Tíminn - 10.09.1976, Blaðsíða 20
* II. ------------
Köstudagur 10. september
- -<
FÓÐURVÖRUR
þekktar
UAA LAND ALLT
fyrir gæði
Guöbjörn
Guöjönsson
Heildverzlun Siðumúla 22
Símar 8S694 8. 85295
LEIKFANGAHÚSIÐ
Skolavörðustig 10 - Sími 1-48-06
Ævintýra-
maðurinn
Póstsendum
Skriðdrekar
Þyrlur
Jeppar
Bátar
f ALLAR TEGUNDIR"
FÆRIBANDAREIAAA
FYRIR
c c .. . rslui
Einnig: Færibandareimar ur
ryðfriu og galvaniseruöu stáli
ÁRNI ÓLAFSSON & CO.
................. 40088 'S 40098 —«
MAÓ LÁTINN
Búast má við harðnandi valdabaráttu í Kína
Reuter.Hong • Kong.Pek-
ing, I.oml on .Wasbington.— Mao
Tse-tung, formaöur kinverska
Kommúnistaflokksins, lézt i
Peking, höfuðborg Kina, á miö-
vikudag.
Meö honum er genginn einn af
valda- og áhrifamestu leið-
togum heimsins, en völd hans i
Ktna hafa verið og voru allt
fram á dánardægur hans,
óskoruð og afdráttarlaus.
Um nokkurt skeið hefur verið
vitað að Mao var ekki heill
heilsu. 1 júnimánuði siðast-
liðnum var tilkynnt, að hann
gæti ekki lengur tekið á móti
gestum, þar sem hann væri
sjúkur. Hann hefur ekki komið
opinberlega fram siðan þann 1.
mai' 1971, en siðasti erlendi leið-
toginn sem fékk áheyrn hjá
honum var Zulifika Ali Bhutto,
forsæbsráðherra Pakistan.
Útvarpið i Peking skýröi fyrst
frá láti formannsins. Dánartil-
kynning var gefin út, og siðan
voru leikin sorgarlög á götum
úti, i útvarpi og sjónvarpi.
Útvarpið i Peking og frétta-
stofan Nýja Kina hafa skýrt frá
þvi, að lik Maos verði lagt á við-
hafnarbörur i Alþýðuhöllinni i
Peking. Kinverkum leiðtogum,
verkamönnum, bændum og her-
mönnum verði boðið að votta
leiðtoga sinum þar hinztu virð-
ingu,
Ekki hafði i gær verið tilkynnt
hvenær útför Maos myndi fara
fram, en jarðarfararnef nd
hefur verið skipuð. 1 forsæti
hennar er Hua Kuo-feng, for-
sætisráðherra Kina, en auk
hanseru skipaðir i nefndina þeir
Wang Hung-wen, varaformaður
kinverska Kommúnistaflokks-
ins, Yeh Chien-ying, varnar-
málaráðherra og Chang
Chun-chiao, varaforsætisráð-
herra, auk rúmlega þrjú
hundruð og fimmtiu annarra
aðila, sem emnig skipa nefnd-
ina, meðal annars Chiang
Ching, ekkja Maos.
Lát Maos eykur nokkuð á
óvissu þá sem rikt hefur i
málefnum Kina. Búizter við, að
nýafstaðin valdabarátta innan
flokksins taki sig upp að nýju,
með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum.
Þá rikir nú einnig óvissa um
það hvað fram undan er i
tengslum Kina við önnur rfki.
Ber þar hæst óvissu um framtíð
tengslanna milli Kina og
Bandarikjanna, sem þegar
hefur reynt mikið á undanfarna
mánuði.
Þeir Bandarikjamenn, sem
undanfarið hafa farið til Kina,
segjast hafa mætt þar ýmsu,
sem benti til þess, að Kinverjar
væru orðnir óþolinmóðir vegna
hægagangs I myndun stjórn-
málasambands miUi rikjanna, á
diplómatiskum grundvelli.
Sjá nánar grein AAagnúsar Ólafssonar á bls. 8
.
Spdnn:
Verkföll í
mótmæla-
skyni
Reuter, San Sebastian. —
Verksmiðjur i landamæra-
bænum Fuenterrabia, ná-
lægt San Sebastian á Spáni,
voru lokaðar i gær, vegna
verkfalla, sem boöað var til i
mótmælaskyni vegna dauða
ungs manns, sem lögreglan
skaut til bana i mótmælaað-
gerðum gegn rikisstjórn
landsins.
Yfirvöld hafa skýrtfrá þvi,
að Jesus Maria Zabala,
tuttugu og fjögurra ára gam -
all, hafi verið skotinn af lög-
reglumanni, eftir að hann
hafði barið lögreglumanninn
með stól á veitingastað.
Þetta var i annað sinn á fjór-
um dögum, sem lögreglan
gripur til skotvopna gegn
mótmælendum i Baska-
héruðunum i norðurhluta
landsins, en þar hefur ríkt
mikill órói.
Yfirvöld drógu siðar yfir-
lýsingu sina um málið til
baka og sögðu að rannsókn
þess héldi áfram.
Zabala varö fyrir skoti
þegar sveit óeirðalögreglu-
manna hóf skothrið með
gúmmikúlum og táragas-
sprengjum til þess að dreifa
hópi sex hundruð þjóðernis-
sinnaðra Baska, sem efnt
höfðu til mótmælaaðgerða.
Smith stokkar upp í stjórn Rhódesíu:
Skipar sérstakt „herráð"
til að glíma við skæruliða
Reuter, Salisbury. — Ian Smith,
forsætisráðherra Rhódesiu, skip-
aði i' gær, öllum að óvörum, ,,her-
ráð”, undir forystu hins nýja
varnarmálaráðherra rikisstjórn-
ar hans, til þess aö hafa yfirstjórn
á baráttu stjórnarhers hvita
minnihlutans i landinu i skæru-
liðastyrjöldinni þar, sem sifellt
færist i aukana.
Smith forsætisráðherra hefur
nú leyst Pieter van der Byl, sem
gegndi embættum bæði utanrikis-
ráðherra og varnarmálaráð-
herra, undan skyldum siöar-
nefnda embættisins og skipað i
hans stað Reginald Cowper, ráð-
herra i samhæfingarmálum og
almannaþjónustu, i embætti
varnarmálaráöherra og til þess
að stjórna hinu nýja herráði.
Van der Byl tekur i staðinn við
skyldum Cowpers i málefnum,
sem varða almannaþjónustu.
Smith rauf i gær þingdagskrá
til þess að skýra þingheimi frá
þessari ákvörðun sinni, sem kem-
ur áóvart. Hann sagði að herráð-
ið væri skipað til þess að létta á
þvi mikla vinnuálagi, sem van
der Byl hefði verið undir, enda
ykist það i sifellu.
Herráðið var skipað, eftir að
fariðhafði fram nákvæm athugun
á samhæfingu herafla landsins og
stuðningi borgara við stjórnvöld
hvita minnihlutans, gegn þeirri
ógnun, sem þeim stafar af skæru-
liðum,aðþvier Smithsagði i gær.
Talið er, að þegar forsætisráð-
herrann talar um vaxandi vinnu-
álag i utanrikisráðuneyti, þá eigi
hann við fyrirhugaðar tilraunir á
alþjóðavettvangi til þess að finna
friðsamlega lausn á stjórnmála-
leguin vanda Rhódesiu.
Um rekstur herferðarinnar
gegn skæruliðunum sagði Smith,
að styrjöldin við þá væri ekki
lengur i neinum tengslum við
stöðuna i stjórnmálum innan-
lands i Rhódesiu.
— Yfirlýsingar þær, sem leið-
togar skæruliðanna hafa gefið
opi nberlega, utan Rhódesiu,
sýna, svo enginn möguleiki er á
misskilningi, að markmið þeirra
er einfaldlega og einvörðungu
það, að ná algerum yfirráðum i
landi okkar, gegnum uppgjöf
rikisstjórnarinnar og þjóðarinn-
ar, sagði Smith.
— Markmið þeirra er ekki að
koma á lýðræðisriki margra kyn-
þátta, þar sem réttindi allra yrðu
varin. Þeir ætla að koma á marx-
isku kommúnistaeinræði, eins og
við höfum séð skapast i ná-
grannariki okkar Mósambik,
sagði hann ennfremur.
Hann sagði siðan, að i skæru-
hernaði væri aðeins um tvennt að
velja, það er uppgjöf eða algeran
sigur og bætti svo við:
— Það þýðir ekkert hálfkák.
Þeir, sem tala um viðræður við
skæruliðana, eru afvegaleiddir,
ef þeir trúa að það geti leitt til
annars en algerrar uppgjafar.
Timann vantar fólk til
blaðburðar i eftirtalin
hverfi:
Laufásvegur
Skólavörðustígur
Eskihlið
Bólstaðahlíð
Túnin
Suðurlandsbraut
Laugarásvegur
Akurgerði
Langagerði
Seljahverfi
Sendlar óskast
fyrir hádegi
100.000 KR. VERÐLAUN !
í þriðju milljónustu fernunni af JROPICANA eru 100.000 kr. verðlaun
Fékkst þú þér
JROPICANA" í morgun?
Sólargeislinn frá Florida