Tíminn - 10.09.1976, Blaðsíða 10
70
TÍMINN
Föstudagur 10. september 1976.
Skógarkerfill viö trjágöngin viö Atvinnudeild háskólans 7/7. 1976.
t vinnu viö Tjörnina I Rvik 11/7. 1976.
Þær eru ekki amalegar á svip-
inn ungu stúlkurnar, sem voru
aö laga til viö Tjarnarhorniö i
Reykjavik i sumar. Runnarnir
blómguöust, geitaskeggiö
teygöi sig upp hvita blómskúf-
ana, en illgresiö dafnaöi lika i
votviörunum, svo ekki veitti af
aö reyta, klippa og raka.
Við trjágöngin hjá húsi
Atvinnudeildar háskólans, stóö
skógarkerfillinn hvitur af
blómum, mörgum til augnaynd-
is. Eftir blómfalliö er hann sleg-
inn, svo hann sái sér ekki um of.
Konur lita vefgarn úr blööum
kerfilsins og fá gulgræna
„mjúka” liti. Hin skemmtilegu
trjágöng þarna ganga undir
nafninu Alexanderströö, kennd
viö Alexander Jóhannesson sem
var fyrrum rektor háskólans.
Trén eru flest birki og standa
þétt, enda nauðsynlegt aö þau
hlifi hvert öðru á þessum veöra-
sama staö. Erfitt var stundum
aö opna dyr Atvinnudeildar
háskólans, unz trjábeltiö fyrir
framan tók aö vaxa upp og
skýla húsinu.
Litum yfir á Hringbraut 10,
gegnt Umferöarmiöstööinni.
Þar ber fyrir augu lágt limgerði
úr álmi, og t.v. á myndinni sést
bergflétta hylja húshliö, grær
sumar og vetur. Hún er klippt
þannig aö hún skyggir ekki á
gluggana. Bergflétta heldur sér
fastri viö hrjúfa veggi, kletta og
tré með heftirótum, er vaxa
skuggamegin út úr greinunum.
A slétta veggi má strengja net
handa henni til aö klifra i. Hér
er bergflétta algeng stofujurt,
en sjaldgæf ennþá utanhúss. 1
Noregi klifrar hún bæöi I klett-
um og trjám. Sumir láta hana
vaxa útyfir steinhæð.
Limgeröi ryöja sér nú mjög til
rúms i göröum viöa um landið.í
Akurgerði 261 Reykjavik er lim-
gerði úr viði látiö mynda eins
konar hús I garöinum. Sjá
mynd. Stór hólf eöa limgeröis-
bása gefur aö lita á Miklatúni.
Þar mynda gljáviöir, viöja,
Alaskavíöir og birki limgeröin.
Skjólbelti og limgerði eru og
mjög tekin að skýla Hljóm-
skálagaröinum, og fólk nýtur
skjólsins. Um þetta svæöi liggur
annars eilífur kaldurvindstrekk-
ingur um lægöina milli hafnar-
innar og Skerjaf jaröar.
Ctjaöarskjólbeltin eru hér úr
birki.
1 Breiðageröi 31 gefa fjölmörg
kerruhjól limgeröinu sérkenni-
gróður og garðar
Vföigeröi I Akurgeröi 26,
Rvik 5/7. 1976
Ingólfur Davíðsson:
ffS/ón
er sögu
ríkari"
legan og skemmtilegan svip.
Menn finna upp á ýmsu — og þvi
ekki þaö? Kerruhjól meö geisla
sina og umgerö er I raun og veru
listaverk, I senn bæöi hagkvæmt
og fagurt aö gerö. Fáar upp-
fynningar hafa fyrr á timum
valdiö meiri byltingu I sögu
mannkynsins en einmitt hjóliö.
Hjól prýöa nú margan garöinn
og margt hliöiö viöa um heim.
Sum limgeröin eru lltiö klippt
eöa ekki, eru látin vaxa
óhindruð þar sem rúm er nóg og
geta þá oröið gróskuleg mjög og
fögur, likt og skjólbelti, sem eru
stærri I sniðum og oft margar
trjáraðir. Hafa margir séö t.d.
skjólbeltin á Sámsstööum og hin
miklu skjólbelti er skýla sjúkl-
ingalandinu ofan viö ehilsuhæliö
I Kristnesi i Eyjafiröi. Klippt
limgeröi eru látin afmarka lóö-
ir, gangstiga og bletti I göröum.
Þau eru vanjulega klippt slétt á
hliöum og aö ofan. Stundum þó
höfð breiðari aö neöan og
mjókka upp til aö þola snjó-
þyngsli betur en ella. Allviöa
erlendis má sjá tré og runna
Hringbraut 10 Rvfk 30/7. 1976
klippt þannig aö þau myndi
kúlur, súlur, toppa og raunar
margs konar „myndverk”.
Á mynd frá Hrafnagilsstræti
36 á Akureyri sjáiö þiö hálfkúlur
eöa toppa úr geitatopp
(Lonicera). Þarna er nafniö
geitatoppur skiljanlegt öllum er
lita. Svona toppa er lika hægt aö
gera úr ribsi með þvi aö klippa
það hæfilega. Slikir toppar eru
góö tilbreyting og fara vel úti á
grasflöt.
I limgerði er, auk fyrrnefndra
tegunda, hægt aö nota t.d.
brekkuviöi, er myndar lagleg
þétt geröi. Brekkuvlðir er talinn
vera bastaröur gulvlöis og
grávlðls. Hann hefur viöa rutt
sér til rúms á seinni árum.
Lauffegurstur er gljávlöirinn
meö sín breiöu, gljáandi, grænu
lauf, er springa seint út á vorin,
en standa langt fram á haust,
lengur en flest önnur lauf. Rak-
lendan jarðveg þola vföitegund-
ir betur en flest önnur tré. En
birki er vindþolnast og getur
þrifizt I margs konar jarðvegi,
jafnvel grunnum og grýttum.
Lág limgerði er hægt að gera úr
ýmsum runnum, t.d. gljámispli
(Cotoneaster), sem ber gljáandi
lauf og sérlega haustfagurt, þvf
aö þá veröur það blóörautt.
Farin eru aö sjást geröi úr loð-
vlöi, sérkennileg vegna hins
gráa litar hinna loönu laufa.
Runnamura getur myndaö
lággeröi á góöum stööipjn — og
þessi geröi veröa algul af
blómum siöari hluta sumars.
A Akureyri og vlðar sjást lág
geröi úr birkikvisti, er oröiö
geta snjóhvit af blómum. Geröi
úr rauöblaöarós eru mjög
sérkennilega fögur vegna litar-
ins. En varazt þarf svepp er
myndazt getur, gulbrún þykk-
ildi á greinum er d'regur mjög úr
þroska og feguro rósarinnar.
Reynandi er sveppalyf gegn
þessu, en oft er ráðlegast aö
ryöja sjúkt beö rauðblaöarósa
— og eyöa þeim til aö hindra
smitun. 1 sæmilega skjólsælum
görðum getur runni snædrottn-
ingar (Philadelphus, fölsk
jasmina) þrifizt vel, bæöi ein-
stakar og sem limgerði. Fleiri
tegundir mætti nefna, en hér
skal nú staöar numið. Litiö á
garðana og athugiö hvaö ykkur
lizt vel á — og hvaö llklegt er aö
geti þrifizt heima hjá ykkur.
Ing.Dav.
Geitatoppar Hrafnagilsstræti 36, Akureyri 15/8 1976.
Breiöageröi 31 Rvfk 30/7. 1976