Tíminn - 10.09.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.09.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. september 1976. TiMINN 5 á víðavangi Röng stefna í æskuiýðsmálum Á undanförnum misserum hafa borgarfulltrúar Fram- sóknarf lokksins gagnrýnt mjögstefnu Sjálfstæðisfiokks- ins i æskulýðsmálum Reykja- víkur. Hafa þeir dregið i efa, að sú stefna ætti rétt á séer, að slfellt meira fjármagni væri veitt tii Æskulýðsráðs á sama tima og hin svokölluðu frjálsu félagasamtök, eins og iþrótta- hreyfingin, skátahreyfingin, skák- og bridge-félög, bindindisfélög og ýmis skyld félög, ættu I mikium örðug- leikum með rekstur sinn sök- um fjárskorts. Ekki sizt hafa borgarfuiitrúar Framsóknar- flokksins gagnrýnt stefnu Sjálfstæðisflokksins I þessum málum vegna þess, að megin- þu ngi starfs Æskulýðsráðs hefur verið bundinn viö starf- rækslu Tónabæjar, en þar hefur ýmislegt farið úr bönd- um i sambandi við skemmtanahald. Skemmtanir á kostnað reykvískra skattgreiðenda Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa látið sér þessa gagnrýni I léttu rúmi liggja og ávallt haldið uppi vörnum fyrir stefnu sina. A sama tima hefur svo orðið veruleg hlut- fallsleg aukning á fjármagni til Æskulýðsráös og starfsemi þess, meðan fjárframlög til hinnar frjálsu félagastarfsemi hefur staðið i stað, sem hefur gert það að verkum, að þessir aðilar hafa átt erfitt með að sinna verkefnum sinum sem skyldi, þrátt fyrir, að þar sé mestöll vinna unnin I sjáif- boðastarfi. Þar kemur til, aö iþróttafélögin og skildir aðilar, þurfa að leggja fram fjármagn úr eigin vasa til uppbyggingar félagsaðstöðu og reksturs félagsheimila á sama tíma og öll fjárútlát Æskulýðsráðs, rekstur húsa og vinnulaun eru greidd að fullu af Reykjavikurborg. Þegar á það er litið, að starfsemi Æskulýðsráðs hefur að miklu leyti verið bundin við skemmtanahald I Tónabæ, sem reykviskir skattgreiðend- ur greiða að fullu, er það ekkert áhorfsmál, að fjár- magninu, sem Reykjavikur- borg ver til æskulýðsmála, væri betur varið t.d. til skát- anna eða Iþróttafélaganna, sem sannanlega geta ekki tek- iö við öllum þeim unglingum sem þau gjarnan vildu, vegna aðstöðuleysis. Tónabæ lokað 1 Mbl. I gær er skýrt frá þvi, að nú sé búiö að loka Tónabæ um tim a og óvist sé, að staðurinn verði starf- ræktur sem skemmti- Davið Oddsson staður áfram. Ástæðan er slæm hegðan unglinga eftir dansleiki. Davið Oddsson borgarfull- trúi, sem jafnframt er for- maður Æskulýðsráðs, lét hafa eftirfarandi eftir sér i viðtali við Mbl.: ,,Ég fæ ekki séð, að Reykja- vikurborg sé lengur stætt á að standa undir rekstri Tónabæj- ar með þeim hætti, sem verið hefur undanfarið”. Um þessa yfirlýsingu er það að segja, að seint er betra en aldrei. Davið hefur hingað til haldið uppi vörnum fyrir stað- inn, þegar borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa gagnrýnt starfsemi hans. Nú er mælirinn fullur að dómi for- manns Æskulýðsráðs, enda hafa óspektir við Tónabæ keyrt úr hófi fram að undan- förnu. Hvað tekur við? En hvað tekur við? Æsku- lýðsráð hefur skipað sérstaka nefnd til að fjalla um það mál. Að dómi undirritaðs væri eðli- legast, að Reykjavikurborg afhenti einhverjum aðilum, t.d. skátunum, Tónabæ til af- nota og tryggði um leið reksturinn. Dansleikjahald unglinga ætti siðan að færa inn I skólana aftur, enda var það hrein uppgjöf á sinum tima, þegar skóladansleikjunum var hætt innan veggja skólanna sjálfra. Annars koma þessi mál til með að vera mikiö rædd á næstunni, og verður þeim þá gerð frekari skil. —a.þ. Hestamenn Nokkrar hryssur af góðu kyni, 3-11 vetra ) ásamt folöldum, eru til sölu af sérstökum ástæðum. Hannes Guðmundsson # Fellsmúla, Rangárvallasýslu. Simstöð: Meiritunga. Frá 10. september 1976 verður heildsöluverð á kjúklingakjöti kr. 722,00 Unghænur kr. 520,00 Framleiðendur. Fjölbrautaskólinn Breiðholti byrjar starfsemi sina mánudaginn 13. september. Allir nemendur skólans mæti kl. 8.30 þann dag. Skólameistari. Eyfirzkir sjómenn mótmæla Stjórn Sjómannafélags Eyja- fjarðar mótmælir eindregið bráðabirgðalögum þeim, sem sett voru 6. þ.m. um launakjör sjó- manna, segir i fréttatilkynningu frá Sjómannafélagi Eyjafjarðar. Stjórnin telur fráleitt, að rikis- valdið gripi á þennan hátt fram fyrir hendur samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna, enda þótt samningaþóf sé orðið nokkuð langt vegna tregðu út- gerðarmanna á að koma til móts við eðlilegar kröfur sjómanna. Jafnframt bendir stjórnin á, að engin vinnustöðvun hafði verið boðuð og bráðabirgðalög þessi verði þvi ekki réttlætt með þvi að verið sé að koma i veg f yrir stöðv- un flotans eða bjarga einhverjum verðmætum. Orgeltónleikar Hér á landi er staddur ungur austurriskur orgelleikari, Martin Haselböck. Mun hann halda tvenna tónleika hér, hina fyrri i Akureyrarkirkju, sunnudaginn 12. september og hina siðari mánudaginn 13. september i Filadelfiu i Reykjavik. Martin Haselböck er fæddur I Vinarborg 1954, og hefur hann numið tónlist frá blautu barns- beini, enda af frægri tónlistarfjöl- skyldu kominn. Hann hefur lokið námi i kirkjutónlist og siðastliðiö vor lauk hann einleiksprófi á orgel. Hann hefur haldið tónleika viða um Evrópu við mjög góðan orðstirog er nú að leggja i tón- leikaferð vestur um haf. Á efnisskrá tónleikanna hér verða m.a. verk eftir Bach, Moz- art, Mendelsohn og Messiaen. Tónleikarnir hefjast kl. 21 báða dagana. A Kópavogskaupstaður Óskum eftir að ráða ritara i hluta úr starfi. Umsóknum skal skilað til undirritaðs fyrir 24. september nk. sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Bæjarritarinn i Kópavogi. Auglýsið í Tímanum Útboð Stjórnarnefnd Fjölbrautaskóians i Breið- holti óskar eftir tilboðum, annars vegar i gerð loftræstikerfa og spónsogskerfis og hins vegar i gerð raflagna i verkstæðishúsi skólans. Útboðsgögn fyrir loftræstikerfi og spónsogskerfi verða af- hent frá og með föstudeginum 10. september, en útboðs- gögn fyrir raflagnir frá og með þriðjudeginum 14. septem- ber á teiknistofu Itaks h.f., Ingóifsstræti 1A, Reykjavík, gegn 10.000.00 kr. skilatryggingu hvor gögn. Tilboð i loftræstikerfi og spónsogskerfi verða opnuð á teiknistofu itaks h.f., Ingólfsstræti ÍA, Reykjavik, þriöju- daginn 21. september 1976 kl. 11 f.h. Tilboö i raflagnir verða opnuö á sama stað, föstudaginn 24. september kl. 11 f.h. Stjórnarnefnd Fjölbrautarskólans i Breiðholti yðar og bufé. í^V/Acr l&Jcnná SAMVIINNLJTRYGGIINGAR GT. ÁRMÚLA 3 SÍMI 38500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.