Tíminn - 10.09.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.09.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 10. september 1976. Maó lýsir yfir stofnun Klnverska Alþýöulýöveldisins 1. október Maó um 1919 1949 Maó og Chou En-lai 1964. „Félagi Maó Tse-tung er mesti marx-lenínisti vorra tima. Hann hefur tekiö kenn- ingu Marx og Lenins i arf, varið hana og aukiö við hana meö þeirri snilli, sköpunargáfu og viöfeömi sem honum er gefin. Hann hefur lyft henni á alger- lega nýtt og hærra stig”. . Svo sagöi Lin Piaó um Maó i formála Rauða kversins fyrir áratug. En nú er Maó látinn, og jafn- vel pólitiskir andstæöingar hans hljóta aö viöurkenna, aö meö láti hans missir heimurinn mikilmenni — mikilmenni, sem i senn var stjórnandi og heim- spekingur. Fæddist á timum upp- lausnar. A þessum vettvangi er ill- mögulegt að geta nema helztu merkisviöburöa ævisögu Maós, þvi svo samtvinnuð er hún 20. aldar sögu fjölmennustu þjóöar heims. Maó Tse-tung fæddist áriö 1893 i Hunan i Miö-Kina. Heim- ildum ber ekki saman um fæö- ingardag hans, en mesti fræöi- maður um sögu kfnverska kommúnismans — Edgar Snow — telur Maó vera fæddan 26. desember. Þetta voru timar ólgu og upp- lausnar gamalla hefða. öldum saman haföi kinverska þjóöfé- lagiö verið fastmótaö, en undir lok 19. aldarinnar voru farin aö sjást þess teikn, aö hamingju- hjól keisaradæmisins væri á siö- asta snúning. Maó átti eftir — mest allra manna — að setja svip sinn á atburðarásina, sem þá tók við. Á blómatimum keisaraveldis- ins rikti mjög glögg stéttaskipt- ing i Kina, en samt hefur ekki verið hægt að finna merki um nein veruleg stéttaátök. Aðall- inn stjórnaöi landinu og lifði i rikidæmi. Hins vegar var þvi svo haganlega komið fyrir, aö aðalmennsku var ekki hægt aö erfa,og þurftu menn aö gangast undir erfið próf til að öðlast aðalstign. A þennan hátt var komiö I veg fyrir, að fjölmenn- asta stéttin — bændurnir — tækju völdin i sinar hendur, þvi þeir liföu alltaf i voninni um aö einhver meðlimur ættarinnar næöi prófinu og kæmist þannig til valda. A öndveröri 19. öld fór þetta fastmótaöa þjóöfélagsskipulag smám saman aðbrotna niður og átti sú þróun sér margar sam- tvinnaöar orsakir, þar sem er- lend áhrif léku aðalhlutverkiö. Af bændaættum Þegar Maó fæddist, var faðir MAÓ LÁTINN hans fátækur bóndi.en hann jók smám saman land sittog geröist með rlkari mönnum af bænda- ættum, og þá sérstaklega eftir að hann byrjaði aö verzla. Þaö atriði er reyndar merkilegt út af fyrir sig, þvi aö i hinu hefö- bundna Kina, þá þótti þaö niöur- lægjandi, þegar bændur voru með verzlun. Þessar upplýsingar um sögu föðurins eru komnar frá Edgar Snow, sem hann fékk beint frá Maó sjálfum. Það getur hins vegar veriö, aö Maó hafi eitt- hvaö ýkt um auðlegö fööur sins, þvi 1936, þegar viðtaliö var tekið, þá var Maó i mun, aö sannfæra syni rikra bænda, að þeir gætu alveg eins og aörir gerzt byltingasinnar. Erfiður unglingur. Maó þótti snemma nokkuð erfiöur, og þvi sérstakur ungl- ingur. Hann deildi oft við föður sinn og hafa reyndar sumir sagt, að til þeirra atburöa megi leita fyrstu skýringarinnar á byltingarhneigö hans. Maó reyndist snemma vera bókhneigður, enfaðir hans, sem var læs, átti ágætt bókasafn. Atta ára gamall var hann farinn aö lesa bækur eins og „Allir menn eru bræöur”, sem hefur verið þýdd á ensku af Pearl Buck. Þar hefur hann sennilega fyrst hrifizt af sögum um ræn- ingja, sem böröust gegn spilltu em bættiskerfi. 13 ára gamall var Maó neyddur til þess aö hætta námi og varð hann aö fara að vinna fulla vinnu, þrátt fyrir aö hafa unnið á ökrunum frá þvi aö h ann var 6 ára gamall. Óregluleg framhalds- menntun En hann var ekki lengi i heimahúsum eftir það. 1911 fór hann til Changsha, höföuborgar héraðsins, og ætlaöi sér aö kom- ast i skóla, sem og tókst. Þetta var á siöasta valdaári keisaradæmisins og voru upp- reisnir þvi tiöar. Eftir aö hafa verið vitni aö einni slikri, þá gekk Maó i her byltingarinnar til að hjálpa við „að ljúka við byltinguna”, eins og hann sagöi sjálfur. Hann var þar i aöeins hálft ár, eöa þangaö til aö lýð- veldið var stofnaö i Kina 1912. Maó heiisar frú Súkarnó, fyrrum forsetafrú i Indónesiu. Milli þeirra stendur þriöja eiginkona Maós, Chiang Ch’ing. Maó um 1923 Eftir það sneri hann sér að bókunum, en var þó aldrei viss hvað hann vildi nema. Hann fór i lögregluskóla, sápu- gerðarskóla, sótti um i lögfræöi- skóla, en hætti viö og fór I viö- skiptafræöi i einn mánuö. Þá loks ákvaðhann, aö bezt væri aö lesa sjálfstætt þaö sem hug- urinn girntist. Maó kynnist Marx 1918 fer svo Maó til Peking, þar sem hann fékk stööu að- stoöarmanns i bókasafni há- skólans I höfuöborginni. Þar stárfaöi hann undir stjórn Li Ta-chao, sem ásamt Chen Tu-hsiu, stofnaöi Kommúnista- flokk Kina. Þarna kynntist Maó fyrst ritum Marx, enda þótt skilning- urinn hafi ef til vill ekki alltaf verið upp á það bezta, þvi læri- faðir hans, Li Ta-chao, var frekar slakur fræðimaöur á þessusviði eins og hefur komið fram i' grein hans: Skilningur minn á Marx. Þátttaka i starfi Kommúnista. Maó var þó ekki lengi i Pek- ing, þvi' 1919 sneri hann til baka og fór aö kenna á æskuslóö- unum. Um þaö timabil hefur Maó sagt: „Ég var orðinn, fræðilega og aö sumu leyti i verki, marxisti, og frá þeim tima áleit ég mig Marx- ista.” Þaö má segja, aö á þessum tima hafi Maó fyrst farið aö starfa alvarlega aö þjóöfélags- umbótum. Hann hjálpaði til viö stofnun Kommúnistaf lokks Kina 1921 og var leiðtogi þeirra i Hunan. Þar beittihann sér fyrir stofnun verkalýðssamtaka og dugnaður hans og ákefö leiddi til þess, að hann var valinn i þjóöarráð flokksins 1923. Þá feröaöist hann milli stærstu borganna til að útbreiöa stefnu flokksins, en hugurinn leitaði þó alltaf tii æskuslóöanna og þangað hvarf hann áriö 1925. Það var þá, sem Maó komst að kjarna málsins: Lýöræöis- legtalræði fólksins grundvallast á bandalagi verkamanna, bænda og smáborgara i bæjum, en þó fyrst og fremst á banda- lagi verkalýös og bænda, eins og hann sagði siðar. Þetta er ef til vill ekki flókin uppgvötun, og margir leiötogar kommúnista höfðu áöur reynt að virkja þetta mikla ónotaöa afl, en þeir höfðu allir verið drepnir af andstæö- ingum sinum. Maó haföi hins vegar meira hyggjuvit, þvi aö alla vega tókst honum aö skipu- leggja hersveitir kommún- istiskra bænda og lifa þaö af. Gangan mikla Á þessum tima voru komm- únistar og Kuomintang — Þjóö- ernisflokkurinn — ekki beinlinis andstæöingar og þeir störfuðu jafnvel saman á sumum sviöum. Koumintang haföi staöiö að baki byltingarinnar 1912 undir stjórnSun Yat-sen, en þeir voru síöar hraktir frá völdum. Um miðjan þriðja áratuginn var flokkurinn orðinn Bolsévikka- flokkur, en um þaö leyti tók Chiang Kai-shek viö forystunni, og á árunum 1926-28 tókst honum aö ná Kina á sitt vald. A þeim timum lenti her- sveitum Maós og Chiangs saman og þurfti Maó aö flýja til fjalla ásamt stuðningsmönnum sinum. Þar stofriaöi hann ráö- stjornarlýöveldi áriö 1931, sem var viö lýöi i þr jú ár, en þá varð hann aö leysa þaö upp vegna si- felldra árása andstæöinga sinna. Og þar meö hófst Gangan mikla, sem stóð yfir i tvö ár, en á þeim tima öðlaöist Maó fúllt vald yfir flokknum og hélt þeim litt takmörkuðum i fjóra ára- tugi. Stríð við Japani. Arið 1937 gerðu Japanir inn- rás i Kina, og þá söndu komm- únistar og þjóðernissinnar vopnahlé um stundarsakir til aö geta einbeitt sér gegn innrásar- mönnunum. Þegar stri'öinu lauk, þá kom i ljós, að kommúnistar voru miklu sterkari en fyrir þaö, enda haföi Maó tekiö upp mun frjálslyndaristefriumeöan á þvi stóð og hafði þaö aflað honum margt nýrra stuðningsmanna. Kommúnistar börðust siöan viö Þjóöernissinna i 4 ár og unnu fullnaöarsigur með þvi aö hrekja Chiang til Formósu, þar sem stuðningsmenn hans eru enn. Árekstrar við Sovét- menn Snemma kom i ljós, aö Maó átti ekki mikla samleiö með so- vézkum kommúnistum. Hann hafði fengö ráðgjafa frá Sovét- rikjunum,skömmueftir stofnun ráöstjórnarlýöveldis sins, en Rússarnir álitu hann frekar „sveitalegan” ffræðum sinum á Marx. Eftir aö Maó var formaður Alþýöulýöveldisins (til 1959) og einnig æðstaráðsins (til dauða- dags), þá varð hann að treysta á aöstoö Sovétmanna, þvi allt efnahagslif var imolum. En þaö liðu ekki nema fjögur ár þangað til Maó fór að fara sinar eigin leiöir viö mótun hugmyndafræði kommúnista. Um 1960varsvo klofningurinn orðinn algjör, og hefur biliö aldrei verið brúaö. Kina undir stjórn Maós Óhætt er aö fullyrða, aö kta- verskum almúgamanni hefur aldrei liöiö betur en undir stjórn Maós. Eftir að Kina opnaöist i byíjun þessa áratugs, þá hafa blaðamenn flykkzt þangað, og ber þeim öllum saman um, að hungur er oröið óþekkt I land- inu, svo ekki séminnzt á hinar stööugu styrjaldir, sem áður fyrr geisuðu þar. Þaö hefur Maó tekizt að sýna fram á, að fræöilegur Marxismi getur átt sér stað i raunveru- leikanum. En er ekki grund- vallarhugmynd Marxismans rikisstjórnarlaust þjóðfélag? Þessu hefur Maó svaraö: „Viljiö þiö ekki afnema rikis- valdiö? Jú, vissulega, enn ekki i svipinn. Vér getum þaö ekki eins og sakir standa. Hvers- vegna? Vegna þess, aö enn er heimsvaldastefna og innlent afturhald við lýöi og enn eru stéttir i landi voru.” Maó sá ekki lokatakmarkiö rætast, en hann lagði svo sann- arlega stan skerf til aö svo yrði. 1 Moskvu meö Krústjoff l957.Þrátt fyrir brosin var samband þeirra þá þegar oröiö stirt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.