Tíminn - 14.09.1976, Síða 1
Áætlunarstaðir:
Blönduós — Sigluf jörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
Gjögur — Hólmavík
Hvammstangi — Stykkishólm-
ur — Rif Súgandaf j.
Sjúkra- og leiguflug um allt
land
Símar:
2-60-60 &
2-60-66
205. tölublað—Þriðjudagur 14. september — 60. árgangur
Stjórnlokar
Olíudælur
Olíudríf
WmSSSiSnsnSSmM
Síðumúla 21
Sími 8*44*43
Metár hjá Skógræktinni norðan lands og austan
Frábær viðarvöxtur í ár
oq fræfall með eindæmum
JH-Reykjavik. — Fræfall verð- Vesturlandi væri i góðu meðal- vor. Þá voru sex hundruð sitka-
Skógarhöll I Hallormsstaðarskógi — sólargeislarnir ná hér og
þar til jarðar I gegnum limið.
JH-Reykjavik. — Fræfall verð-
ur með afbrigöum mikið norðan
lands og austan á þessu hausti,
sagði Hákon Bjarnason skóg-
ræktarstjóri við Timann i gær,
og trjávöxtur að sama skapi
mikill. Grenitré í Hallorms-
staðarskógi eru hlaðin könglum,
sérstaklega sitkagrenið, þótt
ekkert sé þar eldra en frá árun-
um 1949 og 1951. Þetta verður
metár og við fáum liklega langt
til nægjanlegt fræ af eigin stofni
handa okkur.
Hákon sagði, að byrjað yrði
að safn(a könglum um næstu
mánaðamót, en siðan yrðu
könglarnir látnir liggja um tima
til eftirþroskunar, unz þresking
fer fram væntanlega I nóvem-
bermánuði.
Mikið af könglum er einnig á
lerki, sem er til þess aldurs
komið, að það beri fræ, en eins
og kunnugt er eru miklir og fal-
iegir lerkiteigar á Hallormsstað
og viðar á Fljótsdalshé raði,
sumir að visu ungir enn.
Frævöxtur i birkiskógum hef-
ur einnig veriö með ágætum, og
nefndi Hákon til dæmis, að sér
hefðu borizt fregnir af þvi úr
Vaglaskógi I gærmorgun. Mun
svo trúlega vera um allt
Norðurland og Austurland, þar
sem teljandi birkiskógar eru.
Hákon sagðist vænta þess, að
trjávöxtur á Suðurlandi og
Vesturlandi væri i góðu meðal-
lagi, þrátt fyrir votviörin, og
mikið af könglum væri til dæmis
á stafafuru I Skorradal, þótt hún
væri fyrst gróðursett þar árið
1953. Og það, sem meira væri:
Sjálfsáin stafafura hefði fundizt
á Stálpastöðum.
— Það má lika til tiðinda telj-
ast, sagði Hákon, að fræræktar-
garðurinn á Taraldsöy I Harð-
angursfirði var tekinn I notkun I
vor. Þá voru sex hundruð sitka-
græðlingar græddir þar á
stofna, og næsta vor ætlum viö
að græða þar átta hundruð til
þúsund stafafurugræðlinga á
stofna. Þegár fram liöa stundir,
eigum við að fá fræ eftir þörfum
úr fræræktargarðinum, en aö
sjálfsögðu verðum við aö biöa
þess mörg ár, að græðlingarnir
komist til þess þroska, að þeir
gefi fræ.
Ungur maður trylltist á Höfn í Hornafirði:
Tók pilt sem gísl
■ ■.
Króatarnir fimm, sem rændu farþegafiugvél i innanlandsflugi i
og skaut á annan
Gsal-Reykjavik. — Ungur maður,
24 ára að aldri, gekk berseksgang
á Höfn i Hornafirði á sunnudags-
morgun. Hafði hann haglabyssu
að vopni og hleypti af 15 eða 16
skotum og lenti ein hagladrifan I
nærstöddum manni, en hann mun
þó ekki vera alvarlega slasaður.
Ennfremur skaut maöurinn á hús
og tætti sundur dekk á bil með
haglaskotunum.
í heift sinni tók hann gisl til
fanga, 17 ára gamlan pilt, og hót-
aði aö gera honum mein, ef til-
raun yrði gerð til þess að hefta för
hans inn i verbúö á staönum, en
þar taldi hann sökudólg sinn vera.
Aðdragandinn að þessum at-
buröi er sá, aö umræddur maður
sat að drykkju með öðrum manni
i verbúð á Höfn. Um morguninn
varð þeim sundurorða og spruttu
af þvi einhver slagsmál, sem þó
munu ekki hafa verið alvarleg.
Maðurinn taldi sig hins vegar
eiga við ofurefli að etja og við
yfirheyrslur hefur hann sagt, að
hann hafi séð það eitt ráð að fara
niður i bát og vopnast, en þar átti
hann haglabyssu,
Að sögn lögreglunnar á Höfn
veitti drykkjufélagi hans honum
eftirför niður að bátshlið, en sneri
þá við. Maðurinn sótti hins vegar
haglabyssu sina og hóf leit að „ó-
vininum”. 1 leit sinni að honum
lét hann allmörg skot riða af,
ýmist upp I loftið ellegar á hús
eða bila. Lögreglan á Höfn sagði,
að maðurinn heföi tryllzt af bræði
og þá tekið 17 ára gamlan ungling
Framhald á bls. 19.
Bandarikjunum og höföu um tveggja stunda viödvöl á Kefla-
vikurflugvelli á laugardag, gerðu þá kröfu. aö stórblöð birtu
yfirlýsingu frelsissamtaka Króatlu, og uröu fjögur stórblöð I
Bandarikjunum við þeirri kröfu. Ennfremur var yfirlvsingunni
dreift úr flugvél og þvrlum yfir Paris og London. Myndin hér að
ofan er. af þessari yfirlýsingu, en frekari fréttir og myndir af
flugráninu eru á blaöslðu 6.
Verka vothey
í sandinum í
tveimur
gryfjum
Gsal-Reykjavík. — Þaö er nú
kannski fullsnemmt að spá um
það hvernig til hefur tekizt, en
eins og þetta er i dag, er ekki ann-
að að sjá en að þetta ætli aö gefa
góðan árangur, sagði Sigurður
Asgeirsson i Gunnarsholti á
Rangárvöllum, en siðari hluta
sumars voru grafnar tvær vot-
heysgryfjur skammt frá bænum,
og er það I fyrsta sinn sem tilraun
er gerð til þess hérlendis aö verka
vothey i slikum gryfjum.
Við Gunnarsholt er jarðvegur-
inn sendinn, en þéttur og voru
gryfjurnar klæddar að innan
með plasti. Siöustu vikur hefur
votheyi verið ekiö i þessar gryfjur
og að sögn Sigurðar lætur nú
nærri að um 80 kýrfóður séu I
hvorri gryfjunni.
TILRAUN
VERKUN
MEÐ VOTHEYS-
í GUNNARSHOLTI
Sigurður sagði aö gryfjurnar
tvær væru 5 metrar að breidd og
um 2-3 metrar að dýpt, en einnig
væri hlaöið upp úr jörðinni u.þ.b.
tvo metra og breitt yfir heyið,
einsog um útihey væri að ræða.
Sigurður kvaðst þess fullviss aö
viða á landinu væri hægt að vinna
vothey á þennan hátt, en tilkostn-
aður er eins og gefur að skilja
hverfandi litill miðað við bygg-
ingu votheysturna.
Oft hefur verið haft á orði aö is-
lenzkir bændur sinntu of litið vot-
heysverkun, en ef tilraun þessi á
Gunnarsholti gefur góöan árang-
ur, má búast við þvi að bændur
hugi meira aö votheysverkun en
veriö hefur, einkum þegar sumrin
eru votviðrasöm.
Gunnarsholt á Rangárvöllum.
...r" y-zrfmnwmmmu