Tíminn - 02.09.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.09.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 2. september 1976 100 ár síðan kveikt var á fyrsta götuljóskeri í Reykjavík 1 dag, 2. september 1976, eru liöin eitt hundrað ár frá þvi að kveikt var á fyrsta götuljósker- inu i Reykjavlk. Ljósker þetta var sett upp neðan við Bakara- brekkuna (nú Bandastræti), eða nánar tiltekið við Bakarabrúna. Hér var um að ræða steinoliu- lukt á þar til gerðum stólpa, eins og sézt á myndinni. Oliuluktirnar voru fáar i upp- hafi en fjölgaöi smám saman. Á þessum tima voru götuljósin staðsett við gatnamót fyrst og fremst, til að visa fólki veginn en ekki til að mynda samfellda lýsta braut. Götuljósin voru mikil nyiunda og þóttu auka á glæsibrag bæjarins. Til umræðu kom á árunum 1888-94 að kaupa brezkar raf- stöðvar til götulýsingar, en þær reyndust of dýrar. Með tilkomu Gasstöðvarinnar áriö 1910 hófst uppsetning gaslukta til götulýs- ingar i Reykjavik. Munu þær hafa orðið nokkuð á þriöja hundraö. begar Elliðaárstöðin tók til starfa og Rafmagnsveita Reykjavikur hóf starfsemi sina áriö 1921, tók hún alla götulýs- ingu að sér. Þetta þótti mikil framför, liklega ekki sizt vegna þess, að þá var hætt að slökkva götuljósin á miðnætti, en þau látin loga allar nætur þegar Til hægri á mynd þessari, sem mun tekin fyrir aldamót, sézt fyrsti götuljósastólpinn viö Bakara- brúna. A honum var steinbliulukt. Ljósm.: Sigfús Eymundsson, Ijósmyndari. dimmt var. Götulýsingin tók siðar mikl- um breytingum með vaxandi umferð ökutækja. Á siðustu ára- tugum hefur markvisst verið leitazt við að lýsa allar götur borgarinnar sem bezt, ekki sizt miklar-umferðargötur. Teknar hafa veriö i notkun nýjustu og fullkomnustu ljósgjafar og götuljósakerfinu erfjarstýrt frá einni stjórnstöð. Nú eru rúmlega 13.000 götu- ljós á orkuveitusvæðinu, en voru um 300, þegar raflýsingin hófst. Kostnaður viö götulýsingu er allverulegur, sem sézt á þvi, að stofnkostnaður samfara meðal- stóru götuljósi er talsvert yfir lOO.OOOkr. ogrekstrarkostnaður um 10.000—25.OOOkr.á ári, eftir stærð. Nú fer haust i' hönd og hlut- verk götuljósanna veröur æ mikilvægara. Þvi miður eru ár- lega unnin veruleg skemmdar- verk á götuljósunum, sem þó voru sett upp i þeim megintil- gangi að vernda lifog limi borg- aranna. Tjón vegna þessara skemmdarverka nemur nú ár- lega um 5-10 milljónum króna. Vonandi ber fólk framvegis gæfu til að standa vörð um þessa eign sina, götúljósin, svo aðþaugegni hlutverki sinu sem bezL Frá Rafmagnsveitu Reykja vik- Kvikmyndasýningar og hljómleikar á Haustsýningu FÍM FB-Reykjavfk. Kvikmyndasýn- ingar verða i fundarsal Kjarvals- staöa i sambandi við Haustsýn- ingu Félags Islenzkra myndlist- armanna, sem nú stendur yfir. Þarna veröa sýndar sex kvik- myndir, og nokkrar þeirra tvi- vegis. Fyrsta kvikmyndasýningin verður fimmtudaginn 2. septem- ber kl. 17:30. Þá verður sýnd myndin Tveir myndmótunar- menn: Henry Moore & Claes Old- enburg. Sama dag kl. 20 verður sýnd myndin Painters painting: Listamenn I New York, Sunnudaginn 5. september kl. 20:30 verður á dagskrá Súrreal- isminn: feröalag um furðuveröld. Sú mynd verður slöan endursýnd kl. 17 sunnudaginn 12. september. Painters painting veröur endur- sýnd mánudaginn 6. september kl. 20. Fimmtudaginn 9. septem- ber kl. 20 verður sýnd Frönsk málaralist eftir 1950: Mathieu, Manessier. Viera da Silva & Vasarely. A föstudaginn, 10. sept- ember kl. 17 er synd myndin Þrir listmálarar: Max Beckmann, Francis Bacon, Hundertwasser og kl. 20 sama dag — Forverar I nútimalist: Picassó, Braque, Matisse, Paul Klee. Þrir listmál- arar verður endursýnd laugar- daginn 11. september kl. 17. Þess má geta, aö aðgöngumiö- ar að Haustsýningunni gilda á kvikmyndasýningarnar. Söngflokkurinn Hljómeyki veröur á Haustsýningunni aö Kjarvalsstööum 4. og 11. septem- ber. Flokkurinn mun syngja nokkrum sinnum á timabilinu frá kl. 15 til kl. 17 báöa dagana. Ný efnisskrá veröur flutt i hvert sinn, sem Hljóméyki kemur fram. og veröur flutt tónlist eftir Maurce Ravel, Claude Debussy, Benja- min Britten, Matyas Seiber auk Islenzkra og erlendra þjóölaga. Listamenn sem sýna á Haustsýningu FtM Robert Rauschenberg er einn þeirra, sem fram kemur f kvikmyndinni Painters painting, sem sýnd veröur á Haustsýningu FIM. A haustsýningunni flytur söngflokkurinn Hljómeyki tónlist eftir fslenzk og erlend tónskáld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.