Tíminn - 14.09.1976, Qupperneq 20

Tíminn - 14.09.1976, Qupperneq 20
Þri&judagur 14. september 1976. kFk FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Slðumúla 22 Simar 85694 8. 85295 LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 10-Sími 1-48-06 Ævintýra- maðurinn Póstsendum Skriðdrekar Þyrlur Jeppar Bátar /*ALLAR TEGUNDIR FÆRIBANDAREIMA FYRIR Lárétta færslu Einnig: Færibandareimar úr ryðfriu og galvaniseruðu stáli ÁRNI ÓLAFSSON & CO. .—— 40088 ÍS* 40098 — Ford beitir neitunarvaldi gegn inntöku Vietnam í SÞ Reuter, Washington.— Gerald Ford, Bandarlkjaforseti, skip- aöi i gær sendinefnd Bandarikj- anna hjá Sameinuöu þjóöunum aö beita neitunarvaldi gegn um- sókn Vietnam um upptöku i samtökin, aö þvi er William Scranton, sendiherra USA hjá S.þ. sagöi i gær. Búizt er viö, aö umsóknin komi fyrir öryggisráö S.þ. I dag, en i þvi eiga fimmtán aöildar- þjóöir fulltrúa. Scranton sagöi i gær, aö for- setinn heföi ákveöiö aö beita neitunarvaldi vegna þess, aö stjórnvöld i Vietnam heföu sýnt — algeran skort á sanngirni gagnvart kröfum Bandarikja- manna um upplýsingar um hundruö Bandarikjamanna, sem enn er saknaö siöan I Viet- nam-styrjöldinni —. A s.l. ári beittu Bandarikja- menn neitunarvaldi gegn um- sóknum bæöi Suöur- og Noröur- Vietnam um upptöku I samtök- in, en þaö var áöur en rikin tvö sameinuöust. Umsóknir um upptöku i S.þ. veröa aö hljóta samþykki öryggisráös S.þ. — en þar geta fimm fastafulltrúar beitt neitunarvaldi — áöur en þær koma fyrir allsherjarþing sam- takanna. Bandarikjamenn beittu fyrr á þessu ári neitunarvaldi gegn inntöku Angóla á þeim forsend- um, aö kúbanskir hermenn væru enn þar i landi. Scranton sagöi I gær, þegar hann fjallaöi um umsókn Viet- nam, aö tvennt væri einkum lagt til grundvallar, þegar inn- taka rikis væri athuguö, þaö er, aö rikiö væri friösamlegt og mannúölegt. — Ekkert mál I sambúö Bandaríkjanna og Vletnam, eöa I veröldinni yfirleitt, er ómannúölegra en alger skortur Vietnama á sanngirni I þvi aö gefa upplýsingar um þá, sem enn er saknaö, sagöi hann siöan. Fyrir tiu dögum veittu Viet- namar Bandarikjamönnum upplýsingar um tólf bandariska hermenn, en bandariskir embættismenn halda þvi fram aö enn vanti a.m.k. hundraö og fimm-tiu menn. Ford forseti kraföist þess I siöustu viku, aö fullar upplýs- ingar yröu veittar um menn þessa, ef samband milli Banda- rikjanna og Vietnam ætti aö veröa eölilegt. Vietnamar sökuöu I gær Bandarikjamenn um aö nota mál þetta til aö afvegaleiöa almenningsálit I heiminum. ..... Japan: Flutt heim Reuter, Tokyo.— Sendinefnd á vegum japönsku rikis- stjórnarinnar kom I gær til Japan meö jaröneskar leifar nær eitt þúsund og þrjú- hundruö japanskra her- manna, sem féliu á Mariana- eyjum i slöari heims- styrjöldinni. Um tvö hundruð og fimm- tiu þúsund japanskir her- menn féllu á Mariana-eyj- um, þar sem einhverjir hörð- ustu bardagar styrjaldarinn- , ar áttu sér staö. HEimSHORNA ' ÁIVIILLI Reuter, Jerúsalem. — Yigal Allon, utanrikisráöherra ísra- el, fordæmdi I gær skýrslu eins af embættismönnum stjórnar- innar, þar sem lagt er til aö fjölgun Araba I Galileu veröi hindruö, og kallaöi hann skýrslu þessa — Aumlegt skjal. Allon sagöi, aö skýrsla þessi, sem unnin er af Yisröel König, aöalfulltrúa Israelsku rikisstjórnarinnar I Galileu, heföi skaöaö lýöræöis-mynd tsraelsrikis og tilraunir stjórnvalda þar til þess aö fá Gyöinga og Araba til aö lifa og starfa saman I Galfleu. 1 skýrslunni er lagt til, aö þeim leiötogum Araba á svæö- inu sem gagnrýna stjórnvöld, verði harölega hegnt, minnk- uð veröi fjárframlög til stórra Arabafjölskyldna þar, og ung- ir Arabar verði hvattir til þess að nema og setjast aö erlend- is. Skýrsla þessi var skrifuö fyrir um sex mánuöum eftir að miklar óeiröir uröu meöal Araba I ísrael, en I þeim misstu sex þeirra lifið. Hátt- settir ráöherrar hafa lýst sig meö öllu ósamþykka niður- stöðum hennar, en óánægja meðal Araba er mikil vegna þess aö König er enn á svæö- inu. Allon sagöi i gær, aö hann undraöist hvernig König gæti sýnt andlit sitt meöal Araba eftir birtingu skýrslunnar. — Þetta er aumlegt skjal, sagði Allon, og þaö eru alls engin tengsl milli innihalds þess og raunverulegrar stefnu rikisstjórnarinnar. Alþjóðlegi skæruliðinn Carlos á ferðinni? Talinn hafa komið við í Belgrad r Óttazt, að hann kunni að grípa aðgerða að nýju til Reuter, Bonn. — Vestur-Þjóð- verjar komust aö þvi I siöustu viku, aö alþjóöalegi skæruliöinn Carlos væri liklega niðurkominn I Júgóslaviu. Talsmaöur v-þýzka utanrikis- ráðuneytisins sagöi I gær, aö rikisstjórnin heföi frétt, aö Carlos Martinez, Venezúelamaöur aö uppruna, og Vestur-Þjóöverjinn Hans-Joachim Klein, sem báöir tóku þátt I skæruliöaárásinni á höfuðstöövar OPEC (samtök oliuútflutningsrikja) I Vin I desembermánuði siöastliönum, væru staddir I Belgrad. Embættismenn rikisstjórnar- innar sögöu i gær, að Júgóslavar heföu boriö þetta til baka og sagt, að mennirnir tveir, sem átt var við, væru ekki Carlos og Klein. Handtökuskipun hefur veriö gefin út á Klein I Vestur-Þýzka- landi vegna aöildar hans aö OPEC árásinni, en Carlos, sem i raun heitir Illich Raminez Snach- ez, er leitað af yfirvöldum bæöi I Frakklandi og Austurriki, vegna afbrota I þeim löndum. Vestur-þýzka timaritiö Spiegel skýröi frá þvi i gær, án þess aö nefna heimildir, aö mennirnir tveir heföu komiö til Júgóslaviu frá Alsir siöastliöinn mánudag. Timaritiö sagði, aö fylgzt heföi veriö meö þeim i Júgóslaviu, en þeir ekki handteknir, þar sem yfirvöld hafi viljaö komast aö þvi, hverjir væru tengiliðir þeirra. Siöan sagöi timaritiö, aö mönnunum tveim heföi verið fylgt út á flugvöll I Belgrad eftir fjögurra daga dvöl i Júgóslavia og þeir settir um borö I flugvél á leið til Damaskus og Bagdad. Undanfarið hafa borizt óljósar fregnir af þvi að Carlos hyggi á aðgerðir i Evrópu, en yfirvöld kannast ekki við að hafa meðtekiö viðvaranir þess eölis. Lögreglan I Frakklandi skýröi frá þvi, að síðastliöinn mánuö hafi sérstakar varúöarráöstafan- ir veriö geröar á öllum frönskum flugvöllum vegna viövarana njósnastofnana um, aö skæruliöa- aögeröir væru i vændum, en hins vegar hefði Carlos ekki verið sér- staklega nefndur i þessu sam- bandi. Vorster brevtir litlu í innanríkismálum Ekki búizt við afgerandi þróun í Ródesíu heldur Reuter, Pretoria. — John Vorst- er, sem nú hefur gegnt embætti forsætisráöherra Suöur-Afriku um nákvæmlega tiu ára skeiö, stendur nú frammi fyrir timabili, sem margir telja að veröi hiö erfiöasta á embættisferli hans, en undanfarið hefur aukizt mikiö þrýstingur á stjórn hans aö breyta stefnu sinni I innanlands- málum. Meðan vandræöin héldu áfram að steöja að I formi verkfalls blökkumanna i Soweto-bæjar- hverfinu, til að mótmæla kyn- þáttaaöskilnaöarstefnu stjórnar Vorsters, lauk forsætisráöherr- ann, sem nú er sextugur, viö gerö ræöu þeirrar, sem hann átti I gær- kvöld aö halda á ársþingi flokks- sins. Undanfariö hafa óeirðir kyn- blendinga, sem og blökkumanna, kostað meir en þrjú hundruð mannslif. Haft er eftir áreiöanlegum heimildum, aö Vorster muni aö öilum likindum skýra flokksþing- inu frá þvi, hvaö hann hyggst fyr- ir I bæöi innanlands- og utanrikis- málum. Taliö er, aö rlkisstjórn hans muni taka ákveðna og ósveigjan- lega afstööu i innanrikismálum, en þó jafnframt boöa til einhverra umbóta. BUizt er viö, aö meöal umbót- anna verði afnám á núverandi stjórnskipulagi I landinu þannig að i staöinn komi eins konar for- setavald og sambandsstjórn allra kynþátta. Haft er þó eftir áreiöanlegum heimildum aö ekki megi búast viö róttæku fráhverfi frá kynþáttaað- skilnaöarstefnu stjórnarinnar i Suöur-Afriku. I dag mun Vorster eiga viöræö- ur viö Ian Smith, forsætisráö- herra Ródesiu, um „Kissinger-á- ætlunina” um friö I suöurhluta Afriku. Búizt er viö, aö Vorster skýri Smith nákvæmlega frá tillögum Bandarikjamanna um, aö meiri- hlutastjórn blökkumanna veröi komiö á I Ródesiu innan tveggja ára meö ákveðnum tryggingum fyrir hvita minnihlutann I landinu. Vorster hefur alltaf sagt, að hann sé reiðubúinn til aö beita áhrifum sinum viö Smith og stjórn hans, en ekki beinum þrýstingi. Ekkert viröist benda til þess, að hann hafi nú breytt þeirri afstööu sinni. Ródesia á efnahagslega af- komu sina undir Suöur-Afriku, en taliö er óliklegt, að Vorster muni reyna að þvinga Smith meö þvi að loka á viöskiptallfæð hans um Suður-Afriku. Þvi viröast litlar likur á þvi, aö viðræöur þessar leiöi til afgerandi niðurstööu I Ródesiu-málinu. Frakkland: Stórrán í spilavíti Reuter, Deauville. Klukkan rúm- lega þrjú, aöfaranótt mánu- dags, þegar þreyttir fjarhættu- spilarar I spilavitinu I Deauville I Frakklandi voru að leggja undir I siðasta sinn á rúlettuboröunum þar, ruddust þar fjórir grimu- klæddir og vopnaöir menn inn og rændu um þrjú hundruö og fimm- tiu þúsund sterlingspundum. Um fjörutiu manns voru I spila- vitinu — fjárhættuspilarar, spila- stjórar og gjaldkerar — og var þeim skipað aö leggjast á gólfiö. Ræningjarnir, sem vopnaöir voru byssum, báru grimur úr sokkum og hettur og klæddust bláum gallabuxum, bundu hend- ur allra viðstaddra á bak aftur áöur en þeir tæmdu skúffur þær sem innihéldu innkomið fé þá um kvöldiö og nóttina. Þeir hreinsuöu einnig alla peningaseðla af boröunum og börðu einn gjaldkera I höfuöiö meö skammbyssuskefti, þegar hann tregðaöist viö aö opna skúffu sina. Lögreglan I Deauville segir, aö ræningjarnir hafi augsýn ilega þekkt staðhætti i spilavitinu mjög vel, þvi aö þeir hafi vitað ná- kvæmlega hver gegndi hvaöa stöðu þar og hvar peningar væru geymdir. Aður en ræningjarnir hurfu út i nóttina, ráku þeir alla þá sem i spilavítinu voru inn á salérni þess og i simaklefa og sögöu þeim aö hreyfa sig ekki I fimmtán minút- ur. Eftir fáeinar minútur hreyfði einn spilastjóranna höfuö sitt, til þess aö sjá hvað væri að gerast, en þá var sagt fyrir aftan hann, alvarlegri röddu: — Ég sagöi þér aö hreyfa þig ekki. Fólkið beiö þvi i fullar fimmtán minútur, áöur en þaö geröi viö- vart um fanið, en spilavitiö var ekki tengt viövörunarkerfi I neinni lögreglustöö. Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Laufásvegur Eskihlíð Bólstaðahlíð Túnin Suðurlandsbraut Langagerði Seljahverfi Sendlar óskast fyrir hódegi SÍMI 1-23-23

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.