröur Sósialdemókrataflokkurinn aö slá verulega af stefnu sinni I almennum þjóöfélagsmálum. En slikt er vel hugsanlegt, ef Olof Palme ætlar sér aö vera áfram I stjórn. EN EITT er alveg áreiöan- legt. Augu manna munu aö miklu leyti hvila á aðgeröum Miöflokksins. Þeir hafa komið vel fyrir, það sem af er þessari kosningabaráttu og i fyrsta skipti eru einhverjir mögu- leikar á þvi, aö flokkurinn komist til valda. Hvort þeir muni velja sér Sósialdemókrata sem samstarfsmenn eöa borg- araflokkana er á huldu. Aö visu telja flestir, aö sam- starfiö viö Sósialdemókrata sé nær þvi útilokað, en eins og komiö hefur fram að ofan, þá gæti það þó oröiö. Einnig spilar þar inn i, aö hart er nú lagt aö Palme, aö gera einhverjar breytingar, þvi aö mikil óánægja er I Svi- þjóö með margt i kerfinu. Til að mynda eru menn ekki alltof ánægöir meö skattakerfið, sem þykir jafnvel verra en okkar hérna á tslandi. MÓL. Thorbjörn Falldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.