Tíminn - 10.09.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.09.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Köstudagur 10. september 1976. Sigurður G. Þorsteinsson, landfræðingur: Búskaparstaða og óætlanagerð í sveitum Aætlanagerð er meðal annars til þess að ná sterkari tökum á fjármagni, sern veitt er í ákveðn- ar greinar eða á ákveðin svæði. Þær eru einnig gerðar til þess að ná stjúrn á nýtingu auðlinda og stuðla að sem hagkvæmastri nýt- ingu þeirra. Sú auðlind, sem land- búnaður byggir á, er landið. Það þarf að nýta skipulega sem aðrar auðlindir. Nóg landrými er fyrir iandbúnað á Islandi og ástæöu- laust að tala um að nytja það allt. Mikið land er ónotað og veröur það enn um næstu áratugi eöa aldir. I landbúnaði og tengdum grein- um eru gerðar margs konar áætlanir. Hver einstakur bóndi gerir sina áætlun. þótt ekki séu þær birtar. Áætlanir eru til um uppbyggingu sláturhúsa og mjólkurstöðva og sölukerfi land- búnaöarins eru skipulögð. Þrátt fyrir þetta hafa engar heildar- áætlanir verið gerðar um fram- leiðslumagn búvara. t hæsta lagi hefur verið reynt að spá fyrir um framleiðsluna. enda er erfitt að fást við atvinnugrein, sem sifellt minnkar aðmikilvægii þjóðarbú- skapnum og þeim fækkar sifellt. sem landbúnað stunda. Annars eruhorfur á þvi, að fólki hætti að fækka við bústörf, þótt einingum fækki. Búseiningar stækka og sveitafólkið þarf að sinna ýmsum störfum, sem ekki eru bein fram- leiðslustörf. Áætlununi má skipta i þrennt: 1) séráætlanir eða atvinnuvega- áætlanir. 2) landshlutaáætlanir 3) timabundnar jafnvægis- og félagsmálaáætlanir (við- reisnaráætlanir) i jaðarbyggð- um, sem gerðar eru vegna skyndilegra vandkvæða, eöa vandamála, sem safnazt hafa saman og verður að leysa sem skjótast. Undir séráætlanir.eða atvinnu- vegaáætlanir heyra landbúnaöar- áætlar.ir fyrir landið allt eöa ein- stöksvæöi. 1 landbúnaðaráætlun- um skal stefnt að lágmarkskostn- aði við framleiðslu þeirra vöru- tegunda, sem þjóðin þarfnast og vill láta framleiða. Landbúnaðar- áætlanir eru einnig til þess aö jafnakjör bænda innbyrðis og sjá til þess, að kjör þeirra séu sem sambærilegust við kjör annarra stétta. I slíkri áætlun ætti að fel- aststefna opinberra stjórnvalda i verðlagsmálum, félagsmálum, framleiðslumagni og fleiru. Sér- áætlun fjallar um öll þau atriöi, sem máli skipta á sérsviöinu. Landshiutaáætlanir fjalla um sérsvið i samhengi sem skilyrði byggðaþróunar, eða sérsviöum er sleppt, ef þau skipta ekki máli. Þar eru meðal annars skoðuð vel- ferðaráhrif opinberrar þjónustu og einkaþjónustu sem skilyrði þess, að fólk uni sér i byggðinni. Landshlutaáætlanir verða að fjalla um landbúnaðeins og hvern annan atvinnuveg, enda geta sveitir og þéttbýlisstaðir ekki án hvors annars verið. Þau mistök urðu i samningu Norður-Þing- eyjarsýsluáætlunar, að landbún- aði var sleppt, en nær eingöngu fjallað um þéttbýlisstaðina. Timabundnar jafnvægis- og féiagsmáiaáætlanir i jaöarbyggö- um. (Viðreisnaráætlanir) Þær geta tæplega farið saman við al- mennar landshlutaáætlanir, en þurfa að skoðast i samhengi við þær. Þessar áætlanir eru of sér- tækar og krefjast skjótrar um- fjöllunar. Þeim er ætlað að rétta hlut þeirra svæða, sem orðiö hafa útundan i þjónustu samfélagsins, eða orðið á eftir i þróuninni. Oft- ast eru þetta Iftil, afskekkt svæöi, langt frá mörkuðum og með erfiðar samgöngur. Helzt eru það félagslegir þættir, sem orðið hafa á eftir, aðallega vegna fólksfæö- ar. Oft er hægt að sameina að ein- hverju leyti landbúnaðaráætlanir fyrir einstök svæði og þessar timabundnu jafnvægisáætlanir. I framtiðinni verða lifskjör væntanlega svo jöfn um allt land, að þessar áætlanir verði óþarfar. Allar þessar tegundir áætlana geta verið hvort sem er varðveit- andi eöa þróunaráætlanir. Varö- veitandi áætlanir eru til þess að viöhalda eða ná einhverju ástandi, sem telst vera fyrst og fremst félagslega óhjákvæmilegt. Þróunaráætlanir gera aftur á móti ráð fyrir vexti byggöarlaga og framleiðsluaukningu. Þróunaráætlanir eru fyrst og fremst gerðar vegna efnahags- legs ávinnings, en oftast mun erfitt að aðgreina þessi markmið. Þar sem hér verður aðallega fjallað um landbúnaðar- og við- reisnaráætlanir er rétt að nefna nokkrar þeirra. Helztu markmið eru: DViðhald og jöfnun byggðar i landinu. 2) Viðhald og aukning land- búnaðarframleiðslu vegna næsta þéttbýlis. 3) Jöfnun tekna og jöfnun að- stöðumunar i landbúnaðar- héruöum og á landinu öllu. 4) Viðhald og aukning land- búnaðarframleiðslu á öllu landinu, þar sem stefnt er að lágmarkskostnaði við fram- leiðsluna. Landbúnaðar- og viðreisnaráætlanir Aætlanir þær, sem nefndar hafa verið landbúnaðaráætlanir, eru það ekki nema að hluta, og frem- ur mætti kalla þær viðreisnar- áætlanir. Einnig mætti nefna þær strjálbýlisáætlanir eða byggða- áætlanir fyrir sveitir. Þessar áætlanir eru Inn-Djúpsáætlun, Hólsfjallaáætlun og Arneshrepps- áætlun. Þetta voru byggðir, sem voru í eyðingarhættu. Þessar áætlanir hafa enn sem komið er verið i litlu samhengi við aðal- áætlunarstarfið, enda hefur litið verið fjallað um landbúnaðar- byggöir. Ekki hefur enn unnizt timi til þess að fjalla um allt landið i byggðaþróunaráætlunum, en þegar þær eru orðnar þróaðar, verða þessar sérstöku viðreisnar- áætlanir væntanlega óþarfar. Að fjálfsögðu er nauösynlegt aö fjalla bæði um sveitir og þéttbýlisstaði til þess að byggðirnar þróist s m- hliða. Ekki tókst að sameina þetta i Norður-Þingeyjarsýslu- áætluninni. Framkvæmda- stofnuninni var falið að gera landshlustaáætlun fyrir sýsluna með það fyrir augum, að náttúru- gæöi lands og sjávar nýttust sem bezt til eflingar atvinnulifi og byggð i héraðinu. Siðar var ákveðið að leggja áherzlu á at- vinnulif i þorpum og áælunin kom út án þess að um landbúnaðinn væri fjallað á fullnægjandi hátt. Það er að sönnu mjög erfitt verkefni að gera landbúnaði skil. Hann er mjög margþætt atvinnu- grein og tvinnast þar saman frumframleiðsla bænda um allt land, úrvinnsla vörunnar og sölu- kerfi landbúnaðarins, og markaðurinn stjórnar þessu á sinn hátt. Aö auki er öll umræða um landbúnaðarmál viðkvæm og oftbariztþar af miklum hita. Það er þvi ekki ljóst hvaða meðferö landbúnaðurinn fær i byggða- áætlunum framvegis. I viðreisnaráætlunum þremur, sem nefndar hafa verið, var leit- azt við að gera skil öllum þáttum byggðarinnar, en ekki einungis landbúnaði. Það, sem land- búnaðarstofnanir hafa ráðið við að styðja og styrkja, eru bygging- ar húsa, ræktun, bústofnsaukning og vélakaup. Aðrir mikilvægir þættir eru á valdi annarra stofn- ana og hefur litið áunnizt i þeim málum. Inn-Djúpsáætlun og Arnes- hreppsáætlun hafa miðaö við skipulagðar fjöldaframkvæmdir á fáum árum. I Inn-Djúpi voru ráðnir sérstakir byggingarflokk- ar og byggingar ekki staðlaðar, en i Árneshreppi voru byggingar staðlaðar og að mestu unnar af heimamönnum. Uppbyggingin verður þvi ekki meö eðlilegum hættiogætti ekki að beita þessum aðferðum nema i brýnni þörf. Byggingarstarfsemi verður að vera eðlilegur hluti sveitastarfa og verður ódýrast með þvi' móti. Áætlanirnar eru sprottnar af félagslegum rótum en ekki hag- rænum, þvi að ekki er þörf fyrir aukna framleiðslu þessara svæða, heldur er markmiðið að treysta búsetuskilyröi og varð- veita byggðina. Inn-Djúpsáætlun er sú fyrsta af þessum viðreisnaráætlunum. Undirbúningur hennar hófst um 1971, en áætlunartimabilið nær frá 1973 til 1978. Gerð áætlunar- innar var i höndum Landnáms rikisins og sérstakrar nefndar og var gefin út siðari hluta árs 1973. Þegar árið 1973 var Landnám rikisins farið að huga að gerð áætlunar i Strandasýslu og e.t.v. viðar. Nokkrar umræður uröu i héraðinu og einstakir bændur nófu by ggingarframkvæmdir þegar sumarið 1975, og í október sama ár fól landbúnaðarráðherra Landbúnaðaráætlunarnefnd að sjá um gerð áætlunar fyrir Árnes- hrepp. Samkvæmt sérstakri þingsályktunartillögu var unnið að gerð Hólsfjallaáætlunar hjá Framkvæmdastofnun rikisins og Landnámi rikisins. Sú áætlun nær yfir Grimsstaði, Viðidal og Möðrudal. Þessir bæir eru i tveimur hreppum, tveimur sýsl- um og tveimur kjördæmum. Skal nú vikið nokkrum orðum að hverri áætlun. Inn-Djúpsáætlun. Arið 1971 var rætt um endur- skipulagningu og aukningu ræktunar i Inn-Djúpi vegna kals og harðæris undanfarin ár, og treysta með þvi búsetu á svæðinu. Upp úr þessu var gerð frumkönn- un á ræktun og búskap á vegum Landnáms rikisins. Könnunin náði til túnastærða, bústofns og útihúsa einstakra jarða. Meðal- bústærð reyndist langt undir landsmeðaltali. Flestir bændur vildu taka þátt i áætlun, ef gerð yrði, en á svæðinu eru 42 byggðar jarðir. Markmið áætlunarinnar er að treysta búsetu á svæðinu meö þvi að stækka búin og gera þau rekstrarhæfari, en einnig að trýggja landbúnaðarframleiðslu með hliðsjón af neyzluþörf fólks i þéttbýli á Vestfjörðum. Gerð var framkvæmda- og fjár- festingaráætlun vegna ræktunar, bústofnsauka, bygginga og bú- véla. Heildarfjárfesting var um 128 milljónir króna á verölagi ársins 1972, en mundi jafngilda um 350 milljón króna fjárfestineu á árinu 1976. Framkvæmdirnar áttu að verða mestar þrjú fyrstn árin. Fjárþörf umfram venjuleg lán og fyrirgreiðslu var metin 46 milljónir króna á þágildandi verölagi, en mundi jafngilda um 150 milljónum króna i dag. 1 ætluninni var gert ráð fyrir að rækta um 650hektara túns, fjölga sauðfé hátt á þriðja þúsund og nautgripum um eitt hundrað. t byggingaráætluninni var gert ráð fyrir 27 fjárhúsum, 7 fjósum, 35 heygeymslum og 17 öðrum bygg- ingarframkvæmdum. Aætlað var að kaupa um 30 dráttarvélar og talsvert af ýmsum heyvinnuvél- um. Mikið var byggt fyrstu árin, en framkvæmdir hafa nú dregizt saman. Ræktun varð á eftir áætl- un og ekki er hægt að heyja nóg handa þeim fjölda búfjár, sem búið er að byggja yfir. Árneshreppsáætlun í Arneshreppi i Strandasýslu hafa helztu þættir sem skapa skil- yrði til búsetu þróazt á mjög nei- kvæðan hátt siðustu áratugi. Ibú- um hefur fækkað mikið og endur- nýjun landbúnaðarmannvirkja hefur verið mjög litil. Bústofn bænda er litill. Samgöngur á landi eru erfiðar, einkum yfir vetrar- mánuðina, og félagsleg þjónusta er litil. 1 Arneshreppi eru allmikil hlunnindi i reka, grásleppu- og selveiði og tekjumöguleikar dá- góðir. Verulegur munur er samt á jörðum að þessu leyti. Eignar- hald utansveitarfólks á hlunn- indajörðum er hættulegt búsetu i hreppnum. Landbúnaðaráætlunarnefnd taldi rétt, að Arneshreppur nyti forgangs um opinbera fyrir- greiðslu til stuðnings félagslegrar uppbyggingar landbúnaöar- mannvirkja á svæöinu. Þar er stefnt að þvi, að sem minnst f jár- magn fari i greiðslu vinnulauna til utansveitarmanna, en i Inn- Djúpi voru keyptir að heilir vinnuflokkar, einkum fyrsta árið. I Arneshreppi er einungis fagleg vinna aðkeypt. Heimamenn i Arneshreppi töldu aðstoð við fjármögnun framkvæmda eðlilegri en greiðsla óafturkræfs framlags, en það var einmitt gert i Inn-Djúpi auk lánsfjárfyrirgreiðslu. Þessi útgreiddi aðstöðumunur kemur i formi hækkaðs afurðaverðs og er reiknað eftir skattframtölum. Þessi aðstöðumunur var um 15% i viðbót við afurðaverð árið 1974 um 13% árið 1975 og verður senni- lega enn lægri á þessu ári. Þá er það mjög til baga, hvar sem er á landinu, hversu lánsloforð koma seint, eða oft ekki fyrr en um mitt sumar. Aætlunin fyrir Árneshrepp er ekki eins afmörkuð og sú fyrir Inn-Djúp. Mest af framkvæmd- unum verður unnið i sumar og næsta sumar, en gert ráð fyrir framhaldi einhver ár til viðbótar. Reiknað var með byggingu fjár- húsa og heygeymslna á flestum bæjum og nokkurri ræktun á all flestum. Einnig var gert ráö fyrir aukningu búvéla. Alls á að rækta um eitt hundrað hektara túns. A áætlunarsvæðinu eru alls 18-20 býli, en sótt var um byggingarlán á 17 býlum. Heildarfjárfesting frá 1975 er talin verða um 140milljón- ir á verðlagi þessa árs. Hólsfjallaáætlun Hólsfjallaáætlun var ákveðin með samþykkt þingsályktunartil- lögu árið 1974 um stuðning við bú- setu á Hólsfjöllum i Noröur-Þing- eyjarsýslu og Efri-Fjöllum i Norður-Múlasýslu. 1 umræðum um Hólsfjöllin var bent á þann samfélagslega skaða, sem yrði, ef þau færu i eyði. Viö það mundu auðnir landsins stækka að mun og hafa alvarleg áhrif á samgönguöryggiö milli Norðurlands og Austurlands. Það er um flest erfitt að búa á- Hólsfjöllum, Arsmeðalhiti hefur verið undir núll gráðum, byggðin er hátt yfir sjávarmáli og mjög afskekkt. Flest var þar i niður- niðslu og bændur keyptu mest allt heyfóður að. Svo var komið, að byggðin var að eyöast. Þótti þá mörgum illa farið og samþykkt var fyrrnefnd þingsályktunartil- laga. Á Hólsfjöllum er gert ráð fyrir útihúsabyggingum, byggingu ibúðarhúsa, nýræktun, fjölgun bústofns og véla. Heildarfjár- festing árin 1975 til 1980 var reikn- uð 72 milljónir á verðlagi 1. marz 1975, en mundi jafngilda nú um 90 milliónum króna. Áætlanir hafa hlotið aukinn stuðning Stofnlánadeildar land- búnaðarins, sem hefur lánað aukalega 10% út á bygginar. Byggðasjóður hefur lánað 15% til útihúsa, 25% til ræktunar og 25% til búvéla. Byggðasjóður lánaði einnig til ibúðarhúsa i Hólafjallaáætlun. Inn-Djúpsáætl- un hlýtur sérstakan stuðning frá rikisvaldinu i formi beinna fram- laga á fjárlögum, sem greidd eru út sem hækkað afurðaverð, eins og áöur sagöi. Stuðningur riKisins nam um 5 milljónum króna fyrir framleiðslu ársins 1973, 7 milljón- um fyrir framleiðslu ársins 1974 og 6,6 milljónum fyrir framleiöslu ársins 1975.1 tillögum til f járlaga er lagt til að greiða 12 milljónir króna til þess að jafna aðstöðu- mun ársins 1976. Byggðasjóður hefur lánað óverðtryggð lán með 10% vöxt- um, flest til 12 ára. Skilyröi lán- veitinga Byggðasjóðs hafa verið þau, að Stofnlánadeild lán- aði að leyfilegu hámarki og 10% að auki til útihúsa, eins og áður var getið. Sótt hefur veriö um lán til uppbyggingar einstakra jaröa viðar á landinu, en ekki fengizt nema i þessar fyrrnefndu áætlan- ir. Búskaparaðstaða og forgangsröðun til áætlanagerðar Eitt mesta vandamáliö, sem við er að glima, er að velja svæði til áætlanagerðar, en það eru þau svæði, sem eru 1 mestri eyðingar- Erindi flutt á Fjórðungsþingi Norðlendinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.